Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR . HBi Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Verndum himin og jörð Ánægjulegt er, aö ríkisstjórnin hefur ákveðiö, að ís- land veröi aðili að tveimur fjölþjóðasamþykktum um takmörkun á notkun efna, sem talin eru spilla ózonlag- inu í himinhvolfinu. Úðabrúsar verða merktir frá 1. júní á þessu ári og bannaðir frá 1. júní á næsta ári. Ekki er vonum fyrr, að ísland leggur sitt lóð á vogar- skál verndunar himinhvolfsins. Um áratugur er síðan Bandaríkin og Norðurlönd tókust á herðar svipaðar skyldur og ísland hefur nú gert. En hér eftir þurfum við ekki að skammast okkar í þessu umhverfismáli. Ózonlagið dregur úr útíjólublárri geislun frá sólinni og verndar fólk fyrir húðkrabbameini, ónæmisminnkun og augnsköðum. Það hefur farið minnkandi síðustu tvo áratugina. Heildarminnkunin er um 3% á þessum tíma, en nokkru meiri yfir köldustu svæðum jarðarinnar. Talið er, að hvert 1% í þessari minnkun ózons auki húðkrabbamein um 5% og illkynjuð sortuæxli í húð um 2%. Um 5000 Bandaríkjamenn deyja úr þessum sjúk- dómum á hverju ári. Þetta er aðeins lítið dæmi um, hversu alvarleg er þynning ózonlagsins í háloftunum. Ózoneyðandi efni eru í úðabrúsum, sem eru mikið notaðir utan um snyrtivörur og í málningu fyrir bíla og hús. Einnig eru þau í kæli- og frystikerfum, froðuein- angrun, leysiefnum, slökkvitækjum og brunavarnaefn- um. Yfirleitt má fá önnur jafngóð efni í staðinn. Stefnt er að minnkun heildarnotkunar ózoneyðandi efna um helming á næstu fimm árum. Ríkið telur, að þetta kosti 30-40 milljónir króna. Að fenginni reynslu af kostnaðaráætlunum þess má búast við, að útgjöldin fari í 200 milljónir króna, sem samt er fremur lág tala. Þrátt fyrir aðgerðir okkar og annarra auðþjóða heims má búast við, að ózonlagið haldi áfram að þynnast um sinn. í fyrsta lagi eru ózoneyðiefnin lengi að stíga upp 1 háloftin, svo að mengunin er hægvirk. í öðru lagi telja þróunarlöndin sig ekki hafa efni á slíkum aðgerðum. Mikilvægt er, að ríkin, sem vinna gegn ózoneyðingu, taki upp samstarf við að útbreiða fagnaðarerindið til annarra ríkja, svo að samstaðan verði alþjóðlegri. Sér- staklega er brýnt að hvetja til dáða austantjaldsríkin, sem eru annálaðir mengunarvaldar á flestöllum sviðum. Einnig er mikilvægt að auka aðgerðir gegn mengun af völdum koltvísýrings og hliðstæðra efna, sem geta valdið svokölluðum gróðurhúsáhrifum í himinhvolfmu. Margir hafa áhyggjur af hækkandi hita á jörðinni og kenna um lofttegundum, sem mannkynið framleiðir. Lítið er enn vitað um, hvort hækkun hita er mann- anna verk eða ekki. En vitað er, að fjögur heitustu árin af hinum 150 síðustu hafa einmitt verið á níunda áratug þessarar aldar. Grunur er um, að samband kunni að vera milli þess og lifnaðarhátta á iðnaðaröld. Hitaaukningunni hafa fylgt miklir þurrkar víða um heim. Ennfremur bræðir hitinn ís, veldur ágangi sjávar á land og spillir búsetu við sjávarsíðuna. Og hitaaukn- ingin getur fælt fisk frá fyrri slóðum. í viðbrögðum er betra að ganga of langt í hræðslu en í áhyggjuleysi. Verndun himins og jarðar gegn mannanna verkum, er geta haft skaðleg áhrif á framtíð mannkyns, er ekki auðveld, því að löng og órekjanleg leið er milh ein- stakra orsaka mengunarinnar og siðari afleiðinga. Þess vegna er alþjóðastarf svo mikilvægt í þessum efnum. Aðild íslands að Q ölþj óðasamþykktum um varnir gegn minnkun ózons er fyrsta skref okkar í samstarfi um varðveizlu himinhvolfsins og lífsskilyrða á jörðinni. Jónas Kristjánsson Þorsteinn Pálsson, fyrrv. forsætisráðherra. - „Sakna vinar í stað ... enda er hann heiðarlegri en margur annar i þessum hópi og orðheldinn í tilbót," segir greinarhöf. m.a. er hann ræðir fjármagn til Framkvæmda- sjóðs fatlaðra. Eiga orð að standa? Það mun víst rétt vera að ljár- lagagerð nú hafl verið óvenjuerfið enda aðstæður allar slíkar að ekki hefur verið um að ræða að ausa fé á bæði borð eins og stundum hefur ómaklega verið sagt um fjárveit- ingavaldiö. I samtökum fatlaðra hefur fólk fylgst með því með mikilli eftir- væntingu hverja útreið málaflokk- ur þeirra fengi við þessar aðstæður og eins hversu farið hefur um ýms- ar aðrar fjárveitingar enda sann- gjarnt að nokkur samanburður sé uppi hafður þó ekki sé í öllu og allt- af um sambærilega hluti að ræða. Þannig hefur margur glaðst í hjarta sínu yfir verulegri hækkun ýmissa liöa á sviði mennta og menningar sem miklu skiptir fyrir þessa þjóð að vel sé við staðið. Það ér sem sé ýmislegt sem glatt hefur augu og undirritaður sér t.d. að loks hefur íslenska glíman hlot- ið uppreisn og var það vonum seinna aö svo yrði. í erfiðri stöðu er alltaf illt að gera öllum til hæfis og reyndar er það bitur reynsla frá sextán ára samfelldri vist þar í „neðra", m.a. frá setu í fjárveit- inganefnd, að venjulega voru þeir vanþakklátastir sem best var gert við, ef einhverju skeikaði frá ýtrustu kröfum. Þetta átti jafnt viö um opinberar stofnanir, einstaka sveitarstjórnir og áhugafélög ýmiss konar. Illt er að gera svo öllum líki segir þar og eins er það hverjum kærast sem næst honum er og um leið öllu öðru mikilvægara. Um þetta almennt skulu ekki höfö uppi fleiri orð, en eflaust tauta ýmsir margt ófagurt um ranglátt og þröngsýnt fjárveitingavald þessa dagana eins og löngum áður. Þó skal þess getið af giska langri reynslu að þeir aðilar, sem í orði segjast engin ríkisafskipti vilja, enga skatta vilja hafa og æpt hafa á öllum tímum: Báknið burt, í mis- munandi tóntegundum, eru allra frekastir og fremstir í kröfugerð á hendur þessu sama vonda bákni og reyna jafnframt aö mestu ofur- kappi að troða sér og sínum á þá ríkisjötu sem þeir hafa flest Olyrði um. En nú að meginmáli. Bundnar væntingar Ríkisstjórnin núverandi hafði mitt atfylgi í upphafi af ýmsum ástæðum sem ekki verða raktar hér. Þrátt fyrir allt var hún og verð- ur vonandi þjóðarnauðsyn. Eg hefi enn við hana bundnar ærnar vænt- ingar og það hálfhlakkar í mér að sjá blessaðar kvennalistaelskurnar komnar hálfa leið inn í Heiðnaberg íhaldsins í ákafa sínum við að halda pólitísku skírlífi sínu - gott ef ekki allsherjarskírlífi. En ég hrífst síður en svo af ýms- um tiltækjum þessarar ríkisstjórn- ar og ég sakna margs, m.a. þess hversu illa ráðherrunum gengur að finna breiðu bökin margfrægu en hafa þess í stað haft uppi hug- myndir um ýmsa ansi vafasama ef Kjallarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ ekki hættulega skattlagningu. Ég vil ekki trúa því sem sagt var við mig um daginn að allir formenn stjórnarflokkanna hefðu það ein- kenni að þekkja ekki af eigin raun til erfiðis og lífskjara alþýðufólks á landi hér og því færu ýmsar undra- hugmyndir um salarkynni þeirra sálna sem aldrei hefðu í kvíöa og kuli átt vegna ytri aðstæðna né annars. Ég ætla aö vona að þeir viti um kjör og aðstæður þess al- þýðufólks sem ég t.d. umgengst mest þessa mánuði, öryrkjanna, sem margir eiga kvíðann fyrir morgundeginum að föstum fylgi- naut. Það var þó ekki síst fyrir ágæta setningu og hljómfagra um málefni fatlaðra í stjórnarsáttmál- anum nú sem ég fagnaði valdatöku þessarar stjórnar. Hrjáöursjóður Akvæðið var og er - er vel að merkja - um eflingu Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra og það var m.a.s. hnykkt á með því að tala sér í lagi um fjárhagslega eflingu hans. Þetta hélt ég að þýddi raunaukn- ingu fjár til þessa hrjáða sjóðs, jafn- vel að skila ætti honum aftur ein- hverjum af þeim milljónatugum - hundruðum mætti ég segja - sem ranglega hafa verið reyttir af hon- um. Og að sjálfsögðu hvarflaði ekki annað að mér eftir lestur þessa hugþekka loforös en að sjóðurinn héldi a.m.k. raungildi sínu frá síð- asta ári, þar sem engin ofrausn var á ferð - og umsóknir - brýnar umsóknir í sjóðinn voru upp á þre- falt hærri fjárhæðir en sjóðurinn haföi til ráðstöfunar. í tið fyrri stjórnar Jtafði það heyrst að Framkvæmdasjóður fatl- aðra ætti aö fá sömu krónutölu og í fyrra enda gilti það þá um alla framkvæmdaliði eins - eitt gengi yflr alla. Frumvarp Ólafs Ragnars var með lágmarkinu 200 milljónum í stað þeirra 180 sem verstu horfur voru á og sjóðurinn fékk í ár. Og við nöldruðum dálítið en létum þar við sitja því skjólstæðingar okkar og félagar skilja betur en flestir aðrir þegar að þrengir enda orðið hlut- skipti þeirra margra um lengri eða skemmri tíma að sjá ekki fram úr fjármálum morgundagsins. Heimtufrekjan er því ekki þeirra sérgrein. Mikil vonbrigði En svo kom önnur umræða fjár- laga og þá sáum við að annar hátt- ur haföi heldur betur verið hafður á en okkur hafði órað fyrir. Framkvæmdaliðir ýmsir á veg- um hins opinbera höfðu sem sagt verið hækkaðir og skulu aðeins tekin þrjú dæmi: Grunnskólar hækkuðu úr 300 í 385 millj., sjúkra- hús og heilsugæslustöðvar úr 200 í 240 millj. og hafnarmannvirki enn, svo ágæt upphæð sem þar var, úr 400 í 410 millj. Nú sjá fatlaðir ekki eftir íjár- magni í þessa framkvæmdaþætti, svo þarfir sem þeir eru, en þeir biðja þá um leið um eitthvað til sinna framkvæmda sem ekki þola frekar bið og aðgerðaleysi. En finnst þeim ráðherrum, sem hétu því hátiðlega fyrir þrem mánuðum að auka fjármagn til Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra, það sæm- andi að láta 16 milljónir vanta á raungildistöluna frá Þorsteini Pálssyni? Eiga fatlaðir að skoða þessar töl- ur í því pólitíska ljósi? Ég hallast mjög að því að mega nú sakna vin- ar í staö þar sem var fyrrverandi forsætisráðherra enda er hann heiðarlegri en margur annar í þess- um hópi og orðheldinn í tilbót. Ég verð að játa í einlægni mikil vonbrigði með þá er fyrir verkum standa þann veg að framkvæmdir í þágu fatlaöra verði skertar á næsta ári en sú verður raunin, því miður, ef ekki verður af vegi þröng- sýninnar vikið við afgreiðslu fjár- laga nú á nýju ári. Um þetta skulu svo engin orð höfð frekari nú en ég lifi enn í von- inni að orð megi standa, m.a. hjá núverandi ráðherrum. - Með ný- árskveöjum. Helgi Seljan „En flnnst þeim ráðherrum, sem hétu því hátíðlega fyrir þrem mánuðum að auka Qármagn til Framkvæmdasjóðs fatlaðra, það sæmandi að láta 16 millj- ónir vanta á raungildistöluna frá Þor- steini Pálssyni?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.