Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Blaðsíða 15
15 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1989. Til foreldra varðandi eyðni: H vað getið þið aðhafst? Fræðsla er mjög mikilvæg. AUir þurfa að vita hvemig sjúkdómur- inn smitast. Að sjúkdómurinn smitast ekki við venjulega daglega umgengni heldur við kynmök og við óvarlega meðferð blóðs. í fyrstu átti ef til vill tal um áhættuhópa rétt á sér. Þetta hafði þó þann galla að fordómar fólks voru styrktir. Nú er ekki hægt að einskorða sig við áhættuhópa heldur verður að tala um áhættuhegðun þar sem sí- fellt stærri hluti þeirra sýktu til- heyrir ekki lengur þessrnn upp- runalegu áhættuhópum. Að nokkr- um árum hðnum verða þeir aðeins lítill minnihluti þeirra smituðu. Þetta ástand þarf að búa skólaæsk- una undir. Öryggisleysi Fjölmiðlar og önnur „menning" okkar tíma er oft yfirborðsleg og því stundum til meiri skaða en gagns. í reynd stuðlar þetta að ranghugmyndum hjá okkur öllum en reynslulítið æskufólk hlýtur að vera meira berskjaldað. Ein afleið- ingin er öryggisleysi. Sem dæmi má nefna stúlku sem fínnst hún ekki vera falleg, t.d. ekki hafa nógu stór, of eða misstór bijóst. Meðal pilta eru áhyggjumar síst minni. Þeim finnst þeir þurfa að sanna fyrir sér að þeir séu eðlilegir og byrja þess vegna á kynlífi án þess eiginlega að langa til þess. Þá getur eitt af tvennu gerst: 1) Þar eð þeir eru hræddir og þvingaðir kemur oft fyrir að þeir reynast getulitlir eða verða fyrir sáðláti í upphafi samfara. Þetta styrkir ekki sjálfstraustið og eykur þörf þeirra á að sanna sig að nýju sem getur reynst byrjun á löngum vítahring þar sem smithættan er aukin að þarflausu. Öryggisleysið gerir fólk einnig háðara áfengi en ella en það stóreykur smithættuna þar sem það stuðlar að ábyrgð- arleysi. 2) Ef hinar ótímabæru samfarir takast vel er einnig hætta á ferð- KjaUarinn Sigurður Gunnarsson dr. med. sónuþroska nemandans og auka gagnrýni hans á yfirborðslegt fjöl- miðlaefni og auglýsingar. (Hér á Sjónvarpið þakkir skildar fyrri gott bama- og fræösluefni.) Sagt er að persónuþroski barns sé langt á veg kominn við 6 ára aldur. Að mörgu leyti eru böm á þessum aldri líkari fullorðnum en seinna á barns- og unghngsárum. Á þessum ámm er nauðsynlegt að kenna börnum virðingu fyrir eigin líkama. Hugsa um hann sem dýrmæta gjöf, borða hollan mat, bursta tennurnar o.s.frv. Ef þessi gmnnur er ekki lagður getur reynst erfitt að fá hljómgmnn síðar, hvort sem efnið er alnæmi, reykingar eða eiturlyf. Á þessum árum fmmbernskunn- ar er einnig lagður grunnur að til- finningaþroska einstakhngsins, „Margir foreldrar eru hræddir við að gefa af lífsskoðun sinni og vilja láta barnið vera afskiptalaust.“ um. TUfmningalegur og félags- legur þroski verður fyrir skaða. Hinn ungi einstaklingur verður háður kynlífí áður en hann er tilbúinn að bindast varanlegum tilfmningaböndum. Þetta stuðl- ar að áhættuhegðun í kynlifi. Þessi vandi hefur aukist á síð- ustu áratugum þar sem kyn- þroskaaldurinn hefur færst neð- ar, eða frá u.þ.b. 17 árum niður í 13 ár. Á sama tíma aukast kröf- ur til menntunar þannig að unga fólkið þarf lengri tíma til að undirbúa sig undir fullorðinslíf- ið. Við þaö hefu’r myndast ald- ursbh sem áður var ekki til stað- ar og svarar einmitt th þess ald- urshóps sem líklegastur er th að verða eyðni að bráð. Almennari fræðsla Niðurstaðan er því sú að fræðsl- an þarf að vera almennari en nú gerist. Stuðla þarf að auknum per- sjálfsöryggi, tjáningarmætti, hst- hneigð og trúarlífi. Mín skoöun er sú að bæna- eða hugleiðslustund með foreldrum sé eitt það dýrmæt- asta sem hægt er að gefa barni. Jafnvel þegar ekki er um guðstrú hjá foreldri að ræða heldur einung- is pólitíska hugsjón er þaö í vissum skilningi einnig trúarbrögð. Marg- ir foreldrar eru hræddir við að gefa af lífsskoðun sinni og vhja láta barnið vera afskiptalaust, en þá má búast við að það verði stefnu- laust rekald og auðveld bráð hvers kyns ógæfu. í stað slíks „hlutleys- is“ þarf að koma virðing fymr þeim sem eru á öndverðum meiöi, víð- sýni og umburðarlyndi. Með hhðsjón af mikhvægi þess- ara fyrstu ára er það áhyggjuefni hversu mikið samvera foreldra og barna hefur minnkað undanfama áratugi. (Heimild: „Mannvernd í velferðarþjóðfélagi“ eftir Ólaf Ól- afsson landlækni.) Ekki aðeins eyðni En hvað eiga foreldrar unghnga að ráöleggja börnum sínum varð- andi sjálfa eyðnina? Mikilvægt er að hafa boöskapinn ekki of fræði- legan. Jafnvel það sem við fyrstu sýn virðist einfalt getur við nánari athugun reynst flókið og fræðhegt. Dæmi: Vandaðu val rekkjunauta. Er hér átt við að velja rekkjunauta sem ekki eru líklegir til aö hafa alnæmi? Á næstu árum getur slíkt orðið erfitt. Veikin verður reyndar enn algengust meðal þeirra sem hafa átt kynmörk við marga, en er þó farin að breiðast út utan uppruna- legra áhættuhópa. Betra væri að segja: 1) Ekki eiga kynmök við neinn nema hafa þekkt viðkomandi bæði vel og lengi, þekkja"Starf, fjölskyldu og hugðarefni, þykja vænt hvoru um annað og geta hugsað sér að eiga barn saman. 2) Nota ætíð verju nema ætlunin sé að geta barn innan hjóna- bands eða sambúðar (og þá helst eftir að hafa bæöi farið í mót- efnamælingu áður!). Kunna notkun smokkanna og venja sig á að hafa þá handbæra. Ástæðan er ekki einvörðungu eyðni heldur einnig mun algengari sjúkdómar. Þótt þeir séu ekki ban- vænir þá valda þeir miklum skaða og samanlögð tíðni er svo mikil að oft er jafnlíklegt að smit hafi átt sér stað hafi verja ekki verið notuð. Ekki er hægt að telja þá alla upp hér, en þeir helstu eru: Lekandi (gonorrhoea) og ný teg- und lekanda sem nefnist klamýdea. Er oft einkennalaus eða einkenna- lítil og getur valdið ófrjósemi hjá báðum kynjum vegna bólgu í eista- lykkju eða eggjaleiðurum. Vörtur á kynfærum. Lítt geðslegur kvilh. Þó má oftast brenna eða skera þær burtu. Herpes-II, áblástur svipaður áblæstri í munni. Hvort tveggja orsakar ilhæknandi sár sem koma og fara. Sárasótt (sýfhis), sem nú er orðin fátíð. Sigurður Gunnarsson Heimsviðburður og hræsni „Heimurinn stóð á öndinni yfir örlögum hvalanna tveggja," segir m.a. i greininni. Frá björgun gráhvalanna tveggja i október á sl. ári. Tveir frægustu hvahr sam- tímans hafa nú verið frelsaðir. Björgunin - eða „Operation breakt- hrough" eins og hún var kölluð hér vestra - tókst giftusamlega sem áýnir vel að þegar mikið er í húfi geta stórveldin svo sannarlega unnið saman. Og th að innsigla hina alþjóðlegu samvinnu enn frekar hefur jap- anska sjávarútvegsráðuneytið ábyrgst að jafnvel þótt Kaliforníu- hvahrnir vilhst af leið og syndi í vestur en ekki suður þá verði þeir ekki skotnir af japönskum hvala- föngurum. Hvernig þeir ætla að fara að því að þekkja þá frá öðrum hvölum er mér að vísu hulin ráð- gáta en það er nú önnur saga. Alþjóðleg samvinna Hver segir svo að samvinna stór- veldanna fari ekki batnandi? Og hver þorir nú að halda því fram að stjómendur voldugustu þjóða heims séu vondir kallar? Sjálfur Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti fylgdist grannt með björgunaraðgerðunum og hringdi að minnsta kosti tvisvar sinnum í björgunarmennina! í fyrra skiptið th að hvetja þá th dáða; í það seinna th að þakka þeim fyrir vel unnin störf. Hann var að vísu svolítið fljótur á sér þá, því að björgunin stóð enn yfir, en hvað fyrirgefur maður ekki góðhjörtuðum gömlum manni? KjáUarinn Agúst Hjörtur, fréttaritari DV í Ottawa Fjölmiðlaorgía Nú, þegar sæluvíman vegna eigin góðmennsku er runnin af heims- byggðinni, er kannski ekki úr vegi að hugleiða aðeins þessa björgun- araðgerð. Sérstaklega hvatir þeirra hjartahreinu góðmenna sem gerðu hana að því sem hún varð: heims- viðburði. Hér er ég ekkert að ýkja, aðeins að endurtaka það sem mér er sagt í öhum fréttatímum á öllum þeim sjónvarpsstöðvum sem ég næ (og þær eru þónokkuð margar): heim- urinn stóð á öndinni yfir örlögum hvalanna tveggja. Hvers vegna stóð heimurinn á öndinni? Jú, vegna þess að ahar meiri háttar sjónvarpsstöðvar í heiminum voru með nær daglegan fréttaflutning af málinu. Sé hins vegar litið á máhð hlut- lausari augum en myndræn tilfinn- ingavella sjónvarpsins býður upp á kemur í ljós að hér var um harla hversdagslegan og eðlilegan við- burð að ræða. Móðir náttúra var hér að „hafna“ dýrum sem ein- hverra hluta vegna höfðu ekki vit á að færa sig á suðlægari slóðir áður en vetur skall á. Þetta gerist á hverju ári, sögðu eskimóarmr, og þótti lítt merkilegt. Tapað fjölmiðlastríð Ég get ekki annað en tekið undir með Japönunum sem ekkert skhdu í því af hveiju eskimóamir drápu ekki bara dýrin og héldu veislu. Og ég held ég verði líka að taka u'ndir með þeim þegar þeir viður- kenna aö þeir hafa tapað því fjöl- miðlastríði sem snýst um að móta almenningsálitið í heiminum. Þeim hefur ekki tekist, frekar en íslendingum eða öðrum hvalfang- araþjóðum, að koma sínum sjónar- miðum á framfæri. Grænfriðungar og aðrir vinir hvalsins hafa ráðsk- ast með fjölmiðla og almenningsá- litið fram til þessa. Gagnárás En hvers vegna ekki að gera gagnárás? Ættu ekki framtakssam- ir menn á íslandi, í samvinnu við aðra líka erlendis, að stofna Mann- friðunarfélag? Þeir gætu fengið stjórnvöld í viðkomandi löndum th að beita þær þjóðir efnahagslegum þvingunum sem drepa eða fara illa með þegna sína. Á meðan „Operation breakthro- ugh“ stóð yfir skullu fyrstu vetrar- veðrin á Norður-Ameríku. Veik- byggðustu fórnarlömb fátæktar og heimilisleysis féllu í valinn. Og fleiri munu fylgja í kjölfarið þegar verulega vetrar. Við getum notað þetta sem dæmi, þannig að þegar Bandaríkjamenn saka okkur um ómarinúðleg og ónauðsynleg dráp á hvölum þá eig- um við að saka þá um ómannúð- lega meðferð á manneskjum sem leiðir th ónauðsynlegs horfellis. En einhvern veginn hef ég það þó á tilfinningunni aö heimurinn muni ekki standa á öndinni yfir slíkum tíðindum. Þegar öhu er á botninn hvolft eru slíkar fréttir hvorki nýjar fréttir né góðar og ht- il von er um „Operation breakthro- ugh“ samvinnu stórveldanna á því sviði. Hvalveiðar hætta en bæði horfellir og hræsni fjölmiöla lifir áfram. Ágúst Hjörtur „Grænfriðungar og aðrir vinir hvalsins hafa ráðskast með Qölmiðla og almenn- ingsálitið fram til þessa.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.