Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1989, Blaðsíða 14
Frjálst, óháö dagblað Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð I lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Úr öskunni í eidinn Hér þarf ekki að fara mörgum orðum um vandamál íslensks landbúnaðar. Hinn hefðbundni landbúnaður hefur mátt reiða sig á niðurgreiðslur og útflutningsupp- bætur á framleiðslu sína til að halda lífi. Þjóðin hefur borgað með sauðfjárræktinni og mjólkurframleiðslunni svo milljörðum skiptir og öll er sú saga þyngri en tárum taki, bæði fyrir bændur og neytendur. Það er ein fjar- stæðukenndasta atvinnustefna, sem um getur, að halda úti framleiðslu á matvælum, þar sem neytendur borga mörgum sinnum fyrir sömu vöruna. Það er líka auð- mýkjandi fyrir bændur að þurfa að treina fram lífsstarf sitt með ölmusum og ríkisstyrkjum. Á því máh öllu eru vitaskuld tvær hhðar, en tölurnar tala sínu máli. Ætla mætti að íslensk stjórnvöld lærðu nokkuð af þeirri reynslu og til þess eru vítin að varast þau. Þegar til lengdar lætur er það heimskuleg póhtík að reka hér atvinnustarfsemi sem ekki ber sig og gildir það um fleira en landbúnaðinn. En það er eins og ólánið sé orð- ið að náttúrulögmáh í því sem snýr að bændastéttinni. í þeirri viðleitni að draga úr hefðbundinni landbúnaðar- framleiðslu voru bændur hvattir til að hefja hliðar- störf, svokahaðar aukabúgreinar, og þar var loðdýra- rækt efst á dagskrá. Bændur, og raunar ýmsir fleiri, létu tiheiðast og tugir loðdýrabúa hafa risið á undan- fómum árum, viðsvegar um landið. Þessi viðleitni var virðingarverð, enda studd og ráðlögð af hinum vísu mönnum sem hafa hingað til gætt hagsmuna hinnar svoköhuðu byggðastefnu. Nú er árangurinn að koma í ljós. Menn hafa farið úr öskunni í eldinn. Samkvæmt nýjustu upplýsingum stendur öh loðdýrarækt á brauðfótum. Ríkisstjórnin hefur nýlega ákveðið að hlaupa undir bagga með loð- dýrabændum og nemur styrkur ríkisins samkvæmt þeim ákvörðunum hvorki meira né minna en hálfum mihjarði króna. Styrkur er nemur fjórfóldum árstekjum greinarinnar. Þetta þýðir að íslenska ríkið, íslenskir skattborgarar, greiða framleiðendum þrjú þúsund og fimm hundruð krónur á hvert skinn, í formi afskrifta lána, niðurgreiðslna og með beinum framlögum. Þessi aðstoð samanlögð reiknast þrjú þúsund og fimm hundr- uð krónur á hvert skinn, sem er 115% hærra verð en framleiðendur geta vonast th að fá fyrir skinnin á mörk- uðum erlendis. Verðið þyrfti að hækka sem því nemur áður en þeir fengju upp í kostnað. Ekkert shkt er í sjón- máh og reyndar eru ahar hkur á því að loðdýraskinn verði sett efst á bannhstann hjá grænfriðungum og nátt- úruvemdarmönnum. Það þykir ekki lengur flnt að ganga í pelsum. Með ákvörðun sinni um fimm hundmð mihjón króna aðstoðina við loðdýraræktina er sýnt hvert stefnir. Þessi atvinnugrein siglir inn í sömu framfærsluna og land- búnaðurinn hefur hfað á. íslendingar em farnir að greiða með enn einni atvinnustarfseminni. Kostnaður- inn er meiri en arðurinn. Afurðimar em greiddar niður af skattborgurunum. Ríkið og póhtíkin halda vernd- arhendi yfir dulbúnu atvinnuleysi. Loðdýrarækt var þess virði að reyna hana. En eins og jafnan áður fórum við offari, rukum th og úárfestum í búum úti um aht land, áður en markaðurinn og mark- aðsverðið var kannað. Við emm að súpa seyðið af þeirri fljótfæmi í nýrri búgrein sem er komin á framfæri hins opinbera. Ehert B. Schram FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989. Haldið til hvalveiða. - „Þær eru ekki nógu góður málstaður til að standa eða falla með, ólíkt landhelgismál- inu,“ segir greinarhöf. m.a. Að rembast á röngum haug íslendingar hafa boriö sigurorö af Bretum fjórum sinnum í land- helgisdeilum og þaö virðist hafa stigiö okkur til höfuðs í hvalamál- inu. Landhelgisstríöin voru milii- ríkjamál og snerust um lífshags- muni okkar, yfirráð yfir auðlind- um og baráttu gegn ofveiði. í þeim málum var straumur tímans með okkur og að lokum urðu 200 mílur alþjóðlega viðurkennd efnahags- lögsaga. Andstæðingar okkar þá voru rík- isstjómir, fyrst og fremst Bretar, en einnig Þjóðverjar og fleiri, ásamt hagsmunasamtökum í út- gerð á íslandsmið sem reyndu efna- hagslegar þvinganir í formi lönd- unarbanns og tollahafta í viðskipt- um við Efnahagsbandalagiö, að ógleymdu hervaldi. Þessu tókst okkur öllu að sigrast á, aðrar þjóð- ir urðu að beygja sig fyrir þjóðar- hagsmunum íslendinga enda átti engin þeirra sambærilegra hags-. muna að gæta. Að lokum var það stuðningur við okkur á alþjóðavettvangi, ekki síst Atlantshafsbandalagsins og Bandaríkjanna, ásamt þróun mála á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem tryggði lokasigur í þessari baráttu. Þetta er hér rifjað upp vegna þess að engu er líkara en margir hafi gleymt því að á þeim tima vorum við í fararbroddi fyrir þróuninni. í hvalamálinu erum við að berjast gegn straumi tímans. Áður höfðum við almenningsálitið úti í heimi meö okkur en ríkis- stjómir á móti, nú horfa máhn þveröfugt við. Sérstaðan og samúðin Þær hótanir, sem íslendingar verða nú fyrir, eru ekki frá ríkis- stjómum eða hagsmunasamtökum komnar heldur almenningi í við- skipalöndum okkar. Það er út í hött að bölva grænfriðungum í sand og ösku og kalla þá öfgamenn og fleira, þeir em aðeins fulltrúar skoðana sem njóta sívaxandi fylgis og ekki aðeins á hvalavernd. Hval- friðun hefur verið eins konar sam- einingartákn náttúruverndar- manna um allan heim. Umhverfisvemd er stórmál í iðn- ríkjum Vesturlanda, ekki síst í Vestur-Þýskalandi. Þeir sem vilja berjast gegn súm regni, eða þá illa þeflandi verksmiðju í Árbæjar- hveríi, geta mótmælt með því að gerast hvalavinir. Sá sem er á móti hvaladrápi er á móti umhverfis- spjöllum. Það er ámátlegt að sjá í hækhngi utanríkisráðuneytisins, sem ætlaöur er til að skýra málstaö okkar í hvalamálinu, upplýsingar um að viö höfum lifaö í landinu í 1100 ár og eigum allt okkar undir sjávarfangi, rétt eins og veriö sé aö biðja um samúð og umburðarlyndi. KjaUarirtn Gunnar Eyþórsson fréttamaður Sérstaða okkar sé ástæðan fyrir hvalveiðunum. Það er svo annað mál að rökin í hvalveiðimálum era okkar megin en þessi deila snýst ekki um rök né heldur um lífshagsmuni okkar og það er tílgangslaust að svara til- fmningaviðbrögðum fólks vegna hvaladráps með upplýsingum um að hvalastofnar við Island séu ekki í útrýmingarhættu. Sú skoðun hefur skotið rótum að íslendingar séu fremstir í flokki þeirra sem séu að útrýma þessari dýrategund. Skömmin af því sem Japanir, Sovétmenn, Kóreumenn pg Norðmenn em að gera lendir á íslendingum vegna þess að viö er- um viðkvæmastir aUra fyrir þrýst- ingi og þess vegna beinist herferð friðunarsinna að okkur, hinir stunda hvalveiöar í okkar skjóli. Grænfriðungar vita sem er að japanskar framleiðsluvörur em of stór þáttur í lífi fólks til að almenn- ingur neiti sér um þær en allir geta án þess verið að kaupa íslenskar vömr. Þetta er á sinn hátt sam- bærilegt við að íslendingar snúa baki við vömm frá Suður-Afríku af því að þar er Ula farið með blökkumenn. Það eitt að varan er frá Suður-Afríku er nóg til að hún er ekki keypt. Gegn þessu er engin leið að berj- ast með rökum né heldur víra- kUppum Landhelgisgæslunnar eða samningum við ríkisstjómir. Þessi barátta er töpuð fyrir löngu og ekk- ert eftir annað en búa ósigurinn í þannig búning að auðmýkingin verði sem minnst. Þjóðremban Svo virðist sem meirihluti íslend- inga sé sár og reiður og vUji halda fast í rétt okkar tU hvalveiöa. En það er ekki máhð. Vitanlega eigum við rétt á að nýta aUar auðlindir. Spurningin er hins vegar hvort það séu okkar hagsmunir að halda þeim tU streitu. Ríkisstjómin á að gæta hagsmuna íslands en það er líka hennar hlutverk að ákveða í hverju þeir hagsmunir séu fólgnir. Þaö er þegar ljóst, eftir þau tíð- indi sem orðin eru á helstu mörk- uöum austanahafs og vestan, að hvalveiðar skaða beinlínis hags-y muni íslands og við því ber ríkis- stjórninni að bregðast. Það eina sem mæhr því í mót að hvalveiöum sé hætt er þjóðarstoltið, hvorki þjóð né stjórn vUl beygja sig fyrir þving- unum. Það er rétt sem Jón Baldvin utan- ríkisráðherra segir að nú sé ekki rétti tíminn til ákvarðana. Á þess- ari stundu mundi ákvörðun um að hætta hvalveiðum Uta út eins og uppgjöf. Það er svo annað mál að ísléndingar hefðu aldrei átt að leggja heiður sinn að veði vegna hvalveiða. Þær eru ekki nógu góð- ur málstaður til að standa eða falla með, óUkt landhelgismálinu. En úr því sem komið er verður eitthvaö undan aö láta. í sjálfu sér væri þaö sómasamleg lausn að ríkisstjórnin ákvæði í vor að hætta vísindaveiðum um óá- kveðinn tíma en HaUdór Ásgríms- son segði af sér í mótmælaskyni. Þar með væri heiðri hans og hans fylgismanna borgið. Þar með mundi ríkisstjómin líka bjarga andUtinu út á við, uppgjöfin væri ekki algjör og þjóðrembumenn gætu sameinast um HaUdór og styrkt enn stöðu hans í næstu kosningum. Ríkisstjórnin gæti þá farið að vinna upp það tjón sem hvalveiði- stefnan hefur valdið og skynsemin yrði tilfinningunum yfirsterkari. Samt er þetta líklega of skynsam- legt til að vera póhtískt raunhæft, þjóðarstoltið er sært og tilfinningar eru sterkari en röksemdafærsla, eins og grænfriöungar vita aUra manna best. Gunnar Eyþórsson ,,í hvalamálinu erum viO aö berjast gegn straumi tímans. - Aður höföum við almenningsálitiö úti í heimi með okkur, en ríkisstjórnir á móti, nú horfa málin þveröfugt við.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.