Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1989. íþróttir Frétta- stúfar Bull með 100 markið Steve Bull hjá Wol- verhampton skoraöi í gær sitt 48. mark á þessum vetri og jafn- aöi hann með því marki met í enskri knattspyrnusögu. Bull hefur nú skorað 100 mörk á tveimur leikárum og hefur það ekki gerst eftir Seinna heims- stríð. Wolves hefur nú tryggt sér sæti í 2. deild en þetta forn- fræga lið hefur lengi sótt á brattann en virðist nú eiga bjarta daga framundan. Stig milli Ajax og PSV Bilið er nú orðið ansi stutt milli erkiféndanna í hollensku knatt- spyrnunni, PSV frá Eindhoven og Ajax frá Amsterdam. Aðeins eitt stig skilur þessi félög að en Eindhoven-liðið hefur ekki verið líkt því sem það var í fyrra en þá var það með öllu ósigrandi. Úrslit í Hollandi: FC Twente-Groningen........4-0 Roda JC-Haarlem.........4-1 RKC-PSV....................0-0 WillemlI-FCVW...........5-1 Feyenoord-FC Utrecht.......3-3 MVV-Ajax.............. 1-1 Sittard-DenBosch........0-1 SC Veendam-Volendam........0-2 Staðan: PSV........30 20 5 5 69-30 45 Ajax.......30 19 6 5 69-31 44 Twente.....30 10 16 4 43-22 36 Feyeno.....30 14 8 8 60-46 36 RodaJC.....30 12 11 748-34 35 Groningen...29 13 7 9 58-45 33 Beenhakker fer til Ajax Það er ljóst aö Ajax verður sterkt á næsta tímabili því þar mun Leo Beenhakker þá ráða fór. Hann er nú við stjóm- völinn hjá Real Madrid en mun á næstunni gera tveggja ára samning við hollenska félagið. Ajax er fornfrægt félag en það vann síðast í Evrópukeppni vorið 1987 en beið lægri hlut í úrslitum í fyrra. Liðið hefur staðið í skugga PSV Eindhoven hin allra síðustu ár og það kunna ráöamenn félagsins ekki að meta og því skal allt gert til að Ajax verði á ný merkisberi hollenskrar knattspymu. Benfica á toppnum Benfica hefur nú tek- iö við hlutverki for- ystusauðsins í port- úgölsku knattspym- unni og lagt Porto að baki, meistara síðasta árs. Benfica náði þó aðeins jafii- tefli um helgina á útivelli, 2-2 gegn Setubal. Úrslit: Fafe-Guimaraes............1^0 Espinho-Portim............1-0 Penafiel-Viseu..........2-1 Boavista-Maritimo.......5-1 Sporting-Farense..........1-0 t Amadora-Belenenses.........2-1 Setubal-Benfica............2-2 Chaves-Leixoes.............2-2 Braga-Beira Mar............1-0 Staðan: Benfica 35 25 8 2 52-12 58 Porto.... 35 20 13 2 47-14 53 Boavi...35 19 9 7 53-25 47 Sport....35 17 9 9 47-29 43 Setub..35 14 10 11 41-35 38 Rijkard á batavegi Frank Rijkard, einn Hollending- anna þriggja í liði AC Mílanó, varð fyrir meiðslum 1 leik liðsins við nágrannann Intemazionale um helgina. Rijkard lenti þá í árekstri viö Verdelli, einn leik- manna Inter og var fluttur af velii á bömm og síðan beint á sjúkra- hús. Eflir margs konar próf fékk hollenski landsliðsmaöurinn aö fara heim. • Yngsti keppandinn, Sigríður Þorsteinsdóttir, sex ára, á Fjölni. DV-mynd EJ Gustarar endurbættu metið - metþátttaka hjá Gusti í Kópavogi á laugardaginn Firmakeppni Hestamannafélags- ins Gusts í Kópavogi var haldin á nýja Glaðheimavellinum laugardag- inn 29. apríl síðastliðinn. Gustarar hafa verið mjög duglegir við að safna áheitum frá fyrirtækjum og náðu nú 250 fyrirtækjanöfnum sem er nýtt met í sögu félagsins. Keþpt var í fjórum flokkum: bama- flokki, unglingaflokki, kvennaflokki og karlaflokki. Mikil áhersla hefur verið lögð á unglingastarf í hesta- mennskunni í Kópavogi og vakti það athygli að verðlaun voru fyrir fimm efstu keppendur í barna- og ungl- ingaflokki en fyrir þrjá í kvenna- og karlaflokki. Börnin byrja snemma í hestamennskunni í Kópavogi og var yngsti knapinn, Sigríður Þorsteins- dóttir, einungis sex ára. Keppt var á nýjum velli félagsins, Glaðheimavelli, sem er rétt fyrir neð- an hesthúsahverfið í Kópavogi. Ekki er hönnun fulllokið en völlurinn er þó nothæfur og á eftir að fullnægja þörfum Kópavogsbúa fyrir öll hesta- mót þeirra í framtíðinni. Þar verður haldið íþróttamót 13. maí næstkom- andi í samstarfi við íþróttadeild Hestamannafélagsins Andvara í Garðabæ og gæðingakeppni Gusts verður 20. maí næstkomandi. Natan vann bikarinn í þriðja skipti Helstu úrslit uröu þau í barna- flokki að í efsta sæti var Hellas, kepp- andi Hrafnhildur Benediktsdóttir á Brimli, þá Sportval, keppandi Victor Victorsson á Snúði, þá Hvellur hf., keppandi Sigurður B. Sigurðsson á Glóa, þá Borgarbúðin, keppandi Björg María Þórsdóttir á Ljúf, og loks Offsetfjölritun, keppandi Logi Freyr Einarsson á Kekki. í unglingaflokki varð í efsta sæti Heimsljós, keppandi Elísabet Sæ- mundsdóttir á Davíð, þá Bókhalds- stofan, keppandi Halldór Victorsson á Herði, þá Hagkaup, keppandi Gríma Sóley Grímsdóttir á Sikli, þá Sparisjóður vélstjóra, keppandi Hjördís Einarsdóttir á Fífli, og loks Reykjavíkurhöfn, keppandi Bryndís Einarsdóttir á Lipurtá. Þess má geta að þær Bryndís og Hjördís eru syst- ur, dætur Einars Bollasonar, og Halldór Victorsson, sem varð í öðru sæti í unglingaflokki, er bróðir Vict- ors Victorssonar sem var í öðru sæti í barnaflokki. í kvennaflokki urðu úrslit þau að í efsta sæti varð Dansskóli Sigurðar Hákönarsonar og var keppandi Rósa Waagfjörð á Natan. Þetta er í þriðja skipti sem þau Natan og Rósa hafa verið efst í kvennaflokki hjá Gusti. í öðru sæti var Goddi hf., keppandi Guðríður'Gunnarsdóttir á Flóka, og í þriöja sæti Sigrún Sigurðardóttir á Funa. í karlaflokki urðu úrslit þau að í efsta sæti var Skemmuprent, kepp- andi Magnús Kristinsson á Junior, þá Fagtækni, keppandi Sturla Snorrason á Ljúf, og í þriðja sæti Bílaryðvörn, keppandi Friðfinnur Hermannsson á Glóblesa. -EJ • Úlfar Guðmundsson hefur vakið athygli á undanförnum sýningum í Reið- höllinni. Hann sýnir jafnan áhættuatriði og hefur verið að æfa nokkur slík sem ekki hafa sést fyrr á íslandi. DV-mynd EJ Stólpagripir á maísýningu Reiðhallarinnar Hestamenn munu fjölmenna með gæðinga sína á sýningu í Reiðhöll- inni um næstu helgi. Reyndar er fyrsta sýningin á föstudagskvöld klukkan 21.00 en einnig verða sýn- ingar laugardagskvöld klukkan 21.00 og sunnudag klukkan 15.00 og 21.00. Meðal þeirra atriða sem eiga eftir að vekja eftirtekt er sýning á ýmsum frægum kynbótagripum. Sveinn Guðmundsson á Sauðárkróki mun koma með nokkra af stóðhestum sín- um, sennilega þá Glað, Goða, Kjar- val, Létti, Otur og Stíganda. Sýnd verða nokkur afkvæmi stóðhestanna Gáska frá Hofsstöðum, Hrafns frá Holtsmúla, Ófeigs frá Hvanneyri og Ófeigs frá Flugumýri. Einnig verða sýndar hryssur. Nemendur í Reiðskólanum í Vestra-Geldingaholti munu sýna list- ir sínar, norðlenskir unglingar verða með skrautreið og eins verða nokkr- ir frægir og fallegir gæðingar frá Vesturlandi og Norðurlandi sýndir. Unglingar í íþróttadeild LH verða einnig með sýningaratriði. Slegið verður á létta strengi. Úlfar Guðmundsson mun sýna glæfraat- riði, Kristbjörg Eyvindsdóttir kynnir gamla íslenska söðulinn og skíða- kappi verður dreginn gegnum Reið- höllina á skíðum. Auk þess verður sýnt hindrunarstökk gegnum eldhaf, frægum skeiðhestum verður rennt í gegnum Reiðhöllina, sýnd rómversk glæfrareið og trúðar bregða á leik. Hinn þekkti hestamaður og dómari, Hafliði Stefán Gíslason, mun syngja fyrir gesti nokkur létt lög sem hann hefur samið sjálfur. Hentugt er fyrir hestamenn utan af landi að koma suður og sjá sýning- arnar í Reiðhöllinni því sýning Stóð- hestastöðvarinnar í Gunnarsholti verður laugardaginn 6. mai næst- komandi. Búast má við því að helstu stóðhestarnir af Stóðhestastöðinni verði sýndir í Reiöhöllinni á laugar- dagskvöldið og jafnvel sunnudaginn. -EJ MtkÉkl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.