Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Qupperneq 6
íþróttir unglinga___________ Úrslitin á meistaramótinu MÁNUDAGUR 26. MARS 1990. • Heiða Bjarnadóttir, UMFA, í miðju, sigraði í 50 metra hlaupi meyja í flokki 15-16 ára. Kristín Alfreðsdóttir, IR, til vinstri, varð númer tvö og Guðlaug Halldórsdóttir, UBK, í þriðja sæti. DV-mynd Hson Unglingameistaramót íslands í frjálsum íþróttum: Helmingi meiri þátttaka en á síðasta móti - „ánægður með hina breiðu fylkingu“, sagði formaður FRÍ • Halla Heimisdóttir, Ármanni, til vinstri, sigraði í kúiuvarpi 17-18 ára stúlkna. Til hægri er Þuríður Ingvarsdóttir, HSK, en hún hafnaði í þriðja sæti. DV-mynd Hson Hástökk, án atr., stúlkur: Guðný Sveinbjömsdóttir, HSÞ,...1,30 Hrefna Frímannsdóttir, ÍR.....1,25 Hástökk, án atr., meyjar: Vigdis Guðjónsdóttir, HSK.....1,30 Guðbjörg Þorvaldsdóttir, FH...1,30 50 m hlaup, sveinar: Atli Guðmundsson, UMSS.........6,3 Brynjar L. Þórisson, FH........6,3 50 m hlaup, meyjar: Heiða B. Bjamadóttir, UMFA.....6,5 Kristin Á. Alfreðsdóttír, ÍR...6,7 50 m hlaup, drengir: Birgir M. Bragason, UMFK.......6,2 Rúnar Stefánsson, IR...........6,2 50 m hlaup, 22 ára og yngri: Helgi Sigurðsson, UMSS.........5,9 Óskar Finnbjömsson, ÍR.........6,0 50 m hlaup kvenna: Guðrún Amardóttir, UBK.........6,4 Súsanna Helgadóttir, FH........6,4 50 m hlaup, stúlkur: Kristín Ingvadóttir, FH.......6,7 Snjólaug Vilhelmsdóttir, UMSE ...6,7 Þristökk, án atr., sveinar: Hákon Sigurðsson, HSÞ........9,07 Hjaltí Siguijónsson, ÍR......9,04 Þristökk, án atr., drengir: Sigurður Steinarsson, HSK.....9,16 Eggert Sigurðsson, HSK.......9,09 Langstökk, sveinar: Anton Sigurðsson, ÍR.........6,23 Hreinn Hringsson, UMSE.......6,08 Langstökk, drengir: Hreinn Karlsson, UMSE........6,32 Amaldur Gylfason, ÍR.........6,18 Langstökk, 22 ára og yngri: Ólafur Guðmundsson, HSK.......6,90 Hörður G. Gunnarsson, HSH.....6,89 Helgi Sigurðsson, UMSS........6,56 Kúluvarp kvenna: Berglind Bjarnadóttir, UMSS ....11,55 Bryndís Guðnadóttir, HSK......11,28 Kúluvarp, stúlkur: Halla S. Heimisdóttir, Ármann..l0,83 RósaLyng, FH................10,29 Kúluvarp, meyjar: Jóhanna Kristjánsdóttir, HSÞ..9,37 Berglind Gunnarsdóttir, HSK...9,28 Kúluvarp, drengir: Gunnar Smith, FH............12,36 Einar Marteinsson, ÍR.......11,83 Kristínn Karlsson, HSK......11,76 Kúluvarp, 22 ára og yngri: Bjarki Viðíu-sson, HSK......14,55 Ólafur Guðmundsson, HSK.....12,94 Kúluvarp, sveinar: Bergþór Ólason, UMSB........13,18 Hreinn Hringsson, UMSE......11,35 Langstökk, án atr., sveinar: Hákon Sigurðsson, HSÞ........3,10 Freyr Ólafsson, HSK..........2,78 Langstökk, án atr., drengir: Eggert Sigurðsson, HSK.......3,02 Sigurður Steinarsson, HSK....3,02 Hástökk, 22 ára og yngri: Ólafur Guðmundsson, HSK......1,90 HjörturRagnarsson, HSH.......1,90 Hástökk, drengir: Gunnar Smith, FH.............1,85 Ólafur Grettísson, HSK.......1,80 Hástökk, sveinar: Róbert E. Jensson, HSK.......1,80 Magnús Skarphéðinsson, HSÞ ....1,70 Stangarstökk, 22 ára og yngri: Steinar Haraldsson, KR.......3,80 Stangarstökk, drengir: Láms D. Pálsson, UMSS........2,80 Pétur Friðriksson, UMSE......2,80 Stangarstökk, sveinar : Benedikt Benediktsson, UMSE ...2,80 Freyr Ólafsson, HSK.............2,80 Hástökk stúlkna, 22 ára og yngri: Þóra Einarsdóttir, UMSE.........1,60 Björg Össurardóttir, FH.........1,55 Hástökk, stúlkur: Þuríður Ingvarsdóttir, HSK.....1,55 GuðnýSveinbjörnsdóttir, HSÞ .1,50 Hástökk, meyjar: Maríanna Hansen, UMSE..........1,60 Gunnhildur Hinriksdóttir, HSÞ ..1,55 Langstökk, án atr., meyjar : Jóna S. Ágústsdóttir, UMFK.....2,56 Vigdís Guðjónsdóttir, HSK......2,56 Langstökk án atr., stúlkur: Sryólaug Vilhelmsdóttir, UMSE..2,70 Hrefna Frímannsdóttir, IR......2,66 50 m grindahl., 22 ára og yngri: Guðrún Arnardóttir, UBK........7,2 Björg Össurardóttir, FH........7,7 50 m grindahlaup, stúlkur: Þuríður Ingvarsdóttir, HSK.....7,6 Srýólaug Vilhelmsdóttir, UMSE ...7,7 50 m grindahlaup, meyjar: EmaB. Sigurðardóttir, KR.......7,9 Mekkin G. Bjamadóttír, ÍR......8,1 50 m grindahl., 22 ára og yngri: Ólafur Guðmundsson, HSK........7,1 Einar Hjaltested, KR...........7,4 50 m grindahlaup drengja: Hreinn Karlsson, UMSE..........7,6 2.-3. Pétur Friðriksson, UMSE..7,7 2.-3. Gunnar Smith, FH.........7,7 50 m grindahl. sveina: Hreinn Hringsson, UMSE.........8,2 Róbert E. Jensson, HSK.........8,4 Umsjón: Halldór Halldórsson Langstökk, 22 ára og yngri: Súsanna Helgadóttir, FH.......5,82 Björg Össurardóttir, FH.......5,57 Langstökk, meyjar: Erla B. Sigurðardóttir, KR....5,21 GuðlaugHalldórsdóttir, UBK....4,96 Langstökk, stúlkur: Elín Þórarinsdóttír, FH.......5,52 Sylvía Guðmundsdóttir, FH.....5,51 Hástökk, án atr., sveinar: Hreinn Hringsson, UMSE........1,40 Guðm. Siguijónsson, UMSB......1,35 Bergþór Bjömsson, UÍA.........1,35 Hástökk, án atr., drengir: Eggert Ó. Sigurösson, HSK.....1,50 Hjörleifur Sigurþórsson, HSH..1,45 Þrístökk, án atr., meyjar: Jóhanna E. Jóhannesdóttír, UFA7.44 Kristjana Skúladóttir, HSK....7,23 Þrístökk, án atr., stúlkur: SnjólaugVilhelmsdóttir,UMSE,.8,03 Hrefna Frímannsdóttir, IR.....7,76 Þristökk, sveinar: Hjalti Siguijónsson, ÍR......12,99 Freyr Ólafsson, HSK..........12,19 Þrístökk, drengir: Sigurbjöm Amgrímss., HSÞ......12,93 Pétur Friðriksson, UMSE.......12,38 Þrístökk, 22 ára og yngri: Snorri Steinsson, ÍR.........13,53 Haukur S. Guðmundsson, HSK .13,34 Mótið var í umsjón Ármanns og mótsstjóri var Stefán Jóhannsson. Meistaramót íslands fyrir 15-22 ára fór fram í íþróttahúsi Ármanns og Baldurshaga 17. og 18. mars sl. Mörg glæsileg afrek voru unnin og er sýnt að mun meiri breidd og stærri fylk- ing skipa sveitir félaganna. Unglingasíða DV náði tali af for- manni FRÍ, Magnúsi Jakobssyni, eft- ir keppnina og innti hann nánar um íslandsmótið og árangur keppenda. 230keppendur „Þetta er langdjölmennasta íslands- mót sem haldið hefur verið í þessum aldursflokkum. 230 keppendur mættu til leiks, frá' 24 félögum og samböndum, alls staðar af landinu og lætur nærri að um helmings fjölg- un þátttakenda sé að ræða. Dreifmg- in er einnig mjög góð og breiddin hefur aukist til muna. Við þurfum svo sannarlega ekki að kvíða fram- tíðinni með þennan mikla skara af efnilegu íþróttafólki," sagði formaö- urinn. „Ef við lítum á árangur einstakra keppenda þá er af mörgu að taka. Til að mynda er árangur Heiðu Bjarnadóttur, Aftureldingu, í 50 m. hlaupi meyja, 6,5, mjög góður. En hún varð einnig íslandsmeistari í flokki fullorðinna á dögunum og fékk þá tímann 6,3 sem er jöfnun á is- landsmetinu. Guðbjörg Þorvaldsdóttir, FH, er aðeins 13 ára gömul og stökk 1,30 í hástökki án atrennu sem er mjög góður árangur. Hún á því eftir að bæta sig mikið. Einnig var athyglis- verður árangur Róberts Jenssonar í hástökki sveina, 1,80 m. Bjarki kastaði 15,30 á æfingu í kúluvarpi 22 ára sigraði Bjarki Við- arsson, HSK. Hann er í stöðugri framfor og kastaði nú 14,55 sem er persónulegt met. Bjarki hefur þó oft- sinnis kastað vel yfir 15 metra á æf- ingum að undanfórnu. í flokki drengja 17-18 ára urðu óvænt úrslit í kúluvarpi því Gunnar Smith, FH, sigraði með 13,36 m kasti og bætti sitt persónulega met um heilan metra. Kúluvarp er þó ekki aöalgrein hans. Einar Marteinsson, ÍR, sem var sigurstranglegastur, hafnaði í öðru sæti með 11,83 metra. Hann átti hár- fínt, ógilt kast, tæpa 14 metra. Athyglisverður er og árangur Borgþórs Ólasonar, UMSB, í kúlu- varpi sveina en hann sigraði, kastaði 13,18 metra. Það eru að spretta upp mikil efni í Borgarfirði og hefur íris Grönfeldt unnið þar mikið og gott starf. Ætlar að bæta tíma afa síns Óskar Finnbjörnsson, ÍR, veitti Helga Sigurðssyni, UMSS, mikla keppni á 50 m sprettinum og varð Helgi að taka á honum stóra sínum til að knýja fram sigur í úrshtahlaup- inu, á 5,9 sek. Óskar hljóp á 6,0 en hafði náö 5,9 í undanrásum sem er mjög athyglisveröur tími þar sem Óskar er þrem árum yngri. Geta má þess, svona í framhjáhlaupi, að afi Óskars var enginn annar en Finn- björn Þorvaldsson, hinn þekkti spretthlaupari okkar frá gullaldarár- /unum. Óskar hefur sett sér það markmið að bæta besta tima hans í 100 m hlaupi, sem er 10,5 sek., tekiö á handklukku, en það jafngildir svona 10,65 með þeirri tímatækni sem framfylgt er í dag á stórmótum. Fróðlegt verður aö fylgjast með hvemig til tekst. Efnilegir langstökkvarar í langstökki sveina náði Anton Sig- urðsson, ÍR, athyglisverðum árangri, 6,23 m, og í flokki 22 ára bætti Hörð- ur G. Gunnarsson, HSH, árangur sinn um hvorki meira né minna en hálfan metra og hafnaði í 2. sæti, stökk 6,89 metra. Ljóst er að þessir drengir eiga eftir að bæta sig mikið og kæmi ekki á óvart þó Hörður færi vel yfir 7 metra markið í sumar. Snorri bætir sig Árangur Snorra Steinssonar, ÍR, í þrístökki 22 ára lofar mjög góðu. Hann er í stöðugri framfór og skammt í 14 metrana. Það er gleði- legt að sjá hvað þessi grein er tekin alvarlega. Undanfarið hefur þrí- stökkið nefnilega verið aukagrein margra en nú er að rofa til og aðeins þeir sem leggja alúð við þessa skemmtilegu íþróttagrein eiga mögu- leika á góðu sæti. Hákon sterkur Ekki má heldur gleyma árangri Há- konar Sigurðssonar, HSÞ, í lang- stökki án atrennu í sveinaflokki sem var frábær því drengurinn gerði sér lítið fyrir og stökk 3,10 metra. Einnig er vert að minna á ágætis árangur Súsönnu Helgadóttir, FH, í lang- stökki 22 ára, 5,82 metra. Ljóst er þó að hún getur mun meira. Fleira mætti tína til því fjölgun • Óskar Finnbjörnsson, ÍR, kom á óvart og varð annar í 50 m hlaupi 22 ára og yngri. þátttakenda hefur orðið mikil eins og áður sagði og breiddin að sama skapi aukist til muna. Ólafur með þrjú gull Mesti afreksmaður mótsins varö Ól- afur Guðmundsson, HSK, því hann vann til gullverðlauna í 3 greinum, grindahlaupi, langstökki og hástökki og varð í 2. sæti í kúluvarpi. Þessi árangur kemur ekki á óvart því hér er á ferð mikill afreksmaður sem á þó eftir að taka mikilum framfór- um,“ sagði Magnús Jakobsson að lokum. Reykjavíkurfélögin verða aðtaka til hendinni Það var og að heyra á formanninum aö Reykjavíkurfélögin yrðu að fara taka sig á. Nægir að renna yfir úrslit- in í mótinu til að skilja hvað Magnús á við. Reykjavíkurfélögin eru nefni- lega langt á eftir utanbæjarliöunum, bæði hvað varðar fjölda þátttakenda og árangur. í Reykjavík er þó fjöld- inn og ættu möguleikarnir því að vera meiri. Að vísu eru boltaíþróttirnar mjög mikið stundaðar í Reykjavík. Það er engu að síður stór hópur unglinga sem engar íþróttir stundar og hafa þeir unglingar lítið fyrir stafni. Til þessa hóps verða íþróttafélögin í Reykjavík að ná til. Að sjálfsögðu þyrftu borgaryfirvöld að koma til skjalanna og styðja betur við bakið á íþróttastarfi félaganna og er þá aðstöðuleysið að sjálfsögðu helsta vandamálið. -Hson • Gunnar Smith, FH, sigraði óvænt i kúluvarpi 17-18 ára pilta. • Bjarki Viðarsson, HSK, i miðju, sigraði i kúluvarpi 22 ára og yngri. Til vinstri er Ólafur Guðmundsson, HSK, sem varð annar, og til hægri Jón Þ. Heiðarsson, USAH, sem varð þriðji. DV-mynd Hson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.