Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1990. 35 Afmæli Guðmundur Guðjónsson Guðmundur Guðjónsson rekstr- arstjóri, Vallartröð 7, Kópavogi, er sjötugurídag. Guðmundur er fæddur í Rim- húsum undir Eyjaíjöllum og alinn þar upp og í Vestmannaeyjum. Hann vann við landbúnaðarstörf, fiskverkun og bókband, og starfaði við Bókfellsútgáfuna og Heiidversl- un Magnúsar Kjaran í aldarfjórð- ung. Hann vann sem vallarvörður á Melaveliinum í mörg ár, var kirkju- vörður og meðhjálpari við Kópa- vogskirkju, forstöðumaður Vinnu- skóla Kópavogs um tíma og í nokkur ár umsjónarmaöur í Menntaskólan- um í Kópavogi. Nú starfar hann sem rekstrarstjóri hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Guðmundur var for- maður íþróttafélagsins Eyfellings. Hann var einn af stofnendum og sat í stjóm Verkalýðsfélags Austur- Eyfellinga, einn af stofnendum og sat í stjóm Slysavarnadeildar Kópa- vogs og var formaður sóknarnefnd- ar Digranesprestakalls um táma. Guðmundur hefur setið í stjóm Kirkjugarða Reykjavíkur um árabil og í framkvæmdastjóm þeirra. Hann á sæti í skipulagsnefnd kirkjugarða. Guðmundur kvæntist þann 19.5. 1945 Ásu Gissurardóttur húsmóöur, f. 5.10.1920. Foreldrar hennar vom Gissur Jónsson, hreppstjóri í Drangshlíð undir Austur-Eyjafjöll- um, og Guðfinna ísleifsdóttir ljós- móðir. Böm Guðmundar og Ásu em: Hrafnhildur, f. 18.1.1947, skrif- stofumaður, búsett í Reykjavík, gift Ólafi Lámssyni íþróttakennara, og eigaþautvöböm. Kolbrún, f. 12.9.1948, skrifstofu- maður, búsett í Reykjavík, gift Jó- hanni Þorsteinssyni deildarstjóra, og eiga þau þijú böm. Gissur, f. 30.4.1950 rannsóknar- lögreglumaður, búsettur í Hafnar- firöi, kvæntur Svanhildi Péturs- dóttur bankastarfsmanni og eiga þautvöböm. Jón, f. 2.7.1953,0. í Drangshlíð undir Austur-Eyjaíjöllum, kvæntur Oddnýju Björgu Hólmbergsdóttur, og eiga þau þrjú böm. Sysktini Guðmundar voru níu, en nú era sex á lífi. Systkini Guðmund- ar: Jón Óskar, f. 26.6.1917, d. 25.4. 1940; Þórhallur, f. 8.2.1921, d„ 4.5. 1921; Jóhanna, f. 5.6.1923, sjúkra- hði, gift Victori Halldórssyni; Guð- bjöm, f. 14.4.1924, vélvirki, kvæntur Katrínu Valtýsdóttur; Þorleifur, f. 23.6.1926, d. 24.11.1974, skipstjóri, var kvæntur Rannveigu Unni Sig- þórsdóttur; Magnús, f. 24.1.1929, bifreiðarstjóri, kvæntur Edith Jó- hannesdóttur; Þórhallur Ármann, f. 27.10.1931, verkstjóri, kvæntur Svölu Ingólfsdóttur; Lilja, f. 10.4. 1933, d. 3.1.1941; Haukur, f. 13.3. 1938, bifreiðarstjóri, kvæntur Sig- ríði Guðmundsdóttur. Foreldrar Guðmundar vom Guð- jón Jónsson, f. 10.2.1892, d. 14.5.1967, formaður á Reykjum í Vestmanna- eyjum, og Bergþóra Jónsdóttir hús- móðir, f. 10.10.1894, d. 20.12.1989. Guöjón var sonur Jóns, b. í Rana- koti efra í Stokkseyrarhreppi, Filippussonar, b. á Gaddstöðum á Rangárvöllum, Jónssonar, b. á Gaddstöðum, Sveinssonar. Móðir Fihppusar var Guðrún Jónsdóttir. Móðir Jóns í Ranakoti var Þórey Ámadóttir, b. í Hrífunesi í Skaftártungu, Ámasonar, og Rannveigar Jónsdóttur, b. á Fossi á Síðu, Pálssonar. Móðir Guðjóns var Guðbjörg Sig- urðardóttir, b. í Brattholtshjáleigu svo á Beinateig, Snæbjörnssonar, b. á Ásgautsstöðum, Sigurðssonar. Móöir Guðbjargar var Guðrún Jónsdóttir, b. á Syðri-Sýrlæk í Flóa, Gottsveinssonar, og Guðrúnar Jónsdóttur frá Syðri-Gröf í Flóa. Bergþóra, móöir Guðmundar, var dóttir Jóns, b. í Steinum undir Eyja- íjöhum, Einarssonar, b. í Steinum, Jónssonar. Móðir Jóns í Steinum varÞómnnSveinsdóttir,b.íSkóg- „ um, ísleifssonar, og Sigríðar Niku- lásdóttur fr á Hafnarfirði. Móðir Bergþóm var Jóhanna Magnúsdóttir, b. í Tungukoti í Fljótshhð, Þorvaldssonar, hrepp- stjóra í Stóra-Klofa á Landi. Móðir Magnúsar var Margrét Jónsdóttir, vinnukona á Leiru- bakka á Landi. Móöir Jóhönnu var Steinunn Gísladóttir, b. í Miðkoti, Sveinssonar, og Steinunnar Þor- leifsdóttur frá Kirkjulæk. Guðmundur tekur á móti gestum í Félagsheimih Kópavogs á afmæhs- daginn mihi kl. 17 og 19. Kristján Sylveríusson Kristján Sylveríusson, Ljósheimum 18A, Reykjavík, er sjötíu og fimm áraídag. Kristján er fæddur í Reykjavík og þar ólst hann upp. Hann hefur starf- að sem verkamaður í Reykjavík, lengst af hjá Eimskip. Eiginkona Kristjáns var Þuríður Jóhannesdóttir húsmóðir, f. 2.6. 1911, d. 5.4.1988. Foreldrar hennar voru Jóhannes Jónsson, b. í Ás- garðsnesi í Dýrafirði, og Þorvaldína Helgadóttir. Sysktini Kristjáns: Hahgrímur Sylveríusson, f. 11.4.1918, látinn, var kvæntur Guðrúnu Gísladóttur, og eignuðust þau tíu börn; og Ólöf S. Sylveríusdóttir, f. 6.7.1921, gift Gunnari R. Gunnarssyni, og eiga þauþijárdætur. Foreldrar Kristjáns voru Sylver- íus Hallgrímsson, f. 20.6.1888, d. 13.4.1977, verkamaður í Reykjavík, og Helga Kristjánsdóttir, f. 6.2.1887, d. 4.8.1979, húsmóðir í Reykjavík. Sylveríus var sonur Hallgríms, dannebrogsmanns og hreppstjóra á Staðarfelh í Dalasýslu, Jónssonar, b. í Gvendareyjum, Jónssonar. Móðir Hahgríms var Salóme Oddsdóttir, b. á Kjarlaksstöðum, Guðbrandssonar, og Þuríðar Orms- dóttur, ljósmóður frá Fremri-Lang- ey. Móðir Sylveriusar var Ingibjörg Marísdóttir, b. í Langeyjamesi, Ein- arssonar frá Ríp í Skagafirði, Brynj- ólfssonar. Móðir Marísar var Vigdís Vigfús- dóttir, vinnukona á Óspaksstöðum í Hrútafirði. Móðir Ingibjargar var Margrét Jónsdóttir, b. á Stakka- bergi, Einarssonar og Guðrúnar Jónsdóttur frá Skerðingsstöðum í Reykhólasveit. Helga, móöir Kristjáns, var dóttir Kristjáns, b. í Vogsseh, Ándrésson- ar, b. á Kúludalsá og víðár, Sigurðs- sonar, b. á Mel í Hraunhreppi, Sig- urðssonar. Móðir Andrésar var Ástríður Ól- afsdóttir. Móðir Kristjáns, b. í Vogsseh, var Guðrún Sveinsdóttir, vinnukona á Álftá, b. á Tyrfings- stöðum, Helgasonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Kristján Sylveríusson. Móðir Helgu var Rósa Steinsdótt- ir, b. á Bjarnarstöðum í Dalasýslu, Jónssonar, b. á Bjargshóh í Mið- firði, Bjamarsonar. Móðir Steins var Ingveldur Egils- dóttir frá Gröf í Eyrarsveit, Egils- sonar. Móðir Rósu var Soffia Hah- kelsdóttir úr Miðfirði, Eyjólfssonar. Kristján verður að heiman í dag. Jón Trausti Kárason Jón Trausti Kárason, aðalbókari Pósts og síma, Efstasundi 83, Reykjavík, er sjötugur í dag, Jón er fæddur í Vestmannaeyjum og alinn þar upp. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla íslands 1941 og starfaði sem verslunarmaður í Reykjavík 1941-’43. Á árunum 1943-’46 var hann skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Stykkishólms en fluttist síðan til Reykjavíkur og hóf störf hjá Landssíma Islands. Hann varð bókari þar 1947, fulltrúi 1951, aðalbókari Landssímans 1960 og hefur veriö aðalbókari Pósts og síma frá 1961. Jón hefur unnið mikið að félagsmálum í Félagi íslenskra símamanna, fyr st sem gj aldkeri en hann var formaður 1954-’60. Jón kvæntist þann 28.5.1942 Bjarghhdi Stefánsdóttur blaða- manni, f. 28.5.1920. Hún er dóttir Stefáns Jónssonar, skólastjóra og síðar námsstjóra, og Guðrúnar Þórðardóttur. Synir Jóns og Bjarghhdar: Stefán, f. 18.11.1942, d. 20.6.1943; Gylfi, f. 21.5.1944, skrifstofustjóri hjá Pósti og síma; Birgir, f. 28.5.1946, jarð- fræðingur hjá Orkustofnun, og Kári, f. 27.2.1952, yfirsímritari hjá Pósti og síma og nemandi í Háskóla íslands. Systkini Jóns: Ingheif, f. 23.5.1903, látin; Helga, f. 30.8.1904, húsmóðir á Eyrarbakka; Óskar, f. 10.8.1905, látinn; Ingheif, f. 21.10.1907, hús- móðir í Reykjavík; Sigurbjörn, f. 31.5.1908, kaupmaður í Reykjavík; Þórður, f. 9.8.1909, látinn; Guðni, f. 9.9.1910, fyrrv. skrifstofumaður í Reykjavík; Nanna, f. 1.4.1912, látin; Sólmundur, f. 24.4.1913, látinn; Laufey, f. 10.3.1915, látin; Rakel, f. 4.9.1918, látin; Kári, f. 4.7.1921, lát- inn; Svala, f. 16.7.1922, vistmaður á JónTrausti Kárason. Kópavogshæh; Kári Þórir, f. 9.5. 1924, múrarameistari í Reykjavík; Karl, f. 24.7.1925, látinn, og Arn- kell, f. 4.4.1915. Foreldrar Jóns voru Kári Sigurðs- son, f. 12.7.1880, d. 10.8.1925, for- maður og b. í Vestur-Holti í Austur- Landeyjum, Voðmúlastöðum - suð- urhjáleigu og Vestmannaeyjum, og Þórunn Pálsdóttir húsmóðir, f. 12.11.1879, d. 15.3.1965. Jón er staddur á Kanaríeyjum um þessarmundir. Til hamingju með afmæliö 9. febrúar ara Jón Sigurósson, Skúfsstöðum, Hólahreppi. Guðrún Bergþórsdóitir, Þorsteinsgötu 7, Borganiesi. Jón Guömundsson, Vesturvegi 32, Vestmannaeyjura. Slgriöur Sœmundsdóttir, Austurbrún 6, Reykjavík. Einar Valberg Sigurðsson, Reynimel 68, Reykjavík. Guðrún Antonsdóttir, Lyngholti, Skaröshreppi. Steingrimur Baldurssou, Austurgeröi n, Reykjavík. Björg Sigurðardóttir, Vorsabæ 12, Reykjavik. Steinunn Hróbjartsdóttir, Kambaseli 54, Reykjavík. Stella Einarsdóttir, Hvanneyrarbraut 61, Siglufiröi. Sveinsina Jónsdóttir, Gyðufelli 10, Reykjavík. Tryggvi Guömundsson, Króki 4, ísafiröi. örn Snorrason, Mýrarbraut 25, Blönduósi. Ásdis Samúelsdóttir, Hofslundi 2, Garðabæ. Áslaug Ásgeirsdóttir, Vesturvangi 11, Hafnarflröi Guömundur Bergþórsson, Sléttahrauni 26, Hafnarfirðí. Guðný Óskarsdóttir, Vatnsenda, Saurbæjarhreppi. Guðrún Margrét Kjerulf, Öldugötu 5, Reyðarfiröi. Gunnar Reynisson, Hólabraut 31, Skagaströnd. Sveinbjörn Björnsson, Móholti 4, ísafirði. Ævar Árnason, Seilugranda 9, Reykjavfk. Rósa J. Thorlacíus Rósa J. Thorlacíus, fyrrv. ljós- ■móðir og húsfreyja í Hvassafehi í Eyjafirði, Tjarnarlundi 15G, Akur- eyri.erníræðídag. Rósa er fædd í Öxnafehi í Eyjafirði og ólst þar upp. Haustið 1930 fór Rósa th náms við Ljósmæðraskóla íslands og lauk þaðan prófi 1931. Tók hún þá við starfi ljósmóður í Saurbæjarhreppi og starfaði við það með húsmóðurstörfum formlega th ársins 1942. Rósa giftist þann 4.12.1932 Bene- dikt Hólm Júhussyni, bónda frá Hvassafelli, f. 3.1.1903, d. 21.7.1961. Foreldrar hans vora Júlíus Gunn- laugsson, b. í Hvassafehi, og Hólm- fríðurÁrnadóttir. Rósa og Benedikt eignuðust fjögur böm. Þau em: Halla, f. 12.11.1933; Haukur, f. 20.5.1935; Þuríður, f. 29.8. 1936, og Einar, f. 15.3.1940. Systkini Rósu urðu 12 en þrjú lét- ust á ungaaldri. Látin em: Þor- steinn, Álíheiður, Jón, Margrét og Þórann. Á lífi em: Ester, Hahgrím- ur, Einar og Þóra. Foreldrar Rósu vom Jón Thorla- cíus, b. í Öxnafelli, og kona hans, Þuríður Jónsdóttir. Föðurbróöir Rósu var Einar Thorlacíus, prófastur í Saubæ á Hvalfjarðarströnd, en föðursystir, samfeðra, var Ólöf, móðir VUhjálms Þórs, fyrrum forstjóra SÍS. Jón var sonur Þorsteins Thorla- cíusar, b. og hreppstjóra í Öxnafehi, Einarssonar Thorlacíusar, prests í Saurbæ í Eyjafirði, Hallgrímssonar Thorlacíusar, prests í Miklagarði. Móðir Einars var Ólöf Hahgríms- dóttir, sýstir Þorsteins, afa Jónasar Hahgrímssonar skálds. Móðir Þor- steins var Margrét Jónsdóttir lærða, prests á Möðrufelh. Þuríður var dóttir Jóns, b. í Holti í Hrafnagilshreppi og síðar í Hvassafelh, Tómassonar og konu hans, Þómnnar Randversdóttur. Guðmundur Andrésson Guðmundur Andrésson. Guðmundur Andrésson, fyrrv. rafvirkjameistari, Geitlandi 10, Reykjavík, er sextugur í dag. Eiginkona Guðmundar er Helga Ottósdóttir, matráöskona hjá Reykjavíkurborg. Börn Guðmundar og Helgu em: Andrés, skrifstofustjóri Kaupfé- lagsins á Þingeyri, kvæntur Þór- unni Kristjánsdóttur og á hann fjög- urbörn. Sófus, húsgagnasmiður á Þing- eyri, kvæntur Sunnu Mjöh Sigurð- ardóttur og eiga þau tvö böm. Eyþór, verktaki í Reykjavík, kvæntur Þórunni Ósk Guömunds- dóttur og á hann tvö börn. Magnea, húsmóðir í Danmörku, gift Erhng Skovsted og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Guðmundar voru And- rés Guðmundsson, b. í Brekku í Dýrafirði, og Soffia Ásgeirsdóttir. Guðmundur verður að heiman í dag. Missið ekki af nyjasta Úrval kaupið það NÚNASTRAX á næsta Uaðsölustað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.