Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1991. Útgáfufélag: FRjALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Deyjandi flokksblöð Undanfarna daga hefur verið sagt frá erfiðri Qárhags- stöðu nokkurra dagblaða. Einkum virðist ástandið hjá Þjóðviljanum slæmt en þar hefur verið farið fram á greiðslustöðvun og blaðið rær nú lífróður til að komast hjá stöðvun og gjaldþroti. Þá hefur verið sagt frá því að rekstur Alþýðublaðsins og Pressunar hafi verið að- skilinn og haft orð á því að útgáfu Alþýðublaðsins verði hætt. Opinberlega hefur ekki verið skýrt frá stöðu Tímans, en þar á bæ mun einnig ganga erfiðlega að halda úti blaðinu, enda hefur sala Tímans farið síminnk- andi á undanförnum árum þótt þeir Tímamenn haldi því fram að þeim hafi tekist að klóra í bakkann með sérstakri smáauglýsingaþjónustu. Hér skulu ekki hafðar uppi neinar hrakspár um enda- lok þessara blaða. Það verður vissulega eftirsjá að ein- hverju eða öllum af þessum blöðum ef þau leggja upp laupana. Það er misskilningur ef menn halda að það sé einhverjum fagnaðarefni ef Þjóðviljinn hættir að koma út eða Alþýðublaðið. Bæði þessi blöð hafa sett svip sinn á markaðinn, hafa þar átt hlutverki að gegna og stuðla að samkeppni sem er öðrum blöðum holl og nauðsyn- leg. Þjóðviljinn hefur um áratuga skeið verið rödd hins róttæka arms þjóðfélagsins og í lýðræðislegu samfélagi þarf að vera til vettvangur fyrir öll sjónarmið, líka þau sem ekki hafa alltaf meirihlutafylgi á bak við sig. Hitt verður auðvitað að segja eins og er að blöð sem út eru gefin á vegum stjórnmálaflokka og eru að því leyti málgögn flokka og talsmanna þeirra hafa átt á brattann að sækja - jafnt hér sem annars staðar í heim- inum. Sú tegund blaðamennsku er úrelt og þar ræður ekkert annað en viðhorf lesandans. Markaðurinn er strangur húsbóndi, en hann ræður. Blað sem ekki selst er blað sem ekki á erindi. Þetta er hin kalda staðreynd og enda þótt svokallaðir vinstrimenn eigi vitaskuld að láta rödd sína heyrast er enginn sem segir að til þess þurfi sérstakt blað sem fjarstýrt er af flokkslegum hags- munum. Þessi staðreynd og svo hitt að hvorki Þjóðvilj- inn, Tíminn né Alþýðublaðið hafa náð að tileinka sér aðlögun að breyttum markaði að öðru leyti hefur ráðið mestu um fallandi gengi þeirra. Lesendum má í sjálfu sér í léttu rúmi liggja hver á blað og hvernig því er rit- stýrt ef blaðið uppfyllir þær kröfur sem lesandinn gerir til efnis og umfjöllunar. Því má einnig halda fram með réttu að aðrir úölmiðl- ar hafa komið til móts við þessar þarfir, meðal annars pólitískar, og bæði Morgunblaðið og DV hafa verið op- inn vettvangur fyrir stjórnmálaskrif úr öllum áttum. Sjónvarps- og hljóðvarpsstöðvar eru að sama skapi með stóran faðm fyrir fjölbreyttri þjóðfélagsumræðu og allt hefur þetta mettað markað og ýtt hinum þrengri og minni dagblöðum til hliðar. í raun og veru hefur það verið með ólíkindum hvað fjölmiðlarekstur er marg- brotinn hér á landi, miðað við reynsluna annars staðar. í fjölmörgum stórborgum erlendis þykir nóg að hafa eitt dagblað. Ef stjórnmálaflokkar og stjórnmálaöfl telja nauðsyn- legt fyrir sig að ráða yfir málgagni verða þeir um leið að gera sér grein fyrir að shkt málgagn fær aldrei mikla útbreiðslu. Þjóðviljinn er að lúta því lögmáli, hvort sem honum líkar það betur eða verr. Og önnur þau blöð sem nú eru á mörkunum að lifa. En þótt þau deyi er engan veginn lokað fyrir þær skoðanir sem þau vilja túlka. Ábyrgð þeirra sem eftir lifa eykst að sama skapi. Lýð- ræðið verður áfram að ríkja. Ellert B. Schram „í flestum tllvikum snúast gerðir mannsins upp í andstæðu sína.“ Um eðlilegar þarf ir okkar Aðalvandinn viö erfiðleikana í lífinu er ekki hvernig sé hægt að leysa þá fyrir fullt og allt, heldur hvernig verði unnt að lifa í sæmi- legri sátt við þá. Líf án erfiðleika er ekkert líf, heldur sæluríki dauð- ans. Að svo mæltu leyfi ég mér að spyrja grundvallarspurningar: Hefur eitthvað fylgt þjóð vorri frá fyrstu tíð og fram á þennan dag? Eitthvert séríslenskt viðhorf? Ein- hver stefna á andlega sviðinu eða því verklega? Svarið verður víst neitandi. Hins vegar hafa fylgt þjóðinni þrjú dýr frá fyrstu tíð: sauðkindin, hestur- inn og hundurinn. Þau hafa mynd- að þrjár goðsagnir, sem við höfum lifað á eins og andlegum fiski. Roll- an fæddi okkur og skæddi, hestur- inn var þarfasti þjónninn og hund- urinn tryggasti vinurinn. Þetta eru engin dónaleg dýr sem lýsa betur andlegu ástandi okkar en þótt við hefðum eignast hundrað þúsund heimspekinga. Sauökindin sigruð Á tímabili reyndum við að losna við hina ferfættu bjargvætti eins og feimnismál. Þeir þóttu vera hryllilega heimóttarlegir. Menn skömmuðust sín fyrir þá einkum í nærveru heimsborgaralegra her- manna á grænum jeppum á stríðs- árunum. Þá vildum við heldur finna bensínstybbu en íjósalykt. Afleiðingin varð sú aö vélin leysti vandann, fólk úr sveitum ílutti í bæi og vildi ekki sjá dýr, nema út um bílglugga. Vandinn var leystur: menn orðn- ir fínir og sauðkindin sigruö. Merki um tilveru hennar sáust aðeins í lopapeysum fyrir ferðamenn. Hest- um brá aðeins fyrir í hestabókum fyrir Þjóðverja og á sígildu „vetrar- myndinni" af útigangshrossinu sem Morgunblaöið birti einu sinni á ári. Og íslenski hundurinn aðeins til í Kaliforníu á búgarði bresks sérvitrings. Jafnskjótt fór landið að gróa upp, kindin beit ekki grösin, sullaveiki úr hundum var úr sögunni og hka „hestastelpan" meö hrossamóðuna á sér. Hún þótti vera ókvenlegt fyr- irbrigði í bæjum en „duglegt karl- mannsígiidi í sveitum". Þeir fáu bændur sem lifðu af heimsborgarvæöingu okkar grétu rollur sínar, en fengu refi og kanín- ur í staðinn. Landgræöslufólk hrósaði sigri og sá ísland sem fag- urgróna en svala Maljorku. Á tíma sigurs yfir sauðkindinni var sú eyja helsta viðmiðun vor hvað varðaði jarðneskan unað. Ættland eða hundur Svo allt í einu eignaðist íslenskur ráðherra hund í Reykjavík, þar sem hundar voru réttlausir, en hann lýsti því yfir að heldur yfir- gæfi hann landið en hann sviki KjaUarinn Guðbergur Bergsson rithöfundur hundinn. Fyrir bragðiö komst ís- land í heimsfréttir blaðanna meira en nokkru sinni fyrr. Viðhorfi ráð- herrans var líkt við svar franska heimspekingsins Camus, þegar hann sagöi djarfur á erfiðri stund í lífi þjóðar sinnar: „Ef ég ætti að velja á milh ættlands míns og móð- ur minnar þá veldi ég hana.“ í frönskum blöðum var þessu slegið upp í sambandi við orð íslenska stjórnmálamannsins: „Ætti ég að velja á milh ættlands míns og hundsins þá veldi ég hann og færi í útlegð“. Niðurstaöan varö sú að hinn ágæti maður glataði hvorki hundi né ættlandi sínu, heldur var hann gerður að sendiherra fyrir bragðið. Þannig sigraði hunda- bannið í Reykjavík um stund. En eins og oft vill veröa var sigurinn ósigur: hundum fjölgaði brátt og hestum líka, en kindaeign borg- arbúa stóð í stað. Nú er svo komið aö það er fínt að vera „hestastelpa". Unnusta - finnst jafnvel meira gaman að tína hrossamóðu af kærustunni en henni að kreista fílapenslana á honum í stað þess að kyssa. Áður, ef þeir vildu fá koss, fundu þær fleiri fílapensla við nasavængina til að forða sér frá nálægð varanna. Nú vilja þær kyssa, en þeir tína bara af þeim hrosshárin í staðinn. Af þessu sést að ef einn vandi leysist sprettur annar ennþá verri. Hestastóð Reykvíkingaeyðir meiri gróðri en allar rollur á landinu. Það kynlega er, að hrossin eru oft í eigu afkomenda bærida, í eigu núver- andi landgræðslumanna sem eru miklu harðari og illskeyttari en þeir vesahngar sem eftir eru með sínar örfáu rollur. Þeir létu hrossin sín fremur troða niður hvert strá en afsala sér sérréttindatákni sínu: reiðhestinum. Landsmenn verða síðan að bera kostnað af land- græðslu svo nýi hestaaðahinn geti haldið rétti sínum til að troða á mönnum og jörð. Heimatilbúið himnaríki í flestum tilvikum snúast gerðir mannsins upp í andstæðu sína. Fyrir fáum árum var Vatnsmýrin talin vera helgur staður fyrir fugla- hf og skordýr. Hún var villtur þjóð- garður í höfuðborginni rétt hjá andstæðu venjulegs borgarlífs: flugvelhnum. Það eru ekki svo- nefnd auðfyrirtæki sem hafa eyði- lagt þetta griðland heldur Háskóh íslands, kannski Náttúrufræði- deildin. Ástæðan er sú, að nemendur skólans þurfa að fá hjónagarða og stæði fyrir bílana sína. Að loknu námi fara þeir svo kannski að stunda lífræna ræktun suður í Flóa, til þess að menntafólk geti stundað makrobíótíska matargerð við að bjarga heilsunni eftir að hafa lifað á sælgæti fram að þeim aidri, þegar lífið breytist í baráttu við æðahnúta, fituhnúska og kransæðastíflu. Samt heldur draumurinn áfram að vera tengdur eignum og ytri táknum, að geta sýnt með auðsæj- um og áþreifanlegum hætti að mað- ur sé eitthvað: afskaplega fínn og ríkur. Sem er einmitt andstæða þess að vera auðugur og fínn í raun og veru. Fínn maður gengur ekki með jólatrén og Jóns- og Sólnes- jeppa utan á sér. Fólk, sem á litlar andlegar hefðir og ekkert hefur fylgt í gegnum ald- irnar nema sauðkind, hestur og hundur, gengur ekki um götur höf- uðborgarinnar og leiðir Snorra Sturluson sér við hönd, heldur ek- ur það um í þessari dýrlegu mynd: „Ég skarta daglega öllu sem ég á“ sem er jafngrátbrosleg sjón og Perl- an á þeim tíma dags þegar þar er ekki nokkur lifandi sál. - Hún minnir á sálarlausa Paradís eða heimatilbúið himnaríki sem allir englarnir hafa flúið úr vegna ein- hvers fíandans. Guðbergur Bergsson „Fólk, sem á litlar andlegar heföir og ekkert hefur fylgt í gegnum aldirnar nema sauðkind, hestur og hundur, gengur ekki um götur höfuðborgarinn- ar og leiðir Snorra Sturluson sér við hönd.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.