Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990. 11 Sviðsljós Dean Martin á sjúkra- hús vegna ofdrykkju Dean Martin liggur nú á sjúkrahúsi sárþjáður vegna langvarandi ofdrykkju. Gömlu brýnin í bandarísku skemmtanalífl verða nú hver af öðr- um að láta undan síga fyrir sjúk- dómum og ellihrumleik. Sammy Davis yngri er enn á sjúkrahúsi í Los Angeles vegna krabbameins og nú fyrir skömmu var gamall félagi hans lagður inn á sama sjúkrahús. Þetta var Dean Martin sem að þessu sinni hafði ekki aðeins fengið sér hressilega neðan í því heldur reyndist hann alvarlega veikur. Það eru bæði nýru og lifur sem eru að gefa sig. Hann er nú 72 ára gamall. Það er sagt að Sammy hafi grátið þegar hann frétti af veikindum Dean Martin. Fyrr í vetur kom Martin fram á afmælishátíð Sammy Davis til heiðurs og fór þar á kostum eins og sjónvarpsáhorfendur minnast vafalaust. Nú óttast menn vestra að sá þriðji í þessum hópi stórstjarna verði senn að fara á sjúkrahús hka. Það er Frank Sinatra sem sagt er að berjist við hrömunarsjúkdóm. Allir hafa þessir menn verið á toppnum í hálfa öld eða lengur. Vinir Deans segja að hann hafi ver- ið mjög niðurdreginn undanfarnar vikur. Hann hefur drukkið meira en áður og þótti þó ýmsum nóg um líf- emi hans á liðnum árum. Þeir segja að hann óttist dauðann enda hefur hann tekið baráttu Sammy Davis við krabbameinið mjög nærri sér. Síð- ustu fréttir af Sinatra hafa ekki held- ur orðið til að auka bjartsýni hans. Félag framreiðslumanna Aðalfundur Félags framreiðslumanna verður haldinn 25. apríl nk. að Óðinsgötu 7, Reykjavík, kl. 14.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin Paul Newman hefur haft befur í málarekstri vegna framleiðsluréttar á mat- vörum sem hann leggur nafn sitt við. Paul Newman vinnur dóms- mál fyrir rétti Leikarinn Paul Newman hefur verið sýknaður af ásökunum frá matreiðslumanninum Juhus Gold um að hafa stolið frá honum hug- myndum að öllum helstu matvörun- um sem framleiddar eru undir nafn- inu Newmans Own. Gold hélt því fram að Newman hefði leitað til hans eftir uppskriftum að þessum vam- ingi og lofað hlutdeild í hagnaðinum í staðinn. Rétturinn, sem fjallaði um máhð, komst að þeirri niðurstöðu að slíkt loforð hefði aldrei veriö gefið enda hefði hagnaðurinn alltaf átt að renná til góðgerðastarfsemi. Newman hefði aldrei grætt krónu á framleiðslunni sjálfur. Juhus Gold segir að dómararnir hafi verið hiutdrægir í málinu og lát- ið frægð Newmans hafa áhrif á nið- urstöðuna. Þeim hefði aldrei dottið í hug að dæma leikaranum í óhag. Þessu neita dómararnir en Gold hót- ar aö áfrýja. Aukablað FERÐALÖG TIL ÚTLANDA 16 síðna ferðablað fylgír DV á morgun Mcðal efnís: * Frí í sólarlöndum * Akstur um Evrópu * Svipast um í London * Lítið inn í Færeyjum * Sagt frá helstu áfangastöðum ferðaskrifstofanna * O.fl. o.fl. o.fl. á morgun 16 síðna FERÐABLAÐ Góða ferð!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.