Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 9. FEÉRÚAR 1990. Perla og folöldin - Gjafar til vinstri og Nebbi. DV-mynd Kristján Merkileg meri Kristján Einarsson. DV, Selfossi; Rétt fyrir utan Selfoss er lítið býli sem Arbær heitir. Þar býr Gísli Kristjánsson ásamt fjölskyldu sinni. Gísli hefur eitt áhugamál framar öðr- um en það er hestamennska. Spölkom frá íbúöarhúsinu stendur hesthús íjölskyldunnar og í því hestaeign hennar. Þar á meðal er meri ein sem Perla heitir, skapvond og ráðrík í meira lagi. Perla átti fol- ald í fyrra og er því afar góð og ver það óþarfa átroðningi með hörku. Svo gerðist þaö fyrir nokkru að Gísli tók að sér folald sem er á sama aldri og folald Perlu og var hann á báöum áttum hvort hann ætti að láta það ganga með merinni í gerðinu. Taldi Gísli að þessi skapvonda meri mundi gera aðkomufolaldinu eitt- hvað illt, hann lét þó reyna á þetta. Það er ekki að orðlengja það frekar Perla tók þennan munaðarleysingja að sér strax og hún sá hann og fær hann nú að njóta móðurmjókurinnar til jafns við hennar foladd. Er það mál manna sem til þekkja að þetta sé nokkuð sjaldgæft hjá hestum. Folald Periu neitir Gjafar en mun- aðarleysinginn, sem nú hefur fengið nýja mömmu, heitir Nebbi. Ríkið vill krónu í skatt „Ég ætla mér að borga þetta en engin ástæða er til að rengja útreikn- ingana. Það væri þó vit í að fá upp- hæðinni skipt á nokkra mánuði,“ sagöi Rúnar Gregory Muccio, ungur Hafnfirðingur sem á dögunum fékk kröfu frá gjaldheimtunni í heimabæ sínum um að greiða eina krónu sem hafði orðið útundan við innheimtu skatta á síðasta ári. Upphæðin, sem Rúnar er rukkaður um, dugar fyrir örlitlu broti af kostn- aðinum við að senda honum bréfið. Undir það er greidd 21 króna. Þar við bætist svo kostnaðurinn við út- reikninginn. Ríkiö fær því lítið upp í sinn hlut við innheimtuna. -GK Rukkunin sem Rúnar Muccio fékk. Gjaldheimtan i Hafnarfirði telur sig eiga hjá honum eina krónu. Síldarfarmur til Rússa Emil Thorarensen, DV, Eskifixði; HvassafeUið var um síðustu helgi á Eskifirði að lesta síldartunnur á Rússlandsmarkað. Skipið fór með rúmar 19 þúsund tunnur. Að sögn Kristjáns Jóhannessonar hjá síldar- útvegsnefnd þá hefur verið afskipað um 82 þúsund tunnum til Rússlands af þeim 143 þúsund tunnum sem salt- aðar voru fyrir sovéska á síðustu síldarvertíð. Þrír skipsfarmar eru þvi eftir enn með síldartunnur til Murmansk, hafnarborgarinnar kunnu við Barentshafiö. Hvassafell lestar á Eskifirði. DV-mynd Emil '-7 Fréttir íslendingar neðarlega á þamblista öldrykkjuþjóða: Ölþambið sam- svarar 30 lítr- um á mann - Vestur-Þjóðverjar með 143 lítra á mann Hver íslendingur drekkur sem samsvarar um 30 lítrum af áfengu öli á ári ef miðað er við sölutölur ÁTVR fyrir síðasta ár. Það er ekki mikið samanborið við tölur um öl- þamb þjóða Evrópubandalagsins og Norðurlanda en þær miðast viö nýú- komnar tölur fyrir árið 1988. Vestur-Þjóðverjar bera titihnn mestu ölsvelgir Evrópu. Þar nemur ölþambið 143 lítrum á mann. Danir koma í öðru sæti með 127 lítra, þá Belgar með 119 lítra, Lúxemborgarar með 116 lítra og Englendingar með 111 lítra. Af Noröurlandaþjóðunum komast Finnar næst Dönum í ölþambi, með 74 lítra á hvern íbúa. Hver Svíi drekkur 55 lítra af öh og Norðmaður 52 htra. íslendingar eru eins og áöur sagði neðstir á þessum þambhsta með 30 lítra af öh á hvem íbúa. Er byggt á ölsölutölum ÁTVR frá 1. mars til áramóta í fyrra og þær reiknaðar á ársgrundvelli. Þar sem öl hefur verið rétt tæpt ár á markaðnum á íslandi ber að taka tölum yfir ölþamb okkar með einhveijum fyrirvara. Hvað ölþamb Dana varðar er fuh- England \ ? Danmðrk yrt þar í landi að tölurnar séu um flutnings á öh yfir landamæri Dan- 10 prósent hærri vegna mikhs inn- merkurogVestur-Þýskalands. -hlh útihurðir nákvæmlega eins og þú vilt hafa þær. Komum á staðinn og tökum mál. Gerum fast verðtilboð með eða án uppsetningar. Við bjóðum úrval lita, stuttan afgreiðslu- frest, góð greiðslukjör og eingöngu 1. flokks vöru. Við sýnum í sýningarsal BYK0, Skemmuvegi og BÓ v/Reykjanesbraut. Við erum aðilar að IGH og vinnum undir eftirliti Iðntæknistofnunar íslands. ISLENSKT GLUGGA- OG HURÐAEFTIRLIT ARATUGA REYNSLAIHURÐASMIÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.