Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1990, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SÍMI (91J27022-FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Heimsmeistarakeppnin Tugir þúsunda landsmanna voru sem limdir við sjón- varpstækin, þegar Vestur-Þjóðverjar og Argentínumenn kepptu til úrslita í heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu í fyrradag. Fátt hefur gripið menn meira en þetta, þótt íslendingar væru ekki að keppa. Vikum sam- an hefur geysilegur fjöldi landsmanna fylgzt náið með þessari keppni. í öllum heiminum er tahð, að aht að hálfur annar mUljarður manna hafi fylgzt með úrshta- leiknum í beinni útsedingu. Þessi mikh íþróttaáhugi er hagstæður. íþróttir eru einmitt það, sem helzt getur varið ungu kynslóðina skemmdum. Hér á landi á það einnig við. Keppni eins og þessi örvar ungu kynslóðina til boltaleikja. Krakkamir sækja hetjur sínar í raðir afburða-knattspyrnumanna. Að vísu em í heiminum aðrar íþróttir stundaðar meira en knattspyrna. Og oft ber í fréttum lítið á almenningsíþróttunum. En við hljót- um að gleðjast yfir þeim feiknarlega áhuga, sem lands- menn sýndu nýafstaðinni heimsmeistarakeppni í knatt- spyrnu. Vestur-Þjóðveijar unnu sigur, og var það verðskuld- að. Lið þeirra var betra ahan leikinn, en þó ber þess að gæta, að hðin léku með alls óhkum stíl. Argentínu- menn, fyrrverandi heimsmeistarar, byggðu á sterkri vörn og skyndisóknum upp úr henni. Þeir reyndust því oft hættulegir, þótt atlögur þeirra yrðu mun færri en Vestur-Þjóðveija. En aht mótið höfðu Argentínumenn komizt áfram að miklu leyti á heppni. Tími var th kom- inn, að heppninni lyki. Þá er dómgæzla auðvitað mjög erfið við þessar aðstæður. Dómarar höfðu fyrirmæh um að vera strangir. Það fórst þeim misjafnlega úr hendi. í úrshtaleikunum var mönnum vísað af velli í fyrsta sinn í sögu úrshtaleikja í heimsmeistarakeppni í knatt- spyrnu. Vestur-Þjóðveijar sigruðu með mjög umdeildri vítaspymu, sem þó átti rétt á sér. Áður hefðu Argentínu- menn hæglega getað fengið vítaspyrnu, sem hefði breytt gangi mála, en fengu ekki. Slík mannanna verk eru auðvitað umdeilanleg. En okkur finnst engu að síður, að betra hðið hafi sigrað. Og þá er ekki ástæða th að kvarta. Maradona, sem margir telja bezta knattspyrnu- mann heims, gagnrýndi alþjóðlega knattspyrnusam- bandið eftir leikinn. Hann sagði, að dómarinn hefði far- ið eftir fyrirmælum þess og því látið Argentínumenn tapa. Þetta er tvímælalaust rangt. Dómarinn gerði sitt bezta. Hinn sami Maradona hefur ekki ahtaf farið að reglum, th dæmis þegar hann hefur skorað eða varið með höndunum og sloppið. Það gerðist ekki nú. Nei, við getum vel unnt Vestur-Þjóðveijum sigursins í þessari keppni, sem hafði svo mikh áhrif í heimsbyggðinni. Vestur-þýzku knattspyrnumönnunum er nú fagnað sem þjóðhetjum. Þýzka þjóðin gleðst innhega. Máhð kemur th umræðu, þegar stjómmálamenn hittast, eins og í gær. En vel er, að þetta skuli vera Þjóðveijar. Þýzka þjóðin hefur verið mikið í fréttum. Þar er nú sameining á dagskrá, svo að brátt munum við væntanlega sjá eitt þýzkt hð á íþróttamótum, ekki Vestur-Þýzkaland sér og Austur-Þýzkaland sér. Aht hefur þetta stórpóhtískt ghdi. Við þessar aðstæður, þegar hluti Þýzkalands er að hrista af sér okið, höfum við einmitt meiri ástæðu th að fagna með sigurvegurunum í heimsmeistarakeppn- inni. Og ungir íslendingar hafa gott af að veita Þjóðverj- um sérstaka athygli. Sigurinn var hagstæður. Haukur Helgason rss" iiiiiK 11 wmrr* ffw-i * »É . ... QEnMHtJ't H. 5^3 ill' éM *. I., í 1 éM ■ ■ r 3 *%. I \ 18 Kvennalistinn er bylting I hugsun og vinnubrögðum, segir m.a. i greininni. - Þingflokkur Kvennalistans á fundi ásamt starfskonu. Fjöregginu varlega velt Kvennalistinn er nýstárlegastur og merkilegastur alls þess, sem gerst hefur í íslenskum stjóm- málum í áratugi. Hann er bylting í hugsun og vinnubrögðum. Hann hefur gefið hundmðum og þúsundum kvenna nýja von, ekki bara hér á landi, heldur víða um heim. Kvennaiistinn er fjöregg okkar, sem í þessari hreyfingu störfum. Það er því ekki að furða, þótt okkur sé annt um afkvæmiö og vifj- um sýna varkárni í þróunarferlin- um. Framtíðarsýn Engu að síður er það von og trú okkar flestra, að einhvem tíma í framtíðinni verði Kvennalistinn ekki lengur til í núverandi mynd, heldur verði hugmyndafræði okk- ar og vinnubrögð uppistaða og ívaf í víðtækri hreyfingu, þar sem kon- ur og karlar geta unnið hlið við hlið af gagnkvæmri tillitssemi og virðingu hvert fyrir annars for- sendum, menningu og sjónarmið- um. Sennilega treystir engin sér til þess að meta, hversu íjarlæg þessi framtíðarsýn er, og sumar em vissulega óþohnmóðari en aðrar. En kvennaUstakonur hafa gert nokkrar varfærnislegar tilraunir í þessa átt, sem við eigum að geta lært af og nýtt okkur. Til einnar sUkrar tilraunar var stofnað á Sel- tjamarnesi nú í vor. Sú var raunar ekki ákveðin með miklum fyrir- vara, hún var býsna ómarkviss og jafnvel háskaleg! Nýttafl Á Seltjamarnesi háttar svo til, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráð- ið þar lögum og lofum í um 3 ára- tugi og lengst af með mikinn meiri- hluta í bæjarstjórninni, sem í em nú 7 manns. Þykir mörgum tími til kominn að gefa honum frí og breyta um áherslur í stjómun bæj- arins. Hugmynd um sameiginlegt fram- boð gegn Sjálfstæðisflokknum kom fram snemma ársins, en kvenna- Ustakonur komu mjög lítið við sögu fyrr en eftir aUnokkra fundi fuU- trúa óháðra og annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins. Það var því dálítið búið að leggja Unur og m.a. ákveða að hafa opið prófkjör tU að raða á Ustann. í því fólst auðvitað aðalháskinn. Stofnað var félag um þetta fram- boð, Bæjarmálafélag Seltjamar- ness. Það er mjög mikilvægt atriði, því þama er gerð tilraun tUaðrjúfa flokksböndin og skapa nýtt afl. Ábyrgð og skyldur fuUtrúanna eiga að vera gagnvart þessu félagi fyrst og fremst, en ekki gagnvart flokk- unum, sem þeir kunna annars að vera starfandi í. KjáUarinn Kristín Halldórsdóttir starfskona Kvennalistans Kvennasigur 13 manns buðu sig fram í próf- kjörinu, 7 karlar og 6 konur. Niður- staöan var mjög athyglisverð, því konur urðu sigurvegarar í þessu prófkjöri, röðuðust í 4 efstu sætin. Síðan var reyndar skipt út í 4. sæt- inu, en það er önnur saga. Við kvennalistakonur urðum þess var- ar, að mjög margir htu á þessa nið- urstöðu prófkjörsins sem sér- stakan sigur og viðurkenningu fyr- ir Kvennalistann, og ég er raunar þeirrar skoðunar, að það traust, sem konum er sýnt í auknum mæh, m.a. á þennan hátt, sé fyrst og fremst starfi Kvennalistans að þakka. Það er einnig ánægjulegt og at- hyghsvert, að alls staðar þar sem kvennahstakonur tóku þátt í sam- eiginlegu framboði, þá tryggðu þær kjör kvenna í viðkomandi bæjar- stjómir. Þar með er auðvitað ekki tryggt, að allar þessar konur hafi svifið inn með kvenfrelsisandann í nösunum, en vonandi undir áhrif- um! Sigur og tap Sameiginlegu framboðin reynd- ust engin sigurleið að þessu sinni, hvorki á Seltjarnarnesi né annars staðar. Nýja afhö vann þó, að mín- um dómi, sigur í kosningabarátt- unni, en tapaði í kosningunum sjálfum. Úrshtin voru vonbrigði, en þó merkileg að því leyti, að eftir þessar kosningar sitja 5 konur og 2 karlar í bæjarstjórn Seltjamar- ness, og sama hefði oröið uppi á teningnum, þótt við hefðum fengið 3 fulltrúa, en sjálfstæðismenn 4. Þetta sýnir alténd sókn kvenna í bæjarmálunum þar. Spurningunni um það, hvort þessi leið skilar raunverulegum árangri, verður ekki svarað fyrr en að 4 ámm liðnum. Þá verður kom- ið í ljós, hvort menn reynast hoh- ari gamla flokknum sínum eða þessu nýja sameignlega afli, þegar um bæjarmáhn er að tefla. Um stefnumálin hefur enginn ágreiningur verið. Áhersla á vemdun umhverfis, umönnun ungra og aldraðra og bætt mannleg samskipti em meginatriðin, og er hugur í fólki að hafa áhrif til úr- bóta næstu árin, þótt valdahlut- fölhn séu óhagstæð. Samstarfið hefur gengið vel, menn umgangast af tíhitssemi, og vandmál hafa ver- ið leyst með lempni og samstarfs- vilja. Ótti við hið óþekkta? Við getum svo velt vöngum á ýmsa vegu út af úrslitum kosning- anna. Sjálfstæðismenn lágu á því lúalagi að reyna aö smyrja óvin- sældum ríkisstjórnarinnar á mót- frambjóðendur sína. Á Seltjarnar- nesi, eins og víöast hvar á höfuð- borgarsvæðinu, galt þetta nýja afl ömgglega fyrir „frændskapinn“ við ríkisstjórnina, og þessi óverð- skuldaði ríkisstjómarstimpill var í rauninni það, sem var kvennalista- konum óþægilegast við þetta sam- starf, því margt fólk setur ósjálfrátt og vanhugsað jafnaðarmerki þama á mihi. Fyrst og fremst átti þó þetta nýja afl við að etja rótgróna íhalds- semi og vantrú fólks á einhverju nýju og ókunnugu. Framtíðin sker úr um, hvort tekst að breyta því viðhorfi. Eitt vh ég svo taka fram að lok- um, sem er alveg heiðskírt í mínum huga: Sveitarstjórnarmál og lands- mál em sinn hvor handleggurinn og aht önnur lögmál, sem gilda í landsmálapólitík en sveitarstjóm- armálum. Sameiginlegt framboð á landsvísu kemur því ekki th áhta að mínum dómi. Nýtt afl í lands- málapólitík á örugglega langt í land. Kvennalistakonur hafa þegar hafið undirbúning að framboði í öllum kjördæmum fyrir næstu al- þingiskosningar. Kristín Halldórsdóttir „Sameiginlegt framboð á landsvísu kemur því ekki til álita að mínum dómi. Nýtt afl í landsmálapólitík á örugglega langt í land.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.