Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 15. MARS 1991. íþróttir Hrun í síðari hálfleik - þegar ísland tapaöi fyrir Ítalíu, 18-14, á heimsmeistaramótinu • Guðný Gunnsteinsdóttir, fyrirliði islenska landsliðsins, átti góðan leik í gær og skoraði 3 mörk. íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir ítölum, 14-18, í fyrsta leik sínum í C-heimsmeistarakeppninni sem nú stendur yfir á Ítalíu. ísland hafði tveggja marka forystu í leikhléi, 10-8, en í síðari hálfleik gekk ekkert upp hjá liðinu og ítölsku stúlkurnar sigu fram úr og sigruðu örugglega. „Það voru margir jákvæðir punkt- ar í leik liðsins og þá sérstaklega í varnarleiknum. Við lékum vel í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik breytti ítalska liðið um varnaraðferö, lék þá 5:1 vörn og það virtist setja okkar stelpur út af laginu. Ef við hefðum leikið eðlilega í síðari hálfleik þá hefði sigurinn lent okkar megin en ég tel okkur eiga nokkuð inni og þá sérstaklega betri markvörslu,“ sagði Gústaf Björnsson landsliðsþjálfari í samtali við DV. Að sögn Gústafs áttu þær Guðný Gunnsteinsdótti? og Björg Gilsdóttir bestan leik íslenska liðsins. • Mörk íslands: Guðríður Guðjóns- dóttir 4/1, Guðný Gunnsteinsdóttir 3, Erla Rafnsdóttir 2, Ósk Víðisdóttir 1, Halla Helgadóttir 1, Björg Gils- dóttir 1, Inga Lára Þórisdóttir 1 og Svava Sigurðardóttir 1. • Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Portúgal á sunnudag. Portúgal tapaði í sínum fyrsta leik fyrir Finn- landi, 14-16, en í gær sigraði Portúg- al lið Belgíu, 18-16. „Leikurinn gegn Portúgölum leggst ágætlega í okkur. Eins og stað- an er í dag eigum við raunhæfa möguleika á 6 stigum og ef þetta gengur eftir þá er 3. sætið í riðlinum tryggt og leikur um 5. sætið á mótinu sem gefur rétt til þátttöku í B-keppn- inni,“ sagði Gústaf. -GH íslandsmótið í blaki Enn lágu Víkingar töpuðu fyrir baráttuglöðum IS-stúIkum Heldur viröist nú hafa dregið af hinum fyrrumfjallhressu Víkings- stúlkum sera fyrr i vetur virtust nánast ósigrandi. í fyrrakvöld máttu þær þola sitt þriöja tap og nú gegn baráttuglöðum IS-ingum. Það mátti sjá aö öðrum megin nets fór lið, sem hafði til mikils að vinna en hinum megin var lið, sem þegar hafði tryggt sér íslandsmeistaratit- ilinn. Leikurinn var nokkuð jafh fram- an af. Fyrsta hrinan var Víkinga, 15-13, en tvær næstu eignuðu IS- stúlkur sér, 15-10, 15-7. í fjóröu hrinu, 15-5, vöknuðu Víkingar til lífsins og virtust til alls líklegir í oddahrinu. Þær höfðu yfirhöndina fram i miðja hrinu en nýttu illa uppgjafir sínar og slík mistök eru dýrkeypt í úrslitahrinu. Stúdínur unnu 15-12 í hrinunni. Fram - ÍS: 2-3 Framarar léku ágætlega á móti slöppum ÍS-ingum og máttu hinir síðamefndu teljast heppnir að ganga á brott með stigin tvö. Fram- arar unnu í fyrstu tveimur hrinun- um, 15-12 og 15-9, og léku á tíðum þokkalega með hinn unga Hreiðar Þór Pálsson í stöðu uppspilara, Nú brugðu ÍS-ingar á það ráð aö skipta um uppspilara og inn á kom Am- grímur Þorgrímsson og við það breyttist leikur liðsins mjög til hins betra. Amgrímur spilaði mjög vel upp og dreif sína menn áfram. Þor- varður Sigfússon komst í gang og þar með voru dagar andstæöíng- anna taldir. Næstu þrjár hrinur áttu ÍS-menn en urðu þó að hafa fyrir sigrum sínum því Framarar voru i. baráttuskapi (15-12, 15-4, 15-10).' -gje FÖSTUDAGUR 15. MARS 1991. Búist við hörkuleik • Fyrirliðar KR og Keflavíkur taka hér léttan sjómann en þeir verða i eldlínunni á sunnudag með félögum sínum. Sigurð- ur Ingimundarson, Keflvíkingur, er til vinstri og Guðni Guðnason, KR-ingur, til hægri. DV-mynd Brynjar Gauti - þegar KR og Keflavlk leika til úrslita 1 bikarkeppni í körfu Hápunktur keppnistímabilsins í körfuknattleik til þessa í vetur verður í Laugardalshöllinni á sunnudaginn þegar KR og Keflavík mætast þar í úr- slitaleik hikarkeppni KKÍ sem hefst klukkan 16. Bæði lið hafa leikið vel í vetur, Kefl- víkingar unnu B-riðil úrvalsdeildarinn- ar og mæta einmitt íslandsmeisturum KR í undanúrslitunum um íslands- meistaratitilinn en KR varð í öðru sæti A-riðils. KR og Keflavik hafa leikið til úrslita á íslandsmótinu tvö síðustu árin. Keflavik hafði betur 1989 en KR í fyrra. Ekki minna metnaðarmál að sigra KR en Njarðvík „Þetta eru áþekk lið að styrkleika. Við byggjum mest á hraðanum en KR-ingar á sterkri vörn og þetta verður spurning um hvort liðið nær að spila sinn leik,“ sagði Sigurður Ingimundarson, fyrirliði Keflvíkinga, í samtali við DV í gær. „Við erum að mæta KR í úrslitaleik þriðja árið í röð og það er alltaf mikil stemmning þegar liðin mætast. Nú orð- ið er það ekki minna metnaðarmál fyrir okkur að sigra KR en að sigra Njárðvík. Það er líka á hreinu að við ætlum ekki að tapa úrslitaleik í bikarkeppninni annað' árið í röð,“ sagði Sigurður en Keflavík beið lægri hlut fyrir Njarðvík í bikarúrslitunum í fyrra. Úrslitin ráðast á lokamínútunni „Það eru alltaf miklar rimmur þegar við mætum Keflavík og þetta eru það jöfn lið að ég býst við að úrshtin ráðist á lokamínútunni," sagði Guðni Guðna- son, fyrirliði KR. „Eg er bjartsýnn á okkar gengi því að viö höfum verið að spila vel að undan- förnu. Vörnin hefur verið sterk hjá okk- ur í vetur og sóknarleikurinn hefur smollið í síðustu leikjum. Keflvíkingar mæta sterkari til leiks en áður því Guð- jón Skúlason er með þeim á ný. Hann eykur breiddina og verður okkur án efa erfiður," sagði Guðni. Forsala aðgöngumiða hefst í Keflavík um hádegið í dag og verður þar allan laugardaginn. KR-ingar selja miða í KR-heimilinu á morgun, laugardag, frá klukkan 11 til 14 og þeir verða síðan með strætisvagnaferðir á leikinn frá KR-heimilinu klukkan 15 á sunnudag og heim aftur að leik loknum. -VS Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Skriðustekkur 19, þingl. eig. Andrés Sighvatsson, mánud. 18. mars ’91 kl. 10.45. Uppl)oðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Smiðjustígur 13, hluti, þingl. eig. Ból hf., mánud. 18. mars ’91 kl. 10.45. Upp- boðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík og Eggert B. Ólafsson hdl. Smiðshöfði 1, hluti, þingl. eig. Elín Adolfsdóttir og Ingólfur Sigurðsson, mánud. 18. mars ’91 kl. 10.45. Upp- boðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Smiðshöfði 9, þingl. eig. Garðaval hf., mánud. 18. mars ’91 kl. 10.45. Upp- boðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Smiðshöfði 23, kjallari við Dvergsh., þingl. eig. Sveinn Þ. Jónsson, mánud. 18. mars ’91 kl. 11.00. Uppboðsbeið- andi er Landsbanki íslands. Sogavegur 36, hluti, þingl. eig. Gunnar Jakob Haraldsson, mánud. 18. mars ’91 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka íslands og Landsbanki íslands. Staðarsel 5, þingl. eig. Reynir Ragn- arsson, mánud. 18. mars ’91 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Staðarsel 6, þingl. eig. Gissur Jó- hannsson, mánud. 18. mars ’91 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Stangarholt 5, hluti, þingl. eig. Frið- þjófur Helgason og Guðfinna Sva- varsd., mánud. 18. mars ’91 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Stelkshólar 8, hluti, þingl. eig. Jóna Ström og Guðbjörg Guðmundsdóttir, mánud. 18. mars ’91 kl. 11.15. Upp- boðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Stíflusel 3, hluti, þingl. eig. Stjóm Verkamannabústaða, mánud. 18. mars ’91 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík og Veð- deild Landsbanka íslands. Strandasel 11, hluti, þingl. eig. Stjóm verkamannabústaða, mánud. 18. mars ’91 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Stuðlasel 11, þingl. eig. Þorlákur Her- mannsson, mánud. 18. mars ’91 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Suðurgata, biðskýli, talinn eig. Ami Bergur Eiríksson, mánud. 18. mars ’91 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Suðurhlíð 35, þingl. eig. Magnús Sig- urjónsson, mánud. 18. mars ’91 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Suðurhólar 6, hluti, talinn eig. Elsa Hafsteinsdóttir, mánud. 18. mars ’91 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Iðnlána- sjóður. Suðurhólar 18, hluti, þingl. eig. Bertha Richter, mánud. 18. mars ’91 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Suðurhólar 28, hluti, þingl. eig. Oddný Jónsdóttir, mánud. 18. mars ’91 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur em Gjald- heimtan í Reykjavík, Veðdeild Lands- banka fslands, Tryggingastofhun rík- isins, Ævar Guðmundsson hdl., Toll- stjórinn í Reykjavík og Ólafur Axels- son hrl. Suðurlandsbraut 6, hluti, þingl. eig. Þorgrímur Þorgrímsson, mánud. 18. mars ’91 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Suðurlandsvegur, Selásblettur 9A-B, þingl. eig. Kjartan Ingimarsson, mánud. 18. mars ’91 kl. 14.15. Upp- boðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Svarthamrar 28-36, hluti, talinn eig. Samúel Ingi Þórarinsson, mánud. 18. mars ’91 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Toll- stjórinn í Reykjavík. Svarthamrar 52-54, hluti, talinn eig. Jón Guðnason, mánud. 18. mars ’91 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Svarthamrar 60, talinn eig. Guðný Aðalbjörg Sigurðardóttir, mánud. 18. mars ’91 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Tollstjórinn í Reykjavík. Tangarhöfði 4, hluti, þingl. eig. Óskar M. Alfreðsson, mánud. 18. mars ’91 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Teigasel 4, hluti, þingl. eig. Gunnar N. Bjömsson, mánud. 18. mars ’91 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Torfufell 25, hluti, þingl. eig. Halldóra Friðg. Sigurðardóttir, mánud. 18. mars ’91 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Steingrím- ur Eiríksson hdl. og Guðjón Ármann Jónsson hdl. Torfufell 27, hluti, þingl. eig. Kristín Ellý Egils, mánud. 18. mars ’91 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur em Gjald- heimtan í Reykjavík, Veðdeild Lands- banka íslands og Hákon H. Kristjóns- son hdl. Torfufell 29, hluti, þingl. eig. Jónína Guðrún Ámadóttir, mánud. 18. mars ’91 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Torfufell 50, hluti, þingl. eig. Bryn- hildur Kristinsdóttir, mánud. 18. mars ’91 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em Tollstjórinn í Reykjavík og Gjald- heimtan í Reykjavík. Tómasarhagi 40, hluti, þingl. eig. Guð- mundur Hafþór Valtýsson, mánud. 18. mars ’91 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Hró- bjartur Jónatansson hrl., Fjárheimtan hf. og Tryggingastofium ríkisins. Tryggvagata, Hamarshús, hluti, þingl. eig. Böðvar Sveinbjamarson, mánud. 18. mars ’91 kl. 15.00. Uppboðsbeið- andi er Gjaldheimtan í Reykjavík. BORGARFÚGETAEMBÆTTH) í REYKJAVÍK Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Álakvísl 25, þingl. eig. Haffún Sigurð- ardóttir og Einar Þórisson, mánud. 18. mars ’91 kl. 10.30. Uppboðsbeiðend- ur em Gjaklheimtan_ í Reykjavík, Veðdeijd Landsbanka Islands, Lands- banki Islands, Öm Höskuldsson hdl., Ólafur Axelsson hrl., Ásdís J. Rafnar hdl. og Kristinn Hallgrímsson hdl. Álakvísl 25, þingl. eig. Einar B. Þóris- son, mánud. 18. mars ’91 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur em Fjárheimtan hf., Ásgeir Thoroddsen hrl., Reynir Karlsson hdl., Klemens Eggertsson hdl., Búnaðarbanki íslands, Lands- banki íslands og Tollstjórinn í Reykjavík. Laufásvegur 38, hluti, þingl. eig. Katr- ín Friðriksdóttir, mánud. 18. mars ’91 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur em ís- landsbanki, Valgarður ' Sigurðsson hdl., Landsbanki íslands og Guð- mundur Jónsson hrl. Öldugata 29, 2. hæð, þingl. eig. Sif Gunnarsdóttir, mánud. 18. mars ’91 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur em Veð- deild Landsbanka Islands, Ólafur Gústafsson hrl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Ásgeir Thoroddsen hrl. og Sveinn H. Valdimarsson hrl. BORGARFÓGETAEMBÆTTH) í REYKJAVÍK Nauðungamppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Asparfell 4, 7. hæð B, þingl. eig. Bjöm Hafsteinsson, fer ffam á eigninni sjálfri mánud. 18. mars ’91 kl. 17.00. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbankajslands, Tryggingastofh- un ríkisins, íslandsbanki, Ævar Guð- mundsson hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Bústaðavegur 69, hluti, talinn eig. Þorgrímur Þorgrímsson, fer ffam á eigninni sjálffi mánud. 18. mars ’91 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur em Egg- ert B. Ólafsson hdL Gjaldheimtan í Reykjavík og Bjöm Ólafur Hallgríms- son hrl. Grýtubakki 12, 3. hæð hægri, þingl. eig. Benedikt Pálsson, fer fram á eign- inni sjálffi mánud. 18. mars ’91 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur em Ásgeir Thoroddsen hrl., Andri Ámason hdl., Innheimtustofnun sveitarfélaga og Gjaldheimtan í Reykjavík. Viðarhöfði 2, 02-06, þingl. eig. J.L. Byggingavörur sf., fer ffam á eigninni sjálfii mánud. 18. mars ’91 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur em Jóhannes Al- bert Sævarsson hdl. og Steingrímur Þormóðsson hdl. BORGARFÓGETAEMBÆTTH) í REYKJAVÍK Fjögurfélög eiga moguleika - á sæti 1 úrválsdeild Þegar aðeins tveimur leikjum er ólokíð í 1. deild karla í körfuknattleik eiga enn fiögur lið möguleika á að vinna sér sæti í úrvals- deildinni. Vikverji og Skallagrímur geta unn- iö l. deildina og þar með farið beint upp og UÍA og Akranes geta, auk hinna tveggja, hafn- að í öðru sæti sem þýðir aukaleik við Val um úrvalsdeildarsæti. í lokaumferðinni á laugardaginn mætast þessi fiögur lið í innbyrðisleikjum og það eyk- ur enn spennuna. Skallagrímur og Víkverji leika í Borgamesi klukkan 16 og UÍA maetir Akranesi á Egilsstöðum klukkan 14. Staðan fyrir leikina er þessi: Víkverji............11 8 3 862-805 16 Skallagr............11 7 4 844-745 14 UÍA.................11 7 4 772^739 14 Akranes.............11 6 5 931-913 12 ÍS..................12 6 6 868-825 12 UBK.................12 4 8 845-924 8 Reynir..............12 2 10 888-1059 4 Möguleikarnir sem eru fyrir hendi eru hvorki fleiri né færri en 9 talsins og eru eftirtaldir: • Víkverji vinnur Skallagrím og UÍA vinnur Akranes. 1. Víkverji, 2. UÍA. • Víkverji vinnur Skallagrím og Akranes vinnur UÍA. 1. Vikverji, 2. Akranes. • Skallagrímur vinnur Vikverja með 1-4 stiga mun og Akranes vinnur UIA. 1. Vík- veiji, 2. Skallagrímur. • Skallagrímur vinnur Víkvetja með 5 stiga mun eða meiri og Akranes vinnur UÍA. 1. Skallagrímur, 2. Víkverji. • Skallagrímur vinnur Víkveija meö 1 stigi og UÍA vinnur Akranes. l. Víkverji, 2. Skallagrímur. • SkallagrímurvinnurVíkverja með2-l0 stigum og UÍA vinnur Akranes. 1. Skalla- grimur, 2. Víkverji. • Skallagrímur vinnur Víkverja með 11 stigura og UÍA vinnur Akranes með 1-13 stigum. 1. Skallagrímur, 2. Vikverji. • Skallagrímur vinnur Víkvetja með li stígum og UÍA vinnur Akranes með 14 stig- um eða meira. 1. Skallagrímur, 2. UÍA. • Skallagrimur vinnur Víkveija meö 12 stigum eða meira og UÍA vinnur Akranes. 1. Skailagrímur, 2. UÍA. -VS r 25 Pólverjar til Víðis - tveir pólskir leikmenn koma á sunnudag og verða hj á félaginu til reynslu Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: 1. deildar lið Víðis úr Garði í knattspymu á von á góöum liðs- styrk eftir helgina. Þá eru vænt- anlegir til liðsins tveir pólskir leikmenn og munu þeir verða hjá félaginu til reynslu og ef forráða- mönnum Víðis líst vel á leik- mennina munu þeir klæðast bún- ingi liðsins í sumar. Þetta eru Janus Jakubib, 25 ára sóknar- maður, og Jacek Grybos, sem einnig er 25 ára og leikur ýmist í stöðu varnar- eða og miðju- manns. Koma þeir frá félaginu KKS í borginni Gdansk í Póllandi. „Þetta er happdrætti“ „Það má kannski segja að þetta sé hálfgert happdrætti. Við höf- um ekki séð til leikmannanna og vitum því ekki nákvæmlega um styrk þeirra en erlendir aðilar sem við höfum verið í tenglsum ið hafa gefið þeim góð meömæli. Pólveijarmr eru væntanlegir til landsins á mánudaginn og verða til reynslu hjá okkur til að byija með. Ef þetta eru góðir leikmenn koma þeir til með að styrkja lið okkar til muna í baráttunni á komandi keppnistímabili," sagði Sigurður Gústafsson, formaður knattspyrnudeildar Víðis, í sam- tali við DV. Víðismenn unnu sér sæti í 1. deild að nýju eftir sigurinn í 2. deild á síðasta keppnistímabili. Félagið ætlar sér greinilega stóra hluti og víst er að hinir baráttu- glöðu Garðsbúar ætla sér að halda sæti sínu í 1. deild. Óskar Ingimundarson er þjálfari Víðis. Ystad í undanúrslit - eftir tvo sigra á Redber gslid • Gunnar Gunnarsson átti góða leiki með Ystad gegn Redbergslid. Gunnar Gunnarsson og félagar hans í Ystad eru komnir í undanúr- slit í úrslitakeppninni um sænska meistaratitilinn í handknattleik eftir tvo sigra á Redbergslid. Fyrri leikinn sem fram fór á heimavelli Red- bergslid sigraði Ystad, 23-27. Gunnar skoraði 5 mörk í þeim leik og var útnefndur besti maður Ystad eftir leikinn. í gærkvöldi sigraði Ystad, 21-17, á heimavelli sínum. Staðan í leikhléi var 10-9 en eftir að Ystad haföi gert fimm fyrstu mörkin í síðari hálfleik var sigurinn í höfn. Gunnar skoraði 1 mark og var hann tekinn úr um- ferð stóran hluta leiksins. Ystad mætir Irsta í undanúrslitun- um en Drott mægir sigurvegurunum í leik Savehof og Lugi sem þurfa að mætast í þriðja leiknum. • í gær tryggði Saab, gamla lið Þorg- bergs Aðalsteinssonar, sér sæti í úr- valsdeildinni að nýju. -GH Birgir markahæstur - hefur skorað 28 mörk í þremur leikium Birgir Sigurðsson, línumaðurinn harðskeytti úr Víkingi, er marka- hæsti leikmaður úrslitakeppninnar um íslandsmeistaratitiiinn í hand- knattleik að þremur umferðum lokn- um. Birgir hefur skorað 28 mörk, eða rúmlega 9 að meðaltali í leik, og ekk- ert þeirra úr vítakasti. Víkingar eiga einnig annan marka- hæsta leikmanninn, en röð þeirra efstu er þessi: Birgir Sigurðsson, Víkingi....28/0 Bjarki Sigurðsson, Víkingi....22/0 Petr Baumruk, Haukum..........22/2 Valdimar Grímsson, Val........21/5 Óskar Ármannsson, FH........18/7 Karl Karlsson, Akureyringurinn ungi í liði Framara, er markahæstur í fallkeppninni og hefur eins og Birg- ir gert 28 mörk í fyrstu þremur um- ferðunum. Markahæstir í fallkeppn- inni eru eftirtaldir: Karl Karlsson, Fram............28/5 Páll Ólafsson, KR..............27/8 Halldór Ingólfsson, Gróttu.....26/13 Jóhann Ásgeirsson, ÍR..........21/6 Konráð Olavsson, KR............19/1 Gústaf Bjarnason, Selfossi.....19/2 -VS Stúfar f rá Englandi Guimar Sveinbjömsson, DV, Englandi: Tony Coton, markvörð- ur Man. City, hefur beðið Peter Beardsley hjá Li- verpool afsökunar á að hafa kallað hann svindlara. Coton sagði að Beardsley hefði látið sig falla vísvitandi til að fiska vítaspyrnu en því neitaði Beardsley sem segist aldr- ei hafa stundað þá iðju og ætli sér alls ekki að fara að taka upp á því nú. Ferguson óánægður með leikmenn sína Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var ekki ánægður með sína menn eftir tapið gegn Chelsea um síðustu helgi. Ferguson sagði að frammistaða sinna manna heíöi verið til skammar og þaö væri greinilegt aö margir þeirra væru með hugann við Evr- ópuleikinn í næstu viku og úrslita- leikinn í deildarbikarkeppninni í næsta mánuöi en bætti viö að slíkur hugsunarháttur næöi auðvitað engri átt. Luton í miklum fjárhagsvandræðum Luton Town á nú í miklum fjár- hagsvandræðum og eina leiðin til að leysa málið virðist vera að selja Kingsley Black sem er metinn á eina milljón punda. Luton verður örugg- lega ekki í miklum vandræðum með að selja Black enda eru mörg lið á höttunum eftir honum og má þar nefna West Ham, Sheffield Wednes- day, Everton, Aston Villa og Nott. Forest. Stewart á leið frá Tottenham Paul Stewart, leikmaður Tottenham, mun væntanlega yfirgefa félagið um leið og þátttöku þess í bikarnum er lokið. Það sem ýtir undir þessa frétt er sú staðreynd að Stewart hefur selt hús sitt fyrir utan London og eiginkona hans er farin heim til Blackpool. Stewart kostaði Spurs 1,7 milljón punda á sínum tíma en hefur örugglega lækkað um helming í verði síðan þá. Sovéskur leikmaður dvelur hjá Man. Utd Sovéskur varnarmaður dvelur hjá Man. Utd þessa dagana. Kappinn heitir Andrej Kontschelskis og er Alex Ferguson mjög áhugasamur um að sjá Sovétmanninn í leik. Andrej átti að spila með United gegn Sotuhampton í gærkvöldi en ekkert varð af því þar sem atvinnuleyfið hefur ekki enn borist. Bobby Charlton ekki vinsæll hjá Man. City Bobby Charlton hefur aldrei verið vinsæll hjá áhangendum og forráða- mönnum Man. City og skyldi engan undra. Ekki var það til að auka á vinsældimar þegar fréttist að Charl- ton hefði áhuga á að gerast umboðs- maður tveggja leikmanna City en gömlu hetjunni var sagt hið snarasta að gleyma öllum slikum vangavelt- um og haldi sig fjarri Maine Road. • Birgir Sigurðsson hefur skoraö flest mörk í úrslitakeppninni. Einarfékk rauða spjaldið Einar Einarsson og félagar hans í Vogel-Pumpen töpuðu fyrir Linz, 28-27, í 8 liða úrslitum austurrísku bikarkeppninnar í handknattleik á dögunum. Eftir venjulegan leik- tíma skildu liðin jöfn, 24-24, og í framlengingunni höfðu leikmenn Linz betur og tryggðu sér sæti í undanúrslitunum. Einar varð fyr- ir því óláni að fá að líta rauða spjaldið í byrjun síðari hálfleiks vegna þriggja brottvísana en hann var mjög atkvæðamikill í liði Vog- el-Pumpen, skoraði 3 mörk og var kjölfestan í vörn liðsins. Lið Linz varð á dögunum deild- armeistari en úrslitakeppni 6 efstu liða í deildarkeppninni hefst um helgina og þar verða lið Linz og Vogel-Pumpen í eldlínunni. „Það var mjög svekkjandi að tapa þessum leik gegn Linz, sem undanfarin 3 ár hefur hampað bik- armeistaratitlinum og er talið sterkasta félagslið í Austurríki í dag. Við erum þó nokkuð bjartsýn- ir á komandi úrslitakeppni og ætl- um við okkur að gera stóra hluti,“ sagði Einar við DV. -GH !á Handbolti HK úr Kópavogi styrkti stöðu sína á toppi úrslitakeppninnar í 2. deild karla þegar liðið vann stórsigur á Njarðvík, 29-15, í gær- kvöldi. Þá var einn leikur í fall- keppni 2. deildar. Afturelding sigraöi ÍS, sem þegar er fallið í 3. deild, með 22 mörkum gegn 11. -GH idiuiiuhfBhi 44 '411 i «i íþróttir Sport- stúfar Það þurfti -tvær fram- lengingar tfi að knýja íram úrslit í viðureign Atlanta Hawks og Philadelphia 76ers i bandarísku NBA-deildinni á þriðjudags- kvöldið. Það var 76ers sem að lok- um fagnaði fjögurra stiga sigri. Úrslit á þriðjudag og miðvikudag urðu þessi: Charlotte - Wáshington.....100-103: Miami - LALakers......... 95-102 Atlanta - 76ers..........129-133 Chlcago -Minnesota.......131-99 Houston-Seattle..........93-91 Denver- LA Clippers.....123-126 GoldenState - Indiana...129-117 Sacramento - Boston..... 95-110 Detroit-Chariotte.........94-83 76ers-NYKnicks...... 94-102 Dallas - Seattle..........98-96 Milwaukee-Chicago..........101-102 Utah Jazz -Boston........112-109 Phoenix - Portland..............116-108 LACIippers-SASpurs...... 97-93 Grissom varð fimmti Sú vfila slsgddist inn á lista DV yfir 40 stigáhæstu leikmenn úr- valsdeildarinnar i körfuknatt- ieik, sem birtist í miðvikudags- . blaðinu, að heil 99 stig vantaði hjá Vaismanninum David Gris- som. Hann var sagður í 12. sæti með 482 stig en það rétta er að Grissom varð 5. stigahæsti leik- maður deiidarinnar með 581 stig. Stjörnuleikur í Grindavík Ægir Mar Kárason, DV, Suðumfisjum: Það verður sannkallaður stjörnuleikur í Grindavik i kvöld þegar úrvaisdeildarlið heima- manna i körfuknattleik mætir ■ öflugu úrvalsliði. Með gestunum leika Franc Booker, David Gris- som, Tim Harvey og Dan Kenn- ard ásamt landsliðsmönnunum Magnúsi Matthiassyni og Jóni Arnari Ingvarssyni og fleiri. Leikurinn hefst klukkan 20. Stefan Reuter á leið til Juventus Allt bendir tfi þess að Stefan Reuter, einn þýsku heimsmeist- aranna í knattspymu, gangi til liðs við ítalska félagið Juventus í vor. Að sögn talsmanna Bayern mun Juventus greiða um 215 milljónir íslenskra króna fyrir Reuter, sem er 24 ára gamall. „Samningurinn verður tilbúinn til undirritunar eftir sex vikur,“ sagði Uli Höness, framkvæmda- stjóri Bayem. Reuter verður þá áttundi þýski landsliðsmaðurinn á Ítalíu og mun leika við hlið landa síns, Thomasar Hásslers, sem hefur spilaö með Juventus í vetur. Stóra borðtennis- mót Víkings Stóra borötennismót Víkings verður haldið í TBR-húsinu á sunnu- daginn kemur, 17. mars. Keppt verður í meistara- flokkum og 1. flokkum karla og kvenna og i 2. flokki karla. Keppt verður í riðlum og í fjölmennari' flokkum fara sigurvegarar úr riðlum áfram og keppa í einföld- um útslætti. Síðasti skráningar- dagur er á morgun, fóstudag, en þátttökutilkynningar eiga að ber- ast að Laugarásvegi 22, Reykja- vik, sími 36862, eða í síma 51775 (Sigurður), 652618 (Ingólfur), 25268 (Hilmar), 43077 (Kristján). Tobi vann Stjömuhlaupið Tobi Tanser, ÍR, sigr- aði með mikium yfir- burðum í karlafiokki í Stjörnuhlaupi FH sem' fram fór um síðustu helgí. Orri Pétursson, Aftureldingu, sigraði í drengjaflokki, Reynir Jónsson, UMSB,.í piltaflokki, Unnur Berg- sveinsdóttir, UMSB, 1 telpna- flokki, Jakob Bragi Hannesson, ÍR, í flokki 35 ára og eldri og Lauf- ey Stefánsdóttir, Fjölni, sigraði í kvennaflokki. ^444*1*14^>;s*~»_x • jt 4:íi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.