Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 10. ÓKTÓBER 1989. 5 Fréttir Þing Verkamannasambandsins hefst á fimmtudag: Kratar í klípu með varaformannssætið - einnig gætu orðið átök um önnur sæti í stjómarkjörinu Rjúpnaveiðin: Úfflitið er alls ekki svo slæmt - segir Einar Long Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Fullvíst má telja að ijúpnaveiði- menn séu komnir með fiðring í „gikkfingurinn" enda hefst veiði- tíminn um næstu helgi. Ýmis viðhorf eru uppi um ástand rjúpnastofnsins og fuglafDæðingar hafa t.d. látið hafa eftir sér að stofninn hafi minnkað frá í fyrra. ,Ég er alls ekki svartsýnn varðandi veiðina hér á Norðurlandi og tel út- htið alls ekki slæmt miðað við það sem ég hef heyrt,“ segir Einar Long hjá versluninni Eyfjörð á Akureyri en hann er mikill áhugamaður um rjúpnaveiði og selur auk þess út- búnað til veiðanna og veiðileyfi í versluninni. „Ég hef heyrt að það hafi sést tals- vert af rjúpu, t.d. í Mývatnssveit, Aðaldalnum og einnig við Raufar- höfn og Þórshöfn. Hins vegar sáu gangnamenn í Bárðardal minna af rjúpu en í fyrra,“ sagði Einar. Einar sagði að senxúlega yrði erfitt að eiga við rjúpuna á meðan jörð er auð eins og allt útht er fyrir að verði þegar veiðitíminn hefst. Þá þyrfti að sækja hana hátt upp í fjöllin og jafn- vel inn á hálendið en menn létu • sig hafa það engu að síður. Akureyri: Stúdenta- garðar í notkun Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Fyrstu stúdentagarðarnir á Akur- eyri voru formlega teknir í notkun síðasthðinn laugardag en bygging þeirra hófst í vor. Stúdentagarðarnir eru í fjölbýlis- húsi við Skarðshhð og það voru fyrir- tækin S.S. byggir og Möl og sandur sem sáu um byggingu þeirra. Sigurð- ur Sigurðsson, forstjóri S.S. byggis, afhenti Sigurði P. Sigmundssyni, for- manni stjórnar Félagsstofnunar stúdenta, lykla að byggingunni og síðan var byggingarsagan rakin. Sigfús Jónsson bæjarstjóri flutti ávarp, Haraldur Bessason, rektor Háskólans á Akureyri, flutti ávarp og gaf húsinu nafnið Útsteinn. Svav- ar Gestsson menntamálaráðherra flutti einnig ávarp og tók húsið síðan fonnlega í notkun. í Útsteini eru 14 einstaklingsher- bergi, 4 íbúðir fyrir pör, 4 tveggja herbergja íbúðir og 2 þriggja her- bergja íbúðir. Þegar er flutt í hluta hússins og er reiknað með að um áramótin, þegar kennsla hefst á sjáv- arútvegsbraut við Háskólann, verði húsið fuhsetið. Sigurður P. Sigmundsson sagði í samtah við DV að óvíst væri með framhald bygginga stúdentagarða á Akureyri, það myndi ráðast að veru- legu leyti af því hversu miklu fjár- magni yrði varið til uppbyggingar Háskólans á Akureyri á næstunni. Gert við Eydísi Skoðun á Boeing 737-400 flugvél Flugleiða, Eydísi, sem skaddaðist í lendingu á Fomebuflugvelh í Osló fyrir skömmu leiddi í ljós að skipta þarf um botnplötu á afturenda vélar- innar. Umrædd botnplata mun hafa rispast nokkuð en engar skemmdir urðu aðrar á vélinni, hvorki á búk né tækjabúnaði. Flugvéhn fór frá Osló til Stavanger þar sem flugvirkjar frá flugfélaginu Braathens munu sjá um viðgerðina. Áætlað er að viðgerð verði lokið 12. október næstkomandi. -J.Mar Þing Verkamannasambands ís- lands hefst á fimmtudaginn og er að þessu sinni haldið í Reykjavík. Verkamannasambandsþing em haldin á tveggja ára fresti og var síðasta þing haldið á Akureyri. Kjarasamningar verkafólks renna út um næstu áramót og í ljósi þess vekur þing sambandsins að þessu sinni meiri athygli en eha þótt ahtaf sé tekið eftir því sem þar fer fram og samþykkt er. Búast verður við að þingið móti þær kjarakröfur, sem settar verða á oddinn, þegar samningaviðræður hefjast eftir áramótin. Þingið mim einnig vekja athygh fyrir ýmsar tihögur um brennandi þjóðfélags- mál sem unnar hafa verið af ýms- um sérfræðingum. Og síðast en ekki síst fyrir þá sök að búast má við átökum við stjómarkjör. Varaformannssætið Í verkalýðshreyfingunni hefur í bráðum 30 ár ríkt það sem oft er kahað - óbreytt ástand - frá póht- ísku sjónarmiði. Vegna þess er það svo að stjómmálaflokkamir eiga eða eigna sér ákveðin toppsæti inn- an hreyfingarinnar. Aht frá því að Verkamannasambandið var stofn- að hefur alþýðubandalagsmaður skipað formannssætið, eða aht þar th Guðmundur J. Guðmundsson, núverandi formaður, sagði sig úr flokknum. Alþýðuflokksmaður hefur jafnlangan tíma skipað vara- formannssætið. Lengst hefur Karl Steinar Guðnason, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, verið varaformaður. Hann vék hins vegar sæti fyrir Karvel Pálmasyni, formanni Verkalýðsfélags Bolungarvíkur, á þinginu á Akureyri fyrir tveimur árum. Mjög fljótlega eftir að Karvel var kjörinn, skarst í odda með hon- um og Guðmundi J. Gekk svo langt í þeirri dehu að Karvel hætti að mæta á stjómarfundi um tíma og thkynnti um þá ákvörðun sína op- inberlega. Þessir samstarfserfið- leikar hafa orðið th þess að nú er talað um að skipta um varafor- mann. Kratar í klípu Mikið hefur verið þrýst á Pétur Sigurðsson, formann Álþýðusam- bands Vestfjarða, að gefa kost á sér í stöðuna. Samkvæmt heimhdum DV em það þó ekki alþýðuflokks- menn sem það hafa gert, heldur menn úr öðrum flokkum. Pétur ljær ekki máls á þessu. Þeir Karvel eru formaður og varaformaður Al- þýðusambands Vestíjarða og að auki báðir alþýðuflokksmenn. Hins vegar er Jón Karlsson frá Sauðár- króki, margreyndur verkalýðsfor- ingi, nú nefndur th sögunnar sem hugsanlegur varaformanns- kandídat. Jón er einnig alþýðu- flokksmaður, þannig að kratar lenda í nokkurri klípu, ef Karvel gefur kost á sér áfram. Hann hefur aftur á móti enga yfirlýsingu gefið um hvort hann verður í framboði eða ekki. Karvel áfram í stjórn? Samkvæmt heimildum DV mun sú sátt verða reynd að Jón Karls- son verði kjörinn varaformaður en Karvel verði áfram í stjóm Verka- mannasambandsins. Ef svo fer myndu samstarfserfiðleikar þeirra Karvels og Guðmundar J. halda áfram. Þes'sir samstarfsörðugleik- ar stafa ekki síst af því að Karvel er mjög náinn samstarfsmaður Ásmundar Stefánssonar, forseta ASÍ, en mhh þeirra Guðmimdar eru htlir kærleikar svo ekki sé fastar aö orði kveðið. Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson: Guðmundur formaður áfram Ekki hefur heyrst að reynt verði að hrófla við Guðmundi J. Guð- mundssyni í formannssætinu. Guðmundur er formaður Dags- brúnar sem kunnugt er og á þvi leikur enginn vafi að Dagsbrún er sterkasta félagið innan Verka- mannasambandsins. Enda þótt Guðmundur hafi sagt sig úr Al- þýðubandalaginu mun flokkurinn ekki reyna að hrófla við honum í Verkamannasambandinu og hefði sennhega ekki mátt th þess heldur. „Það væri hreint óðs manns æði að ætla aö hrófla við Guðmundi J. ef hann gefur kost á sér, þó ekki væri fyrir annað en að hann er for- maður Dagsbrúnar,“ sagði einn verkalýðsforingi sem DV ræddi við. Hann sagði jafnframt að ekkert verkalýðsfélag væri með jafnöfluga stjóm og trúnaðarráð og Dagsbrún og því mikhs virði fyrir Verka- mannasambandið að tengslin við Dagsbrún væra sem allra best. Einnig er búist við því að einhver átök verði í sambandi við önnur sæti innan stjómar sambandsins. Fyrir því er vilji, hjá alþýðubanda- lagsmönnum að minnsta kosti, að Alþýðuflokkurinn gefi eftir eitt sæti í stjóminni th Framsóknar- flokksins. í því sambandi eru menn einkum að horfa th Þórðar Ólafs- sonar úr Þorlákshöfn. Kratar em ekki míög hrifnir af hugmyndinni sem ef th vill er skhjanlegt. Nær víst má telja að um þetta verði reynt að semja áður en th stjómar- kjörs kemur. Það er harla óhklegt að látið verði á þetta reyna við sjálft stjómarkjörið. Verðtrygging launa á oddinn Það er alveg ljóst af samþykktum og yfirlýsingum stjórna hinna ýmsu verkalýðsfélaga og sam- banda að undanfomu að kaup- máttartrygging eða verðtrygging launa með einum eða öðrum hætti verður lykhatriði í komandi kjara- samningum. Þeir verkalýðsforingj- ar, sem DV hefur rætt við, segja að í fýrsta lagi verði lögð höfuðáhersla á aö ná upp kaupmætti launa og að hann verði guhtryggður. í yfir- lýsingu frá stjóm Alþýðusambands Vestfjarða segir að „varað skuh við hugmyndum atvinnurekenda um óbreytt laun næstu misserin“. Þá má einnig reikna með að vaxtamál- in verði ofarlega á baugi á þinginu. Þar er líklegt að skarist hugmyndir Verkamannasambandsins og miö- stjómar Alþýðusambandsins ef marka má það sem gerðist á mið- stjómarfundi ASÍ í síðustu viku. Einnig má gera ráð fyrir að sá at- burður, þegar fuhtrúar Dagsbrún- ar sögðu sig úr miðstjórn ASÍ, dragi dilk á eftir sér í samskiptum Verka- mannasambandsins og Alþýðu- sambandsins. Eftir viðtölum við verkalýðsfor- ingja að dæma má gera ráð fyrir að Verkamannasambandið æth sér forystuhlutverkið í komandi kjara- samningum. En þess verður þó að gæta að margir áhrifamenn í Verkamannasambandinu eiga einnig sæti í miðstjóm Alþýðusam- bandsins. Þar ríkir aftur á móti vhji fyrir því sem kahað er „sam- flot,“ undir yfirstjóm forseta Al- þýðusambandsins. Hvatt til aukinnar stóriðju í thlögum sem Birgir Árnason, aðstoðarmaður ráðherra, hefur unnið fyrir Verkamannasamband- ið og lagðar verða fyrir þingið er hvatt th aukinnar stóriðju á ís- landi. Það hefði einhvem tímann þótt saga th næsta bæjar að Verka- mannasamband íslands hvetti til slíks. En tímamir breytast og mennimir með. Guðmundur J. hef- ur lýst því yfir í þessu sambandi að áhfiegri kostur blasi ekki við th aö tryggja atvinnulífið. Það er einn- ig ljóst að þeim Verkamannasam- bandsmönnum er fuh alvara. Th marks um það er að þeir fengu iðn- aðarráðherra á sinn fund th að heyra hugmyndir hans um stækk- un eða byggingu álvers og aðrar stóriðjuhugmyndir. Allurfiskurseldurá innlendum mörkuðum Þá verða lagðar fyrir þingið th- lögur um sjávarútvegsmál sem Jó- hann Antonsson, frá Dalvík, hefur unnið fyrir sambandið. Þar leggur Jóhann th að bannað verði að flytja út ísfisk frá íslandi í gámum eða í skipum. Þess í stað skuh komið upp fiskmörkuðum um aht land og all- ur fiskur seldur á mörkuðunum. Verði þetta samþykkt á þingu, er um byltingarkenndar thlögur að ræða, sem án efa munu valda mikl- um dehum í þjóðfélaginu. Þessar hugmyndir, þótt viðraðar hafi verið, hafa ekki verið opin- berlega samþykktar hjá félögum eða samtökum í landinu. Margir hafa bent á að rétt væri að erlendir fiskkaupendur frá Bretlandi eða Þýskalandi yrðu að kaupa fiskinn hér á landi. Hugmyndin að baki því er að íslensku fiskvinnslufyrirtæk- in sitji við sama borð og þau er- lendu hvað fiskkaup varðar. En Verkamannasamband íslands em samtök sem hlustað er á og tihaga samþykkt af þingi þess er meira en hugmynd eða dægurfluga. Eitt af þeim málum sem án vafa verða í brennideph á þingi Verka- mannasambandsins er vaxandi at- vinnuleysi um aht land. Ahir verkalýðsforingjar hafa vaxandi áhyggjur af þróuninni í atvinnu- málunum. Hugmyndir þær, sem Jóhann Antonsson hefur samið fyrir sambandið, era ekki síst th komnar th að tryggja megi betur atviimulífið í landinu. Það era því mörg stór mál sem bíða afgreiðslu þings Verkamanna- sambands íslands sem, eins og fyrr segir, hefst á fimmtudaginn kemur. -S.dór Kærleikur hefur litill verið með þeim Guðmundi J. og Karvel Pálma- syni siðan Karvel var kjörinn varaformaður Verkamannasambandsins fyrir tveimur árum. Nú er talað um að skipt verði um varaformann á þingi sambandsins sem hefst á fimmtudag. Hvort það tekst er önnur saga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.