Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990. 27 LífsstíU Jens Gíslason kartöflubóndi: Ætti að leyfa innflutning 10. maí - ágiskanir um magn út í bláinn „Það veit í raun enginn hve mikið er til af kartöflum landinu. Þær töl- ur, sem innílutningsnefndin talar um, eru meira og minna út í bláinn og byggjast á því að formaður Félags kartöflubænda hringir í félagsmenn. Það ætti að leyfa innflutning upp úr 10. maí að mínu mati þvi ég sé ekk- ert athugavert við að innfluttar og innlendar kartöflur séu samhliða á markaðnum einhvern tíma,“ sagði Jens Gíslason, kartöflubóndi á Jaðri í Þykkvabæ, í samtali við DV. Jens er jafnframt formaður samtaka dreifmgarstöðva. Neytendur „Það sem að kemur til með að ger- ast í ár verður nákvæmlega það sama og í fyrra. Eftir 10. maí situr Ágæti eitt að markaðnum og getur selt á því verði sem því sýnist og getur svo einokað innflutninginn fyrstu vik- una. Það er vitað mál að Landssam- band kartöflubænda er í eilífri hags- munagæslu fyrir Ágæti h/f en tals- verð hætta er á hagsmunaárekstrum þar sem formaðurinn er stór hlut- hafi og sonur hans er stjórnarmaður í Ágæti h/f. En þetta finnst ráðuneyt- inu ágætt og vill ekki taka mark á neinum öðrum. Verðið kemur einnig til með að hækka því ég veit að nú er Ágæti að selja kartöflur til dreifingarstöðva á 65 krónur kílóið staögreitt meðan almennt verð frá framleiöendum er 55 krónur," sagði Jens. - En eru kartöflur, sem nú eru á markaði, nógu góðar eða eru þær ekki neytendum bjóðandi? „Ég held að gullaugakartöflur, sem til eru í landinu, séu orðnar mjög tæpar, eða á seinasta snúningi. Það er kominn fram það mikill kláði í þeim að þær standast ekki gæðakröf- ur. Premier er hins vegar í góðu lagi ennþá. Hitt er svo annað mál að það skiptir geysilega miklu máli þegar komið er fram á þennan árstíma að verslanir og allir sem geyma kartöfl- ur vandi til þess. Ég er til dæmis viss um að premierkartöflumar, sem nú er verið að selja, þyldu geymslu fram á ágúst við rétt skilyrði.“ - Er eitthvað hæft í því að kartöflu- bændur séu að prófa hvaö markað- urinn þoh lélegar kartöflur og þeir eigi mun befri kartöflur sem birtast í búðum um leið og kvartanir heyr- ast? „Þess eru sjálfsagt einhver dæmi en kartöflubændur mega ekki stofna til neins stríðs við neytendur. Þaö hefur hvað eftir annað sýnt sig að þegar upp koma deilur um gæði kart- aflna þá dregur úr sölunni. Það fólk sem þá hættir að borða kartöflur og fer að borðahrísgrjón, spaghetti eða pasta kemur kannski aldrei til okkar aftur. Kartöflubændur verða að hugsa um fólkið sem borðar af- urðirnar en ekki bara um að losna við lélegar kartöflur í skjóh innflutn- ingsbanns," sagði Jens að lokum. -Pá Jens Gíslason kartöflubóndi telur að leyfa ætti innflutning á kartöflum upp úr 10. maí en það er um þremur vikum fyrr en innflutningsnefnd hefur lagt til. Neytendasamtökin: Mikið kvartað undan kartöflum - hljótum að efast um þessar tölur „Miðað við gæði á þeim kartöflum sem verið hafa til sölu undanfarið hljótum við að efast um aö til séu 900 tonn af neysluhæfum kartöflum í landinu," sagði Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamta- kanna, í samtali við DV. „Það er mikið kvartað undan kartöflum við okkur og við hljótum að vona að þó að nefndin hafi ekki heimilað inn- flutning þá verði þetta til þess að betur verði fylgst með gæðum. Hitt vekur furðu að á sama tíma og gæðum kartaflna fer hrakandi að þá skuh einn stærsti dreifingaraðh- inn hækka verð á sínum kartöflum. Þarna á ég við Ágæti h/f,“ sagði Jó- hannes. Ágæti hækkaði á dögunum verð á kartöflum um 5 krónur kílóið og kostar nú tveggja kílóa poki 265 krónur út úr búð í stað 243 króna áður. „Einnig hljótum við að mótmæla harðlega þeim áformum stjórnvalda að setja kvóta á kartöfluinnflutning þannig að aðilar fái heimild th inn- flutnings í samræmi við það magn sem þeir hafa dreift af innlendri vöru. Okkar krafa hlýtur að vera sú að enginn kvóti verði settur heldur megi þeir sem geta flutt inn gæða- kartöflur á sem lægstu verði gert það óáreittir. Öll áform um kvóta á inn- flutning eru því að okkar mati alveg út í hött,“ sagði Jóhannes. -Pá Efast um að þetta magn sé til - ætti að levfa innflutning mun fyrr „Ég efast um að þetta magn, 900 tonn, sem innflutningsnefndin miðar við, sé th í landinu enda mótmælti ég þessu á fundi nefndarinnar," sagði Kolbeinn Ágústsson, sölustjóri í Hag- kaupi, en hann á jafnframt sæti í innflutningsnefnd ráðuneytisins sem ákveður hvenær kartöfluinn- flutningur skuli leyfður. Nefndin ákvað á fundi sínum fyrir helgina að mæla með því við landbúnaöar- ráðherra aö innflutningur á kartöfl- um skuli leyfður 1. júni. „Ég veit að okkar framleiðendur verða búnir með sínar kartöflur um 10. maí og þá mun verðið hækka ef að líkum lætur því þeir verða neydd- ir til að skipta við Ágæti. Ég tel því að leyfa hefði átt innílutning mun fyrr en nefndin ákvað,“ sagði Kol- beinn. - Eru þær kartöflur sem nú eru á markaðnum nógu góðar? „Við höfum ekki fengið kvartanir hér í Hagkaupi," sagði Kolbeinn. „Hins vegar virðist sem einhveijir framleiðendur séu að þreifa fyrir sér með hve lélegar kartöflur markaður- inn þoli. Þeir eiga betri kartöflur sem þeir setja á markað um leið og kvart- anir berast. Þetta hefur oft sést áð- ur.“ Að sögn Kolbeins er þessa stundina völ á kartöflum frá Hohandi sem eru uppskera frá fyrra ári. Kartöflupp- skeru í Miðjarðarhafslöndum hefur seinkað eitthvað og því er verðið frekar hátt á markaöi í Evrópu þessa stundina. Talið er þó að það lækki um leið og ný uppskera kemur á markað og framboðið eykst. Undan- farin ár hafa íslendingar einkum flutt inn kartöflur frá Hollandi á vor- in og svo nýja uppskeru frá Kýpur, Grikklandi, ísrael og Spáni. -Pá Mjólkurneysla á hvern íbúa 1988 200- —r~" i i t—r H Lítrará manrt áári TJ C ra c k. 3 ? aO •o 2. ■o E c 'k. c i co c il £ > (O c co □ •o > <55 TJ c co m O) Drekkum mest af mjólk íslendingar drekka mest ahra þjóða af mjólk, eða 192,3 lítra á mann árið 1988, samkvæmt tölum frá al- þjóðasambandi mjólkuriðnaðarins. Neyslan minnkaði frá 1987 en þá drukku íslendingar 215 lítra á mann. í öðru sæti eru írar með 184 lítra á mann, þá Finnar með 183 og Norð- menn í ijórða sæti með 163,8 lítra á mann. Rússar eru í sjöunda sæti með 133,7 lítra. Bandaríkjamenn drekka 97 lítra hver af mjólk og eru í 15. sæti. Þijár neðstu þjóðimar eru Suður- Afríka með 41,4 lítra á mann, Japan með 39,6 lítra á mann og Búlgarar reka lestina og drekka þjóða minnst af ipjólk, eða 23 lítra á mann. íslendingar eru í flmmta sæti hvað varðar ostaneyslu en Frakkar, ítalir, Vestur-Þjóðverjar og ísraelsmenn borða meiri ost en íslendingar. Á töflu yfir rjómaneyslu er ísland í fimmta sæti en í fimmtánda sæti á lista yfir smjörneyslu. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.