Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Blaðsíða 12
12 Spumingin ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1990. Hefurðu aðgang að gervihnattasjónvarpi? Sigurður Kristjánsson pipulagn- ingam.: Nei, því miður. Það væri ágætt að hafa það líka. Heimir Guðmundsson pípulagn- ingam.: Nei, sem betur fer. Allt hitt er nóg og meira en það. Guðný Hákonardóttir húsmóðir: Nei, og langar ekki til þess. Stöðvarnar tvær eru meira en nóg fyrir mig. Þóra Magnúsdóttir bóndakona: Nei, ég bý uppi í sveit og sleppi því alveg. Ásgeir Sigurðsson nemi: Nei, en ég myndi gjaman vilja þaö. Konráð Bjarnason fræðigrúskari: Nei, og það sem ég hef er ærið. Lesendur__________________‘____________________________________dv Síldarsöltunarævintýri lýkur: H ver er ástæðan? brætt og þá var að vísu ekki komin sú tækni sem nú er notuð. - En í matvælaiðnaði má tæknin aldrei vera svo mikil að hún fari langt út fyrir og upp fyrir það sem maðurinn getur best gert með höndunum ein- um. Það má aldrei kasta höndunum tíl neins í matvælaiðnaði. það er dauðadómur yfir vörunni og þeim sem selja hana. Nú sér maður að í stað þess að salta í tunnur með gamla laginu, þegar stúlkumar röðuðu vandvirknislega hverju síldarlaginu ofan á annað og söltuðu á milli, þá er nú hreinlega „sópað“ af borðunum niður í tunn- urnar og þaö gefur auga leiö að hér er ekki vandvirkninni fyrir að fara og síldin því ekki í því formi sem áður var þegar tunna er opnuð. - Nú getur vel verið að Rússum sé al- veg sama í hvaða ástandi síld í tunnu sé, bara að þeir fái síld. En hér er atriði sem mér finnst tilheyra for- kastanlegum vinnubrögöum svo ekki sé meira sagt. Og úr þvi að spurt er um ástæður þess að Sovétmenn kaupa ekki síld og uppi era getgátur í því sambandi er ekki úr vegi að líta nú einu sinni í eigin barm og þá einnig með tilliti til framtíðarinnar ef við ætlum að halda áfram að framleiða matvæli fyrir aðrar þjóðir. - Þau tilvik hafa nefnilega komið upp sem sýna aö við höfum einfaldlega ekki verið barn- anna bestir þegar kemur að frágangi og flokkun matvæla til útflutnings. „Einn af gamla skólanum" skrifar: Maður er aö lesa og heyra um þau áhrif sem skapast kunna ef engin saltsíld verður lengur seld til Sovét- ríkjanna og útflutningsverðmæti fyrir hundrað milljóna króna tapast. Þarna er auðvitað um tap að ræða fyrir allt þjóðarbúið, ekki bara út- flytjendur sjálfa, heldur líka allt það fólk sem þama missir tekjur af vinnu við söltun og aörar tengda starfsemi. Þetta er alvarleg staða og ekki eru allir jafntrúaðir á að efnahags- ástandið í Sovétríkjunum sé eina skýringin á því að nú allt í einu eru þessi viðskipti stöðvuð einhliða. Þar í hópi er t.d. sjávarútvegsráðherra. Hann telur að hér geti verið eitthvað annað á seyði en bein afleiðing efna- hagsástands eða svo skildist mér á honum í viðtali í sjónvarpinu nú nýveriö. Þegar maöur eins og ég er aö horfa á sjónvarpsfréttir af síldarsöltun nú til dags rifjast margt upp. Þegar síld- in var og hét verðmæti var unnið á dálítið annan máta. Þá var saltað og Raðað eða „sópað“ niður í síldartunnur. - Gamla aðferðin og hin nýja. Hvor er vænlegri til árangurs? Skinhelgin í innílutningsbanni: Meira frelsi - bætt lífskjör Islendingar í Irak og Kúvæt: Hallgrímur hringdi: Ég er alveg undrandi á því að'enn skulum við íslendingar reiða okk- ur á aðstoð Svía við að fá lausa þá íslendinga sem enn eru í löndunum Irak og Kúvæt. Ég las fyrir nokkru í lesendabréfi í DV ádrepu frá manni eða konu sem var að furða sig á þessu sama. - Þar var fullyrt aö Svíar hefðu engan áhuga á að koma okkur íslendingum til að- stoöar í þessu máli, þeir hugsuðu um sig fyrst og fremst. - Ég held aö þetta hafi gengi eftir enda eiga þeir nóg meö sig sjálfa. Ég legg nú til, í allri vinsemd, að viö látum reyna á vinskap forsætis- ráðherra okkar og gestgjafa hans í Túnis fyrr á árinu þegar hann heimsótti Yasser Arafat og ræddi viö hann heimsmálin og bauð að- stöðu hér á íslandi fyrir fundahöld. - Ef þetta er ekki raunhæf leiö er þó enn óraunhæfara að biðja Svia um að annast milligöngu um feröa- frelsi til handa löndum okkar i þessura stríöandi ríkjum við Persa- flóann. - Eða þá að senda sérstakan sendimann héðan, líkt og sumar þjóðir hafa gert meö talsverðum árangri. Gáleysi ökumanna Grímur skrifar: Nú er lag til að koma málum land- búnaðarins í viðunandi horf. Þegar á döfinni eru viðræöur um áhrif sam- komulags um viöskipti með búvörur á alþjóðamarkaði eigum við íslend- ingar eins og aðrir að nota tækifærið og stilla þessu vandamáli okkar, landbúnaðinum og styrkjunum til hans, upp á borðið, skoða það frá öllum hliðum og fara þá leið sem fólkið sjálft vill, afnema innflutn- ingsbann á t.d. unnum'kjötvörum, ostum, jógúrt, smjörlíki og jafnvel smjöri. - Þetta er allt hvort eð er flokkað undir iðnaðarvörur. Bændasamtökin hafa alltof lengi litið á alla hagræðingu í landbúnað- armálum sem hættulegt skref sem ekki megi stíga. Þegar talaö er um að gefa eftir í innflutningi land- búnaðarvara er ekki verið aö tala um algjörlega óheftan innflutning á öll- um vörutegundum hverju nafni sem nefnast. - Það dettur t.d. engum í hug að hagkvæmt sé að flytja inn ný- mjólk frá útlöndum hingað til lands eða þá nýjan ijóma. Kúabú landsins geta hæglega annast þann þátt. Það er kindakjötið sem er stærsti agnú- inn í markaðsmálum landbúnaðar- ins og það vita allir. Skinhelgin er hins vegar orðin svo mikil að inn- flutningsbanni á allar landbúnaðar- vörur er haldið til steitu til að verja þjóðhagslega óhagkvæman sauðfjár- búskap. Hvernig getum við íslendingar ætl- ast til að geta flutt út kindakjöt til annarra þjóða eða aðrar landbúnað- arafurðir en banna innflutning á þeim hingað? Viö seljum aðrar vörur héðan, þ.á m. ýmsar iönaðarvörur, má þar t.d. nefna sælgæti. Hefur nokkrum dottið í hug að banna inn- flutning t.d. á súkkulaði? Allur inn- flutningur á erlendum landbúnaðar- afurðum, t.d. unnum kjötvörum, raskar á engan hátt hagsmunum bænda, eykur aðeins samkeppni vinnslustöðva og gefur nýjar hug- myndir um frágang varanna og allt er þetta til hagsbóta fyrir neytendur sem borga að lokum. Konráð Friðfinnsson skrifar: Á hveiju ári fara bifreiðar íslend- inga í eftirlit. Þar er öryggi þeirra kannaö. Lengst af framkvæmdi ríkið þessar skoðanir. í dag eru þær í höndum einkaframtaksins. Hinir nýju eigendur lofuðu viðskiptavin- um sínum betri þjónustu og Uka því að gjaldiö myndi lækka. Að vísu hækkaði verðið en það er önnur saga. Því er samt ekki aö neita að athugunin er mun ítarlegri núna en hún var hér fyrrum. Vitaskuld á ör- yggisbúnaður sérhvers skijóðs að vera í toppstandi. - Og það er hann í flestum tilfellum, held ég. En kemur hiö árlega eftirlit í veg fyrir siys? Mættu ekki að skaðlausu líöa tvö, jafnvel þrjú, ár á milli þess sem bifreiðarnar koma inn til athug- unar? Það hlýtur að vera gerlegt með tilkomu svo fullkomins búnaðar og þeim sem er innan veggja hins nýja fyrirtækis, Bifreiðaskoðunar Is- lands. - Hve mörg óhöpp er unnt að rekja beint til skyndilegrar bilunar í t.d. hemlabúnaði, stýrisbúnaði, o.s.frv? - Ég er nefnilega dálítið smeykur um að þau skakkafóll megi telja á fingrum annarrar handar. Bíllinn er nefnilega traust farartæki ef grannt er að gáð. En hvers vegna þá öll þessi óskap- legu umferðarslys, er leggja svo marga í gröfina og raun ber vitni? spyr maður sjálfan sig. - Fyrst og fremst vegna gáleysis ökumannanna sjálfra. Þeir meta aðstæður ekki rétt hveiju sinni. Þeir aka á hraða er þeir ráða engan veginn við, fyrir ut- an það að taka stórhættulega áhættu. Auk þess er bifreiðaeign landsmanna orðin alltof mikil. Sem dæmi um það nefni ég að fyrir 20 árum þótti það öruggt merki um vel stæðan aðila, ef tveir bílar sáust standa á hlaðinu. - í dag er hins veg- ar annað uppi á teningnum. Á bif- reiðastæði venjulegs alþýðuheimilis er ekkert tiltökumál þótt maður sjái þijá nýlega bíla vera þar til staðar. Hvað er til ráða? Hér er stórt spurt. Eitt ráðið er t.a.m. það aö hækka ökuprófsaldurinn í 21 ár, hið minnsta. Leyfa krökkunum að kom- ast almennilega upp úr sandkössun- um. - Annað gott ráð gef ég einnig. Það er að venja sig á að gefa sér nægan tíma þegar halda skal út á vegina og skilja stressið og vonda skapið eftir niðri í skjalatöskunni. - Þá aukast líkumar á að skila heilu tæki heim í hlað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.