Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990. Spurmngin Manstu hvað lag íslands í Evrópusöngva- keppninni heitir? Hannes Lárusson myndlistarmaður: Jú, er það ekki Eitt lag enn? Hildigunnur Kristinsdóttir, 9 ára: Eitt lag enn. Margrét Konráðsdóttir nemi: Það heitirEitt lag enn Skúlína Kristinsdóttir nemi: Eitt lítiö lag, er það ekki? Nei annars, það heitir Eitt lag enn. Hilma Einarsdóttir nemi: Ég man það ekki. Harpa Kristin Einarsdóttir nemi: Eitt lag enn. Lesendur Orðsending til kjósenda landsins Jóhann Þórólfsson skrifar: Ég veit að við kjósendur erum allir sammála um að stjórnarfar á íslandi er nú það versta sem við höfum búið við í 70 ár og stafar það mest af því að við erum með fimm eða sex flokka á þingi, í stað þess að hafa bara tvo flokka, vinstri og hægri. Enda er ríkisstjórnin sundr- uð og engin samstaða milli flokk- anna, og vegna sundrungar koma þeir engum góðum málum fram til þjóðarinnar. Þessu verðum við kjósendur að breyta með því að kjósa bara tvö öfl næst þegar kosið verður. Stein- grímur Hermannsson á að segja af sér. Flokkur hans er búinn að vera lengst allra flokka á þingi. ísland er að verða skuldugasta þjóð í heimi og það er algjörlega Fram- sóknarflokknum að kenna, hann var alltaf að taka lán á hverju ári. Nei, eina persónan á þessari öld, sem mest gagn hefur gert þjóðinni, er hinn elskulegi og sanni forseti. Vigdís hefur gert þjóð okkar meira gagn heldur en alhr frammámenn þjóðarinnar til samans og minnist ég þess helst þegar hún var í Asíu og Afríku. Áður vissu þessar þjóðir ekki að ísland væri til, svo og fleiri þjóðir sem hún heimsótti sem nú eru góöir viðskiptavinir okkar, kaupa af okkur bæði landbúnaðar- afurðir og sjávarafurðir. Einn framsóknarmaður, sem ég vil ekki missa af þingi, er Halldór Ásgrímsson, enda hafa Austfirð- ingar átt helstu þingmennina sem setið hafa á Alþingi. Hahdór er besti þingmaður á Alþingi í dag en hann er bara í röngum flokki. Kvenþjóðin í landinu á að taka stjórn landsins í sínar hendur, það er tími til kominn. Þið konur eigið að afmá þetta karlaveldi. Þetta get- ið þiö gert með því að kjósa Kvennalistann, hann yrði þá næst- stærsti flokkur landsins og ekki yrði mynduð ríkisstjórn án þess kræfa flokks. Það eiga að fara fram kosningar í vor og framsóknarmenn eiga að vera heima það sem þeir eiga efir ólifað. Kjósendur eiga ekki að gefa þessum mönnum kost á því að koma nálægt þingi, þangað hafa þeir ekkert að gera. Annars er nóg að hafa 30 menn á þingi. Mér finnst að Davíð eigi að setj- ast í stóhnn hans Steingríms því hann er eini íslendingurinn sem getur stjórnað þessum hólma. Dav- íð hefur allt til brunns að bera sem einn fulltrúi þarf, og hann er eini íslendingurinn sem ég get ímyndað mér aö geti tekið þetta að sér. Jóhann telur Halldór vera í röngum getur stjórnað landinu. flokki og Davíð þann eina sem Sólveig ráðleggur fólki að taka dúnsængina með í sólarlandaferðina. Dúnsængin með til Benidorm Sólveig skrifar: Ég var búin aö hlakka til að fara úr svelhnu því ég á mjög örðugt með gang. Til Benidorm kom ég 19. mars. Það var svo þröngt í vélinni að ég, sem er í hæsta lagi eins og 12 ára tfl hnés- ins, sat eins og í skrúfstykki en vin- kona mín, sem er nýbúin að bijóta á sér hægri hnéskelina, var svo lánsöm að hún fékk gangpláss og gat því smeygt fætinum þegar ekki var verið að nota gangplássið. Nú komum við hingað í besta veðri og hótehð var fyrsta flokks og allur aöbúnaður góður. Mér finnst bara sport aö fara út með ruslið því ég get hvort sem er ekki sofið eftir kl. 5 og 6 á morgnana. En þá var ég svo heppin að ég út- bjó mig eins og ég væri að fara í jökla- ferð því á nóttunni verður maður að kappklæða sig enda hafa margir fengið flensu og jafnvel lungnabólgu. Kjartan, María, Friðrika og Bryndís eru öll englar sem gera allt fyrir okk- ur sem þau geta. Sama er að segja um Spánverjana. Því segi ég, takið með ykkur dúnsængina og peysu. Niimbergáný? Guðmundur Guðmundsson skrifar: Eins og kunnugt er voru réttarhöld mikfl á vegum bandamanna eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Þar komu margir nasistaleiðtogar fyrir dóm en ekki þó nærri allir úr þeim hópi. Sumir höfðu svipt sig lífi, t.d. Adolf Hitler og Heinrich Himmler, aðrir fallið, t.d. Reinhard Heydrich, og enn aðrir sluppu. En líflátsdómar voru kveðnir upp yfir ýmsum í Núrnberg í októbermánuði 1946. í þeim hópi voru m.a. Hermann Gör- ing, Alfred Jodl, Wilhelm Keitel og Emst Kaltenbmnner. Nokkrir voru sýknaðir í Nurnberg, t.d. dr. Hjalmar Schacht (1877-1970), hinn frægi íjár- málasnfllingur Þjóðveija. En því er þetta rifjaö upp hér, að nú loks hafa Rússar viðurkennt fjöldamorð á Pólveijum, sem þeir höfðu áður haldið fram um áratuga- skeið, að Þjóðveijar hefðu tekið af lífi. Framkoma kommúnistaleiðtog- anna í Rússlandi var annars hin sví- virðilegasta. Rétt fyrir upphaf heims- styrjaldarinnar síðari hétu Rússar Pólveijum hernaðaraðstoð, ef á þá yrði ráðist. Sömdu því næst við Þjóð- veija um skiptingu póllands, réðust því næst að baki Póiveijum inn í land þeirra og frömdu síðan fjöldamorð þau er áður getur. Sagnfræðingar margir halda því raunar fram að það séu ekki öll kurl komin til grafar. En nú mun margur spyija: Er ekki full þörf nýrra „Núrnberg" réttar- halda? Sumir munu þó e.t.v. segja að flestir séu þeir dauðir sem þarna báru sökina. Ekki eru þó allir dauðir sem þarna komu viö sögu og fjöl- mörg dæmi eru þess að menn hafi verið dregnir fyrir rétt vegna stríðs- glæpa eftir íjöldamörg ár frá verkn- aðinum, t.d. Adolf Eichmann o.fl. Þegar sá er þetta ritar var ungur maður á fjórða áratug þessarar aldar kannaðist hann við tvo bændur í sinni sveit er áttu sinn hundinn hvor. Hundar þessir hétu Hitler og Stafln. Báðir voru hundar þessir grimmir en sá var munur þeirra að Hitler réðst jafnan beint að fórnarlambinu en Stafln úr launsátri. Hver fann umslagið? Einn niðurbeygður hringdi: Ég varð fyrir einstakri flfs- reynslu fyrir um það bil einum og hálfum mánuði og hef verið niður- beygður maður síðan. Svo er mál með vexti að þann 27. febrúar fór ég með vinafólk mitt suður á KeflavíkurflugvöU þar sem það var á leið úr landi. Ég var beð- inn fyrir 50.000 krónur sem voru í venjulegu hvítu umslagi og taldi ég mig hafa stungið umslaginu í gamla venjulega skólatösku sem ég er alltaf með. Á leiðinni heim á Eiríksgötu kom ég við í Rafhabúðinni í Hafnarfiröi en milli kl. 18 og 19 sama dag finn ég hvergi umslagið. Það er það eina sem hefur horfið úr töskunni og hefur ekki fundist. Ég skil töskuna aldrei eftir í bílnum ef einhver verðmæti eru í henni. Spurningin er því sú hvort umslagið hefur dott- ið þegar ég var að fara inn í bílinn á Keflavíkurflugvelfl, við Rafha- búðina í Hafnarfirði eða þegar ég fór út úr bílnum á Eiríksgötunni. Ég hef þá trú að enn sé til heiðar- legt fólk en hafi heiöarleg mann- eskja fundið umslagið var ekki nokkur leið fyrir hana að koma því til skfla þar sem það var ómerkt. Mér hefur liðið mjög illa út af þessu síðan ég uppgötvaði hvarfið og því langar mig til aö biðja þann sem hugsanlega hefur fundið um- slagið, eða hvern þann sem getur gefið mér upplýsingar um peninga- umslagið, að hringja í mig í hs. 25628 eða vs. 22454.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.