Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 54
66 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991. „Við erum að drífa okkur í aö setja upp ofninn og ætlum að fara að brenna eftir helgi. Við verðum að nota tímann vel því við ætlum að selja á jólamarkaðnum sem settur er upp hér fyrir framan dómkirkjuna í Strassborg á hverju ári,“ segir Ragnheiður Ágústsdóttir með upp- brettar ermar, geislandi af krafti og vinnugleði. Hún var ásamt franskri vinkonu sinni einmitt að leggja loka- hönd á að standsetja húsnæði sem þær stöllur hafa tekiö á leigu til að geta unnið að listsköpun sinni þegar blaðamann DV bar að garði. Ragnheiður er 26 ára Garðbæingur sem útskrifaðist frá leirhstadeild l’Ecole des arts decoratifs í Strass- borg nú í vor eftir 5 ára nám. Þótt skammt sé um liðið frá því að hún lauk námi hefur hún þegar vakið mikla athygli með verkum sínum. Á lokasýningu útskriftarnema í vor prýddu myndir af verkum hennar þrjár blaðagreinar sem fjölluðu um sýninguna og hún er í hópi þeirra nema sem valdir voru til að taka þátt í Aspecte sýningunni í Sa- arbrúcken í Þýskalandi. Tilgangur 7-sýningarinnar er að gefa efnilegustu nemendum skólans kost á að kynna vinnu sína um leið og henni er ætlað að kynna skólann. Sýning þessi hef- ur hiotið góðan dóm og mun verða sett upp bæði í Karlsruhe og Barce- lona. Ilmvatnsflaska eftir Ragnheiði er líka í hópi þeirra verka sem Caro- uge-safniö í Sviss hefur valið til sýn- ingar úr innsendum verkum í árlega samkeppni sína. Að auki var Ragn- heiður í hópi fjögurra Ustamanna sem sýndu á listsýningu sem haldin var í boði frönsku sendiherrahjón- anna á íslandi í september sl. Ragnheiður segir að ákvörðunin um að setja upp vinnustofu hafi eig- inlega komið í kjölfar mikiUar sorgar og þunglyndis sem hún fór í gegnum í fyrrahaust. Hún fellst á að segja lesendum aðeins meira frá þeirri lífs- reynslu sinni um leið og hún ræðir um Ustsköpun sína og framtíðará- form. Feimnismál „Ég gekk með tvíhöfða barn í 6 mánuði sem ég þurfti síðan að fæða andvana eftir að hjartað hafði verið stoppað í því. Þetta var mikið áfall. Ég var búin að bíða spennt eftir því að kynnast þessum einstaklingi sem ég bar undir belti - ég vissi hvað ég vildi og hvað ég var að gera. AUt í einu hrundi tUveran og ég neyddist tíl að snúa við blaðinu og skrifa rhandritið mitt upp á nýtt. Þessa lífs- reynslu mína þekkjtr margar konur en við tölum sjaldnast um hana. Þetta er feimnismál sem fólki flnnst erfitt að tala um og þess vegna er aUt of algengt að við byrgjum það innra með okkur,“ segir Ragnheiður sorgmædd á svipinn og heldur áfram: „Ég hélt að frönskukunnáttan væri að bregðast mér fyrst þegar læknirinn sagði mér þetta. Ég vissi ekki að þetta væri til, kannski í skáldsögum en ekki í raunveruleik- anum. Ég var bæði sorgmædd og ‘ reið. Sorgmædd yfir því að fá ekki að ala þetta barn og reið yfir því sem á mig var lagt. Ég var á íslandi að vinna sem leiðsögumaður síðasta sumar qg fór því í mæðraskoðun heima. Ég bað árangurslaust þrisvar um aö fá að fara í sónar. Hefði ég verið hér í Frakklandi hefði þetta að öUum Ukindum uppgötvast á fyrsta 5 mánuðinum og ég hefði ekki þurft lenskri náttúru. Þangað sæki ég mik- ið Uti og form sem ég er að reyna að ná fram í verkum mínum.“ Vinnur útfrá notagildinu - Nú fæstu. bæði við nytjalist og skúlptúr - hvernig fer það saman? „Já, mér var reyndar kennt í skól- anum að annaðhvort fengist maður við nytjalist eða skúlptúr - þetta tvennt færi ekki saman, ég er hins vegar alveg ósammála því. Mér finnst þetta tengjast hvort öðru. Ég vinn hreina nytjalist og er til dæmis mjög upptekin af því að gera tebolla, katla og klukkur núna sem ég ætla aö selja á jólamarkaðnum. Ég vinn hins vegar oftast út frá notagildinu, líka þegar ég er að skapa skúlptúr. Þannig get ég haft teketii í huga þeg- ar ég byrja á verkinu, síðan verður stúturinn e.t.v. mjöglangur og haldið nær undir hann þannig að þegar hann er fullskapaður er ekki aðalat- riðið hvort hægt er að laga te í honum heldur jafnt að hann sé lifandi hluti af tilveru eigandans með sérstaka merkingu fyrir hann. Ég vil storka þessari kassalaga tilveru sem við búum í og brjótast undan formfest- unni sem umlykur okkur. Ég vil að verkin mín geti orðið hluti af dagleg- um veruleika fólks og gætt hann lífi. Þegar fólk hættir að geta lesið eitt- hvað eitt úr verkum mínum finnst mér ég hafa náð ákveðnu takmarki. Ef ég skapa t.d. flösku sem enginn annar upplifir sem flösku heldur tengir verkiö eigin reynslu og hug- myndum verð ég manna ánægðust. Þaö fylgir engin ævisaga eða upp- skrift verkunum mínum upp í hillu hjá fólki. Það á að skipta fólkið sem umgengst verkin mín daglega meira máli hvaða áhrif þau hafa á það sjálft heldur hvað ég var að hugsa eða pæla þegar ég var að skapa þau.“ - Finnst þér reynsla þín, sem þú lýstir áðan, hafa haft áhrif á listsköp- un þína? „Já, önigglega," segir Ragnheiður hugsi. „Áður fannst mér alltaf gaman að sýna húmor í verkunum mínum, það nægir mér ekki núna eitt og sér. Mér finnst mjög mikilvægt núna að fylla verkin min lífi og ná fram þeirri gleði og hamingju sem ég trúi á í líf- inu. Ég vil gefa fólki hlutdeild í þeirri trú. Mér finnst mjög mikilvægt að þessir þættir fari saman í öllum verkum sem ég skapa og það er með- vitaðra hjá mér en áður“. - Þú talaðir hka um íslensk áhrif í verkum þínum áðan - datt þér aldrei í hug að koma heim að loknu námi? „Jú, jú, ég hugsaði auðvitað um það, en mér fannst það ekki ögrandi tilhugsun. Maður verður aö skapa sér tækifærin sjálfur og hér eru að- stæður til að þroskast og þróast að flestu leyti svo miklu betri og mögu- leikarnir á að koma sér á framfæri ólíkt meiri. Ég kem svo áfram heim til íslands á sumrin til að vinna sem leiðsögumaður, alla vega á meðan ég er að koma undir mig fótunum. í því starfi er ég í góðum tengslum við náttúruna og kynnist líka marg- breytileika mannlífsins sem mér finnst mjög mikilvægt. Ég hef trú á því sem ég er að gera héma og langar til að prófa hvað ég kemst langt. Ef dæmið gengur ekki upp get ég auðveldlega farið á flakk með ofninn minn. Hann er keyptur með það í huga að auðvelt sé að flytja hann,“ segir þessi kraftmikla unga listakona með bros á vör. Ragnheiður i ibúðinni sinni þar sem verkin hennar eru lifandi hluti af tilveru hennar. að ganga í gegnum þá ömurlegu lífs- reynslu sem þaö er að Uggja í fjóra daga á spítala og bíða niðurbrotin eftir því að fæða dáið bam. Mér fannst ég vera alein með þetta allt. Á spítalanum reyndu alhr að vera mér mjög góðir en það vantaði alveg þá andlegu hjálp sem ég þurfti á að hajda. Ég gekk út af spítalanum tóm og dofin og fannst ég vera send heim eins og eftir hvern annan botnlanga- skurð.“ Það er beiskja í rödd Ragn- heiðar þegar hún rifjar upp þessa sorglegu reynslu. „Það hjálpaði mér hins vegar mikiö þegar ég uppgötvaði að ég var ekki ein um þessa reynslu. Smám saman gat ég talaö mig í gegnum sorgina með því aö deila henni með öðrum konum sem höföu gengið í gegnum sömu hluti. Nú hef ég lært að lifa við þetta þótt ég eigi aldrei eftir að gleyma þessu. Það hjálpaði mér Uka í öllu þunglyndinu sem ég var í að ég trúði því alltaf að ég yrði ham- ingjusöm á nýjan leik og það var mikiU léttir þegar ég heyrði sjálfa mig hlæja aftur í sumar eins og ég hafði gert áður en þetta dundi yfir,“ segir Ragnheiður og verður aftur léttari í fasi. „Það má segja að hugmyndin að vinnustofu hafi kviknað upp úr þessu. Ég hafði auðvitaö alltaf ætlað mér að vinna að Ustsköpun minni þótt ég eignaöist barn, en reiknaði meö að fara mér hægt fyrst um sinn. Eftir áfalUð fannst mér ég verða að taka einhverja ákveðna stefnu í líf- inu og vita hvað ég vildi á nýjan leik. Ég er ánægð með þá stefnu sem ég tók því að ég er viss um að ef ég hefði ekki svona mikið að gera væri ég verr á mig komin andlega núna. Ætlaði að starfa og búa í fljótabát Upphaflega ætlaði ég mér að setja Tebollar og katlar. upp vinnustofu í fljótabát og búa þar með kærastanum mínum, en þegar leiðir okkar skildi í sumar gekk sú hugmynd ekki upp. Ég var þá svo heppin að rekast á Helene, vinkonu mína, sem var einmitt í þeim hugleið- ingum að byrja aftur í leirnum eftir langt hlé. Hún treysti sér ekki til að gera það ein þar sem henni fannst vera komnar gloppur í ýmsa þætti hjá sér. Mig vantaði Uka félaga þar sem ég er ekki franskur ríkisborgari og útlendingalögin voru hindrun í áformum mínum. Við vorum því jafnglaðar að hafa hitt hvor aðra í þessum hugleiðingum og gerðum með okkur samning um að bæta upp veiku hUðarnar hjá hvor annarri. Við fundum okkur síðan húsnæði hér í úthverfi borgarinnar sem heitir Kronebourg og erum búnar að koma vinnuaðstöðunni á laggirnar. Þegar okkur gefst tími til ætlum við svo að setja upp litla búð og gallerí hér fyr- ir framan vinnustofuna.“ Ragnheiður er aftur farin að hlæja sínum glaðlega hlátri sem einkennir hana og við ákveðum að snúa okkur að því að ræða meira um leirinn. - Af hverju varð leirinn fyrir vaUnu hjá þér? „Fyrstu tvö árin í skólanum voru almennt Ustnám, en þegar kom að þvi að velja ákveðna braut á þriðja ári var leirinn það eina sem kom til greina hjá mér. Það var auðvelt val. Leirinn heiUar mig og hentar mér vel sem tjáningarform. í honum finn ég ævintýra- og draumaheimi mín- um farveg sem eru hluti af uppvaxt- arárum mínum og þar meö persónu minni. Þessi heimur er hvergi til nema í hugskoti mínu en hann teng- ist þó mikið hafinu heima og ís- íslenskmyndlistarkona opnar vinnustofu 1 Frakklandi: Ævintýr aheimur túlkaður í keramiki RagnheiðurÁgústsdóttir í DV-viðtali um lífið og listina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.