Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 15. MARS 1991. 11 dv Merming Úr myndasögu Freydísar Kristjánsdóttur, „Leiðin“. Tvíhöfða GISP Annað tölublað myndasögublaðsins GISP („guðdómleg innri spenna og pína“) er nú komið til skjalanna, tvíhöföa eins og þursarnir í ævintýrun- um, sem er kannski við hæfi. Öðrum megin hryggjar er alvörugisp, hinu megin er gervigisp, það sem útgefendur kalla raunar „svindlforsíðu" með hæfúega misvísandi upplýsingum um innihald. Að öðru leyti er útlit GISPS og innihald lítt breytt frá fyrsta tölublaði nema hvaö blaðið er nú heftað í kjölinn, ekki límt, sem stuðlar að sam- heldni þess. Þorri Hringsson heldur áfram að segja frá Teddy Trans- former, Þórarinn B. Leifsson þróar áfram fyrirbæri sem hann sjálfur nefnir „geð-gildru-myndasöguna. Frásagnarlist sem miðar að því að gera lesandann veikan á geði. Greind er brotin niður með ruglingslegum sögu- þræði. Sjúkdómurinn þróast stig af stigi...“ Þeir Halldór Baldursson, Ólafur J. Engilberts, Jóhann L. Torfason og Bjarni Hinriksson halda sömuleiðis uppteknum hætti. Kaldhæðni og efasemdir Af nýju fólki má nefna Freydísi Kristjánsdóttur, sem byggir myndasögu á þekktum málverkum og geta lesendur spreytt sig á að þekkja frummynd- irnar, Helga Þorgils Friðjónsson listmálara, sem lætur GISP í té þrjár teikningar og örsögu, og Helenu Guttormsdóttur, sem býr til slitrótta örlagasögu með ljósmyndum af barbídúkkum. Ber að fagna aukinni þátt- töku kvenna í íslenskri myndasögugerð. Lesmál er meira í þéssu tölublaði en þvííyrsta, þökk sé Sigurði Ingólfs- syni sem skrifar um „endurkomu Batmans“. í framtíðinni mætti einhver kvikmyndaspekúlant (en af þeim er hér yfrið nóg), skrifa um myndasögu- Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson fígúrur á hvíta tjaldinu fyrir GISP (Lil Orphan Annie, Popeye, Dick Tracy, Batman, Spiderman, o.fl. o.fl.). Höfundarnir í GISP hafa að vísu ólíkan teiknistíl en heimssýn þeirra er kannski ekki svo ýkja ólík þegar grannt er skoðað. Þeir eru yfírleitt frakkir, kaldhæðnir, meðvitaðir um þjóðfélag og menningu, á kafí í erlendum myndasögum, uppfullir með heilbrigðar efasemdir um það sem þeir sjá og heyra. Afþreyingarefni Þetta er allt gott og blessað en til að auka á íjölbreytnina (og lesendahóp- inn) mætti leita til fleiri starfandi myndlistarmanna eins og Helga Þorg- ils, fá þá til að framlengja hugmyndir sínar um nokkra ramma. Kjartan Guðjónsson heitir til dæmis liðtækur teiknari hér í bæ sem gæti fengið fullkomna útrás fyrir bullandi ofsóknarkennd sína í myndasögum. Ég veit líka að skopteikningin, karikatúrinn, er allt önnur grein á þess- um meiði en mundi hún ekki samt rúmast innan vébanda GISPS? Ég vildi líka gjarnan fá að sjá sýnishorn af vinsælum myndasögum frá öðr- um löndum, til dæmis Japan, þar sem þær virðast hafa leyst af hólmi allt annað afþreyingarefni. Þar með lýkur þessum tillöguflutningi undirritaös sem ekki má túlka GISP í óhag. Eins og blaðið er samsett ætti enginn að geispa yfir GISPI. LITPRENTUM kosninga- og landsmálablöð í dagblaðaformi Einnig hvers konar önnur prentun • Fljót og góð afgreiðsla - Vönduð vinna I - Hagstætt verð - Leitið tilboða • PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIDL UNA R HF. DV-húsinu Þverhoiti 11 - sími 27022 Þú hringir... Við birtum... Það ber árangur! Smáauglýsingadeildin er i Þverholti I I Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 68 55 WliM/ff

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.