Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1990, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990. Fréttir Ríkisstjómin stefnir að 1,2 prósenta verðbólgu næstu flóra mánuði: Stefnt að verulega afgerandi aðgerðum - segir efnahagsráðgjafi Steingríms Hermannssonar Ríkisstjórnin stefnir nú að því að nánast frysta verðlag fram yfir nóvember næstkomandi og kýla veröbólguhraðann niður i um 1,2 prósent. „Það er vilji ríkisstjórnarinnar, Alþýðusambandsins og aðila vinnu- markaðarins að halda verðhækkun- um innan rauðu strikanna í sept- ember og nóvember. Það er því verið að ræða um verulega afgerandi að- gerðir,“ sagði Bolh Héöinsson, efna- hagsráðgjafi Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra í gær eftir fund ráðherra og fulltrúa Alþýðu- sambandsins og vinnuveitenda. Framfærsluvísitalan hækkaði um 0,7 prósent í gær. Hún er nú 146,4 stig eöa nákvæmlega það sem hún má vera í september næstkomandi án þess að komi til launahækkana. Ef ríkisstjómin ætlar að halda verð- bólgunni innan rauða striksins þá má almennt verðlag ekkert hækka. Aðgerðir stjómarinnar þurfa að leiða til verðlækkunar á ýmsum vör- um til að vega upp óhjákvæmilega hækkun á öðrum. Ef ríkisstjómin ætlar að halda framfærsluvísitölunni innan við rauða strikiö í nóvember má verðlag ekki hækka nema um 0,4 prósent á milli september og nóvember. Það er rétt rúmlega helmingurinn af hækkun síðasta mánaðar. Svigrúmið þessa íjóra mánuði fram til nóvember er því ekki nema þessi 0,4 prósent. Svo lítil hækkun á fjög- urra mánaða tímabih jafngUdir 1,2 prósenta hækkun vísitölunnar á árs- grundveUi. Það er því engin furða þó efnahagsráðgjafi Steingríms taU um verulega veigamiklar aðgerðir. Gamlarlummur Þær aðgerðir sem rætt er um eru gamlar lummur úr efnahagsumræð- unrti hér á landi en sú umræða hefur undanfama áratugi þráfaldlega snú- ist um glímuna viö að halda fram- færsluvísitölunni innan við rauð strik kjarasamninga. Fyrst og fremst er rætt um að fresta hækkun á opin- berri þjónustu og lækka opinber gjöld; til dæmis 2,5 prósent jöfnunar- gjald á innflutning. Vægi innfluttrar vöru er um 30 prósent í framfærsluvísitölunni. Ef jöfnunargjaldið yrði aflagt með öllu myndi það þannig ekki tryggja nema 0,75 prósent lækkun vísitölunnar ef sú lækkun myndi skUa sér að fullu til neytenda. Þetta er ekki nema rétt rúmlega hækkun vísitölunnar frá í gær. Það er hins vegar ólíklegt að jöfnunargjaldinu verði hent á einu bretti. Bæði er að iðnaðurinn viU halda í þetta gjald til að tryggja sér forskot á innflutning í samkeppni. Ef gert er ráð fyrir að verðlag myndi hækka um 0,5 prósent á mán- uði næstu fjóra mánuði ef ekkert yrði að gert þarf ríkisstjómin að koma með aðgerðir sem lækka þessa fóstu verðbólgu um 2,3 prósent á þessu tímabUi. Hún ætlar að koma verðbólguhraðanum úr 6,2 prósent- um í 1,2 prósent. Það er því ljóst að ef ríkisstjómin ætlar að frysta framfærsluvísitöluna næstu tvo mánuði þarf margt að koma tíl. Glímt við erlenda verðbólgu í raun er þetta dáhtið makalaust markmið. Verðbólga 1 viðskiptalöndum okk- ar er um 4 prósent. Þau lönd sem við flytjum inn vömr frá skipta meira máli í glímunni við verðbólguna hér þar sem verðhækkanir á vöram sem við flytjum inn frá þessum löndum hafa áhrif á verðlag hér. Lönd eins og Svíþjóð og Bretland, þar sem verð- bólga er um 10 prósent í dag, vega þungt í innUutningi okkar. Þar 'sem innUutningur hefur bein áhrif á um 30 prósent af framfærslu- vísitölunni getur verðbólga í við- skiptalöndum okkar leitt til 0,1 til 0,2 prósenta hækkunar vísitölunnar hér. Óbein áhrif gera síðan þessi áhrif víðtækari. Ef stjómvöld æUa nánast að frysta vísitöluna þarf ekki einungis að tryggja að innlent verð- lag hækki ekki neitt heldur beinlínis lækki til að vega upp hækkun vegna erlendrar verðbólgu. Annað sem gerir þessa glímu erfiða er að Hagstofan mælir ekki verð á öllum vörum í hverjum einasta mán- uði. Sumt er einungis mælt einu sinni á ári, annað á hálfs árs fresti og sumt fjórum sinnum á ári. Hluta af hækkun vísitölunnar að undan- fömu má því skýra með almennum hækkunum fyrir ári. Hækkunin kemur hins vegar ekki fram fyrr en nú þar sem verð á viðkomandi vöru eða þjónustu hefur ekki verið mælt fyrr en nú. Þannig em sólarlanda- ferðir ekki mældar nema einu sinni á ári, um mitt sumar, þó þær hækki yfirleitt upp úr miðjum vetri. Ríkisstjórnin þarf því að berja nið- ur almennt verðlag til að vega upp þessar óhjákvæmilegu hækkanir vísitölunnar á næstu mánuðum til viðbótar við glímu sína við verðbólgu í öðrum löndum. Þá er innlend verð- bólga enn eftir. Bjartsýnisspá Ríkisstjómin ætiar að leggja í þessa glímu til að halda verðhækkunum innan við rauð strik verðbólguspár samninganna. Sú spá var byggð á mikilli bjartsýni eins og alhr vita. Þannig á Vinnuveitendasambandið, Þjóðhagsstofnun og fjármálaráöu- neytið spár frá því í febrúar síðast- hðnum sem gerðu ekki ráð fyrir að aht gengi upp og gera ráð fyrir verð- bólgu svipaðri og orðiö hefur. Mark- mið ríkisstjómarinnar nú er því að láta verðbólguspá, sem allir vissu að var næsta óraunhæf, rætast. Þrátt fyrir að þessi bjartsýnisspá hafi ekki ræst hefur árangur kjar- samningcmna í að lækka verðbólgu veriö betri en hér hefur sést síðan hinn endalausa ghma við verðbólg- una hófst. Það er ekki furða þó ýmsir hag- fræðingar séu htt hrifnir af fyriræti- unum ríkisstjórnarinnar nú. Mörg af þeim meðulum sem hún hefur úr að velja hafa áður verið notuð og reynst illa. Frestun á opinberum hækkunum leiðir til haha á ríkissjóði og aukinnar þenslu vegna hans. Að sjálfsögðu gildir það sama um lækk- un á opinberum gjöldum eða skött- um. Launþegar hafa líka slæma reynslu af frestun á hækkun opin- berrar þjónustu. Hún á það til að hækka fljótiega þegar komið er fram yfir rauðu strikin. Reynslan frá 1986 Fréttaljós Gunnar Smári Egiisson segir líka að óvarlegt sé að lækka innflutningsgjöld þegar efnahagslífið er að rétta úr sér eftir kreppu. Það ýtir undir aukna eftirspurn og býr til þenslu. Ráðist á gamla verðbólgu Nú þegar efnahagslífið virðist vera að rétta úr kútnum eftir langvarandi heimatilbúna kreppu er hætt við því að aðgerðir sfjórnvalda geti orðið tvíbentar. Kannski sérstaklega þegar aðgerðirnar snúast um að beija nið- ur verðhækkanir sem í raun eru þeg- ar orðnar. Það er ekki einungis stefnt að því að almennar verðhækkanir verði nánast engar heldur í raun minni en engar þar sem ákveðnar hækkaniraðrareruóumflýjanlegar. • Þegar slíkar handaflsaðgerðir eiga í hlut á lögmáhð um boltann oft vel við: því fastar sem þú kastar boltan- um í vegginn því fastar kemur hann th baka. I dag mælir Dagfari Hafnfirskt réttlæti Lögfræðingur nokkur í Hafnarfirði hefur verið kærður fyrir meint fjármálamisferh. Málavextir eru þeir að þessi sami lögfræðingur var formaður í hafnamefnd Hafnar- fjarðarbæjar og honum var fahð að innheimta greiðslu hjá skipafé- lagi sem skuldaöi bæjarsjóði Hafn- arfjarðar rúma mihjón króna. Þeg- ar greiðslan hafði ekki borist nú á vordögum var farið að inna skipa- félagið eftir þessum peningum og þá kom í ljós að greiðslan hafði verið send til lögfræðingsins og for- manns hafnamefhdar löngu fyrir áramótin síðustu. Reyndist það rétt og lögfræðingurinn hefur ekki bor- ið á móti því að hafa tekið við greiðslunni. Hann hefur aftm- á móti sagt það sér til málsbóta að hann hafi sjálfur átt inni hjá bæjar- sjóði fyrir yfirvinnu á vegum hafn- amefndar og hafi ætlað sér að skuldajafna þannig að hann sá ekki ástæðu th að skila peningunum frá skipafélaginu. í yfirlýsingu, sem borist hefur frá nefndum lögfræðingi, greinir hann frá því að hann hafi lagt inn ódag- settan tékka hjá gjaldkera bæjar- sjóðs fyrir hálfúm mánuði og þegar hann heyrði að aðrir vissu að hann lá inni með mihjónina frá skipafé- laginu dagsetti hann tékkann th greiöslu þann fimmta júlí og nú er sem sagt skuldin uppgerð og mál- inu lokið. Þetta virðist einfalt mál og ekki efni í rekistefnu og það er ástæða th að vara bæjarstjóm Hafnar- fjaröar við að kæra máhð th sak- sóknara því þá er eins víst að mál- ið tapist. Saksóknari er ekki vel að sér í lögum eins og sjá má af.Haf- skipsmáhnu þcu- sem hann ákærði í tvö hundruö og fimmtíu atriðum en aht reyndist thhæfulaust og heiðarlegt. Hafnarfjarðarbær á ekki að taka áhættuna af því að hleypa sínum málum í hendur manna og embætta sem ekki em nógu vel að sér í lögum th að gera sér grein fyrir því hvað sé refsivert og hvaö sé ekki refsivert. Enda má sjá það og skhja af yfirlýsingum lögfræðingsins í Hafnarfirði að hann hafi algjörlega farið að lögum þegar hann skhaöi ekki peningun- um, sem hann innheimti, fyrr en hálfu ári eftir að hann fékk þá í hendumar. Það er erfitt starf og erhsamt að vera formaður í hafnamefnd í Hafnarfirði. Það gerir ekki hver sem er. Lögfræðingurinn, sem Hafnfirðingar vom svo heppnir að fá sem formann, hefur lagt nótt við dag í langan tíma í strangri yfir- vinnu og aldrei fengið krónu fyrir þau störf. Hann á inni háar fjárf- úlgur hjá Hafnaríjarðarkaupstað og í rauninni ætti hann að inn- heimta fyrir höfnina og bæjarsjóð án þess að skila nokkurri krónu vegna þess aö hann á að fá þessa peninga sjálfur fyrir aha þá fyrir- höfn sem hlýst af því að innheimta þá. Bæjarsjóður á ekki að vera með svona sparðatíning og bæjarsjóður á að tíma að borga formanni hafn- amefndar fyrir aha þá yfirvinnu sem hann hefur lagt á sig í þágu hafnarinnar. Innheimtur lög- manna, sem taka aö sér störf í þágu bæjarfélaga sinna, em í rauninni peningamir þeirra. Þaö sjá allir sem hafa einhvem snefil af sann- girni. Vitieysan hjá lögfræðingnum var sú að dagsetja tékkann og greiöa hann. Hann hefur ekki efni á því að greiða peninga sem komnir eru í hans hendur. Lögfræðingar em manna snjahastir að útbúa sína eigin reikninga og hann á ekki að láta bæjarsjóð komast upp með það að hafa af sér yfirvinnuna sem er í rauninni langt um meir en mihj- ónar króna virði. Hafnfirski lögfræðingurinn ætiar í mál við Hafnarfjarðarkaupstað, og þá væntanlega hafnamefnd, th að fá þessa peninga endurgreidda. Hann ætiar í mál við sjálfan sig. Hann ætiar aö stefna formanni hafnamefndar fyrir ógreidda reikninga fyrir yfirvinnu sem lög- fræðingurinn hefur unnið sem for- maður. Formaðurinn fer í mál við lögfræðinginn. Þetta er hafnfirskt réttiæti og þetta er mál hafnarinn- ar í Hafnarfirði og nú skal engum hlíft. Milljónin skal á réttan stað. Ef málið vinnst mun lögfræðingur- inn sjá um innheimtuna hjá for- manninum og á endanum er ljóst að peningamir komast í réttar hendur. Þetta er mál sem getur ekki tapast. Sem sýnir að þaö var óþarfi hjá lögfræðingnum að skha peningunum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.