Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 5
J ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1989. 5 Fréttir 1.443 milljóna hagnaður hjá Seðlabankanum Á síðasta ári varð 1.443 milljón króna hagnaður af rekstri Seðla- bankans. Af þessum hagnaði greiddi bankinn 95 milljónir í skatt til ríkis- sjóðs. 1.348 milljónir bættust því við eigiö fé bankans sem var 5 milljarðar í árslok. Vegna ákvörðunar ríkisstjórnar- innar renna nú 75 prósent af þeim viðurlögum sem bankinn leggur á viöskiptabankana vegna lausaíjár- stöðu til ríkissjóðs. Ef fyrra fyrir- komulag væri enn í gildi hefði hagn- aður bankans orðið 1.695 milljónir. í árslok voru starfsmenn Seðla- bankans 154 og skiptu með sér 141 stöðugildi. Starfsgildum var fjölgað um 4,5 á árinu. Þessir starfsmenn skiptu á milli sín 179 milljón króna launagreiðslum. Meðallaun starfs- manna Seðlabankans hafa því verið um 106 þúsund krónur á mánuði á hvert stöðugildi. í fyrra runnu 125 milljónir í inn- réttingu á húsi bankans við Kalk- ofnsveg. í ársskýrslu bankans kemur fram að byggingarkostnaöur þessa húss sé nú komin í 1.047 milljónir á verðlagi hvers árs. Raunvirði bygg- ingarkostnaðarins er hins vegar um 1.920 milljónir á verðlagi dagsins í dag. Bifreiðum Seðlabankans fjölgaöi um ei’na í fyrra. Fyrir íjórum árum átti bankinn 4 bifreiðar. Þær eru 10 í dag. -gse Nemendur i Verkmenntaskólunum á Akureyri dimmiteruðu á föstudaginn og tóku daginn snemma í gær. Upp ur klukkan sex fóru þeir í „heimsóknir“ til kennara sinna, vöktu þá með lúðrablæstri og söng og boðuðu þá í kaffi í skólanum klukkan níu um morguninn. Krakkarnir fóru um á vögnum í eigu Akureyrarbæjar, klæddir alls kyns múnderingum og virtust í góðu skapi þótt lítið hafi farið fyrir kennslu í skólanum undanfarnar vikur. DV-mynd gk. Húsbréfafhimvarpiö: Alls ekki markaðsvexti - segir Steingrímur J. Sigfusson „Ráðherranefnd, sem ég sat í ásamt Guðmundi Bjarnasyni og Jó- hönnu Siguröardóttur, komst að þeirri niðurstöðu að vextir af hús- næðislánum taki meira mið af þeim vöxtum sem Húsnæðisstofnun greið- ir af lánum hfeyrissjóðanna. Auðvit- að má skilja þetta þannig að verið sé að boða vaxtahækkun frekar en hitt. En þetta felur alls ekki í sér að það verði einhverjir markaðsvextir á lánum Húsnæðisstofnunar," sagði Steingrímur J. Sigfússon samgöngu- ráðherra. Steingrímur sagði að afstaða Al- þýðubandalagsins til húsbréfafrum- varpsins hefði alltaf legið ljós fyrir. Flokkurinn væri tilbúinn aö sam- þykkja tilraun með þetta kerfi. Hins vegar væri ákvörðun um vexti í nú- gildandi kerfi enn sem fyrr sjálfstæð ákvörðun. Alþýðubandalagið teldi ekkert því til fyrirstöðu'aö vextir í almenna kerfinu væru lægri en í húsbréfakerfinu. Lántakendur úr al- menna kerfinu fengju þá einfaldlega lægri vaxtabætur en þeir sem gæfu úthúsbréf. -gse Sumartímiim hjá SJÓVÁ-ALMENNUM er frá átta til fjögur Vorið er komið og sumarið nálgast óðum. Hjá SJÓVÁ-ALMENNUM skiptum við yfir í sumarafgreiðslutíma, sem er frá klukkan átta til fjögur. Sumartíminn gildir frá 1. maí til 15. september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.