Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Blaðsíða 4
4 E>RIÐjÍTDAGUR ,10. OKTÓBER 1989. Fréttir Opinberir staifsmenn: Þriðjungur sioppið við kjararýrnun Samkvæmt útreikningum, sem launadeild flármálaráðuneyttsins hefur gert fyrir Bandalag starfs- manna ríkis og bæja, hefur þriðj- ungur af félögum bandalagsins í störfum hjá ríkinu fengið meiri kauphækkanir en sem nemur hækkun framfersluvísitölu frá því samningar voru gerðir. Þetta eru þeir félagar sem laegst hafa launin. Aðrir, tveir þriðju hlutar féiaga bandalagsins, hafa hins vegar orðið aö þola kjaraskerð- ingu upp á um 4 til 5 prósent. Eins og fram kom í DV á laugar- daginn hefur tæpur fimmtungur ríkisstarfsmanna í bandalaginu fengið meiri hækkanir en sem nemur hækkun á búvöru. En við gerð kjarasamninga lofaði ríkis- stjórnin að verð á búvöru yrði ekki umfram launahækkanir til lágtekjufólks. Miöaö við þetta er lágtekjufólk tæplega 3 þúsund manns af um 17 þúsund félögum Bandaiags starfsmanna ríkis og bæja. -gse Akureyri: Jeppinn fólksbflnum Gyifi Kristjánason, DV, Akureyii Ökumenn tveggja bifreiða voru fluttir á sjúkrahús á Akureyri á laugardagskvöld eftir mjög harð- an árekstur á gatnamótum Hörg- árbrautar og Hiiðarbrautar. Lada fólksbifreið var ekið af Hlíðarbraut inn á Hörgárbraut, fram með annarri bifreið sem hafði numið staðar við gatnamót- in. Range Rover jeppabifreið, sem var á leið inn í bæinn, skall á fólksbifreiöinni og velti henni á undan sér áður en fólksbifreiðin lenti undir jeppanum. ökumennirnir voru einir í bif- reiöunum. Ungur maður, sem var í fólksbifreiðinni, slasaðist aivar- lega á höfði og var fluttur meðvit- undarlaus á sjúkrahús en kona, sem ók jeppanum, slasaöist minna. Fólksbifreiðin er gjörónýt eftir áreksturinn en jeppinn minna skemmdur. Suðureyri við Súgandaflörð: Kögurás kaupir eignir Bylgjunnar - kúfiskskipið Villi Magg fylgir þó ekki með í kaupunum Undirritaöur verður í dag kaup- samningur milli fiskvinnslufyrir- tækisins Köguráss á Suðureyri og Landsbankans um aö Kögurás kaupi eignir Bylgjunnar á Suöureyri. Landsbankinn keypti eignirnar fyrir 12,5 milljónir króna á nauöungar- uppboöi fyrr á þessu ári. Kúfiskskip- ið Villi Magg er ekki inni í kaupum Köguráss þar eð Byggðasjóður keypti hann á uppboðinu. Sveinbjöm Jónsson, aðaleigandi Köguráss, sagöi í samtali við DV að þeir væru fyrst og fremst að kaupa fiskvinnsluhús Bylgjunnar með öll- um búnaði. Þar eru tæki til frysting- ar og aðstaða til hausaþurrkunar. Sveinbjörn' sagði aö Kögurás væri í 360 fermetra húsnæði og það væri orðið nokkuð þröngt um starfsem- ina. Þess vegna hefði verið ráöist í þessi kaup. Hjá fyrirtækinu starfa 20 til 25 manns að jafnaði og sagðist Sveinbjörn búast við að þeim fjölgaði á næstunni. Kögurás rekur venjulegt frystihús og verkar afla smábátanna á staön- um. Fyrirtækið hefur gert mikið að því að frysta steinbít fyrir Frakk- landsmarkað og hefur sú verkun gengiö vel. Sveinbjörn var spuröur hvort hann hefði áhuga á að kaupa kúfiskskipið Villa Magg. Hann sagðist hafa áhuga á kúfiskvinnslu. Skipið hefði sannað veiðigetu sína en það væri ekki rekstrargrundvöllur fyrir það ef kú- fiskurinn færi að mestu leyti í beitu. Hann sagðist viss um að markaður fyrir kúfisk væri fyrir hendi erlend- is. Þaö kostaði hins vegar mikla vinnu og peninga að komast inn á markaðinn. Ef það tækist væri kú- fiskurinn gullnáma. -S.dór Komnir til byggða á ný. F.v.: Magnús Jósefsson, Steinnesi, Magnús Olafsson, Sveinsstöðum, Reynir Steingrims- son, Hvammi, og Jón Pálmason, Hnausum. Flogið til fjárleita Magnús Ólafssan, DV, Húnaþingi: Litlar flugvélar eru til margra hluta nytsamlegar, m.a. hefur fjögurra sæta flugvélin, sem ég á hiut í, kom- ið sér vel við eftirleitir á afréttum okkar undanfarin ár. Nýlega fórum við fjórir bændur á henni til þess að huga aö fé á Grímstungu- og Haukag- ilsheiði. Samtímis voru 12 gangna- menn ríðandi á afréttinni í seinni leit. Þegar við sáum kindur sendum við næsta gangnamanni orðsendingu í plastpoka og varð þetta í sumum til- fellum til þess að ldndur náðust sem annars hefðu orðið eftir. Stundum sparaði þetta líka ríðandi mönnum för yfir ógreiðfært land þegar við gátum kannað það úr lofti og séð að þar var engin kind. Skyggni var afburðagott þegar við vorum á ferö og höfum.við ríka ástæðu til að ætla að þessi samhæföa leit ríðandi og fljúgandi manna hafi tekist mjög vel og vonum að engin kind sé nú eftir á okkar afrétti. Heynir Traustasœi, DV, nateyri: Mjög góð karfaveiöi hefúr veriö að undanfömu suður af Reykja- neshrygg f Skerjadýpi og hafa togarar fenglö allt að 30 tonnum í hoii, Aflinn hefúr þó verið mjög misjafn híá skipunum, frá hálfu tonni á klukkustund að meðaltali upp í rúm tvö tonn á klukku- stund. Ásteöan fyrir hinum misjafna árangri er sú að veitt er í flot- troll og hafa þau skip, sem eru með þær vörpur senx notaðar vom í úthafskarfanum fyrr á ár- inu, náð afgerandi bestum ár- angri. Þess má geta aö hæðin í opi þeirra er 72 metrar en sam- svarandi hæð í hefðbundinni flot- vörpu er 25-35 metrar. Hugsan- legt er að tilkoma þessa veiöar- færis valdi byltingu í árangri við karfaveiðar á einstökum svæð- um. Ægri Kriatinssan, DV, Fáskxúöafirði: Fyrsta síldin á Austflarðamið- um í haust barst til Fáskrúös- fjarðar um áttaleytið í gærmorg- un. Þá lagöist Guðmundur Krist- inn SU að bryggju með 50 tonn af failegri síld sem báturinn veiddi við Papey. Síldin var söltuð í gær hjá Pól- arsfld hf. bílútaf Kind hijóp í veg fyrir bfl á móts við bæinn Ytri-Tungu á Tjömesi með þeim afleiðingum að öku- maður missti stjóm á bflnum. BÍUinn fór út af veginum og valt. Ökumaður var einn í bílnum. Hann var fluttur á sjúkrahús og fékk að fara heim aö lokinni skoö- im. Hann kvartaði þó undan eymslum í baki. Bíliinn er jap- anskur og er talinn ónýtur. í dag mælir Dagfari Þorsteinn, Davíð, Friðrík Dagfari hélt því fram í gær að Dav- íð heföi bjargað Sjálfstæðisflokkn- um. Það var Davíð sem kom og lag- aði forystuímyndina með því aö gefa kost á sér til varaformanns. Hann heföi sömuleiðis gefið kost á sér til formennsku ef hann heföi mátt vera að því. Davíð ætlar að vera borgarstjóri til aldamóta, en lætur samt tilleiðast að taka að sér varaformennsku, til aö bjarga Sjálfstæðisflokknum. Þetta er allt göfugmannlega gert af Davíö Odds- syni og hann hefur vissulega fórn- aö sér í þágu flokksins. En þaö em fleiri heldur en Davíð sem hafa fómað sér. Friðrik Sop- husson á einnig sérstakar þakkir skfldar fyrir að hafa dregið sig í hié. Friðrik var ákveðinn í því aö halda áfram sem varaformaður í upphafi landsfundar enda búinn aö vera lengi varaformaður og þekkir starflð vel. Hann sagði sjálf- ur svo frá í ræðu á landsfundinum að hann heföi haft það að leiðar- ljósi í varaformennskunni aö gera aldrei ágreining við formanninn til að halda friðinn og skapa einingu. Þessi maður, sem hafði lagt sig í iíma við að skapa flokkseiningu og bræðraþel í Sjálfstæðisflokknum, var hins vegar orðinn slíkt vanda- mál í Sjálfstæöisflokknum, aö stór- ir hópar landsfundarfulltrúa komu til Davíðs Oddssonar og báðu hann um að gefa kost á sér í stað Friö- riks. Og Davíð sá að þetta var rétt hjá landsfundarfulltrúum og lét til- leiðast til að losna við Friðrik. x Það var þá sem Friðrik Sophus- son varð loksins stór í augum landsfundarfulltrúa. Hann dró sig í hlé. Hann sagðist vera hættur sem varaformaður. Landsfundarfull- trúar voru svo glaðir að þeir stóðu alhr upp og hylltu þennan nýja Ágústínus, sem játaði á sig synd- imar og viðurkenndi að hann væri stærsta vandamálið í Sjálfstæðis- flokknum. Allt í þágu flokkseining- arinnar. Þorsteinn formaður sagði að svona ákvarðanir tækju aðeins stórir og stórhuga menn og grét af gleði eins og allir hinir. En svo má heldur ekki gleyma Þorsteini sjálfum þegar flokksein- ingin er annars vegar. Sumir vildu að hann færi frá. Þeir vom margir sem vildu aö Davíð tæki við for- mennskunni. En Davíð er góðhjart- aður og göfugur og vildi ekki stugga við Þorsteini til að stugga ekki við flokkseiningunni. Hann vildi skapa einingu um Þorstein. Og Þorsteinn sá að hann gat ekki hætt þvert ofan í alla flokkseiningu og gaf kost á sér. Þetta var stór- huga ákvörðun og einhver minni maður heföi sjáifsagt dregiö sig í hlé, þegar hann sá að það átti að fóma varaformanninum, sem allt- af haföi staðið vörð um flokksein- inguna. En Þorsteinn Pálsson tek- ur flokkseininguna fram yflr sjálf- an sig og bauð sig fram sem for- maður og landsfundurinn kaus hann meö öllum þorra atkvæða til að sýna eininguna út á við. Þannig vora þeir hver um annan þveran, Davíð, Friðrik og Þor- steinn, að hugsa um flokkseining- una, þegar þeir ýmist gáfu kost á sér eða gáfu ekki kost á sér. Maður veit eiginlega ekki hvemig Sjálf- stæðisflokkurinn færi að ef hann hefði ekki svona göfuga menn í framboði, sem ýmist fara í framboö eða fara ekki í framboð í þágu þeirrar flokkseiningar, sem kemur fram í því hjá Sjálfstæðisflokknum að afstýra kosningum og fóma mönnum sem hafa staðið í því að efla flokkseininguna. Hvaö hefði til dæmis gerst á landsfundi ef Davíð heföi ekki fal- list á að fara í varaformanninn? Þá heföi Sjálfstæðisflokkurinn se- tið uppi með Friðrik sem varaform- ann og mátt una því 1 tvö ár í viö- bót að varaformaðurinn hefði hald- ið áfram að stuðla að flokkseiningu og enginn landsfundarfulltrúi heföi uppgötvað hvað' hann var stór maður á stómm stundum. Og eng- inn hefði áttað sig á því hvað Davíð var stór maður að gefa kost á sér í varaformennsku í þágu flokksein- ingarinnar, ef hann heföi neitað aö fella fyrrverandi varaformann til að skapa flokkseiningu. Síðast en ekki síst heföi Sjálfstæðisflokkur- inn setið uppi með Þorstein sem formann, án þess að gera sér grein fyrir því hvað hann er mikilvægur í þágu flokkseiningarinnar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.