Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. rynr utíbid ueiwöNuuu i iivem vnsu yiciuaai krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: FÖSTUDAGUR 15. MARS 1991. Eldhúsdagsumræöur: Verðbólgan 5,3 prósent “ Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagði í eldhúsdagsum- ræðunum í gærkvöldi að veröbólgu- hraðinn mældist nú aðeins 5,3% mið- að við heilt ár. Hann sagði að Sjálf- stæðis- og Alþýðuilokkur döðruðu við aðild að Evrópubandalaginu en hætta yrði á að erlendir aðilar gætu þá keypt hér upp dali og tjöll. Friðrik Sophusson (S) sagði að við ættum ekki að útiloka fyrirfram að til aðildar að EB gæti komið. Ef fram héldi eins og horfði nú yrði ísland eitthvert fátækasta ríkið um alda- mótin. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði að algert skilyrði fyrir aðild að Evrópska efna- hagssvæðinu væri að íslendingar ^varðveittu algert forræði. Álmálið var mikið rætt og sagði Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra að greiða þyrfti ungri 4ra manna íjöl- skyldu tvær milljónir króna ef bæta ætti upp hugsanlegan missi álvers- ins. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra sagði Alþýðubandalagið vera andvígt eiturspúandi verk- smiðjum erlendra stórfyrirtækja. Guðrún J. Halldórsdóttir (Kvenna- lista) sagði fásinnu að átelja það aö minnihlutinn nýtti sér rétt til að ræða málin af kostgæfni. Júlíus Sól- *nes umhverflsráðherra sagði að ís- lendingar þyrfti ekki að óttast að miðstýring Evrópu frá Brussel gengi upp. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra og fleiri ráðherrar ræddu þá gerbreytingu sem orðið hefur á afkomu sjávarútvegsins sem hefur snúist frá tapi í það að hagnaður er af öllum helstu greinum. -HH FiskvmnslufóLk: Stefntaðvíðtæku verkfalli 20. mars „Við höfum verið í sambandi við . fiskvinnslufólk alls staðar að á landinu og við stefnum að því að sem flestir taki þátt í vinnustoppinu þann 20. marsnæstkomandi," segir Guðný Björnsdóttir, fiskverkakona á Skaga- strönd. „Það skýrist á næstu dögum hversu víðtækt verkfallið er en konur í öllum landshlutum hafa sýnt verkfallinu áhuga. Ég, Guðný og Anna Þorleifs- dóttir á Skagaströnd höfum skipt liði við að hringja í trúnaðarmenn kvenna í frystihúsum annars staðar á landinu tíl að fá þær til að vera með,“ segir Vagna Sólveig Vagns- dóttir, fiskverkakona á Þingeyri. „Með verkfallinu erum við ekki að fara fram á hærri laun heldur það að skattleysimörk fólks í fiskvinnslu ■"verði lækkuð til samræmis við það sem sjómenn hafa,“ segir Vagna. -J.Mar LOKI Leyfum Hjörleifi aðtala alla helgina! Onnur löng ræða Hjörleif s í dag? „Ég tek allan þann tíma sem ég tel mig þurfa við umræðumar um lánsfiárlög í dag. Ég vil engu spá um hve löng ræða mín veröur, það verður bara að koma í Ijós,“ sagöi , Hjörleifur Guttormsson alþingis- maður 1 samtali við DV í morgun. Lánsfiárlögin koma til umræðu í neðri deild Alþingis í dag. í þeim em mjög stórir þættir sem snerta álmáliö. Þar er gert ráð fyrir háum upphæðum til að kaupa land á Keilisnesi og Landsvirkjun fær heimild til að taka lán upp á 800 milljónir króna vegna Fljótsdals- virkjunar sem er í beinu sambandi við álverið. „Það reynir ekki siður á þessa glímu Hjörleifs Guttormssonar og Jóns Sigurðssonar í sambandi vil álmálið þegar lánsfiárlög koma tíl umræðu i dag. Það er því erfitt að segja til um hvort þinglausnir geta orðið í dag eða hvort haldið verður áfram í alla nótt og þinglausnír verða á morgun. Nú, það kemur svo sem til greina, ef allt um þrýt- ur, að halda áfram á mánudag. Lengur held ég að ekki sé hægt aö halda þingmönnum enda allir komnir í kosningaham,“ sagöi Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra í morgun. Aðspurður hvort það væri óum- flýjanlegt að Ijúka umræðu um þingsályktunartillögu iðnaðarráð- herra um álmálið? ' „Það er i þýðuflokknum. Hitt er annað aö heimildirnar í lánsfiárlögum tíl ál- málsins eru miklu mikilvægari en þingsályktunartillagan, þær eru í raun og veru kjarm málsins. Þess vegna er ekki nokkur leið fyrir mig að segja til um þaö á þessari stundu hvenær þinglokin veröa,“ sagði Steingrímur Hermannsson. -S.dór Brotist inn í hval báta við Ægisgarð Brotist var inn í tvo hvalbáta við Ægisgarð í gærdag. Hurðir voru brotnar upp og rótað til í skúffum og hirslum í herbergjum skipsfióra og stýrimanna í Hval 8. Það sem var í skúffunum lá á gólfinu þegar að var komið. Talið er að þjófurinn eða þjóf- amir hafi verið að reyna að komast í lyfiabirgðir skipsins. Máliö er í rannsókn hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins. Talið er að inn- brotin hafi átt sér stað á milli klukk- an sjö í gærmorgun og þar til klukk- an fiögur síðdegis í gær. Vaktmaður er aðeins á nóttunni við skipin sem liggja fiögur samsíða við hafnar- bakkann. Þegar komið var á vettvang í gær var stórt útborað gat á hurð í Hval 6. Þar er þó ekkert verðmætt inni því það skip sökk í höfninni fyrir nokkr- Borað var stórt gat á hurð Hvals 6. DV-mynd GVA um árum. í Hval 8 voru skemmdar- verk unnin á hurðum. Engar lyfia- birgðir eru um borð í hvalbátunum. -ÓTT Utgerðarfélag Akureyringa hf.: Fjöldauppsagnir sjómanna? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Þetta eru stúlkurnar sem taka þátt í keppninni um fegurðardrottningu Reykjavfkur i kvöld. í öftustu röð talið frá vinstri: Svava Haraldsdóttir, Guð- rún Olga Gústafsdóttir, Rakel Haraldsdóttir, Ester Ósk Erlingsdóttir og Sigur- veig Guðmundsdóttir í fremri röð talið frá vinstri Kolbrún Petra Gunnars- dóttir, Kolbrún Heba Árnadóttir og Halla Björg Björnsdóttir. DV-mynd Brynjar Gauti „Eg sé ekki annað en að fiöldaupp- sagnir sjómanna hjá Útgerðarfélagi Akureyringa séu að skella á, menn eru búnir að missa þolinmæðina," segir Sveinn Kristinsson, varafor- maður Sjómannafélags Eyjafiarðar. Togarar ÚA landa öllum sínum afla til vinnslu á Akureyri og er mun lægra verð greitt fyrir aflann en á fiskmörkuöum að ekki sé talað um ef selt er erlendis. Útgerðarfélagið greiðir sjómönnum sínum 30% heimalöndunarálag en sjómenn telja það ekki nægilegt og vilja að þetta álag hækki í 50%. Útgerðarfélagið hefur ekki svarað þessari kröfu. „Ef það heyrist ekkert í forkólfum ÚA um þetta mál nú næstu daga þá sé ég ekki annað en að mannskapur- inn labbi í land, allir sem einn, og það er stutt í það,“ segir Sveinn Kristinsson. Veðrið á morgun: Él á Vest- fjörðum Á morgun veður austlæg átt, sums staðar allhvöss eða hvöss austanlands en hægari annars staðar. Skýjað verður víðast hvar, síst þó vestanlands. Rigning á Austur- og Suðausturlandi, él á Vestfiörðum en annars þurrt. CjpAG/y^. Q ntlMSENDINGA 1800 "L.u*X A- 8 & TVOFALDUR1. vinningur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.