Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989. 5 Fréttír Höfhin í Þorlákshöfn varasöm vegna grynninga: Hugsa með hryllingi til næsta vetrar - verði ekkert að gert, segir Jón Reynir Eyjólfsson, skipstjóri á Herjólíi „Höfnin í Þorlákshöfn er orðin stórvarasöm. Ég hugsa með hryllingi til vetrarins verði ekkert að gert,“ sagði Jón Reynir Eyjólfsson, skip- stjóri á Herjólfi. Jón Reynir segir að mikill sandur hafi borist í höfnina og innsiglinguna við Þorlákshöfn í brælunum í vetur. Að sögn Jón Reynis er höfnin nú um fimm metra djúp. Herjólfur ristir um 4,40 metra þegar hann er hlaðinn vöru. Jón Reynir segir að af þessu megi sjá að það má engu skeika þeg- ar einhver hreyfing er á sjónum. Jón Reynir segir að grjótgarðarnir við höfnina safni að sér sandi. Sand- ur á greiða leið þaðan í og við höfn- ina. „Þetta var dýpkað 1982 og 1986 ef ég man rétt. Þetta fer síðan alltaf í sama farið aftur. Eftir þessar brælur og gauragang, sem var í hafmu í vet- ur, hefur þetta stórlega versnað. Á stórstraumsfjöru og á sléttum sjó rétt skríðum við inn í höfnina og illa það. Þetta ástand gerir það að höfnin er orðin stórlega varasöm. Ef hreyfir sjó eigum við það á hættu að slá nið- ur með þeim afleiðingum sem af því geta hlotist." - Nú komið þið til Þorlákshafnar í misjöfnu veðri? „Við erum að reyna að halda uppi áætlun. Við erum ailtaf á fjörunni í hádeginu. Það er orðið mjög erfitt fyrir okkur að eiga við þetta. Ég hugsa með hryllingi til vetrarins ef þetta á að vera svona.“ Dansandi á grunnbrotunum - Hafið þið þurft að bíða fyrir utan vegna ástandsins? „Já, það var einu sinni í vetur. Við vorum akkúrat á stórstraumsfjöru og við urðum að bíða í hálftíma með að fara inn.“ - Er ástandið verra nú en verið hef- ur? „Já, það er það. Þetta er orðið þannig að ef ekkert verður að gert held ég að það megi loka þessari sjoppu. Ég get sagt þér það að annar Herjólfur í Þorlákshöfn. Skipstjórinn segir höfnina stórvarasama og ef ekkert verði að gert megi loka sjopp- unni eins og hann orðaði það. Á innfelldu myndinni stendur skip- stjórinn við rattið. Sigurgleði braust út í innbroti Jóhaimes Siguijónsson, DV, Húsavílc Seint á þriðjudagskvöld voru unn- in spellvirki í Flugstöðinni á Húsa- víkurflugvelli. Þar voru á ferð ungir knattspyrnumenn úr ÍK sem höfðu fyrr um kvöldið leikið gegn Völsungi á Húsavík og reyndar sigrað. En sig- urgleðin fékk útrás á fremur óskemmtilegan hátt, þar sem ÍK- piltar brutust inn í sjoppu í flugstöð- inni og náðu sér í sælgæti og hentu ýmsu lauslegu á víð og dreif. Knattspyrnumennirnir voru að bíða eftir leiguflugvél og fengu að fara inn í flugstöðina en að sögn flug- vallarstarfsmanna getur þessi at- burður orðið til þess að hætt verði að hleypa íþróttahópum inn í stöðina þegar beðið er eftir flugi utan áætl- unartíma og fátt starfsmanna því í stöðinni. Piltarnir, sem spellvirkin unnu, munu hafa verið ölvaðir 'og aðeins örfáir úr hópnum tóku þátt í athæf- inu. Að sögn Guðmundar Karls Jó- hannssonar, starfsmanns í flugstöð- inni, hafa forráðamenn ÍK þegar boð- ist til að greiða kostnað við viðgerðir og beðist afsökunar fyrir hönd þess- ara drengja sem sannarlega hafa sett blett á nafn hins ágæta íþróttafélags ÍK. togarinn, sem gerður er út frá Þor- lákshöfn, fer ekki inn nema við góðar aðstæður." - Verða ekki vandræðin meiri er þið fáið stærra skip? „Nei, ekki ef menn bera gæfu til að fara eftir þeirri teikningu sem fyr- ir liggur. Það skip mun rista grynnra en Herjólfur.“ - Var erfitt að eiga við siglingarnar í brælunni í vetur? „Við vorum oft þama í vondum veðrum og höfum verið það í gegnum tíðina. Við höfum verið dansandi bæði inn og út á grunnbrotunum. Þetta er náttúrulega stórvarasamt í hafáttunum þegar mikil alda er þarna," sagði Jón Reynir Eyjólfsson, skipstjóri á Herjólfi. HEFUSÞU KOMID TE OKKAF KÝIEGA? 28 stk. bleíur, 9-18 kg, aðeíns kr. 398,- Tómatar, aðeíns kr. 198 kg Nautahakk, aðeins kr. 477 kg Opíð tíl kl. 20 í kvöld. Laugardag kl. 9-18. Sunnudag kl. 11-18. KJOTMIÐSTOÐIN Garðabæ, sími 65 * 64 * 00 Laugalæk, sími 68 * 65 * 11 GOTT VÖRUÚRVAL: - GOTT VERÐ - GÓÐ BÍLASTÆÐI ER SMÁAUGLÝSINGA BLAÐiD SIMINNER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.