Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Blaðsíða 13
FÍMMTUDAÓUR 5. JÁNtfAR 1989. 13 Tippað á 12 Fyrsta vikan af stað með látum Þá er aö hefjast vika númer eitt hjá íslenskum getraunum á því herrans ári 1989. Það má búast við að tippar- ar fari af stað með látum því enginn tippari náði öllum tólf merkjunum réttum á eina röð á síðasta seðh og því bíða 631.340 krónur í vinnings- potti fyfir næstu viku. Fyrsti hluti hópleiksins fræga hefst í næstu viku því forleiknum lauk á mánudaginn. Úrslit voru snúin á getraunaseðlin- um síðasta sem var á mánudag ann- an í nýári. Tap Manchester United fyrir Middlesbro setti marga tippara út af laginu og eins tap Bamsley á heimavelli gegn Hull. Það náði því enginn tólf réttum leikjum. 16 tippar- ar náðu 11 réttum og fær hver 16.907 krónur. Alls seldust 237.295 raðir. BIS hópurinn var seigastur í forleik í hópkeppninni. Hópinn skipa þeir: Brynjólfur Markússon rafverktaki, Ingólfur Jónsson húsasmiður og skíðakóngur og Stefán Stefánsson yfirkokkur.á Múlakaffi. Þeir voru reyndar efstir fyrir lokaumferðina með 54 stig en Sléttbakur og GRM voru með 53 stig. Fálkar fengu 52 stig en Fylkisven, TVB16, Wembley, ROZ, Tenglar og Elías fengu 51 stig. Engum efstu hópanna tókst að bæta sig í lokaumferðinni þannig að BIS hópurinn fær fyrstu verðlaun, bikar og ferð fyrir íjóra á leik í London. Getraunaspá fjölmiðlanna > g O 2 CL c c (0 > c (0 c E ‘> •O ‘O i- 3 O) co n 'a> >. ‘3 (fl 12 c k. .iH. Q m Œ co LEIKVIKA NR. 1 Barnsley ..Chelsea 2 1 1 1 2 2 1 2 1 Birmingham ...Wimbledon 2 X 2 2 2 2 2 2 2 Bradford ..Tottenham 2 X 2 2 2 2 2 2 2 Brighton ..Leeds 2 X X 2 2 X 2 2 X Derby ..Southampton 1 1 1 1 1 1 X ‘X 1 Manch.Utd ..QPR 1 1 1 X X 1 1 1 1 Millwall ..Luton 1 X X 1 1 1 1 X 1 Newcastle ..Watford 1 1 2 2 2 1 1 2 1 Portsmouth ..Swindon 1 1 1 1 X 1 X 2 1 Stoke ..Crystal Palace 2 X X 1 1 1 2 X 1 Sunderland ..Oxford 1 1 2 X X 1 2 2 1 WBA ..Everton 2 2 X 2 1 X 1 2 2 Hve margir réttir eftir 0 leikvikur: 59 46 49 50 41 48 49 38 45 ^■TIPPAB , ATOLF Umsjón: Eiríkur Jónsson Enska 1. deildin L HEIMALEIKIR U J T Mörk U ÚTILEIKIR J T Mörk S 19 5 2 1 16 -8 Arsenal 7 2 2 26 -12 40 20 4 6 1 15-12 Norwich 6 2 1 14 -8 38 19 7 1 1 17 -7 Millwall 2 5 3 13-14 33 20 3 5 2 10 -7 Liverpool 5 2 3 14 -9 31 20 5 2 3 16 -9 Coventry 3 4 3 11 -11 30 19 5 3 1 17 -8 Everton 3 3 4 8-11 30 19 4 2 5 11 -9 Derby 4 3 1 10 -5 29 20 2 5 2 9-10 Nott. Forest 4 5 2 16 -13 28 20 5 4 1 16-7 Manch. Utd 1 5 4 9 -11 27 20 4 4 3 19-16 Southampton 2 4 3 14-21 26 20 4 4 3 19-17 Tottenham 2 3 4 11 -13 25 19 4 2 4 12-13 Wimbledon 3 2 4 11 -14 25 20 6 2 2 15-10 Middlesbro 1 2 7 9-21 25 20 4 2 3 11 -7 Q.P.R 2 4 5 12-13 24 20 3 5 1 15 -8 Luton 2 3 6 8-15 23 20 4 3 3 14-13 Aston Villa 1 5 4 14-18 23 19 3 2 4 8 -12 Shoff. Wed 2 4 4 7-14 21 20 1 5 5 12 -20 Charlton 2 3 4 7-12 17 20 2 3 5 10-14 Newcastle 2 2 6 6 -21 17 20 1 3 6 10-19 West Ham 2 2 6 6-16 14 Enska 2. deildin HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR L U J T Mörk U J T Mörk S 24 8 2 2 26 -9 WBA 4 6 2 17-12 44 24 6 4 2 24 -12 Chelsea 6 4 2 23 -14 44 24 9 1 2 26 -15 Blackburn 4 2 6 14-20 42 24 8 2 2 22 -8 Watford 4 3 5 13-15 41 24 6 5 1 22-13 Manch. City 5 3 4 11 -10 41 24 8 1 3 17 -8 Bournemouth 3 3 6 11 -18 37 24 7 3 2 20 -10 Barnsley 3 3 6 12-21 36 23 6 5 1 21 -9 Crystal Pal 3 3 5 16 -21 35 24 7 3 2 21 -9 Portsmouth 2 5 5 13-22 35 24 6 6 0 21 -8 Sunderland 2 4 6 13-19 34 24 6 3 3 19 -11 Leeds 2 7 3 9-11 34 24 6 2 4 19-14 Ipswich 4 2 6 13-16 34 24 7 3 2 19-11 Stoke 2 4 6 10-26 34 23 5 4 2 17-11 Swindon 3 5 4 15-19 33 24 6 4 2 18 -9 Leicester 2 4 6 12-24 32 24 7 3 2 23 -11 Plymouth 2 2 8 8 -25 32 24 4 6 2 14-11 Bradford 3 4 5 11 -17 31 24 4 7 1 16-10 Hull 3 1 8 13-25 29 24 5 3 4 23 -18 Oxford 2 3 7 15-19 27 24 4 5 3 24 -18 Oldham 1 4 7 12-22 24 24 6 2 4 22 -13 Brighton 1 1 10 11 -28 24 24 1 6 5 10-16 Shrewsbury 3 4 5 10-19 22 24 2 3 7 11-21 Birmingham 1 4 7 5 -25 16 24 2 3 7 13-18 Walsall 0 5 7 6 -20 14 Sléttbakur og GRM fá bikar fyrir annaö og þriðja sæti. Nýir hópar blása í herlúðra Nú hefst keppnin af alvöru strax í fyrstu viku. Margir nýir hópar hafa skráö sig til leiks og hafa blásið í herlúðra sína undanfarnar vikur. Hópleikimir verða þrír á þessu ári. Keppni hvers leiks stendur yfir í fimmtán vikur og gildir besti árang- ur tíu vikna. Krýndir verða vor-, sumar- og haustmeistarar. Lagðar verða saman hæstu skorir keppn- anna þriggja og þannig fundinn út íslandsmeistari í tippi ársins 1989. Fjölmiðlakeppninni lauk með sigri DV sem fékk 59 stig. Þjóðviljinn fékk 50 stig, Ríkisútvarpið og Tíminn 49 stig, Bylgjan 48 stig, Morgunblaðið 46 stig, Stöð 2 45 stig, Dagur 41 stig og Stjaman 37 stig. Guðni Bergsson á skjánum Á laugardag fer fram 3. umferö ensku bikarkeppninnar. Leikirnir tólf á íslenska getraunaseðlinum eru ei'nmitt frá þeirri keppni. Guðni Bergssön, sem nú spilar með Totten- ham, hefur staðið sig það vel með liðinu að hann á orðið fast sæti í byijunarliði. Leikur Bradford og Tottenham verður sýndur í íslenska sjónvarpinu á laugardaginn og hefst útsending skömmu fyrir klukkan 15.00. Bikarleikir eru oft spennandi því smáliðin veita hinum stærri og fræg- ari mikið aðhald og vinna þau jafn- vel. Má í því sambandi minna á 2-1 tap Tottenham gegn Port Vale 30. janúar 1988 í beinni útsendingu í ís- lenska sjónvarpinu. Bradford, sem er í 2. deild, vann Everton nýlega í 8 liða úrslitum Littlewoodsbikar- keppninnar þannig að liðið er til alls vist. Það er næsta víst. Félagi Guðna Bergssonar hjá Tott- enham, hinn sterki framherji Paul Stewart.veröur í sviðsljósinuá laug- ardaginn í beinni útsendingu í sjón- varpinu. Ávallt óvænt úrslit í bikarkeppninni 1 Bamsley - Chelsea 2 Chelsea hefur tekið 2. deild með trompi og hefur verið við toppinn undanfamar vikur. Bamsley hefur staðið sig frábær- lega á heimavelli í vetur og unnið þar 7 leiki af 12. Að þessu sinni er spáð eftir frægð félaganna undartfarin ár því að Chelsea hefur ávaUt veiið álitið sigurstranglegt í leikjum sínum. 2 Birmingham - Wimbledon 2 Bikarmeistaramir frá því í fyrravor keppa í sínum fyrsta leik við Birmingham sem dvelur sem stendur við botn 2. deildar. Liðið er hrikalega lélegt og ekki fyrirsjáanlegt að það muni veita Wimbledon keppni að ráði. Bikarkeppni hentar Wimbledonleikmörmunum vel. Þeir ná að þjappa sér saman og berja í sig baráttu. Allt annað en Wimbledonsig- ur er óvænt. 3 Bradford - Tottenham 2 Bradford hefur ekki náð sér á strik í vetur og er neðarlega í 2. deild. Þó náði liðið að bera sigurorð af Everton á heima- velli sínum í átta liða úrslitum Littlewoodbikarkeppninni fyr- ir skömmu. Leikmenn Tottenham hungrar í bikar og verða djöfulóðir í þessum leik nema auðvitað Guðni okkar Bergs- son sem er alltof prúður leikmaður til að standa í látum. Hann spilar því hratt og örugglega í staðinn. 4 Brighton - Leeds 2 Leeds var eitt frægasta bikarlið Englendinga milli áranna 1967 og 1973 en hefur ekki komist í úrslit síðan þá. Liðið hefur gert góða hluti undanfarió, reyndar ekki tapað nema einum leik í síðustu fimmtán viðureignum sínum. Brighton getur ekki státað af mikilli snilli í vetur en þó hefur liðið velgt mörgum góðum liðum undir uggum á heimavelli. 5 Derby - Southampton 1 Þama sé ég fyrir mér fjörugan markaieik. Yfirleitt er mikið skorað í leikjum Southampton og eins liklegt að framlina Derby nái sér á strik í þessum leik. Vömin er mjög traust með landsliösrtúðvörðinn og fyrirliðann Mark Wright í ess- inu sínu og gamla brýnið Peter Shilton í banastuði. Sout- hamptonvömin hefur verið arfaslök í undanfömum leikjum. 6 Manchester United - QPR 1 Einungis einn bikar er eftir fyrir rauðu djöflana í Manc- hester. Unitedliðið hefur gert það gott í bikarkeppni undan- farin ár. En stundum tapar liðið óvaant fyrir slökum liðum. QPR liðið er hvorki fugl né fiskur um þessar mundir og því er auðvelt að skella heimasigri á þennan leik. 7 MillwaU - Luton 1 Þama verður mikill slagur milli nýliðanna í 1. deild, Mill- wall og Littlewoodbikarmeistarana Luton. Millwall er ákaf- lega sterkt á heimavelli. Reyndar svo aö aðkomuleikmenn óar við að spila á Denleikvanginum fyrir framan þúsundir organdi aðdáanda Millwall. Millwallleikmennimir eru ákaf- legá frískir og markheppnir. Leikmenn Luton skora lítt. 8 Newcastle - Watford 1 Endurreisn Newcastle er hafin. Liðið, sem lengi vel var neðst í 1. deildinni, er nú að þokast upp stigatöfluna. Wat- ford er enn í 2. deild, ofarlega þó. Deildaskipting skiptir engu máli í bikarkeppni þar sem leikið er til þrautar. Leik- menn Newcastle em greinilega á uppleið en leflonenn Watford hafa verið að gefa eftir í undanfömum leikjum. 9 Portsmouth - Swindon 1 Portsmouth er frægt fyrir góðan árangur á heimavelli. Leik- mennimir em harðjaxlar miklir sem gefa aldrei efdr baráttu- laust. Árangur Swindon á útívelli er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þó vann Swindon Portsmouth á mánudaginn var í deildakeppninni. Til þess að vinna þennan leik þarf Swin- don mjög góðan leik og mikla heppni. 10 Stoke - Crystal Palace 2 Þama er spáð út í loftið svo að þið, tipparar góðir, skuluð passa ykkur á þessum leik sem er mjög opinn. Ég tel að leikmenn Crystal Palace hafi ekki enn sýnt hvaó í liðinu býr. Framheijaroir skæðu, Mark Bright og Ian Wright, hafa ekki skorað eins mikið af mörkum og í fyrxavetur en geta bætt fýrir lánleysið með mörkum í Stoke. Þegar típpað er á lefld í bikarkeppni þarf að taka áhættu og þetta er einn þeirra leikja. 11 Sunderland - Oxford 1 Sunderland er frægt fyrir óvæntan bikarsigur sinn á Leeds vorið 1973. Sá sigur varð hvatí að mörgum óvæntum bikar- sigrum eftir það þvi að smáliðin sáu að þau gátu velt stórlið- unum úr sessi. Sunderland fær nú á heimavöll sinn, Roker Park, Oxford sem var í 1. deild í fyrra en féll við lítinn orð- stír. Sunderland fylgir mfldll skari aðdáenda. Ekki spfllir það fyrir. 12 WBA - Everton 2 Everton er á mfldlli siglingu um þessar mundir. Leikmenn hafa fengið aukið sjálfstraust og liðið hefur ekki tapað nerna einum af síðustu 11 deildarleikjum sínum. Everton varð fyr- ir áfalli er liðið tapaði óvænt fyrir Bradford í átta liða úrslit- um Littlewoodbikarkeppninnar. Tap fyrir öðm liði úr 2. deild er óhugsandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.