Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989. FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989. Iþróttir Frétta- H Fyrstu fimm hafa tryggt sér kennslu Fyrstu fimm kylfing- arnir af fimmtán mögulegum hafa tryggt sér kennslu hjá hinum heimsþekkta golf- kennara, John Jacobs, sem væntanlegur er til landsins fym hluta júlímánaðar. Lokið er í Hvammsvík í Kjós móti þeirra kylfinga sem hafa 24-36 í forgjöf. Þar sigraði Hannes Fannar og hlaut hann 43 punkta. Annar varð hinn geðþekki kylfingur Morten Ott- esen með 40 punkta, Ásgeir Ingvarsson þriðji með 37 punkta, og þeir Guðmundur K. Jónsson og Ámi Pétursson með 36 punkta. Þessir flmm hafa því tryggt sér ókeypis kennslu hjá Jacobs þann 13. júM. Fyrirhugað var að keppa til viöbótar í tveimur fiokkum, forgjöf 12-24 og 0-12. Ákveðiö hefúr verið að sameina þessa flokka og stendur keppni i þeim yfir. Fimm efstu í hvorum Qokki fá kennslu hjá John Jacobs. Góður órangur hjá Brynjúífi Brynjúlfur Hilmars- son, íslenskur fijáls- íþróttamaðm* sem búsettur er í Svíþjóð, náöi mjög góöum árangri í 1500 metra hlaupi í gærkvöldi. Brynjúlfur keppti á móti í Gavle og hljóp á 3:45,79 mín., sem er þriðji besti tími sem Is- iendingur hefur náð. Hann bætti einnig fyrra met sitt til muna en áriö 1984 hfjóp hann á 3:46,09. BrynjúJfur hefur ver- iö búsettur í Svíþjóö frá 9 ára aldri en hann kemur heim öðru hvetju og keppir þá fyrir ÚÍA á fslandj Hafnarfjörður vann Bæjarkeppnina Hafnarfiörður varð sigurvegari í Bæjar- keppni HSÍ sem hef- ur staðið yfir meö mikilli leynd að undanfömu. Hafnfirðingar unnu Reykvík- inga 38-34 í spennandi úrslita- leik. Jakobmeð Ulboðfrá Noregi Jakob Jónsson, handknattleiksmað- ur hjá KA, hefur fengið tílboö fiá norsku bikarmeistnmum Vík- ingi frá Stavanger. Jakob lék sem kunnugt er f norsku deild- inni á árunum 1985-1987 og þá með Stavanger IF. Aðaifundur hjáFram Handknattleiksdeild Fram heldur aöal- fund sinn mánudag- inn 3. júlí í Fram- heimilinu. Á fundinum veröa tekin fyrir venjuieg aðalfund- arstörf. Skotar mæta Saudi-Aröbum Nú stendur yfir keppni UI6 ára í knattspymu í Skot- landi I undanúrslitunum sigr- uöu Skotar landslið Portúgala, 1-0, og gerði Brian O’Neill eina mark leiksins. Þá unnu Saudi- Arabar nágranna sína frá Ba- hrein, 1-0, og mæta Saudi- Arabar þvi Skotum í úrslita- leiknum á Hampden Park á Fjórtán nýliðar f ara il Ungverjalands - drengjalið íslands á alþjóðlegt mót í júlí Það em 14 nýliöar í 16 manna hópi drengjalandsliðsins í knattspymu sem Láms Loftsson þjálfari hefur valiö fyrir ferö til Ungverjalands í lok júlí. Liðiö keppir þá á alþjóðlegu móti sem stendur yfir dagana 24.-31. júlí og fer þaðan á Norðurlandamótiö sem haldið er í Englandi 4.-12. ágúst. Aðeins tveir leikmenn í hópnum léku meö drengjalandsliðinu á síð- asta ári. Það era þeir Kristinn Láms- son úr Stjömunni, sem lék alla 7 leiki liðsins í fyrra, og Friðrik Þorsteins- son, markvörður úr Fram, sem lék 4 leiki. Liðið er þannig skipað: Markverðir: Eggert Sigmundsson, KA Friðrik Þorsteinsson, Fram Aðrir leikmenn: Davið Þór Hallgrímsson, Tý Flóki HaUdórsson, KR Guðmundur Benediktsson, Þór, Ak. Hákon Sverrisson, UBK Kristinn Lámsson, Stjömunni Matthías Ásgeirsson, Stjömunni Óskar H. Þorvaldsson, KR Pálmi Haraldsson, ÍA Rúnar Sigmundsson, Stjömunni Rútur Snorrason, Tý Sturlaugur Haraldsson, ÍA Viðar Guðmundsson, Fram Þór Sigmundsson, Selfossi Þórður Guðjónsson, KA -VS Tennis: Fyrsta mót Einars hérlendis um helgina - keppir á velli Víkinga um helgina ■"■"1 Einar Sigurgeirsson, ís- lenski tennisleikarinn /I sem hefrn- verið búsettur í Ástralíu frá unga aldri, keppir á sínu fyrsta móti hér á landi um helgina. Þá fer annað punktamót TSI á þessu sumri fram á Víkingsvöllunum, opna Prince- mótið. Einar var framarlega í flokki í tennisíþróttinni í Ástralíu en hef- ur nú ráðið sig til starfa hér á landi. Hann þjálfar hjá ÍK í Kópa- vogi og hjá Tennissambandi ís- lands, um 20-25 tíma hjá hvomm aðila á viku. „Við emm mjög ánægðir meö að fá Einar hingað, en fengum harða samkeppni um hann frá 1. deildar liðum í Frakklandi og Vestur- Þýskalandi, sem vildu fá hann til sín. Við höfum fengið til okkar í vor og sumar um 70-75 nýja með- limi, og ráðning Einars á vafalaust stærstan þátt í þessari miklu aukningu og áhuga á tennisíþrótt- inni,“ sagði Einar Óskarsson, for- vígismaður tennisdeildar ÍK, í samtali við DV í gær. -VS Lið þessara kappa, KR og Tindastóll, eigast við öðru sinni á tveimur árum í mjólkurbikarkeppninni. Liðin mætast í byrjun júlí. Fulltrúi eins liðanna 16 í úrslitum jafnmargra liða í mjólkurbikarnum dregur nafn úr höfuðfatinu fræga. DV-mynd Eirikui Tennis á nú vaxandi vinsældum að fagna á íslandi. Námskeið hefur verið í gangi í Laugardal síðustu daga og um helgina er mót á svæöi Víkinga í Stjörnugróf. Á myndinni að ofan svarar Kjartan Óskarsson, einn þeirra sem leggja stund á íþróttina hér heima, andstæöingi sínum. Knattspyma-3. deild: ÍK á toppinn - sigraði Víkverja í Laugardal í gær ÍK vann lið Víkverja í hörkuleik á gervigrasvellinum í gær, 1-0. Leikurinn var liður í a-riðli þriðju deildar íslandsmótsins í knattspymu. Eina marki leiksins kom í fyrri hálfleik. Vom þá Kópavogsbúar grimmari og eftir vel útfærða sókn komst Júlíus Þorfmnsson einn gegn Steinari, mark- verði Víkveija, og skoraöi með góðu skoti. Fékk hann sendingu frá Steind- óri Elíssyni. Steindór átti raunar gott færi undir lok fyrri hálfleiks en fimaf- ast skot hans fór þá yfir. Áður höfðu Víkveijar átt gott færi en skot geigaði utan úr vítateig. í síöari hálfleik sóttu Víkverjar mjög kröftuglega og sluppu þá ÍK-menn með skrekkinn nokkrum sinnum. Níels Guðmundsson átti til að mynda opið færi en Bogi Petersen, markvörður ÍK, varði glæsilega. í kjölfar þessa sigurs er ÍK komið á toppinn í a-riðli 3. deildar með 12 stig en liðið hefur ekki fengið á sig mark í fjóram leikjum í röð. Á hælum ÍK er Grótta með 10 stig og Reykjavíkur-Þróttur með 9. Víkverjar em hins vegar með 6 stig í 7. sæti. -RR Mjólkurbikarinn: Skemmtileg tilviljun - segir Ástvaldur, fulltrúi Tindastóls „Það verður gaman að þessum leik og mér líst vel á hann,“ sagði Tindastólsmaðurinn Ástvaldur Guðnason en hann var viðstaddur er lið hans og KR drógust saman í bikamum í gær. Er þetta annað árið í röð sem þessi félög mætast í bikarn- um en Tindastóll, sem spilar í 2. deild, haföi betur í fyrra. „Það er gaman að eiga við KR-inga aftur og ég á von á því að bæjarbú- ar á Sauðárkróki fjölmenni á leikinn.“ Aðspurður um þátt forlaga í drætti liðanna upp úr hattinum sagði Ástvaídur þetta: „Tilviljamr em alls staðar og þetta er aðeins skemmtileg tilviljun að liðin skuli mætast aftur. Hitt er ljóst að Tindastólsmenn munu mæta galvaskir til leiks og þessi viðureign er ekki unnin fyrirfram hjá KR.“ -JÖG Stórieikir 1 í bikarnum Fylkir-ÍBK ......5. júlí Valur-Víkingur 4. júlí FH-ÍA 5. júlí Tindastóll-KR 5.júlí Víðir-Selfoss 5.júlí KA-Fram 5. júlí Þór-ÍBV 4. júlí Þróttur-Huginn 4. júlí Siegisti 1 fjórir leikir í 1. deild á Fjórir af fimm leikjum 1 6. umferð 1. deildarinnar í knattspyrnu verðaleikn- ir á sama túna - klukkan 20 á sunnudagskvöldið. Þeir fara fram á Akureyri, í Hafnarfiröi, Keflavik og á Hlíðarenda í Reykja- vík. Einna áhugaverðust er viðmreign FH og KR á Kaplakrikavelli í Hafh- arfiröi. Nýliðar FH hafa komíö mjög á óvart og em í efsta sæti deildarinn- ar að fimm umferðum loknum. KR- ingar hafa hins vegar átt erfiðara uppdráttar en flestir spáðu, en gætu rétt hlut sinn verulega með því að sigra í Firðinum. Valsmenn fá Fylki í heimsókn á Hlíðarenda. Þar verður væntanlega mjög á brattann aö sækja fyrir ný- liöana úr Árbænum sem eru komnir að ágætlega. í Keflavik mæta Skagamenn til leiks, en þeir hafa unniö tvo leiki í röð og em í þriðja sæti deildarinn- ar. Keflvíkingar em hins vegar eina liðið sem ekki hefur enn unnið leik. og virðist eiga fyrir höndum erfiða baráttu fyrir lífi sínu í deildinni. KA og Víkingur leika á aðalleik- vangimmi á Akureyri og þar gæti verið um að ræða Jiflegustu viöur- eign umferðarinnar. KA hefur farið hamfórum í fyrstu tveimur heima- leikjum sinum, og skorað sjö mörk gegn Fram og KR, og Víkingar sýndu skemmtilega takta á þriðju- dagskvöldið þegar þeir möluöu Fylki, 4-0. Sjöttu umferö lýkur síðan á mánu- dagskvöldið með leik Fram og Þórs á Laugardalsvellinum. Staöan í deildinni er þaimig: FH.............8 3 1 1 7-4 10 Valur..........5 3 1 1 4-1 10 Akrane9........5 3 0 2 6-5 9 KA.............5 2 2 1 7-4 8 KR.............5 2 1 2 8-9 7 Fram...........5 2 1 2 4-6 7 Víkingur.......5 2 0 3 6-3 6 Þór............5 1 2 2 5-7 5 Fylkir........ Keflavík....... ..5 1 1 ..5 0 3 -VS mi illl 4 iii 25 Dregið í mjólkurbikamum í gær - 16 liða úrslit: KR-ingar fara aftur á Krókinn - flórar innbyrðisviðureignir 1. deildar liða Þaö vora átta 1. deildar liö sem drógust saman í 16 liða úrslitum mjólkurbikarkeppni KSÍ en dregið var í höfuðstöðvum Osta- og smjör- sölunnar í gær. Fylltismenn drógust fyrst gegn Keflvíitingum og síðan drógust sam- an Valur og VíJtingur. FH-ingar lentu á heimavelli gegn Akurnesingum og loks drógust KA og Fram saman. Þau 1. deildar lið sem eftir em KR og Þór fengu bæði erfiða andstæðinga úr 2. deild. KR lenti á móti Tindastól og verður leikið á Sauðárkróki og Þórs- arar fengu Vestmannaeyinga. Þá mætast Víðir og Selfoss úr 2. deild og Þróttur og Huginn leika saman en þessi lið em bæði úr 3. deild. Sá leikur sem sennilega mesta at- hygli vekur er viðureign Tindastóls og KR en eins og mönnum er í minni þá slógu Sauðkræltingar vesturbæj- arliðið út út bikarnum í fyrra. Þá sigmðu Stólarnir 4-3 og nú fá KR- ingar tækifæri á að hefna ófaranna. „Við höfum legið imdir aUs konar spaugi frá því í fyrra og það er ágætt að fá tækifæri til að leiðrétta þaö nú. Annars hefðum við helst viljað fá 1. deildar lið í Frostaskjólið en úr því varð ekki að sinni. Eitt er víst að ef við töpum aftur á Króknum þá kom- um við ekki til baka,“ sagði Stefán Haraldsson, formaður knattspyrnu- deildar KR, eftir að drátturinn varð ljós. „Mér líst mjög vel á dráttinn og ég fagna því að við Framarar fáum ann- að tækifæri fyrir norðan," sagði Halldór B. Jónsson, formaður knatt- spyrnudeildar Fram, eftir að lið hans hafði lent gegn KA-mönnum. Sæmundur Óskarsson, fulltrúi KA í gær var einnig ánægður með viður- eignina: „Við vonum innilega að við náum að endurtaka 3-1 sigurinn yfir Frömurum. Þetta verður hörkuleik- ur og áreiðanlega vel sóttur af áhorf- endum,“ sagði Sæmundur. Einhver ágreiningur varð rniiii þeirra félaga út áf leikdeginum en ljóst er að leik- . urinn fer fram 5. júlí en ekki þann 4. eins og fyrst var ákveðið. Fram á leik í 1. deiidinni þann 4. júlí og því verður að seinka leiknum til mið- vikudagsins. Leikur Þórs og ÍBV verður þriðjudaginn 4. júlí eins og leikur Vals og Víltings og einnig við- ureign Þróttar og Hugins. Hinir leik- imir fara fram á miðvikudeginum 5. júlí. „Það er allt gott um þetta að segja. Ég hefði ekki viijað fara út á land og leika gegn neðri deildar liði. Þetta er ágætur kostur og við mætum ákveðnir í leikinn gegn ÍBK, sagði Marteinn Geirsson, þjálfari Fylkis, um möguleika sinna manna. „Ég er nolckuð ánægður að fá Skag- ann í heimsókn. Okkur hefur oft gengið vel gegn Skaganum og vona að svo verði áfram,“ sagði Þórir Jónsson, formaður knattspymu- deildar FH, þegar það kom 1 ljós að FH-ingar leika við Akumesinga í 16 liða úrslitunum. Athygli vekur að bæði 3. deildar liðin lentu saman og því er ljóst að eitt 3. deildar lið kemst í 8 liða úrslit- in. Einnig verður alla vega eitt 2. deildarlið, sigurvegarinn úr leik Víð- is og Selfoss, sem kemst í 8 liða úrslit- in. -RR • Eggert Magnússon, formaður samtaka 1. deildar liða, Eilert B. Schram, formaður KSÍ, og Magnús Helgason, framkvæmdastjóri Hörpu hf„ handsala samstarfssamninginn. íslandsmótlð - Hörpudeild: Slegið á Hörpustrengi - Harpa hf. er stuðningsaðili 1. deildar liðanna Knattspymusamband Islands og samtök 1. deildar liða í knattspymu hafa gert samstarfssamning við Hörpu hf. varðandi framkvæmd 1. deildar íslandsmótsins 1989. Meginmarkmið samstarfsins em þau að auka áhuga, kynningu, um- fjöllun og þar með aðsókn að leikjum Islandsmótsins. Einnig að Harpa lif. fái sem mesta kynningu, umfjöllun og auglýsingagildi út úr samningn- um. í samstarfssamningnum segir með- al annars að 1. deildin skuii heita Hörpudeild í allri formlegri umfjöll- un, í handbókum KSÍ og kynningu samtaka 1. deildar liða og KSÍ á Is- landsmótinu. Hörpu lif. er heimilt að auglýsa keppnina í sínu nafni og með merki KSÍ í máli og myndum og nýta liana í auglýsingaskyni fyrir fyrir- tækið á hvern þann hátt sem gagnast því. Harpa hf. mun ennfremur greiða veglega fjárupphæð til félaganna tíu í 1. deild sem skiptist milli þeirra eft- ir stöðu þeirra í lok mótsins. Auk þess veitir Harpa hf. ýmis önnur verðlaun, útnefnir meðal annars leikmann, þjálfara og dómara mán- aðarins. Afhending verðlauna verð- ur opinber og fer fram við hátíðlega athöfn í hófi 1. deildar leikmanna í lok keppnistímabilsins. Þá mun Harpa hf. standa fyrir skot- keppni, Hörpuleik, meðal 6. flokks pilta á leikhléum leikja í deildinni og er þar um keppni milli liða að ræða. -VS íþróttir Landsmót lögreglunnar haldið á Rangárvöllum Tíunda landsmót lög- reglumanna í golfi verður haldiö á Strandarvelli í Rang- árvallasýslu á sunnudaginn, 25. júnL Keppt er með og án fbrgjafar í tveimur flokkum auk flokka öldimga og kvenna. Án efa verður hart barist á móttnu enda eru nokkrir siyallir kylfingar í röðum lög- reglumanna. • Helgl Daníelsson við bífreíð- ina sem f boði er. Fyrstan má tejja Sigurð Péturs- son, margfaldan íslandsmeistara, Rúnar Guðmundsson aðalvarð- stjóra og Þorstein Steingrímsson rannsóknartögreglumann. Heið- ursgestur er Sverrir Guðmunds- son, hinn síungi 75 ára kunni kylfingur og fyrrverandi yfirlög- regluþjónn í Reykjavik. Það em goiffélagar RLR sem sjá um framkvæmd mótsins meö yfirlögregluþjónana Helga Daní- elsson og Ragnar Vigni í broddi fylkingar. Öll verðlaun era glæsi- leg, gefin af Ingvari Helgasyni, Amarflugi, Flugleiðum og fleir- um. Sá sem nær því að fara holu í höggi á 18. braut vaflarins lilýtur að launum Nissan Micra bifreiö frá Ingvari Helgasyni að verð- mæti 600 þúsund krónur. Golfmót hjá Leyni Golfklúbburinn Leynir á Akranesi heldur á sunnudag- inn, 25. júní, opna SR-mótið á Garðavelii. Ræst veröur út frá klukkan 10 til 12 og er leikmn 18 holu höggleik- ur, með og án forgjafar. Jeppaklúbbur Reykjavíkur gengst fyrir torfærukeppni í hrauninu hjá Litlu kafflstofunni á morgun, laugardag. Þar er um bikarmót að ræða og hefst þaö kl. 13. Búast má við hörkukeppni en keppendur era nálægt 20 tals- ins. Borðtennisfólk tij Bretlands íslenska unglinga- landsliöið í borðtenn- is fer um helgina tO Bretiands og dvelur þar við æfingar og keppni fram yfir mánaðamótin. Fyrst fer það til Laxgs í Skotlandi og veröur þar við æfingar í fimm daga. Síðan liggur leiðin til Birmingham á Englandi á al- þjóðlegt skólamót en þar keppa skólalið bresku þjóðanna auk íslenska liðsins. Grenivík á hálft Fjórtán ungmenni fara utan og það vek- ur athygli að nær helmingurinn er frá 300 manna byggðarlagi, Greni- vik, en þar hefur blómstrað mikill áhugi fyrir fþróttinm að undanfómu. Þaðan koma 6 keppendur, 5 frá Stjömunni, 2 úr Víkingi og einn firá KR. Þjálf- arar era Hjálmar Aðalsteins- son, Bjami Bjamason og Hrafnhildur Sigurðardóttir og fararstjóri er Bjöm Ingólfsson frá Grenivík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.