Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1989. 25 Iþróttir 'ari Pekka Klinga, Finnlandi, Haakon Fremri röð: Teitur Örlygsson, Jón Kr. DV-mynd Ægir Mór en Lazslo tók þessa ákvörðun og við urðum að standa og falla með henni,“ sagði Jón Kr. Gíslason, fyrirliði ís- lenska landsliðsins, við DV. „Einu sinni enn þurfum við að sætta okkur við að klikka á vítaskotunum. Það var grátlegt að tapa þessum leik. Þegar 2-3 mínútur voru eftir hélt ég að þetta væri orðið nokkuð öruggt,“ sagði Jón Kr. Hefði viljað sjá fleiri áhorfendur „Ég hefði viljað sjá fleiri áhorfendur á þessu Norðurlandamóti. Það voru nær eingöngu Suðurnesjamenn sem horfðu á leikina og ég hefði viljað sjá íleiri af höfuðborgarsvæðinu. Mér finnst íslendingar ekki hafa gert sér grein fyrir því að hér er haldið Norður- landamót á aðeins 10 ára fresti og að þetta var kjörið tækifæri til að sjá bestu leikmenn Norðurlanda," sagði Helgi Hólm, formaður undirbúnings- nefndar mótsins. Norðurlandamótið í körfuknattleik á Suðumesjum: Slæm mistok kost- uðu ísland brons - Nemeth valdi vítaskot í stað innkasts á örlagaríku augnabliki Ægir Már Kárason, DV, Sudumesjum: Slæm mistök á lokamínútunni gegn Norðmönnum i Keflavík á iaugardaginn urðu til þess að ís- lenska landsliðið missti af brons- verðlaununum á Norðurlandamót- inu í körfuknattleik, Polar Cup. Þegar 34 sekúndur voru eftir af leiktímanum hafði ísland þriggja stiga forystu, 89-86, og fékk kost á bónusvíti. Eðhlegast hefði verið að velja innkast í staðinn og reyna að halda boltanum út 30 sekúndumar, en slíkt gerði íslenska hðið oft í leiknum með góðum árangri. Þá hefðu Norðmenn aðeins fengið ihn- an víð 4 sekúndur til að jafna leik- inn með þriggja stiga körfu. Víti í stað innkasts í staðinn lét Lazslo Nemeth, landsliðsþjálfari íslands, Jón Kr. Gíslason taka vítaskot en Jóni höfðu verið mislagðar hendur í vítaskotum skömmu áður. Jón hitti ekki, Norðmenn náðu frákastinu, brunuðu í sókn og skoruðu þriggja stiga körfu, 89-89. ísland fékk þó 15 sekúndna sókn í lokin og þegar 2 sekúndur voru eftir fékk Guðmundur Bragason • Jón Kr. Gíslason tók vítaskotíð afdrifarika. gullið færi til að tryggja íslandi sig- ur úr vítaskoti. Hann hitti ekki og þar með var leiktíminn liðinn. Strax í bytjun framlengingarinn- ar réðust úrslitin. Norðmenn skor- uðu 7 stig í röð og eftir það átti ís- lenska liðið ekki möguleika. Loka- tölurnar urðu 95-105, Norðmönn- um í hag, og bronsverðláunin voru því þeirra. Nemeth gafst upp Segja má að Lazlo Nemeth þjálf- ari hafl gefist upp fyrir framleng- inguna. Hann var greinilega ntjög • Lazslo Nemeth tök ranga ákvörðun á örlagastundu. svekktur yfir því að leikurimi skyldi ekki vinnast í venjulegum leiktíma og undirbúningur liðsins fyrir framlenginguna fór alveg for- görðum hjá honum. Leikurinn var annars mjög spennandi allan tímann. Þráttfyrir að Norðmenn kæmust í 12-0 náði ísland að jafna, 21-21, og var yfir í hléi, 42-39. Eftir það ríkti jafnræði með liðunum allt til leiksloka. Bestu menn íslands í leiknum voru Teitur Örlygsson, Magnús Guðfinnsson og Tómas Holton. Einnig áttu þeir Valur Ingimund- arson og Jón Kr. Gíslason ágæta spretti. Stig íslands: Teitur Örlygsson 23, Guðjón Skúlason 13, Magnús Guö- finnsson 12, Birgir Mikaelsson 11, Valur Ingimundarson 9, Axel Nikulásson 7, Guðmundur Braga- son 7, Tómas Holton 6, Guðni Guðnason 5, Jón Kr. Gíslason 2. Eyvind Gronil skoraði flest stig Norðmanna, 28 talsins. Haakon Austerfiord skoraði 24. JafntgegnSvium íslendingar töpuöu fyrir Svíum í Njarðvík á föstudagskvöldið, 78-98, eftir að staöan í hálfleik hafði verið 43-52, Svíum í hag, Leikurinn var jafn og spennandi. íslenska liðið kom mjög á óvart með góðum leik og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokakaflanum. Stig íslands: Guðjón Skúlason 20, Guðmundur Bragason 18, Teitur Örlygsson 12, Birgir Mikaelsson 7, Magnús Guðfinnsson 6, Jón Kr. Gíslason 5, Tómas Holton 4, Axel Nikulásson 2, Falur Harðarson 2, Guðni Guðnason 2. Mattias Sahlström var langstiga- hæstur Svía, skoraði 31 stig. Úrslitalelkurinn á Polar Cup: Svíar náðu að verja titilinn - en fengu geysiharða keppni frá Finnum Ægir Már Karason, DV, Suðnmesjum: Svíar tryggðu sér Norðurlanda- meistaratitilinn í körfuknattleik í íþróttahúsinu í Keflavík á laugardag- inn þegar þeir sigruðu Finna, 92-89, í tvíframlengdum og ótrúlega spenn- andi leik. Finnar komu mjög á óvart því Svíar voru taldir vera með langsterk- asta liðiö í keppninni og höfðu t.d. sigrað Norðmenn með 32 stiga mun á meðan Finnar þurftu á mikilli heppni að halda til að sigrast á þeim. Finnar börðust af krafti allan tím- ann og náðu tvisvar að jafna leikinn á síðustu stundu og tryggja sér fram- lengingu. Sigurinn hefði getað lent hvorum megin sem var en heppnin var með Svíunum og þeir héldu titlinum en þeir sigruðu síðást þegar mótið var haldiö fyrir tveimur árum. Matthias Sahlström skoraði 28 stig fyrir Svía og Torbjörn Gehrke 20. Hjá Finnum var Mikko Huttunen stigahæstur með 18 stig og þeir Mika- el Salmi og Jari Raitianen skoruðu 16 stig hvor. • Fyrirliði Svia hampar sigurlaun- unum á Norðurlandamótinu. DV-mynd Ægir Már Lokastaðan á Polar Cup Noregur7Danmörk Finnland-ísland .... 85-65 .... 71-63 Svíþjóö-Danmörk ....103-77 Flnnland-Noregur .... 75-73 Ísland-Danmörk .... 90-76 Svíþjóð-Noregur ....101-69 Finnland-Danmörk .... 68-55 Svíþjóð-Ísland .... 93-78 Noregur-ísland ....105-95 Svíþjóð-Finnland .... 92-89 Svíþjóð.........4 4 0 389-313 8 Finnland........4 3 1 303-283 6 Noregur.........4 2 2 332-33G 4 ísland..........4 1 3 326-345 2 Danmörk.........4 0 4 273-346 0 Stigahæstir: Haakon Austerfjord, Noregi.......94 Mattias Sahlström, Svíþjóð.......88 Torbjöm Gehrke, Svíþjóð..........77 Torgeir Bryn, Noregi.............70 Teitur Örlygsson, íslandi........68 Guðjón Skúlason, íslandi.........59 Pekka Markkanen, Finnlandi.......57 Eyvind Gronil, Noregi............55 Henrik Norre Nielsen, Dan........50 Kari Pekka Klinga, Finnlandi.....49 # Hljómtæki # Ferðatæki Útvarpsvekjarar # Myndbandstæki Videotökuvélar PC tölvur # Prentarar Leikjatölvur # Tölvuborð • Skáktölvur # Diskettur # Vasatölvur # Forrit $ Reiknivélar £ Bækur nd lm lár TÖLVULAND - VERSLUN LAUGAVEGI 116 V/HLEMM - SÍMI 621122

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.