Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1990, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990. Sviðsljós Konur í kvikmyndum: Hvert er hlut- verk þeirra? - fáar konur í aðalhlutverki í myndum sumarsins •^"Eln af myndum sumarsins er Days of Thunder með Tom Cru- ise I aðalhlutverki. Nicole Kidman leikur á móti Tom í þeirri mynd. Bonnie Bedelia kann vel viö við manninn í Die Hard 2. sig í hlutverki konunnar á bak Nýlega skoðuöum við hvaða leikarar leika í stóru myndunum vestanhafs. En leikkonur eru líka í kvikmyndum. Margir hafa velt því fyrir sér hvert hlutverk kvenna er í spennumyndum. Sitt sýnist hverjum í því sambandi. Spennumyndir í dag sýna mýkri menn en áður. Þeir hafa hjarta sem hnefa. Og þá þarf konur. Aðrir segja að ást og rómantík sé það sem áhorf- endurviljasjá. Bandaríska tímaritið US skoðaði þetta mál nýlega. Áður áttu konur í kvikmyndum að vera hjálparhellur karlmannanna, vernda þá og vera fall- egar. Nú eru konur ekki eins hjálpar- vana en þurfa samt mann til að lífga uppátilveruna. Kvikmyndir án kvenna í kvikmyndum sumarsins eru fáar leikkonur í aðalhlutverki. í flestum til- vikum eru þær stoð og stytta karl- mannsins. En kannski gera sumar konur sér það að góðu að vera „bara“ ástkonur aðalleikaranna. Bonnie Bed- eha segist ekki vilja skipta um hlut- verk við Bruce Willis í Die Hard mynd- unum. Ekki eru allar konur sem gera sér ástkonuhlutverkið að góðu. En hvernig vegnar körlum í mynd- um án kvenna? Líklega eru það flestir áhorfendur sem vilja sjá rómantík með spennunni. Hætt er við að fámennara verði í kvikmyndahúsum ef konan bak við manninn er látin hverfa. Að einhverju leyti hefur hlutverk kvenna breyst, nú eru þær farnar að vera klárari í kollinum en áður. Ennþá verða þær samt að vera fallegar, eitt- hvað fyrir augað. Lengi hefur það líka tíökast að því færri fótum sem konan klæðist því minni leik þarf hún að sýna. Sem fyrr segir eru fáar konur sem hægt er að telja upp sem aðalleikara í myndum sumarsins. Sá hsti er mun styttri en listinn með konum sem leika á móti körlum í aðalhlutverki. Madonna og Warren Beatty hafa oft sést saman að undanförnu. Hún segir samband þeirra vera vináttusamband sem hefur ekkert með ást að gera. Bara vinir - segir Madonna um sambandið viö Beatty Mikið hefur verið rætt um samband Madonnu og Warren Beatty. Þau leika saman í nýrri mynd, Dick Tracy, sem nýlega var frumsýnd í Banda- ríkjunum. Warren er 53 ára gamah en þykir mikih hjartaknúsari þrátt fyrir aldurinn. Hann hefur átt í ástarsamböndum við margar þekktar leikkonur svo sem Brigitte Bardot, Natalie Wood og Joan Colhns. Nýlega var Madonna spurð að því hvort þau tvö væru farin að und- irbúa brúðkaup. Hún neitaði því alfarið og sagði þau aðeins góða vini. En eins og flestir vita getur góður vinskapur verið margvíslegur. „Eftir tökur fórum við iðulega ein út að borða eða með öðrum vinum. Vináttu- samband okkar hefur ekkert með ást að gera.“ Madonna hefur gengiö í gegnum stormasamt hjónaband. Hún var gift Sean Penn í þrjú ár. Það var eitt skrautlegasta hjónaband í kvikmynda- heiminum og endaði með skilnaði á síðasta ári. „Mig langar að eignast fjölskyldu. Ég trúi á hjónabandið þó að skilnaðurinn hafi verið erfiður. Eg elska hörn og á vonandi eftir að eignast börn sjálf. Þá ætla ég að eyöa öhum mínum tíma meö þeim,“ segir Madonna. Söngkonan hefur verið á hljómleikaferðalagi að undanfómu. Aðspurð sagðist hún hafa þurft að æfa mikið fyrir þá ferð. Að standa syngjandi og dansandi á sviði í tvo tíma er erfitt. Suma daga gerði hún leikfimiæfing- ar í allt að fjórar klukkustundir. Margir eru á þeirri skoðun að þær æfing- ar hafi skilað góðum árangri. Kvikmyndir Háskólabíó - Leitin að Rauða október Leifar kalda stríðsins Það leynist engum sem fylgist með kvikmyndaiðnaðinum að í hinni miklu þíðu sem nú ríkir í samskiptum austurs og vesturs reynist erfitt fyrir framleiðendur í Hohywood að selja myndir út á Rússagrýluna sem hefur verið tek- in góð og gild í langflestum njósna- og kaldastríösmyndum sem gerðar hafa verið frá lokum seinni heims- styrjaldarinnar. Þessu hafa framleiöendur Leitar- innar að Rauða október gert sér grein fyrir og taka það skýrt fram í byijun myndarinnar aö atburð- imir sem segir frá í myndinni eiga sér stað 1984, áður en Gorbasjev komst tfl valda, enda ástæða til því myndin byggist að miklu leyti á því vantrausti sem ríkti milli stórþjóða heimsins. Rauði október er kafbátur af fuh- komnustu gerð. Hann er meðal annars búinn tækjum sem gera ratsjám ókleift að leita hann uppi. Kafbáturinn er í jómfrúferð sinni undir stjóm Marko Ramius, sem er virtasti kafbátaforingi Sovét- manna. Hann hefur þó aUt annaö í huga en yfirmenn hans. Þegar komið er út á rúmsjó tilkynnir hann undirmönnum sínum aö hann æth að sigla bátnum vestur til Bandaríkjanna og gerast póht- ískur flóttamaður. Yfirmennimir fylgja honum og tekst þeim að blekkja áhöfnina. Á meðan er mikUl taugatitringur hjá bandaríska hemum sem hafði haft spumir af yfirburðum Rauða októbers í kafbátahemaði. Á rat- sjám sjá þeir að aUur sovéski flot- inn er kallaður út til að elta Rauða október, en tíl hvers? Sá sem grunar þaö rétta er Jack Ryan, sér- fráeðingur hjá CIA. Eftir nokkurt þref fær hann stuðning til að sanna kenningu sína um flóttann... Leitin að Rauða októbei; er gerð eftir skáldsögu Tom Clancy sem hefur sérhæft sig í kaldastríðssög- um. Bækur hans em mjög ná- kvæmar og mikið af tækniupplýs- ingum í þeim. Líður myndin nokk- uð fyrir það í byijun meðan verið er að koma áhorfandanum í skiln- ing um hvað sé hvað. Um miðbik myndarinnar eykst spennan tU muna og helst út alla myndina. Sú spenna er ekki síst leikstjór- anum John McTieman að þakka sem sýndi það með Die Hard að hann á sér fá hka í gerð shkra mynda. Þá veldur Sean Connery ekki aðdáendum sínum vonbrigð- um frekar en fyrri daginn. Hann gnæfir yfir aðrar persónur mynd- arinnar í hlutverki rússneska kaf- bátaforingjans Ramius og er örygg- ið uppmálað. Jack Ryan er aðalpersóna Tom Clancy í fleiri bókúm en Leitinni að Rauða október og þótt Alec Bald- win virðist heldur ungur í hlut- verkið þá ræður hann vel við það og er þama á feröinni leikari sem örugglega á eftir að sjást í mörgum stómm hlutverkum í framtíðinni. Mikið hefur verið gert úr því að í sögunni sé að finna atvik sem Clancy byggir skáldsögu sína á og viðurkennt hefur veriö að skip- stjóri á rússneskum kjamorkukaf- báti reyndi eitt sinn að flýja en til- Tveir kafbátaforingjar heilsast, Sean Connery og Scott Glenn. A milli þeirra er Alec Baldwin sem leikur CIA foringja. raunin mistókst. Þrátt fyrir þessa staðreynd er Leitin að október langt frá því að vera trúverðug. Of mikið er um til- viljanir sem binda söguþráðinn saman. Hvað sem því hður er Leitin að Rauða október hin besta afþreying, spennandi og tækniatriði vel gerö. Það spillir svo ekki ánægjunni að atburðimir gerast nánast í ís- lenskri landhelgi. Leitin aö Rauöa október (The Hunt For Red October). Leikstjóri: John McTiernan. Handrit: Larry Ferguson og Donald Stewart Tónlist: Basil Poledouris. Kvikmyndun: Jan De Bont. Tónlist: Basil Poledouris. Aðalleikarar: Sean Connery, Alec Bald- win, Scott Glenn, James Earl Jones og Sam Neill. Hilmar Karlsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.