Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1989. Jarðarfarir Kristján Kristjánsson, Mávahlíö 1, Reykjavík, lést 13. apríl sl. Hann var fæddur í Bíldudal 10. mars 1911. Eftir stúdentspróf frá Akureyri dvaldi hann 14 ár viö nám og störf í Kaup- mannahöfn, þar sem hann giftist eft- irlifandi eiginkonu sinni, Elínu Guö- mundsdóttur. Þau eignuðust þrjú börn sem öll eru á lífi. Kristján starf- aði lengstan hluta ævi sinnar hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur sem full- trúi. Kristján verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, þriðjudag, kl. 15. Útfór Þorveigar Steingrímsdóttur, Droplaugarstöðum, Snorrabraut 54, verður gerð frá Grenivíkurkirkju föstudaginn 5. maí kl. 14. Minningar- athöfn verður í Fossvogskapellu miðvikudaginn 3. maí kl. 15. Sólveig Þorleifsdóttir, Grýtubakka 8, veröur jarðsungin frá Fossvogs- kirkju í dag, 2. maí, kl. 13.30. Þorvaldur Björnsson, Grafarholti, Akureyri, til heimilis í Hryggjarseli 8, er lést í Borgarspítalanum 22. apríl, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju í dag, 2. maí, kl. 15. Guðríður Þórhallsdóttir, Akurgerði 33, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 3. maí kl. 13.30. Helga Finnsdóttir, er andaðist 25. apríl, verður jarðsungin frá Foss- vogskapellu miðvikudaginn 3. maí kl. 10.30. Ásgeir Helgi Guðmundsson frá Bjargi, Búðardal, til heimilis í Efsta- hjalla 23, Kópavogi, verður jarðsung- inn frá Áskirkju í dag, 2. maí, kl. 13.30. Útfór Jóns Gunnars Árnasonar myndlistarmanns verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 2. maí, kl. 15. Guðmundur Guðlaugsson, Hring- braut 47, verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn 3. maí kl. 15. Útfor Ólafs Þorgrímssonar hæsta- réttarlögmanns fer fram frá Dóm- kirkjunni miðvikudaginn 3. maí kl. 15. Andlát Kristmundur Ágúst Andrésson, Hellukoti, Stokkseyri, lést 27. apríl í öldrunardeildinni, Hátúni lOb. Guðrún Bergmann, Sólvallagötu 6, Keflavík, lést að morgni 27. apríl á Landspítalanum. Axel Eyjólfsson lést 27. apríl. Katrín Viðar, Laufásvegi 35, andaðist á Landakotsspítala 27. apríl. Ný herrafatavérslun Nýlega var opnuð herrafataverslun að Laugavegi 28, 2. hæö. Verslunin selur fatnað frá Verri Uomo í Milano sem er eitt af „stóru" nöfnunum í ítölskum herrafatnaði. Verri Uomo fatnaður er einkum þekktur fyrir óaöfmnanlegan stíl, glæsileg snið og vönduð efni. Versl- unin opnaði með vor og sumarlínuna og er þar að finna m.a. jakkaföt, staka jakka, buxur, skyrtur, peysur, frakka, skó og sportfatnað svo eitthvað sé nefnt. Versl- unin er opin alla virka daga frá kl. 10-18 og á laugardögum kl. 10-14. Síminn er 623536. Tilkyimingar Suomi-félagið og aðrir Finnlandsvinir ráðgera ferð til Finnlands 26. júní. Nán- ari upplýsingar gefur Borgþór Kær- ufested í síma 612315. Skemmtun til styrktar heima- hlynningu á vegum Krabba- meinsfélags íslands Skemmtikvöld þar sem höfðað verður sérstaklega til aldraöra verður haldið á Hótel Sögu (Súlnasal) fimmtudaginn 4. maí, uppstigningardag, á degi aldraðra. Skemmtidagskráin er vönduð og sniðin við fullorðna og hefst kl. 19.30 og lýkur laust eftir miðnætti. Aögöngumiðar eru seldir í húsi Krabbameinsfélags íslands, Skógarhlíð 8, á skrifstofunni frá kl. 13-16 og eru borð tekin frá á sama stað og tíma. P 4 VESTUR ÞÝSK ÚRVALSVARA 400 ltr./MÍN. 2,2 KW ■ • 40 og 90 Itr. kúfur • TURB0 KÆLING/ÞRYSTI - JAFNARI • ÖFLUGUSTU EINS FASA PRESSURNAR Á MARKADNUM GREIÐSLUKJÖR MARKADSÞJÓNUSTAN Skiphohi 19 3. hæð j (fyrir ofon Radtóbúdino) ■ \ sími; 2 6911 /r| Fundir Kvenfélag Seljasóknar heldur síðasta fund vetrarins í Kirkju- miðstöðinni þriðjudaginn 2. maí kl. 20.30. Á dagskrá verður tískusýning og hár- greiðslumeistari kemur í heimsókn. Kvenfélagið Fjallkonurnar Hattafundur verður 2. maí kl. 20.30 í safn- aðarheimili Fella- og Hólakirkju. Góð skemmtiatriði, kafft og kökur. Mætið vel og takið með ykkur gesti. Vorfundur hjúkrunarforstjóra og hjúkrunarframkvæmda- stjóra 2. og 3. maí heldur deild hjúkrunarfor- stjóra og hjúkrunarframkvæmdastjóra árlegan vorfund sinn á Hótel Örk, Hvera- gerði. Meginefni fundarins er hjúkrun og samfélag. Haidnir eru fyrirlestrar um ábyrgð hjúkrunar í samfélaginu, leiðir til að mæta breyttum aðstæðum hverju sinni og þátt hjúkrunarfræðinga í for- vömum og eflingu heilbrigðis. Einnig em skoðaðar leiðir til að auka jákvæða um- fjöllun um hjúkrunarstarfið. Heima- menn hafa boðið fundargestum að skoða Dvalarheimilið, Kumbaravogi, Heilsu- gæslustöð Selfoss, Sjúkrahús Suðurlands og heilsuhæli N.L.F.Í. Hveragerði. Fund- inn sækja um 70 manns af sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum víðs vegar af landinu. Félag raungreinakennara boðar til aðalfundar í Kvennaskólanum í Reykjavík, Fríkirkjuvegi 9, fimmtudag- inn 11. maí nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf, 2. Kristján Jónasson flytur erindi sem hann nefnir Hvemig reikna reiknivélar sínusa og kvaðratrætur. Friðarömmur halda fund að Hótel Sögu í kvöld, 2. maí kl. 20.30. Fjallað verður um fyrirhugaða ráðstefnu um friðamppeldi. Allar ömm- ur velkomnar. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur síðasta fund vetrarins í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30 að Laufásvegi 13. Rætt veröur um fyrirhugað ferðalag og spilað bingó. Ath. breyttan fundartíma. Tóiúeikar Tónleikar í Norræna húsinu Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur tvenna tónleika í Norræna húsinu nú í vikunni. Fyrri tónleikarnir em miðviku- daginn 3. maí og þeir seinni fimmtudag- inn 4. maí og em báðir tónleikarnir ein- leikarapróf nemenda frá skólanum. Á tónleikunum á miðvikudag leikur Ro- semary Kajioka flautuleikari, verk eftir 'J.C. Bach, G. Fauré, F. Poulenc, E. Bozza og F. Martin. Við píanóið er Krystyna Cortes. Tónleikarnir á miðvikudag hefl- ast kl. 20.30. Á tónleikunum á fimmtudag leikur Katarína Óladóttir, fiðluleikari verk eftir L. v. Beethoven, J. S. Bach, B. Bartók, H. Wieniawsky og frumflytur verk eftir Eyþór Arnalds. Catherine Will- iams leikur með á píanó. Tónleikarnir á fimmtudag hefjast kl. 17. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir em vel- komnir. Karlakórinn Fóstbræður með árlega samsöngva Karlakórinn Fóstbræöur heldur sina ár- legu samsöngva fyrir styrktarfélaga sína miðvikudaginn 3. maí fimmtudaginn 4. mal og laugardaghm 6. maí nk. f Lang- holtskirkju. Tónleikarnir hefjast þann 3. og 4. apríl kl. 20.30, en á laugardaginn hefjast þeir kl. 16. Tvö tónverk verða flutt á tónleikunum. Annars vegar er um að ræöa lagaflokk eftir Gunnar Reyni, Sveinsson, tónskáld, flutt við ljóðið ís- land eftir Jónas Hallgrímsson, samtals 14 erindi. Verkið er samið nú í vetur og er það tileinkað Ragnari Björnssyni, söngstjóra kórsins. Hins vegar verður flutt tónverkið Ástarvísur Op. 38 No 1 eftir Jón Leifs tónskáld. Ástarvísur em vísur og viðlög valin úr íslenskum þjóð- sögum svo og vísur eftir Sigurjón FYið- jónsson og fleiri. Aö öömm verkefnum á tónleikunum má nefna rússneska þjóö- lagið Stenka Rasin, tvö lög eftir Karl Ó. Runólfsson, þrjú tvísöngslög, þjóðlög, útsett af Jóni Ásgeirssyni og lög eftir er- lenda höfunda. Söngstjóri kórsins er Ragnar Bjömsson. Gylfi Gunnarsson, sem annast hefur kennslu í nótnalestri og fl. hjá kórnum, mun stjórna tveimur lögum. Undirleik á píanó annast Lára Rafnsdóttir. í sumar mun kórinn fara í söngferð til Kanada. Kómum hefur verið boðið að taka þátt í hátíðahöldum í tengslum við 100 ára afmæli íslendinga- dagsins í Manitoba í Kanada. Bæði starf- andi kórmenn og „gamlir fóstbræður" munu taka þátt í ferðinni. Um grænu rækjuna: Skýringar forstjórans í DV þann 7. apríl sl. er grein eftir Grím Valdimarsson, forstjóra Rannsóknastofnunar fiskiönaöar- ins, er ber fyrirsögnina: Svar viö kjallaragrein Péturs H. Ólafssonar. - Þvílíkt yfirklór! í greininni er ekki komið nálægt kjarna málsins, sem er að ítrekaö hafa átt sér stað meiri háttar gæöa- slys í útflutningi lagmetis. Allar þessar sendingar hafa haft útflutn- ings- og gæðavottorð frá Rann- sóknastofnun fiskiönaöarins. Skýringar forstjórans eru kapít- uli út af fyrir sig, þ.e. aö þetta bygg- ist á misskilningi milli kaupenda og seljenda og hafi ekkert með op- inbert gæðaeftirlit aö gera. Aö al- gengt muni vera að auk skriflegra samninga, sem eiga að liggja fyrir, séu geröir munnlegir samningar, aö manni skilst leynisamningar, um gæöi milli kaupenda og selj- enda. Vottorð einskis virði Er ekki forstjórinn þarna ein- faldlega aö staöfesta aö hann sé gjörsamlega utangátta og vilji bara fá aö vera í friði með gæðavottorð- in sín. Manninum virðist fyrir- munað að skilja að útflutnings- og gæðavottorð, sem ekki tryggja í reynd að varan sé eins og kaupand- inn vill fá hana, séu einskis virði. Sá aðiii, sem staðfestir gæðin með skriflegu vottorði, verður að vera ábyrgur fyrir þeim, eu ekki einhver annar. Um grænu rækjuna segir í grein Gríms, „að þau sýni, sem stofnun- inni bárust, hafi staðist lágmarks- kröfur um heilnæmi og gæði sem söluhæf vara“. í skilgreiningu hans á lágmarksgæðum stendur m.a.: „Aö varan sé almennt boöleg á neytendamarkaði og einkennandi fyrir þá vöru sem seld er“. Er græni liturinn einkennandi fyrir íslenska rækju? Einn hæfasti vísindamaður okk- ar á sviði sjávarútvegs, Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur, skoð- aði sýni af grænu rækjunni, sem bannsettur kaupandinn hafði víst endursent. Um rækjuna segir Hjálmar í grein, sem hann skrifaði í Morgunblaöið. „Rækjan er með grænleitum blæ og öll hin ókræsilegasta. Græni lit- urinn reyndist stafa af þörungum og ekki hættulegur í sjálfu sér en með því að þarna var á ferðinni útflutningsvara og hafrannsókna- menn forvitnir eins og rannsókna- mönnum ber, smökkuðu nokkrir þeirra góðgætiö. Er skemmst frá því að segja að græna rækjan stóö ekki lengi viö í munni nokkurs smakkarans en var send sömu leið til baka, og í vaskinn." Nei, lesend- ur góðir, það er ekki fyrr en reynt Kjallaiinn Pétur H. Ólafsson fyrrv. fiskmatsmaður er að pranga lélegri - og í þessu tilfelli óætri - vöru inn á neytand- ann að einhver viöbrögð, sem mark er takandi á, koma fram. Af hverju láta fiskifræöingarnir svona vegna smámisskilnings milli kaupenda og seljenda? Aö sjálf- sögðu hefur þetta ekkert með opin- bert eftirlit að gera! Sérframleidd vottorð? Forstjórinn upplýsir að fyrir tæpu ári hafi fyrirkomulagi við sýnatöku verið breytt. Sýnin séu nú einkum tekin af framleiðandan- um sjálfum. Þegar stóra kvörtunin kom frá Rússlandi, vegna þess aö farið var að slá í gaffalbitana, sagði Rannsóknastofnunin aö ástæðan fyrir því að gæðavottorðin reynd- ust marklaus væri sú að sýnin væru tekin af framleiðendum. (Sumir sögöu meira að segja að þau heföu verið sérframleidd fyrir Rannsóknastofnunina.) Þá var gerð gangskör að því að fá óháöa aðila, þ.e. trúnaðarmenn ríkisflsk- matsins, til þess að taka sýni. Er þetta nú gleymt, eða er bara verið aö opna útgöngudyr til þess að geta verið stikkfrí og kennt öðr- um um ef vottorðin standast ekki. í grein Gríms er minnst á útflutn- ingsvottorö, en í reglugerðinni stendur m.a. að í þeim eigi að skil- greina vöruna með tilliti til þess að hún fullnægi lögum viðskipta- landsins. Þegar hvellurinn varð vegna þess að krabbameinsvald- andi efninu hexa hafði verið bland- að í rækjuna, en það er bannað í Þýskalandi og því brot á matvæla- löggjöfinni þar, lýsti forstjórinn því yflr í flölmiðlum aö ekki heföi ver- ið kannað hvort hexa væri í rækj- unni. Sem sagt ekki kannað hvort matvælalöggjöfm væri virt, eins og vera ber. Þetta var hins vegar kannað af hálfu þýskra. Niðurstaðan var dap- urleg. Er það nokkuð undarlegt þótt margir segi að Rannsóknastofnun- in valdi ekki eftirlitsverkefninu. Skipa verður rannsóknarnefnd Grímur blandar störfum mínum viö mat á Nígeríuskreið í skreið- arævintrýinu svokallaða inn í þetta mál. Þá allt að flórtánfaldast fram- leiösla á stuttum tíma. Við urðum að hafna nokkru magni af skreið innanlands og alloft var kraflst lag- færinga til þess að skreiðin stæðist gerðar kröfur. Þetta leiddi til þess að kaupendur fengu þá vöru sem þeim bar. Kvartanir bárust ekki frá Nígeríu, útflumingsvottorðin héldu. Þetta er meira en hægt er að segja um útflutningsvottorð Rannsóknastofnunarinnar. Forstjórinn virðist telja að ríkis- eftirlit sé af hinu illa. Ég veit ekki hvers vegna hann kemur inn á þetta. Ég mælti hvorki með eða á móti ríkiseftirliti. Er maðurinn að undurbúa að skipta um starf, eftir að hafa starf- að allan sinn starfsaldur hjá ríkinu við eftirlit, síðan hann lauk námi í náttúrufræöi? Þaö ættu allir að vera sammála um að ekki verður hjá því komist að gera úttekt á lagmetiseftirlitinu til þess að binda enda á þessa hrak- fallasögu. Meö úttekt á ég ekki við það að viðkomandi aðilar gefi skýrslur um sjáifa sig,eins og eftir hexa-slysið. Slíkar skýrslur eru að sjálfsögðu í því fólgnar að lýsa eig- in ágæti. Það verður að skipa rannsóknar- nefnd óháðra sérfræðinga til þess að fá botn í þetta mál. Eðlilegt er að forstöðumenn fari í leyfi á með- an slík rannsókn fer fram. Pétur H. Ólafsson. ,,Þaö ættu allir að vera sammála um að ekki verður hjá því komist að gera úttekt á lagmetiseftirlitinu til þess að binda enda á þessa hrakfallasögu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.