Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 18
18 Veiðihomið dv Akureyri: Ætla að halda dorgveiðikeppni - mæta einhverjir að sunnan? „Þetta er nú kannski ekki sá stærsti sem ég hef veitt,“ sagði Rósar Egg- ertsson tannlæknir úti á miðju Geitabergsvatni og hafði hann greinilega gaman af þó fiskurinn væri ekki stór. DV-mynd G.Bender Hreinn Ágústsson með tveggja punda fisk úr Hvammsvík. DV-mynd G.Bender Veiöieyrað Fyrir fáum dögum kom út félags- blaö Stangaveiöifélags Keflavíkur og kennir þar ýmissa grasa. Veiðisögur, grein um húsnæöismál félagsins, kaupin á Krossi, úr sálarlífi flugu- veiöimannsins, bréfkorn frá Sigurði Pálssyni, viö eigum landiö eftir Sig- mar Ingason og svo verö á veiðileyf- um hjá þeim Kelfvíkingum. Það er ýmislegt spennadi í þessu blaði og Sigurður Pálsson heldur áfrain aö skrifa í blaðið. Hann vill leyfa nætur- veiöi á sjóbirtingi meöal annars. For- maður Stangaveiðifélags Keflavíkur er Þórhallur Guðjónsson. Ármenn keyptu ekki meira húsnæöi Ármenn héldu fund um húsakaup- in fyrir nokkrum dögum og var þar ákveðið að kaupa ekki viðbótar- húsnæðið aö Dugguvogi. Félagið vildi ekki skella sér út í miklar skuld- ir. Rétt stefna þaö hjá Ármönnum. Jæja, þá er Hvamms víkin loksins opin Þá er komið að því að Hvammsvík- in verði opnuð aftur fyrir veiðimenn núna um helgina og hafa verið settir tveggja punda regnbogasilungar í vatnið. Margir hafa beðið eftir þess- ari stundu því veiðivötnin hér í næsta nágrenni Reykjavíkur bjóða ekki upp á væna fiska, því miður. -G.Bender Ahugi Islendinga á stangaveiöi vex með hverjum deginum og svo virðist sem veiðitíminn sé farinn að teygjast yfir allt árið. Það eru nefnilega ótrú- lega margir sem hafa reynt dorgveiöi þó þeir hafi ekk'i hátt um þaö. „Ég hef farið nokkrum sinnum og þetta er góð útivist," sagði einn af dorgur- unum sem mætti á Geitabergsvatn í Svínadal og annar bætti við „þetta er spennandi og skrítið að vera á ísn- um úti á miðju vatni, ég hef farið nokkrum sinnum að dorga“. Málin voru rædd og menn voru sammála um að fleiri keppnir þyrfti að halda á veturna á okkar fjölmörgu veiðivötnum. „Það var leiöinlegt að komast ekki í keppina á Geitabergsvatni, en við reyndum en Öxnadalsheiðin var ófær með öliu,“ sagði Björn Sigurðs- son á Akureyri en hann og félagar hans ætluðu að mæta á Geitabergs- vatniö. „Við höfum dorgað töluvert hérna í kringum Akureyri eins og á Leirtjörn, fengum fióra fiska um dag- inn. Og við ætlum aö halda dorg- veiðikeppni hér á Ljósavatni fyrir alla veiðimenn og hún verður síðustu helgina í mars, á laugardegi. Það mun ekkert kosta aö veiða. Keppnin verður haldin á Ljósavatni, þaö er til góður fiskur þar og við vonum að veiðimenn fiölmenni. Það er ferða- skrifstofan Nonni á Akureyri sem bíður pakkaferðir," sagði Björn Sig- urðsson ennfremur. Við höfum frétt af einhverjir hér sunnan heiða séu að spá í mæta norður í land og dorga fyrir fisk. Málið verður kannaö næstu daga. Það var á stjórnarmönnum í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur að heyra að svona keppni yrði haldin árlega eins og var á Geitabergsvatni um síðustu helgi. Formaður Ár- manna, Daði Harðarson, var að dorga á einum stað í vatninu og hon- um fannst vel koma til greina að þeirra félag yrði með í keppninni að ári. Kannski veröa nokkur stanga- veiðifélög með keppnina næst? -G.Bender LAUGARDAGUR 24. MARS .1990. Þjóðarspaug DV Upprennandi businessmaður Gamall maður gekk fram á grátandi dreng. „Af hverju ertu að gráta, dreng- ur minn?" spurði sá gamli. „Ég týndi fimmtikallinum mín- um,“ ansaði strákurinn. „Hérnaer nýrfimmtíukall, vin- ur,“ sagði gamli maðurinn og rétti stráknum peninginn. Strák- urinn tók við peningnum, brosti sem snöggvast en fór síðan að hágráta aftur. Er gamli maðurinn spurði hann því hann væri nú að gráta svaraöi stráksi: „Ef ég hefði ekki týnt mínum fimmtíukalli ætti ég hundraðkall núna.“ Sá yfir- heyrði segist Hér áður fyrr þótti það ekkert tiltökumál þótt háttsettir emb- ættismenn væru drukknir við störf sín og gilti þá einu hvaða embætti var um að ræða. Einhverju sinni sökk bátur. Skipverjar bátsins voru tveir og komst annar þeirra lífs af. Lög- fræðingur sá sem sá um sjóprófin mætti vel drukkinn til þeirra starfa. í ölæði sinu las hann jafn- óðum upp það sem hann skrifaöi. Er skammt var liöið á yfirheyrsl- una heyrðist hann segja: „Yfirheyrði kveðst hafa drukknaö.“ Greip þá yfirheyrði fram í fyrir honum og sagði að það hefði ver- ið skipsfélagi sinn sem hefði drukknað. Heyrðist þá lögfræð- ingurinn segja: „Yfirheyrði kveðst ekki hafa drukknaö.“ Hvar eru spenamir? Ungur drengur í Reykjavík var eitt sinn spurður að því í dýra- fræðitima hvaðan við fengjum mjólkina. „Úr mjólkurbílnum," svaraði sá stutti, greinilega vel að sér um landbúnaðinn. Finnur þú fimm breytingai? Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. •li ©PIB Hefurðu lengi verið haldinn þessari eldhræðslu? ©PIB Nafn: Heimilisfang: 1) Hitateppi fyrir bak og hnakka, kr. 3.900,- 2) Svissneska heilsupannan, kr. 2.990,- Vinningarnir koma frá Póst- versluninni Príma, Hafnar- firði. Merkið umslagið með iausninni: Finnur þú fimm breytingar? 47 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegarar fyrir fertu- gustu og fimmtu getraun reyndust vera: 1. Pálmi Guðmundsson, Grænugötu 8, 600-Akureyri 2. Gísli Örn Stefánsson, Tunguheiði 4, 200 Kópavogur Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.