Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990. 9 Fyrirhuguð sameining þýsku ríkjanna: Bonn-stjórnin gefur eftir Lothar de Maiziere, forsætisráö- herra Austur-Þýskalands, mun í dag ræða viö Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, um næsta skref í sameiningaráætlun þýsku ríkj- anna. í gær, öllum aö óvörum, gaf Bonn-stjórnin eftir í kröfum Austur- Þjóöverja um jafna skiptingu mark- anna, þaö er aö hægt veröi að skipta launum, eftirlaunum og hluta spari- íjár Austur-Þjóðverja í vestur-þýsk mörk þegar gjaldeyrissameining ríkjanna verður að veruleika. Talið er aö það verði 1. júlí næstkomandi. Bonn-stjórnin gekk ekki eins langt og Austur-Þjóöveijar vildu, þaö er að hægt veröi aö skipta öllu sparifé austur-þýskra borgara í vestur-þýsk mörk á nafnverði. í kjölfar þessarar eftirgjafar Vest- ur-Þjóöverja, sem ekki féll banka- stjóra vestur-þýska seölabankans í geð, var ákveðið aö leiðtogar ríkj- anna hittist í dag og hefji þar meö formlega samningaviöræður ríkj- anna um efnhagslega sameiningu. Litiö er á slíka sameiningu sem und- anfara pólitískrar sameiningar. Dieter Vogel, talsmaður vestur- þýsku stjórnarinnar, sagöi í gær aö Kohl kanslari hefði boöið Austur- Þjóðverjum að mörkin yrðu lögð að mestu að jöfnu í kjölfar efnahags- legrar og fjárhagslegrar sameining- ar. Hann sagði að í tilboðinu fælist að jöfn skipting næði yfir spairfé allt að 4.000 mörkum. Talsmaðurinn við- urkenndi að seðlabankastjóri hefði Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, (til hægri) hefur boðið Austur- Þióðverjum að mörk þýsku rikjanna verði að mestu lögð að jöfnu. ekki verið par hrifmn af þessu til- boði stjómvalda en bankastjóri ótt- ast að slík skipting á gjaldmiðlum Símamynd Reuter kunni að leiða til aukinnar verð- bólgu. Reuter Lofar lausn svissneskra gísla Yfirmaður þjóðvarðliða í Sidon í Líbanon, Mustapha Saad, sagði í gær að tveir svissneskir starfsmenn Al- þjóða Rauða krossins yrðu látnir lausir fljótlega. Sagði hann að verið gæti að Svisslendingamir yrðu látnir lausir á fyrsta degi hátíðar sunníta sem hefst þegar sést til nýs tungls, sem verður líklega á miðvikudag eða fimmtudag. Taiið er að Svisslendingarnir séu í haldi róttækra Palestínumanna í Fatah byltingarráðinu sem Abu Nid- al stýrir. Samtökin hafa vísað á bug allri aðild að mannráninu. Svisslend- ingunum var rænt í október í fyrra fyrir utan stöð Rauða krossins í suð- urhluta Líbanons. Bandaríski háskólakennarinn Ro- bert Polhill var látinn laus af mann- ræningjum í Beirút á sunnudaginn. Hann hafði þá verið í haldi þeirra í rúm þrjú ár. Yfirlýsing Saads kemur í kjölfar tilmæla Gaddafis Líbýuleiðtoga um lausn allra gísla í haldi múhameðs- trúarmanna og Palestínumanna sem handteknir hafa veriö af ísraels- mönnum. Gaddafi nefndi sérstaklega gísla sem unnið hafa að mannúöar- málum eins og til dæmis starfsmenn Rauða krossins. Saad hefur verið milligöngumaður um lausn fimm útlendinga sem rænt hefur verið síðustu tvö árin í Sidon þar sem öfgasinnaðir múhameðstrú- armenn og róttækir Palestínumenn hafa verið virkir. Gaddafi hvatti til þess í aprílbyijun að frönsk-belgísk fjölskylda, sem rænt var af skútu á Miðjarðarhafi, fengi frelsi. Fjölskyldan var látin laus nokkrum dögum seinna. Reuter Starfsmenn bandaríska hersjúkrahússins I Wiesbaden í Vestur-Þýskalandi bjóða gíslinn Polhill velkominn. Polhill mun dvelja nokkra daga á sjúkrahúsinu þar sem hann verður rannsakaður. símamynd Reuter Útlönd Heémsókn Li Pengs mótmælt Sovétrikin og Kína ætla að hefja samvinnu á sviði kjarnorku og geimvísinda, að því er sovéski fór- sætisráðherrann, Nikolai Ryzhkov, tilkynnti I kvöldverðarboði í gær- kvöldi sem haldið var til heiðurs Li Peng, forsætisráðherra Kína. Nokkur hundruð róttækir náms- menn komu saman fyrir framan utanrikisráðuneytið í Moskvu til að mótmæla heimsókn Li Pengs. Héldu þeir á spjöldum þar sem gagnrýnt var hlutverk hans í blóð- baðinu á Torgi hins himneska frið- ar I Peking í júníbyrjun í fyrra er fjöldi kínverskra námsmanna var rayrtur. Það^heyrir til undantekninga að efnt se til mótmælaaðgerðai Sovét- ríkjunum vegna heimsókna opin- Námsmenn I Moskvu mótmæla berra gesta. helmsókn Li Pengs. Flutt frá Tsjernobyl Fjórtán þúsund manns verða flutt frá svæöunum umhverfis kjarnorku- verið í Tsjernobyl í Sovétríkjunum á þessu ári þar sem yfirvöld gera sér nú grein fyrir að þau hafa vanmetið afleiöingarnar af slysinu sem varð þar 26. apríl 1986. Þetta mátti lesa í Prövdu, málgagni sovéskra yfirvalda, í gær. Það mun taka áratugi að fjarlægja geislavirka rykiö umhverfis kjamorkuverið. Pravda sagöi aö níutíu þúsund manns heföu verið flutt á brott frá heimil- um sínum frá því að slysið varö, augljóslega til viðbótar þeim hundrað þúsundum sem flutt voru á brott strax eftir slysið. Tugir þúsunda Úkraínubúa efndu til mótmælagöngu á sunnudaginn. Kröfðust göngumennþess að ráðamenn á þeitn tfma sem slysið varð yrðu látnir koma fyrir rétt fyrir að hafa ekki greint almenningi frá hversu mikil hætta var samfara lekanum úr kjarnorkuverinu. Róðin I Ástraliu aukast Vegna flóðanna i Ástraliu eru margir bælr einangraðir. Simamynd Reuter Herþyrlur og sjálfboðaliðar á bátum aðstoðuöu í gær við að bjarga fólki sem ekki komst frá húsum sínum vegna flóðanna f Ástralíu sem eru þau mestu í þessari heimsálfu í heila öld. Flóðin hafa komið í kjölfar gífur- legra rigninga að undanfömu. Að sögn lögreglu hafa fjórir faríst í flóðunum sem hafá ætt yfir stór svæði í Queensland og Nýja Suður-Wales. Alls hefur flætt yfir um einnar milljónar ferkílómetra stórt svæði. . Stjórnmálamenn og björgunarmenn segja að flóðin séu liklega verstu náttúruhamfarimar í Ástralíu síðan 1974 er bærinn Darwin eyðilagðist í fellibyl. Þá fómst fimmtiu manns. Eldflaugaárás á Kabúl Nitján manns biðu bana og ellefu særöust þegar skæruliðar, sem berj- ast gegn stjórninni í Afganistan, gerðu eldflaugaárás á höfuöborgina Kabúl. Ein eldflauganna lenti nálægt mosku í miðborginni með þeim af- leiðingum að þrettán manns biöu bana. Þrír menn létust er eldflaug féll á hús sem þeir vom 1 og þrír aörir létu lífið á öðrum stöðum í borginni Eldflaugaárásin í gær var ein sú skæðasta á undanförnum vikum. Norsk tækni til Grænlands Jan P. Syse, forsætisráðherra Noregs, hefur skrifað bréf til for- manns heimastjórnarinnar á Grænlandi, Jonathans Motzfeldt, jþar sem hann mælir með norskri tækni í sambandi viö fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir Græn- lendinga. Og ekki jiykir ósennilegt að það verði norsk fyrirtæki sem taki að sér framkvæmdir við Nuuk þar sem heimastjórnin á Grænlandi hetúr ákveðið aö hetja skuli virkj- unarframkvæmdir. Verður ákvörðunin lögð fyrir þing sem kemur saman í dag. Er fastlega búist við að samþykki fáist. Norsk fyrirtæki hafa verið með í gerð tilboða fjögurra fyrirtækjasam- steypa. Líklegast er talið að norska samsteypan Nuuk Kraft fái verkefniö. í henni er fjöldi norskra fyrirtækja ásamt dansk-grænlenskri fyrirtækja- samsteypu. Jan P. Syse, forsætisráðherra Nor-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.