Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 15. MARS 1991. Starfsmenn 1 Stálsmiðjunni: Verkin tala „Með þessari grein viljum við aðeins benda öðrum Dagsbrúnarmönnum á að vera vakandi. Það gerist bersýnilega ekkert nema maður geri það sjálfur.“ Hinn 4. mars 1988 var undirritaður samningur milli Vinnuveitenda- sambands Íslands (VSÍ), Slippfé- lagsins í Reykjavík og Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar. Um var að ræða sérsamning um vinnu verkamanna sem vinna í brautum á athafnasvæði Slippfélagsins í Reykjavík. í samningnum er bókun þar sem segir: „Verkamönnum eru tryggðar eftirfarandi lágmarks- tímaskriftir. 40 stunda dagvinna, 5 stunda yfirvinna (80%).“ Samkomulag við starfsmenn í lok sama árs sameinaðist Stál- smiðjan þeim hluta Slippfélagsins, er réð yfir dráttarbrautunum. Sameiningin tók gildi 1. janúar 1989. Skömmu áður voru haldnir fundir með starfsmönnum Slipp- félagsins þar sem sameiningin var kynnt. Skúli Jónsson, núverandi for- stjóri Stálsmiðjunnar og þáverandi formaður stjórnar Slippfélagsins, gaf þar yfirlýsingu um að „eftir sameininguna haldi starfsmenn öllum þeim réttindum sem þeir þegar hafa“ og að „allar breytingar verða gerðar með samkomulagi beggja aðila". í árslok 1988 var öll- um verkamönnum sem unnu í brautum á athafnasvæði Slippfé- lagsins sagt upp störfum og þeir síðan endurráðnir af Stálsmiðjunni I. janúar 1989. Árið 1989 var yfirvinnan óbreytt. í janúar 1990 sagði Stálsmiðjan upp allri yfirvinnu og átti breytingin að taka gildi 3 mánuðum síðar. Viö töldum þessa uppsögn ógilda ^ vegna fyrrnefndrar bókunar og yfirlýsingar forstjóra fyrirtækis- ins. I kölfar þessara deilna var gert samkomulag við starfsmenn í brautum um að vísa málinu til Fé- lagsdóms. Samkomulagið var und- irritað 4. maí 1990 af forstjóra Stálmsiðjunnar og trúnaðarmanni okkar. Þar tryggir Stálsmiðjan okkur 5 klst. yfirvinnu (laun) á viku meðan málið er fyrir Félags- dómi. Ekki er tekið fram hvenær málinu skuh vísað til Félagsdóms. Trúnaðarmaðurinn mætir á skrifstofu Dagsbrúnar á hálfs mán- aðar fresti til að ræða þetta mál og framhald þess og fullvissar for- maður Dagsbrúnar, Guðmundur J. Guðmundsson, hann jafnan um '■** að málið sé á leiðinni. í ágúst segir Guðmundur trúnaðarmanninum að hann hafi samið við VSÍ um að YSÍ fari með málið í Félagsdóm. Ástæðuna kveður Guðmundur vera þá að lögfræöingur Dags- brúnar hafi sagt honum að sér fyndist eðlilegt aö VSI sækti máhð því það sé það sem sem rengir samninginn. Þá hættum við að hafa áhyggjur af máhnu um stund. Langþreyttir á ruglinu Næst gerist það að Dagsbrún berst bréf frá VSÍ undirritað 27. desember síðastliðinn þar sem seg- ir að hafi Dagsbrún ekki vísað máhnu til Félagsdóms fyrir 1. fe- brúar hti VSÍ svo á að samkomu- lagið frá 4. maí 1990 sé úr ghdi fall- ið og þar með bókunin margnefnda. Við verkamennirnir í brautunum fréttum af bréfinu fyrir tilviljun í lok janúar. Ekki frá Dagsbrún, verkalýðsfélaginu okkar. Þetta gerðist á miðvikudegi, 30. janúar ’91, tveimur dögum áður en íostu- dagurinn 1. febrúar rann upp. Sam- stundis hélt trúnaðarmaðurinn til fundar á skrifstofu Dagsbrúnar, heldur brúnaþungur. Þar var hon- um tjáð að fengist hefði frestur til 15. febrúar. Ekki þorðum við annað en að kanna gang mála 14. febrúar. Nú fullyrti Halldór Björnsson, varaformaður Dagsbrúnar, að „máliö væri farið í Félagsdóm og aht væri í lagi.“ Trúnaðarmaður hafði samband við forstjóra Stál- smiðjunnar samdægurs og sagði honum að málið væri komið í Fé- lagsdóm. Forstjórinn trúði þessu að sjálfsögðu og féllst á að tryggja okkur 5 tíma yfirvinnu meðan ver- ið væri að fjalla um málið. Mánu- daginn 18. febrúar kallaði forstjór- inn á trúnaðarmanninn og sagði það rangt að máhð væri komið í Félagsdóm. Enn hélt trúnaðarmað- urinn, nú í fylgd þess fyrrverandi, á skrifstofu Dagsbrúnar. Þar bár- ust þau svör að þeir hefðu haldið aö máhð hefði verið farið til Félags- dóms! En sú var aldeilis ekki raun- in. Við vorum nú orðnir ansi lang- þreyttir á ruglinu í verkalýðsfélag- inu okkar og hvöttum forráðamenn þess á fund með okkur í Slippnum. Hahdór kom á miðvikudeginum (20. febrúar) og voru máhn útskýrð fyrir honum í ró og næði. Hann ræddi við forstjóra Stálsmiðjunnar þann sama dag og kom svo til fund- ar við okkur á nýjan leik daginn eftir. Þar flutti hann okkur tillögu fórstjórans um að okkur yrði tryggð þriggja og hálfs tíma yfir- vinna á viku fram til 1. apríl og sjö tíma eftir það út árið, gegn því að bókunin væri látin niður falla. Halldór hvatti okkur til að ganga að þessari thlögu og þar með væri „þetta vesen úr sögunni". Ekki brjálaðir í yfirvinnu Mánuði fyrr hafði Stálsmiðjan einmitt lagt til við alla starfsmenn sína að yfirvinna yrði dregin sam- an í þrjá og hálfan tíma á viku fram til 1. apríl, vegna samdráttar yfir vetrarmánuðina. Við í brautunum felldum þessa tillögu þá. Þegar trúnaðarmaðurinn sagði formanni Dagsbrúnar frá því taldi hann okk- ur hafa brugðist rétt við. Rangt hefði verið að samþykkja breytingu á sérsamningnum frá því í mars 1988 okkur í óhag. Auk þess væri málið auðunnið fyrir Félagsdómi! Stóðu málin nú eins og ef ekkert hefði skeð nema niðurskurður samþykktur? Nei, verr! Áður var ekkert talað um niðurfelhngu bók- unarinnar. Halldór hvetur okkur nú til að samþykkja niðurskuð og feha auk þess bókunina niður og þar með aha okkar réttarstöðu! Hann er mikill rughngurinn. Þap er rétt að taka fram að nú erum við ekki bijálaðir í yfirvinnu. Vinnudagurinn hjá okkur er allt of langur. Við viljum geta lifað af 8 stunda vinnudegi. En það er önn- ur spurning. Þegar khpin er af ein og hálf stund í yfirvinnu á viku missum viö um 4.000 krónur í laun á mánuði. Með þessari grein viljum viö að- eins benda öðrum Dagsbrúnarfé- lögum á að vera vakandi. Það ger- ist bersýnilega ekkert nema maður geri það sjálfur. Það er makalaust að starfsmenn verkalýðsfélags (stjóm er auðvitað ekkert annað er starfsmenn okkar) skuh skrökva að félagsmönnum. Ganga síðan fram fyrir skjöldu í því að láta verkamennina borga samdráttinn. Og hvetja til þess að gildandi samn- ingar gleymist bara. Starfsmenn i brautum, deild 4 í Stálsmiðjunni Andlát Magnús Sig. Kristinsson málara- meistari, Amarhrauni 14, Hafnar- firði, andaðist 14. mars. Heba A. Ólafsson lést á heimih sínu, Sigtúni 43, Patreksfirði, miðvikudag- inn 13. mars. Jarðarfarir Útfor Sigurðar Kristjánssonar, sem lést á dvalarheimih aldraðra í Borg- amesi, 5. mars, verður gerð frá Borg- arneskirkju laugardaginn 16. mars kl. 14. Jarðarfór Guðrúnar Guðmundsdótt- ur, Galtafelh, Hrunamannahreppi, fer fram frá Hrepphólakirkju laugar- daginn 16. mars kl. 14. Hólmfriður Guðjónsdóttir, Vallar- götu 4, Vestmannaeyjum, andaðist í ’Sjúkrahúsi Vestmannaeyja að morgni mánudagsins 11. mars. Jarð- arfórin verður gerð frá Landakirkju laugardaginn 16. márs kl. 14. Ketill Vilhjálmsson, Meiri-Tungu, verður jarðsettur frá Árbæjarkirkju í Holtum laugardaginn 16. mars kl. 14. .Anna Ástveig Bjarnadóttir lést 9. mars. Hún fæddist 8. febrúar 1911 í Mýrarhúsum í Gmndarfirði, dóttir hjónanna Bjarna Tjörvasonar og Ingibjargar Maríu Jónsdóttur. Eftir- lifandi eiginmaður hennar er Karl Sveinsson. Þau hjónin eignuðust fimm böm og eru fjögur á lífi. Útfór Önnu verður gerð frá Langholts- kirkju í dag kl. 15. Jóhann Lárusson lést 8. mars. Hann fæddist á Akranesi 26. júlí 1937, son- ur hjónanna Lárusar Þjóðbjörnsson- ar og Margrétar Sigríðar Jóhannes- dóttur. Jóhann lauk stúdentsprófi frá MA 1958. Hann stundaði nám í stærðfræði og sögu við heimspeki- deild Háskóla Islands 1960-1963. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði 1963 og fékk meistarbréf í iðnininni 1966. Síðustu árin starfaði hann sem skattaendurskoðandi á Skattstofu Vesturlandsumdæmis. Árið 1989 gerðist hann fulltrúi aðalbókara Akraneskaupsstaðar. Eftirlifandi eiginkona hans er Svanheiður Ólöf Friðþjófsdóttir. Þau hjónin eignuðust íjögur böm, og eru þijú á lífi. Útför Jóhanns verður gerð frá Akranes- kirkju í dag kl. 14. Elínborg Jónsdóttir lést 8. mars. Hún var fædd í Höll í Haukadal 19. sept- ember 1916. Foreldrar hennar vom hjónin Ástríður Eggertsdóttir og Jón Guðmundsson. Eftirlifarandi eigin- maður Elínborgar er Guðmundur Einar Guðmundsson. Þau hjónin eignuðust tvo drengi. Tilkyiiningar Félag eldri borgara Opið hús í Risinu í dag frá kl. 13-17. Göngu-Hrólfar hittast á morgun, laugar- dag, kl. 10. Húnvetningafélagið Félagsvist verður nk. laugardag kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Fyrirlestrar Þjóðernisdeilur og öryggis- mál í Evrópu í dag, 15. mars, mun dr. J.D. Sandole, prófessor í lausn milliríkjadeilna (conflict resoulution) og alþjóðasam- skiptum við George Mason University í Bandaríkjunum, flytja fyrirlestuv um þjóðemisdeilur og öryggismál í Evrópu í Odda, hugvísindahúsi Háskóla íslands, á vegum Alþjóðamálastofnunar háskólans og Menningarstofnunar Bandaríkjanna. Mun dr. Sandole ræða um þjóðemisdeil- ur þær sem sprottið hafa upp í Austur- Evrópu og Sovétríkjunum, þau áhrif sem þessar deilur kunna að hafa á samskipti austurs og vesturs og hvemig unnt er að bregðast við þeim á vettvangi Atlants- hafsbandalagsins, Evrópubandalagsins og Ráðstefnunnar um öryggi og sam- vinnu í Evrópu. Fyrirlesturinn hefst kl. 15.30 í stofu 101 í Odda og eru allir vel- komnir. Til hamii afmælið igju með 15. mars 85 ára 60 ára Sofíía Gisladóttir, Víðilundi 24, Akureyri. Ingibjörg Sigurðardóttir, Huldulandi 6, ReyKjavík. Svavar Björnsson, Tjamarbóli 10, Seltjarnarnesi. 80 ára Heimir Þ. Gíslason, Hafnarbraut 26, Höfn í Homafirði. Svanhildur Kjartans, Aðalstræti 59, Patreksfirði. Hailur Þorsteinsson, Ásgötu 16, Raufarhöfn. 50ára 75ára Kristín Frímannsdóttir, Sigrún Þorsteinsdóttir, Norðurbrún 5, Seyluhreppi. Hallgrímur Hansson, Haukagili, Áshreppi. Suöurgerði 2, Vestmannaeyjum. Marinó Ragnarsson, Langholti2, Þórshöfn. Sigurgeir Sigurjónsson, Hrauntúni 22, Vestmannaeyjum. Jóhann Gunnarsson, Fannafold 149, Reykjavík. 70 ára 40ára Kristín Gissurardóttir, Hjarðarhlíð 9, Egilsstöðum. Ingólfur Bjarnason, Bollastöðum, Bólstaðarhh'ðar- hreppi. Símon Guðjónsson, Stigahlíð 30, Reykjavík. Kristján Guðlaugsson, Goðheimum 26, Reykjavík. Guðrún Kvaran, Sóleyjargötu 9, Reykjavik. Magnús Þorsteinsson, Vatnsnesi, Grímsnesi. Doan Van Duong, Skeljagranda 6, Reykjavík. Tjarnarbóli 6, Seltjarnarnesi. Ingvar Helgi Jakobsson, Állhólsvegi 40, Kópavogi. Benedikt Jóhannsson, Dalseli 13, Reykjavík. Þorsteinn Ólafsson, Faxabraut 3, Keflavík. Hulda Haraldsdóttir, Holtsbúð99, Garðabæ. Sigurður Björgvin Björnsson, Bakkahlíð 17, Akureyri. Birgir Óskarsson, Jöklafold 26, Reykjavík. Leikhús Leikfélag Akureyrar Söngleikurinn KYSSTU MIG, KATA! eftir Samuel og Bellu Spewack Tónlist og söngtextar eftir Cole Porter Þýðing: Böðvar Guðmundsson Leikstjórn: Þórunn Sigurðardóttir Leikmynd og búningar: Una Collins Tónlistarstjórn: Jakob Frímann Magnússon Dansar: Nanette Nelms LýsiTtg: Ingvar Björnsson Leikendur, söngvarar, dansarar og hljóðfæraleikarar: Ragnhildur Gísla- dóttir, Helgi Björnsson, Vilborg Halldórsdóttir, Valgeir Skagfjörð, Björn Ingi Hilmarsson, Eggert Kaa- ber, Jón St. Kristjánsson, Kristján Pétur Sigurðsson, Jón Benónýs- son, Þráinn Karlsson, Sunna Borg, Gestur Einar Jónasson, Guörún Gunnarsdóttir, Berglind Björk Jónasdóttir, Ingibjörg Björnsdótt- ir, Nanette Nelms, Astrós Gunn- arsdóttir, Jóhann Arnarsson, Úskar Einarsson, Birgir Karlsson, Karl Petersen, Sveinn Sigurbjörns- son, Þorsteinn Kjartansson og Björn Jósepsson. Frumsýning 15. mars kl. 20.30. Upp- selt. 2. sýning 16. mars kl. 20.30. Uppselt. 3. sýning 17. mars kl. 20.30. Uppselt. 4. sýning föstud. 22. mars kl. 20.30. 5. sýning laugard. 23. mars kl. 20.30. 6. sýning sunnud. 24. mars kl. 20.30. ÆTTARMÓTIÐ Aukasýningar 35. sýning miðvikud. 27. mars kl. 20.30. 36. sýning fimmtud. 28. mars (skírdag) kl. 15.00. 37. sýning fimmtud. 28. mars (skírdag) kl. 20.30. Aðgöngumiðasala: 96-2 40 73. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga kl. 14-20.30. MUNIÐ PAKKAFERÐIR FLUGLEIÐA tíiíílfil 31 3 fil -ÍTl5 hi 5 Ls ULJUjBfl] Leikfélag Mosfellssveitar ÞIÐ MUNIÐ HANN JÖRUND Vegna fjölda áskorana verður þetta frábæra leikrit Jónasar Amasonar tekið upp aftur á kránni Jockers and kings i Hlégarði. Sunnud.17.marskl.21. Föstud.22. marskl.21. Laugard.23. marskl.21. Laugard.30. marskl.21. Miðapantanir og nánari uppl. i sima 666822 9-18 alla virka daga og síma 667788 sýningardaga frá 16-20. Hiá Mjólkurskógi eftir Dylan Thomas Leikstjóri Viðar Eggertsson Sýnt í Tjamarbíói Miðapantanir í síma 620458 eftir kl. 14 8. sýning föstud. 15.3. kl. 20.30. 9. sýning laugard. 16.3. kl. 20.30. 10. sýning þriðjud. 19.3. kl. 20.30. Síðasta sýning.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.