Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1989, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989. 11 Utlönd Höfuðborgir morðanna Bandarísku lögreglunni tekst árlega aö leggja hald á mikið magn fíkniefna. Simamynd Reuter SteimmnBöðvaiadóttir.DV.Waahington; 1 Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, og Detroitborg í Michiganriki halda nú sameigin- lega þeim vafasama titii, „höfuð- borgir morðanna". í báðum þess- um borgum voru framin 60 morð á hveija 100 þúsund íbúa árið 1988 og sló það öll met. í Washington voru framin 372 morð í fyrra og er það nýtt met. Það sem af er þessu ári eru fórn- arlömbin þegar orðin 50 og er jan- úar þar með kominn á skrá sem blóðugasti mánuður í sögu borgar- innar. Hann sló við nóvember árið 1988 en þá voru framin 44 morð. Yfirvöld óttast að með þessu áfram- haldi kunni fómarlömb þessa árs að verða 600. Yfir 20 þúsund fórnarlömb Morðum í Washington árið 1988 fjölgaði um rúmlega 65 prósent frá árinu 1987 og er það mesta fjölgun innan nokkurrar borgar í Banda- ríkjunum. Næstmesta fjölgunin átti sér stað í Houston í Texas eða 37,6 prósent. í New York, þar sem rúmlega 1800 morð voru framin í fyrra, var aukningin 11,7 prósent. í flestum tilfellum þar sem morð- um fjölgaði í stórborgum er um að ræða morð tengd fíkniefnaneyslu og -sölu. Blóðugasta árið á skrá í Banda- ríkjunum er árið 1980 en þá voru framin rúmlega 23 þúsund morð um gjörvallt landið. Næstu fjögur ár fækkaði morðum jafnt og þétt og áriö 1984 voru rúmlega 18 þús- und morð framin. En æ síðan hefur hallað undan fæti. Árið 1987 féllu rúmlega 20 þúsund fyrir hendi morðingjá og búast má viö að fóm- arlömbin verði töluvert fleiri árið 1988. Aukin krakkneysla orsökin Helsta orsök þessarar aukningar er síaukin fíkniefnaneysla, sér í lagi neysla á krakki. Krakk kom fyrst á markað í Bandaríkjunum fyrir 5 árum og telja yfirvöld að það hafi hrundið af stað þeirri öldu of- beldis og morða sem nú ríkir á báðum ströndum Bandaríkjanna. Þrátt fyrir síaukna eftirspum hefur verð á krakki lækkað síðast- liöið ár vegna mikils framboðs. Árið 1985 kostaði meðalskammtur af því 40 dollara en kostar í dag miRi 5 og 15 dollara, eða sem svar- ar til um 250 til 750 íslenskra króna. Krakk var markaðssett með yngri og fátækari neytendur í huga en neytendur kókaíns. Virðist sem fíkniefnasölunum hafi tekist að tæla yngri kynslóðina. Um 5 pró- sent menntaskólanema kváðust í nýlegri könnun hafa reynt krakk og tæplega 7 prósent af fullorðnum. Stríðsástand í borgunum . Bardaginn um krakkmarkaðina í stórborgunum hefur leitt tii hálf- gerðs stríðsástands í mörgum borg- um. Fíkniefnasalar berjast inn- byrðis um völd og lögreglan gerir sitt til að spoma við aukinni fíkni- efnasölu. Fíkniefnasalamir em oft á tíöum mun betur vopnum búnir en lögregla og gerir það yfirvöldum erfiðara fyrir. I kjölfarið fylgir auk- ið ofbeldi á götum borgarinnar þar sem saklausir vegfarendur em í æ ríkari mæli fómarlömbin. Fangelsin yfirfull Reagan, fyrrum Bandaríkjafor- seti, hóf herferð á hendur fíkni- efnasölum fyrir 3 árum og hefur milljörðum dollara þegar Verið varið til þeirraf barátfu. En allar aðgerðir yfirvalda hafa reyrist til einskis. Mörg fangelsi í öllum stærri borgum em yfirfull, flest vegna handtöku fikniefnasala. Árið 1987 voru rúmlega 350 þúsund fíkniefnasalar og -neytendur hand- teknir og er það tæplega fjórðungs aukning frá árinu 1986. Fyrstu 10 mánuði síðasta árs vom hátt í 20 þúsund krakksalar og -neytendur handteknir í New Yorkborg einni. Árið 1988 tók bandaríska eiturlytja- lögreglan meira en 40 þús. kíló af kókaíni í sína vörslu og er það um 10 prósent aukning frá fyrfa 'ári. George Bush Bandaríkjaforseti hefur lofað hertum aðgerðum í har- áttunni gegn fíkniefnabölinu. Hann réð William Bennett til að hafa umsjón með þeirri baráttu og var það embætti upprunalega jafnt ráð- herrastóli. En nýverið tilkynnti forsetinn aö Bennett myndi ekki eiga fast sæti í ráðuneytinu. Sú ákvörðun vakti reiði margi-a, bæði almennings og lögreglu, sem telja að eigi herferö stjómvalda að bera árangur þurfi náið samstarf Ben- netts og margra annarra deilda rík- isstjómarinnar. Að auki sagði for- setinn að í ljósi fjárhagsvanda rík- isstjómarinnar ýrði bætt menntun frekar en mikil aukning í löggæslu til grundvallar herferð stjórnar- innar. Margir óttast að Bush sé að gef- ast upp á fíkniefnavandanum. En í sannleika sagt er of fljótt að dæma aðgerðir forsetans í þeim efnum, hann hefur eingöngu setið í emb- ætti í nokkra daga. Tíminn á eftir að leiða í ljós hversu áhrifaríkar aðgerðir forsetans verða. En eitt er víst, hann á fyrir höndum erfitt verkefni. Kennedy sendi geðsjúka út á götu Fyrir rúmum aldarfjórðungi op- inberaði John F. Kennedy, þáver- andi forseti Bandaríkjanna, áæti- un, sem fól í sér að geðsjúklingar yrðu losaðir út af geðsjúkrahúsum og látnir koma á göngudeildir til að fá lyfjaskammta sem nauðsyn- legir em til að halda niðri einkenn- um geðsýkinnar. Þetta var gert til þess að gefa fólki sem átti við geðveiki að stríða, en var samt nægilega heilbrigt til að geta verið á meðal fólks ef það tók lyf sín reglulega, kost á því að vera úti í þjóðfélaginu eins og heilbrigt fólk. Allar götur síðan hafa geðsjúkl- ingar verið útskrifaðir í stríðum straumum út af geðsjúkrahúsum og leyft að taka þátt í lífinu. Á síðustu þrjátíu árum hafa fjög- ur hundmð og þrjátíu þúsund sjúkrarúm verið losuð með þessum hætti. Þessi áætlun var gerö af góðum hug og tilgangurinn var fallegur. Hins vegar hefur framkvæmd hennar aldrei verið með jafnmikl- um glæsibrag og forsetinn ungi ætlaðist til fyrir rúmum aldarfjórð- ungi. Geðveikt fólk hefur streymt út á götur í Bandaríkjunum og því hef- ur verið treyst til að koma reglu- lega til að fá lyfjaskammtinn sinn. Því miður hefur reyndin sýnt að einungis örlítiö brot af þeim sem fá að fara frjálsir ferða sinna með þessu móti koma til að fá lyfin sem halda einkennum sjúkdóms þeirra niðri. Hinir sem ekki koma verða fljótt einkennum sjúkdóms síns að bráð og leggjast í ræfildóm og vesöld. Talið er að nú sé um þriðjungur allra heimilislausra í Bandaríkjun- I höfuðborginni, Washington, eru víða skýii sem þessi fyrir heimilis- lausa. Engin séraðstaða er fyrir geðsjúkt fólk úr þeirra hópi. Áætlun Kennedys, fyrrum forseta, brást algerlega. um geðveikur. Heimilislausir eru alls um þrjú hundruð og fimmtíu þúsund. í nýjasta tölublaði Newsweek er greint frá því að komin sé út bók eftir mann að nafni E. Fuller Tor- rey um þetta efni. Bókin heitir, „Nowhere to Go; The Tragic Odyss- ey of the Homeless Mentally ni“, sem á íslensku getur útlagst sem „Hvergi skjól: Hörmungarferð geð- sjúkra heimilisleysingja". í bókinni sakar Torrey stjórnvöld um að hafa aldrei varið nægilega miklu fjármagni til að byggja upp göngudeildir fyrir geðsjúka og að þeir hafi því ekki getað leitað neitt með vandamál sín. Þess vegna gangi svo margif geðsjúklingar um götur stórborga heimilislausir og betiandi, hættulegir umhverfi sínu margir hveijir. Talið er að um eða yfir þriöjungur heimilislausra i Bandarikjunum sé geöveikt fók sem ætti heimna á stofnunum I New York er þetta algeng sjón, nema rétt í mestu vetrarkuldunum því þá hefur lögreglan leyfi til að handtaka heimilislausa sem virðast ætla að fara sér að voða í kuldanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.