Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Blaðsíða 17
FÖ.STUDAGUR 9. FEIJRÚAR 1990. 25 íþróttir lálfleiknum með KR í gærkvöldi og skoraði |U án þess að Falur Harðarson fái rönd við ini varekki í byrjunarliði þeirra í gærkvöldi. DV-mynd GS Guðmundur fer í Fylki - á heimleið frá Möltu og leikur með Árbæjarliðinu Guðmundur Baldursson hefur ákveðið að leika með Fylki í 2. deildinni í knattspyrnu í sumar. Guðmundur hefur leikið á Möltu í vetur með Hibemian við góðan orðstír en varð fyrir því óhappi að meiðast fyrir nokkru og varð af þeim sökum að hætta að leika með liöinu. Guðmundur mun styrkja Fylkis- hðið mikið því hann hefur yfir að ráða reynslu sem mun koma hinu unga Fylkisliði til góða. Guðmundur er ekki ókunnugur í herbúðum Fylkis, hann hóf feril sinn þar og hefur að auki leikið með Breiðabliki og Val. Hann tryggði Valsmönnum sigur í bikar- keppninni 1988 þegar hann skoraði sigimnarkið í úrslitaleiknum við Keflavík, og lék einnig með þeim síðasta sumar. Guðmundur er óðum að ná sér af meiðslunum og mun koma við til móts við Fylkisliðið í Vestur- Þýskalandi um páskana. Leikmenn Fylkis munu dvelja í um vikutíma í æfingabúðum í Hannover til undirbúnings fyrir keppnistíma- bili. Loftur kemur frá Danmörku Til Hannover kemur einnig annar leikmaður til móts við Fylki. Það er Loftur Ólafsson, vamarmaður- inn öflugi sem hefur dvahð í Dan- mörku í vetur og æfir þar með KB. Loftur lék nokkra leiki með Fylki síðasta sumar. Árbæjarhðinu hefur einnig feng- ið Pál Guðmundsson markvörð í sínar raðir en Páh var varamark- vörður Víkings á síöasta keppnis- tímabili. Þá hefur Orri Hlöðvers- son gengið til hðs við Fylki á ný en hann lék með Breiðabliki í fyrra. -JKS/VS • Guðmundur Baldursson með bikarinn sem hann tryggði Val 1988. Fyftsti leikur Rúmena á íslandi í nítján ár - fyrsti leikurinn af þremur í Höllinni á sunnudagskvöldið Rúmenska landshðið í handknatt- leik leikur á sunnudagskvöldið sinn fyrsta leik hér á landi í 19 ár, þegar það mætir íslenska landshðinu í Laugardalshöllinni kl. 20. Þetta er fyrsti leikurinn af þremur en hinir fara fram á sama stað og tíma á mánudags- og þriðjudagskvöld. Síðasta viðureign þjóðanna hér á landi rennur þeim sem urðu vitni að henni seint úr minni. Þá voru Rúm- enar heimsmeistarar og leiddu, 14-9, um miðjan síðari hálfleik. Síðasta korterið sýndi Hjalti Einarsson, markvörður úr FH, einhveija stór- brotnustu markvörslu sem um getur í Hölhnni, fékk ekki á sig mark, og lokatölumar urðu 14-14. Bogdan Kowalczyck landshðsþjálf- ari tilkynnti í gær hvaða 16 menn • Þorgils Óttar Mathiesen leikur sinn 239. landsleik á sunnudag. myndu taka þátt í leikjunum við Rúmeníu. Það er hópurinn sem DV sagði frá í gær, þeir leikmenn sem HSÍ tilkynnti til Alþjóða handknatt- leikssambandsins, að Sigurði Sveins- syni undanskildum, en hann kemst ekki frá Vestur-Þýskalandi. Þeir eru eftirtaldir: Markverðir: Einar Þorvarðarson, Val......232 GuðmundurHrafnkelsson,FH......93 Leifur Dagfmnsson, KR.........10 Aðrir leikmenn: Þorgils Óttar Mathiesen, FH..238 Jakob Sigurðsson, Val........190 BjarkiSigurðsson, Víkingi.....73 ValdimarGrímsson, Val.........84 Sigurður Gunnarsson, ÍBV.....188 Alfreð Gíslason, Teka........175 ÓskarÁrmannsson, FH...........20 GuðmundurGuðmundss.,Vík. ...227 Kristján Arason, Teka.........220 Geir Sveinsson, Granohers.....176 GunnarBeinteinsson.FH......... 18 Héöinn Gilsson, FH.............61 Júlíus Jónasson, Asniers......136 í rúmenska hðinu eru margir heimsþekktir leikmenn, og þar ber hæst þá Vasile Stinga og Maricel Voinea, sem em tveir af albestu handknattleiksmönnum sem uppi em í dag. Auk þeirra má nefna Mar- ian Dumitru, Dumitru Berbec og markvörðinn risavaxna, Alexandm Buligan. Rúmenar em, eins og íslendingar, að búa sig undir heimsmeistara- keppnina sem hefst í Tékkóslóvakíu í lok þessa mánaðar. Þeir era þar í riðh með Suður-Kóreu, Tékkósló- vakíuogSviss. -VS óttin að gjalda? angra sem em næstir við 50%. Fyrir rúmu ári var ákveðið að ólympíulágmark í skeet skyldi vera 184 stig en í enskri keppni 590 stig eft- ir að reglunum var breytt 1. jan 1989. Útkoman eftir eins árs reynslu af hin- um breyttu reglum er því sú að ólymp- íulágmarkið í skeet (184 stig) gefur mun lakari sæti (90,0%) á stórmóti en ólympíulágmarkið í enskri' keppni (42,1%). En hér kemur fleira til. Á hin- um sterku mótum í skeet er algengt aö sumir keppendur fyrir framan miðju fái aðeins um 141-142 stig, af þeirri einfoldu ástæðu að þeir fá ekki að skjóta nema 150 skotum. Skv. regl- unum fá aðeins 24 efstu menn að skjóta 50 skotum í viðbót og þeir sem lægstir em af þeim fá þá líklega um 190 stig eöa meira og ná því ólympíu- lágmarkinu en hinir ekki sem aöeins skutu 150 skotum. Þannig má ætla að enda þótt ólympíulágmarkið sé sett við 184 stig þýði það í flestum tilvikum að til að ná ólympíulágmarki á móti sem gefur möguleika til þátttöku á ólympíuleikum (það em aðeins heims- bikarmót, heimsálfumeistaramót og heimsmeistaramót) veröi keppandi líklega að fá um 142-143 stig eða meira í 150 skotum til að komast áfram. Það samsvarar um 190 stigum eða meira í 200 skotum. Keppandinn verði m.ö.o. að vera í hópi efstu 24 manna í keppni sem er meö sterkustu mótum í heimi þar sem keppendur em e.t.v. 50-90 að tölu. Rétt er að athuga nokkur dæmi um alþjóðleg stórmót til að ganga úr skugga um hvort samanburðartöfl- umar séu bara stórkostlegt svindl danskra riffla- og skammbyssumanna til að klekkja á haglabyssumönnum eins og stjóm Skotsambands íslands virðist halda. A: Evrópumeistarmót í Zagreb 1989, haglabyssa, skeet, þátttakendur voru 59,13. sæti hlaut 193 stig, 22. sæti hlaut 191 stig og 34. sæti hlaut 141 stig í 150 skotum sem gerir 188 stig í 200 skotum með sama meðaltali. Skv. töflunum hefði 13. sæti átt að fá 194 stig, 22. sæti 192 stig og 34. sæti 189 stig. Hér ér munurinn aðeins 1 stig í hveiju til- viki en munurinn gæti stafað af því að margir vom saman í sætunum með sömu stigatölu. B: Heimsbikarmót í Múnchen 1989, rifflar, ensk keppni, þátttakendur vom 81. 6 keppendur hlutu 589 stig, 36 vom hærri og 39 voru lægri. 589 stig em því í miðri sætisröðinni en það er nákvæmlega það sem samanburð- artöflumar sýna. C: Heimsbikarmót í Ztirich 1989, rifflar, ensk keppni, þátttakendur vom 74. 4 hlutu 588 stig, 4 hlutu 587 stig, 33 vom hærri og 33 voru lægri. Miðjan á sætisröðinni er því á milli 587 og 588. Munurinn er því aðeins 1-2 stig frá því sem töflumar sýna en því má bæta viö aö veður var óhagstætt á þessu móti og því er líklegt aö miðjan á sætisröðinni hefði orðið við 589 stig á mótinu hefði veðrið verið betra. A þessu móti var árangurinn 586 stig fyrir ísland, sem hlaut 42. sæti af 74. Allt ber því að sama brunni: Töfl- umar gefa vissulega nokkuð rétta mynd af sterkustu mótunum, bæði í skeet og í enskri keppni. í framan- greindum dæmum gefa töflumar nærri sömu niðurstöður og mótin sjálf. Fyrir mörgum áratugum var gefín út að tilhlutan íþróttasambands ís- lands stigatafla fyrir frjálsar íþróttir. Hún inniheldur samanburðartöflur margra greina í fijálsum íþróttum. Þar er borið saman 110-400 m grinda- hlaup, 60-500 m hlaup, 800-10.000 m hlaup, kúluvarp, kringlukast, spjót- kast, sleggjukast, langstökk, hástökk, stangarstökk, þrístökk, langstökk án atrennu, hástökk án atrennu og þri- stökk án atrennu. Með þessu litla kveri var hægt aö meta hvort ákveö- inn árangur í einni grein var betri eða lakari en árangur í annarri. í skotflmi ætti að vera jafnmikil þörf á saman- burðartöflum eins og í frjálsum íþrótt- um ef markmiðið er að ná sem bestum árangri á íþróttamótum en ekki að æfa menn til fuglaveiða. Vonandi kemur sá dagur að íþrótta- menn í öllum greinum skotfimi og menn í trúnaðarstöðum innan íþrótt- arinnar geti htið þessi mál réttum augum og hætti þar með að misbjóða heiðarlegum íþróttamönnum, t.d. með því að veita keppendum með slakan árangur heiðurstitla og ferðastyrki á meðan þeir ganga fram hjá keppend- um með miklu betri árangur. Þá mun íslensk skotíþrótt, þegar frá líður, hætta aö vera viðundur í augum íþróttamanna og íþróttafréttamanna, innlendra sem erlendra. En á meðan núverandi ástand helst og stjóm Skotsambands íslands tekst að blekkja auðtrúa menn til að afneita samanburðartöflunum geta menn bara skoðað heildamiðurstöður sterk- ustu móta heims á undanfórnum ámm í staðinn fyrir að nota hinar hötuðu töflur. Niðurstaðan verður nánast sú sama hvor aðferðin sem notuð er eins og ég hef sýnt fram á hér að framan með nokkrum dæmum, enda eru töflumar bara meðaltahð úr þessum sömu mótum. Kannski næsta skrefið hjá stjóm Skotsambands íslands verði það að telja mönnum trú um aö niöurstöðu- tölur Evrópumeistaramóta, heims- bikarmóta, heimsmeistaramóta og ólýmpíuleika séu bara falsaðar til að klekkja á haglabyssumönnum. Að lokum þetta: Til að komast upp í miðja sætaröð- ina á sterkustu mótum heims þarf núna um 589 stig í enskri keppni og um 190 stig í haglabyssu (skeet), hvort sem mönnum líkar það betur eöa verr. Þetta sýna skráð úrsht móta, hvað sem öhum samanburðartöflum hður. Carl J. Eiríksson Enskir stúfar Guimar Sveinbjömsson, DV, Englandi: • Preston hefur fengið til hðs við sig tvo gamalkunna leikmenn, þá Sammy Mcllroy og Frank Worthing- ton. Félagamir munu annast þjálfun hjá félaginu en McBroy mun þó einn- ig leika með. • Brian Clough stjóri Nottingham Forest hefur hafnað ósk St. Mirren um að fá útheijann Brian Rice aö láni í einn mánuð. * • Neil Ruddock hjá Southampton hefur verið dæmdur í sitt annað leik- bann á keppnistímabilinu og missir þar af leiðandi af bikarleiknum gegn Liverpool um aðra helgi. ' • Tvíburabræðumir Rodney og Ray Wallace hjá Southampton hafa óskað eftir sölu frá félaginu. Rodney Wahace hefur skorað 16 mörk á þessu keppnistímabili en Ray bróðir hans hefur átt í eríiðleikum með að komast í hðið. Forráöamenn Sout- hampton hafa lítið vilja um máhð segja, annað en það að bræðumir væm samningsbundnir félaginu til næstu átján mánaða. • Ron Atkinson stjóri Sheffield Wednesday segir að Trevor Francis sé ekki að leiðinni til Plymouth, í kjölfar þess að Ken Brown var sagt upp störfum þar á þriðjudag. John Gregory fyrrum stjóri Portsmouth er um stundarsakir við stjómvölinn hjá Plymouth.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.