Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Blaðsíða 20
MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1991. 20 . Merming______________________________________________ AB1 útgáfuhugleiðingum þrátt fyrir greiðslustöðvun: Verðum með svipaða bókaútgáf u og í fyrra segir Óli Bjöm Kárason framkvæmdastjóri Ljóð og textar Megasar verða gefnir út í bók á vegum Almenna bókafélags- ins. „Við erum á fullu í undirbúningi á bókum sem gefnar verða út fyrir jól- in,“ sagði Óli Björn Kárason, fram- kvæmdastjór Almenna bókafélags- ins, þegar hann var spurður um stöðu útgáfumála en eins og kunnugt er hefur AB verið veitt greiðslustöðv- un. „Greiöslustöðvunin sýnir að Al- menna bókafélagið á í erfiðleikum en við höldum okkar striki áfram, annað vær óskynsamlegt og við telj- um okkur vera með eftirtektarverð- ar bækur í vinnslu sem væntanlegar eru á markaöinn fyrir jól.“ Óli Björn kvað fjölda bóka, sem AB gefur út í ár, mjög svipaðan og í fyrra en mun minna en gefið var út á vegum forlagsins 1989. Aðspurður um það helsta sem AB gefur út sagði Óli Bjöm að nefna mætti bók með ljóðum og textum Megasar og sér Megas sjálfur um að velja ljóðin og textana. Er hér um að ræða allan hans feril. Þá nefndi Óli Björn bók eftir Einar Má Guðmunds- son og Tolla (Þorlákur Kristinsson). Er um að ræða bók með ljóðum Ein- ars og teikningum Tolla. Auk þess verða gefnar út tvær barnabækur eftir Einar Má og aðrar barnabækur eftir Iðunni Steinsdóttur. Hjónin og fréttamennirnir Þórir Guðmundsson og Adda Steina Björnsdóttir verða með bók þar sem segir frá ferðalagi þeirra um mörg lönd. Annar frétta- maður, Árni Snævarr, er höfundur bókar um tengsl gamla Sósíalista- flokks íslands viö Austur-Evrópu og Moskvu. Ein ljósmyndabók kemur út á vegum AB. í henni eru ljósmynd- ir frá síðustu öld eftir breskan ljós- myndara. Frank Ponzi hefur skrifað texta og sér um útgáfuna. Óli Björn sagði að fleiri frumsamdar bækur væru í burðarliðnum en ekki væri öruggt hvort næðist að koma þeim út fyrir jól. -HK Úthlutun úr söngvarasjóði óperudeildar FÍL: Sex söngnemar hlutu hver um sig hundrað þúsund Árlega styrkir Söngvarasjóður Óperudeildar Félags íslenskra leik- ara efnilega söngnema og söngvara til frekari menntunar í list sinni. Auglýst er eftir styrkþegum og er umsókn háð því skilyrði að um- sækjandi hafi lagt stund á söngnám um nokkurra ára skeið og ætli í enn frekara nám erlendis. Alls sóttu 22 um styrk að þessu sinni. Voru umsækjendur alhr í hópi okkar efnilegustu söngnema. Til úthlutunar í ár komu 600.000 krónur og ákvað sjóðsstjóm að skipta þeirri upphæð í sex hluta. Styrk að upphæð eitt hundrað þús- und krónur hlutu: Anna Margrét Kaldalóns, sópran, sem er að ljúka BA-námi við New England Conservatory í Boston. Hún stundaöi áður nám í Garðabæ. Anna hyggst halda áfram námi sínu í tónUstarskólanum í Austin í Texas. Björk Jónsdóttir lauk sínu söng- námi í Reykjavík. Hún mun stunda nám á komandi vetri í Kaup- mannahöfn. Ingveldur Ýr Jónsdóttir, messó- sópran, nam söng í Vínarborg og New York, og lauk mastersgráðu í söng frá Manhattan School of Music. Hún hyggur á enn frekara söngnám. íris Erlingsdóttir stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi vorið 1989. Hún hyggst halda utan til enn frekara náms. Jón Rúnar Arason, tenór, stund- aði nám í Söngskólanum í Reykja- vík og hefur komið fram sem ein- söngvari við ýmis tækifæri. Hann mun syngja í uppfærslu íslensku óperunnar á Töfraílautunni eftir Mozart. Síðan mun hann halda ut- an til náms. Þórunn Guðmundsdóttir hefur lokið bachelorgráðu og masters- gráðu frá Bloomington-skólanum í Indiana í Bandaríkjunum. Hún er nú að vinna að doktorsgráðu í tón- Ust með söng sem aðalgrein. Styrkirnir voru afhentir á föstudaginn. Á myndinni eru nokkrir styrkþeg- ar og fulltrúar annarra sem eru erlendis. Ásamt þeim á myndinni er stjórn Söngvarasjóósins sem skipuð er þeim Júlíusi Vífli Ingvarssyni, Kristni Hallssyni og Elísabetu Erlingsdóttur. DV-mynd JAK Þröstur Leó Gunnarsson og Valdimar örn Flygenring í hlutverkum sinum i Ókunnum duflum. Tökum á „Ókunnum duflum“ lokið: Svöit kómedía Ókunn dufl er kvikmynd sem Sig- urbjörn Aðalsteinsson kvikmynda- gerðarmaður hefur verið að gera í sumar. Nú er upptökum lokið og eft- irvinnsla hafm. Ekki er um kvik- mynd í fullri lengd að ræða heldur verður myndin 27 mínútna löng og telst því stuttmynd. Ókunn dufl má flokka undir svarta kómediu en hún fjallar um mann (Hrólf) sem finnur gamalt tundur- dufl. Hann er sannfærður um að duflið sé óvirkt (sem það er ekki) og byrjar að skrúfa það í sundur. Þröst- ur Leó Gunnarsson leikur Hrólf en Valdimar Örn Flygenring leikur lög- fræðing sem reynir að flærna Hrólf af sjávarjörö hans svo hann geti sjálf- ur byrjað þar byltingarkennt þorsk- eldi. Ákveðið hefur verið að Ókunn dufl verði sýnd í bíóhúsi með haustinu. Leikstjóri er Sigurbjörn Aðalsteins- son, kvikmyndatökumaður Baldur Hrafnkell Jónsson, hljóðmaður Þor- björn Erlingsson, leikmyndahönn- uður Þorgeir Ólason pg klippari Skafti Guðmundsson. ívar Sigur- bergsson semur tónlist og handrit er eftir Jón Ásgeir Hreinsson og Sigur- björn Aðalsteinsson. Styrk tfl að gera Ókunn duil hefur Sigurbjörn fengið úr Kvikmyndasjóði Islands og Nor- ræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðn- um. -HK Kristin G. Magnús og Árni Biandon eru sögumenn. Ferðaleikhúsið sýniríBoston Ferðaleikhúsinu, sem gengist hefur fyrir sýningum undir heit- inu Light Nights, hefur verið boð- ið til Boston. Mun leikhúsið halda þar fjórar sýningar sem eru liður í miklum hátíðahöldum er þar fara fram vegna komu víkinga- skipanna þriggja, Gaiu, Ose- bergsskipsins og Saga Sigler sem eru á sigHngu vestur um haf til minningar um Vínlandsfund Leifs Eirfkssonar. Sýningarnar verða 14. og 15. september. Sér- stök uppfærsla á Light Nights hefur verið í undirbúningi vegna þessarar ferðar. Aðallega verða sýndir kaflar frá landnámi ís- lands og tímum víkinga. Kristín G. Magnús og Árni Blandon eru sögumenn sýningarinnar en öll uppfærsla er í höndum Magnúsar Snorra Halldórssonar. Sýningin í Boston er margþætt. Atríði eru ýmist leikin eða sýnd með fjöl- myndatækni þar sem skyggnur af landi og þjóð ásamt teikningum eftir þekkta listamenn eru sýnd- ar, jafnframt því sem leikin er tónlist eftir þekkt íslensk tón- skáld. íslenskur annáll: 1985 í máli ogmyndum Sjöunda bindi af íslenskum annál er nýkominn ÚL Bókin er í stóru broti og er á fjórða hundr- að síður. Aðstandendur bókar- innar segja að leitast sé við að segja frá þeim atburðum í máli og myndum sem þóttu athyglis- verðastir á árinu 1985 og sýna yfirbragð ársins á sem gleggstan og sannasta hátt. Til að svo megi verða er atburðum þessa bóka- flokks raðað í rétta tímaröð og frásagnir hafðar eins og þær komu mönnum fyrir sjónir er atburðimir voru að gerast. Eins og í fyrri bókum þessa bókaflokks er það Vilhjálmur Eyþórsson sem ritstýrir verkinu og hefur unnið þaö vandasama verk sem felst í að draga saman á skýran og að- gengUegan hátt markveröa at- burði ársins. Má þar nefna mál eins og vanda Hafskips, bjórmáUð og kaffibaunaraálið. Yfir fjögur hundruð myndir prýða þessa veglegu bók, bæði í lit og svart- hvítar. Tíuþúsundhafa séðBörn náttúrunnar Á einum mánuði hafa tíu þús- und manns séð Börn náttúrunnar og er þaö ágæt aðsókn þegar haft er í huga að langstærsti hópur íslenskra kvikmyndahúsagesta em uttglingar en varla er hægt að segja að Börn náttúrunnar höíði tU þeirra. FriðrUt Þór er nú staddur í Montreal þar sem Börn náttúrunnar keppir tU verðlauna á hinni miklu kvikmyndahátíö sem þar er haldin árlega. Friðrik er ekki eini íslendingurinn sem þar er með kvíkmynd í keppninni því að Sturla Gunnarsson kvik- myndaleikstjóri, sem lengi hefur dvafiö í Kanada og Bandaríkjun- um, á kvikmynd á hátíðinni sem heitir Diplomatic Immunity.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.