Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1990, Blaðsíða 32
LOKI Fyrst markaðurinn er eng- inn virðist kjörin búbót að hefja villigrasastóriðju! Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 11 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚU 1990. Byggðastofnun: Villigrös sem nýsköpun I atvinnulífinu - lítill sem enginn markaður Byggðastofnun hefur sent frá sér ritiö, Nýting vilhgróöurs, en þar er fjallað um söfnun, verkun og hugs- anlega sölumöguleika á 38 tegundum vilhgróðurs. Þetta rit er liður í tilraun stofnun- arinnar til að auka fjölbreyttni at- vinnuhfsins. í vor auglýsti hún eftir fólki sem tilbúið væri að reyna fyrir sér í grasasöfnun. AIls létu 116 manns skrá sig og hélt Byggðastofn- un þessu fólki námskeið víða um land. ■•J ritinu kemur fram að lítill sem enginn markaður er fyrir villigróður á íslandi og hæpið ér að útílutningur hans standi undir sér. Það er því ht- Q von til þess að vilhgrösin standi undir framfæri fjölda manna í fram- tíðinni. Af þessum 38 tegundum eru það helst söl, fjallagrös, bláber, krækiber og blóðberg sem eitthvaö hafa verið seld hér innanlands. Skýrsluhöfundar brýna því fyrir fólki að athuga fyrst hvort einhver vill kaupa áður en gróðurinn er tínd- ur. -gse Nauðgun kærð á ísafirði Reykjavík: Bdur við Kaffi- vagninn í nðtt Stórsmygl í Vestmannaeyjum: unm ■ _ * ■ Bæiarfulltrui i jatar aðild „Ég segi ekki af mér sem bæjar- fulitrúi. Meira vil ég ekki segja ura þetta mál," sagði Georg Þór Kristj- ánsson, bæjarfuhtrúi Sjálfstæðis- flokksins í Vestmannaeyjum og verkstjóri hjá Eimskipafélaginu. Georg Þór hefur játað aðild að stórsmygli á áfengi, sígarettum og talstöðvum. Smyglgóssiö kom með Bakkafossi, skipi Eimskipafélags- ins, til Vestmannaeyja síðasthöinn föstudag. Georg Þór var handtekínn og ját- aði aðiid við yfirheyrslur hiá lög- reglunni. Bakkafoss kom til Vcst- mannaeyja frá Reykjavík en það var fyrsta höfh skipsins eftir að það kom frá Bandaríkjunura þar sem smyghð var keypt. Bakkafoss er nú á leið til Englands með ferskan fisk. Tóhgæslan handtók Georg Þór; i Þorlákshöfn. Tohgæslunni höfðu boríst upplýsingar um smyghð. Georg Þór var á sendiferðabíi merktum Olís. í bílnum var tais- vert magn af smygli, 840 lítraflösk- ur af Smimoff-vodka, átta þriggja pela flöskur af Smirnoff, 150 karton af Winston-sígarettum og 10 fjöru- tiu rása talstöðvar. Við frekari rannsókn í Vest- mannaeyjum fundust 336 iítra- flöskur af vodka í innsigluðum gámi. í vörugeymslum fannst síðan meira smygl. Það kom ekki með Bakkafossi til Vestmatmaeyja. Georg Þór hefur einnig játað aðhd að því smygh. Grunur leikur á að ekki séu öll kurl komin til grafar i þessu máh. Á Bakkafossi er u flmm í slending- ar. Þeir eru allir gmnaðir um að eiga aðild að þessu umfangsmikla smygli. Skipverjarnir verða yfir- heyröir þegar skipið kemur aftur til íslands. Lögreglunni á ísafirði barst kæra um nauðgun eða nauðgunartilraun á sunnudag. Verknaðurinn á að hafa verið framinn í byggðarlagi nærri ísafirði. Bæði konan, sem kærir, og maöur- inn, sem er kærður, voru undir áhrif- um áfengis aðfaranótt sunnudagsins. Lögreglan hefur yfirheyrt þá sem tengjast máhnu. Ekki þótti ástæða th -'*handtöku. Lögregla varð að óska eftir aðstoð slökkvihðs um klukkan þrjú í nótt til að slökkva í rusli sem hafði verið kveikt í við Kaffivagninn á Granda- garði. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Skemmdir urðu ekki á Kaffivagnin- ►um. Veðrið á morgun: Bjart veður suðaustan- lands Norðvestanátt, víða kaldi eða stinningskaldi um landið austan- vert en gola vestanlands. Rigning á Norðaustur- og Austurlandi fram eftir degi en annars yfirleitt þurrt. Bjart veður suðaustan- lands. Hiti 6-10 stig norðantil en 10-15 syðra, hlýjast á suðaustur- landi. Skákmótið á Manila: Jóhann réttir úr kútnum Jóhann Hjartarson hefur aðeins rétt úr kútnum eftir slæma byijun á mUUsvæðamótinu í skák á Manila á Fihppseyjum. Eftir 9 umferðir er hann með \'h vinning eftir að hafa gert jafntefh við Margeir Pétursson í 8. umferð og unniö Bretann Chandl- er í þeirri níundu. Margeir er með 3'á vinning og jafnteflislega biðskák við Rúmenann Mavin. Þrír Sovétmenn deUa með sér efsta sætinu á mótinu með 6'A vinning: Gurevich, Ivanchuk og Gelfand. Tefldar verða 13 umferðir og lýkur mótinuálaugardag. -hlh Tap á Rokkskógum: „Gefumst ekki upp“ Samvinna tónlistarmanna um skógræktarátak gekk ekki upp því tap varð á tónleikum sem haldnir voru af því tilefni nú fyrir skömmu. Ekki fékkst uppgefið hversu mikih fjárhagsskaðinn var en forsvars- menn tónleikanna koma til með að bera hann aUan. „Við gefumst ekki upp og ætium að gera Rokkskóga að nokkurs konar klúbbi þar sem lifandi tónlist verður gert hátt undir höfði og góð málefni verða studd,“ ságði Kristinn Sæ- mundsson sem að tónleikahaldinu stóð. Áætlað var að fylla hölhna en hún tekur 4500 manns. Ekki mættu nema um 2500 manns og fór kostnaður einnig fram úr hófi. Ekki verða því gróðursett tré í reit tónlistarmanna nú, eins og til stóð, en forsvarsmenn vona að úr rætist í framtíðinni. -tlt Félagsdómur: Málið gegn Ölafi þingfest í dag Forsvarsmenn Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands íslands gengu á fund ráðherra i gær til að ræða um aðgerðir til að halda verðbólgunni innan rauðu strikanna svonefndu. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, heilsar hér Jóni Baldvini Hannibalssyni utanrikisráðherra. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra bíður með útrétta hönd en Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, er sloppinn í gegn. DV-mynd GVA Deila BHMR og ríkisins verður þingfest í félagsdómi í dag. Það þýðir að stefnan er lögð fyrir dóminn í dag og verður þannig að máh. Það er Félag íslenskra náttúrufræðinga sem stefnir Ólafi Ragnari Grímssyni fiár- málaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Friðgeir Björnsson yfirborgardóm- ari sagði að fundað yrði á morgun með deUuaðUum um úrskurðar- nefndina. í nefndina á að tilnefna einn frá ríkinu, einn frá BHMR og oddamaður skal skipaöur af yfir- borgardómara. -pj Jl vnabriel /Áf HÖGG- i DEYFAR Verslið hjá fagmönnum varahlutir Hamarshöfóa 1 67-67-44 Kgntucky Fned Chicken Faxafeni 2, Reykjarík Hjallahrauni 15, Hafnarfírði Kjúklingar sem bragó er aö Opið alla daga frá 11-22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.