Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 14
14- LAUGARDAGUR 24. MARS 1990. Útgáfutélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91J27022 - FAX: (91 >27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Kærulausir klisjungar Ein sérkennilegasta ímyndun íslendinga er, að um- gengni þeirra við land sitt sé með slíkum ágætum, að forsætisráðherra geti grínlaust skipað hverja nefndina á fætur annarri til að undirbúa kynningu íslands út á við sem hins hreina, heilbrigða og óspillta lands. í nýlegri könnun kom þó í ljós, að skolpmengun í fjör- um er rúmlega tvöfalt meiri á íslandi en í Evrópu, þótt þar séu miklu fleiri íbúar um hvern metra af fjöru. Hér er skolpi veitt óhreinsuðu niður í íjöru eða rétt niður fyrir íjöruborð, rottum og mávum og veirum að leik. í Reykjavík er skolpið volgt, þegar það kemur út í sjó. Það flýtur því ofan á sjónum og rýkur síðan á land aftur, ef áttin er óhagstæð. Skolpið skilur eftir hvíta húð á gluggarúðum borgarinnar. Og áratugum saman höfum við horft kærulaus á brúnan lit mengaðrar Tjarnar. Við erum nokkrum áratugum á eftir nágrannaþjóðum í sorphirðu. Dæmi eru um, að sorp sé nýtt af mávi og hrafni í nokkra mánuði, áður en það er urðað. Brennsla sorps er þar á ofan mikill mengunarvaldur, því að reyk- urinn er fullur eiturefna og leggst oft yfir byggð. Erlendis er sorp flokkað, baggað og brennt í ofnum. Á Reykjavíkursvæðinu verður brátt farið að bagga sorp, en síðan verður það urðað, í stað þess að brenna það í ofnum. Framför er þó í bögguninni eins og í ráðagerðum um að lengja skolpræsi langt niður fyrir sjávarmál. Reykvíkingar hafa sæmilegt vatn, en víða annars staðar er vatn mun lakara en í iðnaðarlöndum Evrópu. Víðast hvar er vatn ekki fengið úr borholum, heldur úr hndum, brunnum eða frá yfirborðsvatni,,sem er lé- legt samkvæmt mælingum Hollustuverndar ríkisins. 7.900 manns búa hér við yfirborðsvatn. Um helming- ur allra sýna úr slíku vatni er gallaður eða ónothæfur. 6.400 manns búa við brunnvatn, sem er lítið skárra. Og 80.000 manns búa við óhreinsað lindarvatn, þar sem fimmta hvert sýni bendir til gallaðs eða ónothæfs vatns. Sem dæmi um ástandið má nefna, að á ísafirði er fimmfalt til tífalt meira af saurgerlum og kólígerlum en leyfilegt er. Slíkt er náttúrlega afleitt, einnig fyrir út- lendingana, sem á að glepja hingað á forsendum meng- unarleysis. Við eigum á hættu, að upp um okkur komist. Þá hafa vatnsból á Suðurnesjum verið að eyðileggjast vegna olíumengunar af Keflavíkurvelli. Og í Hafnarfirði eru menn svo sljóir fyrir þessu, að iðnaðarsvæði hefur verið skipulagt ofan á stærsta straumi grunnvatns á íslandi. Þar er meðal annars ráðgerð malbikunarstöð. Ekki er nóg með, að fjörur íslands, sorphaugar og vatn sé afar mengað í samanburði við iðnaðarríki í Evrópu, heldur er loftmengun hér einnig yfir hættu- mörkum. Við ætlumst til, að vindar blási burt eitri frá álverum. Og við höfum engar reglur um útblástur bíla. Við virðumst ekki gera okkur neina grein fyrir hrak- legri frammistöðu okkar á flestum sviðum umhverfis- mála. Við virðumst hafa ákveðið í eitt skipti fyrir öll, að hér sé hreint og fagurt land - og að ekki þurfi síðan að hafa orð um það meira. Andvaraleysið er almennt. Þar á ofan er meirihluti þjóðarinnar sáttur við, að hér sé stundað, á kostnað ríkissjóðs, stórfellt sauðijár- hald, sem eyðir um 40 ferkílómetrum lands á ári. Það samsvarar flatarmáli byggðarinnar í Reykjavík. Ofbeit- in hér á landi er í stíl við aumustu lönd Afríku. Forsætisráðherra hefur skipað tvær nefndir til að búa til af landinu ímynd, sem stenzt engan veginn, því að í umhverfismálum erum við kærulausir klisjungar. Jónas Kristjánsson Ósjálfstæður seðla- banki veiki blett- urinn á Japan Framsýnn Svíi, sem haföi efnast í Japan, færöi föðurlandi sínu gjöf um síðustu aldamót. Nokkru af ágóðanum af að kenna námfúsum Japönum sænsk vinnubrögð og tækni varði hann til kaupa á land- spildu í Tokýo og gaf hana síðan sænska ríkinu til að það ætti lóð undir sendiráð Svíþjóðar í höfuð- borg Japans. Skiki af þessari giafalóð var seld- ur fyrir nokkrum árum þegar tími þótti til kominn að endurnýja sendiráðsbygginguna. Fyrir and- virðið var reist nýtt og stærra sendiráð með öllum hugsanlegum þægindum og hjálparbúnaði. Að því verki loknu var skilað í sænska ríkissjóðinn afgangi af lóðarskika- verðinu sem nam hundruðum milljóna sænskra króna. Þessi saga er til dæmis um það óheyrilega landverð sem ríkt hefur í Japan síðustu áratugi. Hjálpast þar að landþrengsli í fjölbýlu landi og strangar reglur um landnýtingu, til þess sniðnar að halda landverði uppi, hvort heldur er hjá bændum í sveitum eða lóðareigendum í borgum. Landmat á japanska eyja- klasanum er nú samanlagt tvöfalt hærra en í Bandaríkjunum á meg- inlandi Norður-Ameríku sem er þó meira en tvítugfalt stærra flæmi með langtum fjölbreyttari land- kosti. Veð í þessum uppsprengdu lóð- um og lendum eru meiri háttar undirstaða japanska lánamarkað- arins. Ásamt háu sparnaðarhlut- falli meðal Japana hefur greiður aðgangur fyrirtækja að tiltölulega ódýru lánsfé út á veð í fasteignum sínum valdið áralöngum upp- gangstíma í kauphöllinni í Tokýo. Á því hefur orðið snögg breyting á síðustu vikum og mánuðum. Frá síðustu áramótum hefur verðmæti hlutabréfa í iðnfyrirtækjum hrap- að um fjórðung samkvæmt Nik- kei-vísitölunni. Fjárhæð tapsins reiknuð í jenum gefur stjarnfræði- lega tölu í útkomu. Við bætist að á sama tíma hefur gengi jensins lækkað um einn tuttugasta. Meginástæða fyrir því sem gerst hefur, kauphallarhrapinu og lækk- un gengis japanska gjaldmiðilsins, er að komið hefur í ljós að þegar á reynir hefur Japansbanki, seðla- banki landsins, ekki bolmagn til að grípa til nauðsynlegra aðgerða til áð stýra peningamálum með styrkri hendi og halda þannig uppi trausti markaðarins á framsýna og Upra aðlögun að breyttum aðstæð- um. Japansbanka skortir þegar í odda skerst það sjálfstæði gagnvart ríkisstjórn sem gert hefur seðla- banka Bandaríkjanna og Vestur- Þýskalands að lífakkerum hag- kerfa þessara landa. Víðfrægt er dæmið þegar Paul Volcker, seðlabankastjóri í Was- hington, kæfði nær einn síns liðs verðbólguþróun í landinu á síðasta áratug með aðhaldssamri peninga- málastefnu. Þessu fylgdi samdrátt- artímabil, sem varð dýrkeypt Cart- er forseta, þeim sem skipaði Vol- cker, og Reagan fannst svo nóg um að hann var staðráðinn í að losa sig við seðlabankastjórann þegar skipunartími hans rann út. En ekki einu sinni Reagan komst upp með slíkt, hann sá sér þann kost vænst- an að endurskipa Volcker, þegar við blasti að brottför hans úr stöð- unni myndi valda trúnaðarbresti Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson og uppnámi jafnt á gjaldeyrismark- aði og fjármagnsmarkaði. Undirrót vandræðanna, sem að japönskum fj ármagnsmarkaði og gjaldmiðh steðja, er að við blasir að Japansbanka skortir vald og sjálfstæði til að stýra peningamál- um af öryggi og festu þegar pólití- skir hagsmunir stjórnvalda og þröng atvinnuvegasjónarmið eru annars vegar. Bankastjórnin hefur lengi haft þá stefnu, eins og til að mynda Bundesbank í Vestur- Þýskalandi, að viðhalda jafnvægi með því að grípa til vaxtahækkun- ar strax og verðbólguþróun lætur á sér kræla. Þessi skilyrði hafa undanfarið verið fyrir hendi, að dómi banka- stjórnarinnar, en aðgerðir hafa dregist úr hömlu. Ástæðan er að við vaxtaákvörðun hefur Japans- banki aðeins eitt atkvæði af sjö í nefnd þar sem einnig sitja fulltrúar ijármálaráðuneytis, áætlanastofn- unar, banka, sparisjóða, iðnaðar og landbúnaðar. Mestallt síðasta ár ríkti togstreita milli banka- stjórnar og íjármálaráöuneytis sem tafði í lengstu lög þrjár hækk- anir á vöxtum á lánum Japans- banka til viðskiptabanka. Var þetta fyrst og fremst gert til að forðast að veikja stöðu stjómarflokksins, Frjálslyndra demókrata, í nýaf- stöðnum þingkosningum. Þetta þýddi að Jasushi Mineo, aðalbankastjóri Japansbanka, fann sig tilknúinn að hafa í frammi sí- felldar yfirlýsingar um peninga- magn og verðbólgu þegar þörf var aðgerða en ekki orða. Afleiðingin er að traust markaðarins á Japans- banka hefur rýrnað og aðgerðir þurfa að vera miklu harkalegri en ella til að vera teknar trúanlegar og skila tilætluðum árangri. Þetta ásannaðist rækilega í þess- ari viku. Þá loks hækkaði Japans- banki vexti til viðskiptabanka um heilan hundraðshluta, úr 4,25% í 5,25%, eftir langa togsreitu við full- trúa fjármálaráðuneytisins. En í stað þess að þetta styrkti markað- inn reyndist hann búinn að afskrifa aðgerðina og gera ráð fyrir að hún yröi ekki lokaorðið á sömu braut. Því hélt gengi hlutabréfa og gjald- miðilsins áfram að falla í Tokýo. Umrótið á gjaldeyrismarkaði og íjármagnsmarkaði kemur á aileit- um tíma fyrir Japansstjórn. Hún stendur nú í stímabraki við Banda- ríkjastjórn sem gerir harðari kröf- ur en nokkru sinni fyrr til aðgerða af hálfu Japana til að greiða banda- rískum aðilum á ýmsum sviðum leið inn á Japansmarkað. Var Thoshiki Kaifu forsætisráðherra í rauninni stefnt á fund George Bush Bandaríkjaforseta með skömmum fyrirvara um mánaðamótin síð- ustu, eftir að viðræður samninga- nefnda ríkjanna um ágreinings- málin sigldu í strand. Eini ljósi bletturinn upp á síðkas- tið í skiptunum við Bandaríkin frá japönsku sjónarmiði er að nokkurt lát hefur orðið á háum greiðsluaf- gangi Japans í viðskiptum við um- heiminn. í janúarmánuði rénaði greiðsluafgangurinn gagnvart Bandaríkjunum um rúman ijórð- ung miðað við stöðuna fyrir ári. En þessi þróun hlýtur að snúast við af sjálfu sér, ef óreiða í stjóm japanskra peningamála verður til þess að jenið lækkar að mun á gjaldeyrismarkaði en bandaríski dollarinn hækkar að sama skapi. Um árabil hefur greiðsluafgang- ur Japans og umframframboð á lánsfé þar í landi verið meginstoðin undir hallarekstri ríkissjóðs Bandaríkjanna. Bresti þessi stoð, komist japanskir eigendur banda- rískra ríkisskuldabréfa í þá að- stöðu að þurfa að selja þau í stórum stíl, kann að koma til slíkrar vaxta- hækkunar í Bandaríkjunum að þar skelli á kreppa. Sá möguleiki gerir gönuskeið á japönskum fjármagns- markaði kvíðvænleg fyrir alla heimsbyggðina. Magnús Torfi Ólafsson Hlutabréfamiðlarar í kauphöllinni í Tokýo í þvögu að reyna að brjótast að viðskiptaborðinu þegar verðfallið á fimmtudag var sem óðast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.