Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1989. : i 1 ' ■ : RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG SÍMI 12725 OPNUNARTÍMAR: MÁNUDAGA-FIMMTUDAGA 9-17.55. FÖSTUDAGA 9-18.30. LAUGARDAGA 10-14. HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG SÍMI13010. ÚTSALftN ER HAFIN VERSLUNIN MANDA Kjörgarðí, 2. hæð Laugavcgí 59. Sími 622335 NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ AUGLÝSIR NÁMSKEIÐ í NÁTTÚRUVERND Tilgangur námskeiðsins er að gefa fólki innsýn í náttúruvernd á Islandi, þjálfa það til að hafa eftirlit með friðlýstum svæðum og fræða fólk um náttúru landsins. Þátttakendur í námskeiðinu skulu vera orðnir 20 ára og hafa staðgóða framhaldsmenntun. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður. Þátttaka í námskeiði þessu er skilyrði fyrir ráðningu í landvörslustörf á vegum Náttúruverndarráðs en tryggir þátttakendum þó ekki slík störf. Námskeiðið verður haldið í Reykjavík og stendur yfir eftirfarandi daga: 17., 18. og 19. febrúar, 10., 11. og 12. mars, 7., 8. og 9. apríl og dagana 19.-23. apríl verður dvalið utan Reykjavíkur. Skriflegar umsóknir, með heimilisfangi og síma, er greina frá menntun, aldri, störfum og áhugamálum og öðru sem máli skiptir, skulu berast Náttúruvernd- arráði, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík, fyrir 25. jan. 1989. ^Heba heldur við heilsunni^ Námskeið hefjast 9. janúar KONUR! Víð bjóðum tipp á: Þolaukandi (acrobic) vaxtarmótandi, liðkandí og megrandi leíkfimí með músik (vixlþjálfun). Dag- og kvöldtimar. Frjáls mætíng laug- ardaga. Keðjuvírkandi bónuskerfi í gangi. NÝJUNG! ,,HEBU-LÍNAN“, 4+ 1, 3+ 1, 2+ 1, er algjör nýjung. NÝTT-NÝTT! Höfum tekið nýja tækíð TRIMMFORM í þjónustu okkar. í HEBU geta allar konur á öllum aldrí fundið eitthvað við sítt hæfi. innritun og upplýsíngar í simum 42360 og 641309 (Elísabet). Kennari: Elisabet Hannesdóttír iþrótta- kennari. Heilsurœktirt Heba Auðbrekku 14. Kópayogi. . Útlönd Ættingi eins fórnarlamba flugslyssins yfir Skotlandi leggur bandaríska fánann ofan á blómvendi að lokinni minning- arathöfninni. Símamynd Reuter Fórnarlömb- in kvödd íbúar þorpsins Lockerbie í Skot- landi munu í dag fylgja til grafar tíu ára gamalli telpu og áttræðri ekkju. Þær voru meðal þeirra ellefu þorps- búa sem biðu bana þegar breiöþota bandaríska flugfélagsins Pan Amer- ican hrapaði í mörgum hlutum yflr þorp þeirra þann 21. desember síð- astliðinn. Fjórtán ára gamall bróðir litlu stúlkunnar mun ganga fyrstur syrgj- enda. Hann missti einnig báða for- eldra sína í slysinu. Pilturinn komst lífs af þar sem hann hafði farið í heimsókn til vinar síns nokkrum mínútum áður en hlutar úr þotunni grönduðu heimili hans. Það var margt um manninn í Loc- kerbie í gær þegar þúsundir syrgj- enda, þar á meðal ættingjar fórnar- lambanna tvö hundruö og sjötíu, stjórnmálamenn, björgunarmenn og starfsfólk Pan Americanflugfélags- ins komu saman til að minnast hinna látnu. Margaret Thatcher. forsætisráð- herra var meðal þeirra sjö hundruð sem fylltu kirkjuna í Lockerbie þar sem presturinn studdi beiðni forsæt- isráðherrans um að hefndaraðgerð- um yrði ekki beitt. Sérfræðingar segja að sprengja hafi grandað flug- vélinni og hefur leitin að tilræðis- Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, var meðal þeirra sem viðstaddir voru minningarat- höfnina i Lockerbie i gær. Símamynd Reuter mönnunum nú verið hafin. Reuter Ikveikja i kjolfar tungumáladeilna stundað síðustu daga. Sagði tals- maður samtakanna að sú stefna væri óbreytt þrátt fyrir íkveikjuna enda gæti slíkt einungis leitt til enn frekari ýfinga og ósættis milli hóp- anna tveggja. Ekki er búist við kosningum í fylkinu fyrr en seint á þessu ári og því er viðbúið að tungumáladeilan haldi áfram og kunni jafnvel að magnast til muna er kosningar nálgasL Agúst Hjörtux, DV, Ottavra: Sannað þykir að um íkveiKju hafi verið aö ræða þegar aöalskrif- stofur samtaka enskumælandi Qu- ebecbúa í Montreal brunnu síðast- liðinn fóstudag. Engin slys urðu á fólki en eignatjón er metið á um átta milljónir króna. Er þetta alvarlegasta atvikið í öldu skemmdarverka sem gengið hefur yfir borgina síðan tungu- málalöggjöf fylkisins var breytt fyrir tveimur vikum. Nýju lögin, sem heimila einungis frönsku á auglýsingaskiltum utandyra en margmálaskilti innandyra, hafa sætt gagnrýni bæði ensku- og frön- skumælandi fólks í fylkinu. Samtök enskumælandi Quebec- búa, sem urðu fyrir fkveilgunni, hafa harðlega gagnrýnt nýju lögin og telja að þau bijóti í bága við ákvæði stjómarskrárinnar um tjáningarfrelsi. Samtökin era þó aifariö á móti skemmdarverkum og aðgerðum af þvi tagi sem öfga- hópar frönskumælandi fólks hafa Khomeini sendir Gor- batsjov skilaboð Sérstakur sendimaður frá Kho- meini, andlegum leiðtoga írana, fór frá Moskvu í gær eftir að hafa hitt að máli Gorbatsjov, forseta Sovét- ríkjanna, að því er sovéska fréttastof- an Tass greindi frá í gær. í fréttinni var ekki sagt um hvað viðræöumar hefðu snúist. íranska fréttastofan Ima sagði á þriðjudag- inn að sendimaðurinn hefði með- ferðis skilaboð frá Khomeini til Gor- batsjovs en ekki var getið um inni- hald þeirra. Samskiptin miili írans og Sovét- ríkjanna hafa verið stirð árum sam- an þar sem Sovétmenn hafa sent vopn til íraks og vegna stuðnings írana við skæruliða sem beijast gegn stjóminni í Afganistan. Samskiptin bötnuðu hins vegar í fyrra þegar vopnahlé komst á í Persaflöastríðinu og þegar Sovétmenn hófu brottflutn- ing herliðs síns frá Afganistan. Reuter Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna, í Moskvu ásamt Amoli, sérlegum sendimanni Khomeinis, ieiðtoga írana. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.