Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991. 23 Vísnaþáttur Marga hreif hans mælska glæst „í lýðfrjálsu, borgaralegu þjóðfé- lagi er mjög við hæfi að stjórnmála- flokkar séu þrír - hægri flokkur, misjafnlega frjálslyndur eftir því hvort hann er í stjórn eða stjómar- andstöðu, - vinstri flokkur, má vera töluvert róttækur, einkum í stjórnarandstöðu, - og miðflokkur, opinn í báða enda svo menn geti gengið þar út og inn og brosað til hægri og vinstri eftir því sem vind- urinn blæs. - Auk þess þurfa svo að vera í gangi einn eða tveir flokk- ar þeirra manna, sem villzt hafa undan stóru flokkunum, menn sem hafa gerzt heilagir á pólitískan mælikvaröa, menn sem hafa upp- götvað einhvern stóran sannleika og fundið hjá sér köllun til að frelsa heiminn og gera kraftaverk." Á þennan hátt fómst Skúla Guð- jónssyni, bónda og rithöfundi á Ljótunnarstöðum, orð í útvarps- þætti í febrúarmánuði á því herr- ans ári 1974 og gerði þá sér ekki grein fyrir því að konur ættu þá venju fremur erindi inn í stjórn- málavafstrið, enda varð nokkur bið á að af því yrði. Og þar sem hagyrð- ingar hafa að mestu leyti leitt þau nýmæli hjá sér verður umijöllun um þær sviptingar að bíða betri tíma. í alþingiskosningum í Norður- Þingeyjarsýslu 1960 voru frambjóð- endur flokkanna þessir: Framsóknarflokkur: Gísli Guð- mundsson Alþýðubandalag: Rósberg G. Snædal Sjálfstæðisflokkur: Barði Friðriksson Alþýðuflokkur: Gunnar Vagnsson Þjóðvarnarflokkur: Hermann Jónsson Að loknum framboðsfundi í Þist- ilfirði orti Rósberg þessa vísu: Þá er epdað þetta stríð. Það er einhver dottinn. Blessi þessa byggð og lýð bæði Gísli og drottinn. En vísan þótti of góð fyrir Gísla og þegar komið var vestur yfir Öxarfjarðarheiði var hún orðin svona: Þá er endað þetta stríð, þar sem ég er dottinn. Blessi þessa byggð um hríð bara Gísli - og drottinn. Hermann Jónsson, frambjóðandi Þjóðvarnar, ferðaðist um kjör- dæmið í Trabantbíl og var Dagbjört Eiríksdóttir kona hans í fylgd með honum. Af því tilefni orti Rósberg: Vísnaþáttur Torfi Jónsson Glúpna þá allir Gísla já-menn glaptir af Dágbjartar sex-appeal, þegar um byggðir þjóta sjá menn þjóðvarnarsál í plastíkbíl. Rósberg orti einnig þessa vísu um Hermann: Hermann keikur heldur vörð, hugum veikum spilhr. Er á kreiki um Öxarfjörö, illa kveikju stillir. Hermann svaraði fyrir sig með þessari vísu: Ágæt sál - en vegavillt, vel um aðstoð biður. Kveikjuna hefur Stalin stillt - og stefnan vísar niður. Gunnar Vagnsson orti um Al- þýðubandalagið: Bandalags er brotið sverð, brostnir hjálmar skyggðir. Enda mun það fýluferð fara um þessar byggðir. Á fundi í Skúlagarði lýsti Her- mannþvíyfir aðhannhefðiákveð- ið að taka framboð sitt aftur. Þá orti Gunnar: Þjóðvörn dáin, það er víst. Þrekið horfið bragna. Öxfiröingar allra sízt uppvakninginn magna. Rósberg orti til Gísla Guðmunds- sonar alþingismanns: Hugsar mest um hagi SÍS, hans eru sárir þyrnar. Af sér drepur eins og lýs æskuhugsj ónirnar. Marga hreif hans mælska glæst, Mammonsgreifar hrinu. Enda sveif hans andi hæst yfir dreifbýlinu. FYLLINGAREFNI Höfum fyrirliggjandi grus á hagstæöu verði. Gott efni, lítil rýmun, frostþoliö og þjappast vel. Ennfremur höfum viö fyririiggjandi sand og möl af ýmsum grófleika. Sævarhöfða 13 - sími 681833 J Þegar Gísli stakk framsöguræðu sinni í tösku sína á síðasta fram- boösfundi kvað Rósberg: Víða hefur veginn rutt vélritaða skræðan. Aldrei verður oftar flutt elsku hjartans ræðan. Enn er mörgum í fersku minni skyrskírnin sem alþingismenn urðu að sæta á leið sinni frá kirkju til Alþingishúss um árið. Og þeir voru til sem töldu ekki vonlaust aö slík skírn gæti skerpt skilning al- þingismanna. Benedikt Gíslason frá Hofteigi kvað: Á Alþingi er eins og fyr ekki mikil glæta. Mundi ekki meira skyr mega úr þessu bæta? Og skyrveizlan varð einnig Stein- unni Sigurðardóttur frá Hvoli yrk- isefni: Skvetta góðu skyri á fat skratti frekt má heita, ótrúlegt að álitsmat aukið skuli veitá. Trésmiðunum sæmir sízt sjálfum Kristi neita, fremstur þeirra varð hann víst, vandi er því að þreyta. Eflaust þoldi hann allra sízt æðstu presta skrumið, enda hefur Helgi víst af honum sitthvað numið. Torfi Jónsson ALTERNATORAR STARTARAR Fólksbíla Vörubíla Vinnuvélar Bátavélar Mjög hagstætt verð - Póstsendum BÍLRAF H/F BORGARTUNI 19, S. 24700 BJORHOLUN OPIN OLL KVOLD Hilmar Sverrisson skemmtir gestum laugardags- og sunnudagskvöld. Tilboð helgarinnar: Gratineruð frönsk lauksúpa eða rækjukokkteill með ristuðu brauði. Lambakótelettur með hvítlaukssmjöri eða nautabuffsteik Bjórhall- arinnar. ís með súkkulaðisósu eða írskt kaffi. Kr. 1.900,- BJÓRWHÖLUNhf GERÐUBERGI 1 111 REYKJAVlK SlMI 74420 STANDLAMPAR 5 axma 3 anna 2 arma Mn oí®. LAUGAitDAG 1(M SUNNUDAG 2-4 SÓT RS^SÓT AR - sór ABOI^" _ HORNSOFAB^ heNGI og *SS£:£*"TiT™ HtJSGAGNAIHF SMIDJtJVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 22820
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.