Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992. Fréttir DV Sjómenn óánægðir með loðnuverð verksmiðjanna: Fá 3.500til 4.500 krónur fyrir tonnið ..Undanfarið hefur verið góð loðnu- veiði en verðið. sem fæst f\iir hana. er lélegt. Annars er það nokkuð mis- munandi hvað verksmiðjurnar borga en það er ekki hægt að segja annað en það verð. sem greitt er í dag. sé alveg svakalegt og það á ör- ugglega eftir að lækka." segir Sævar Sigmarsson. skipstjóri á Þórði Jónas- s\"ni. Sjómenn kvarta >iir lágu loðnu- verði þessa dagana. Verð á loðnu er frjálst. Við upphaf vertiðar greiddu loðnuverksmiðjumar á milli 4.500 og 4.900 krónur fyrir tonnið af loðnu en nú er verðið komið á sumum stöðum niður í 3.500 krónur og því er spáð að það geti enn lækkað. Nokkur skip hafa siglt með loðnu til Færeyja en þar eru greiddar rúmar 5000 krónur f\TÍr tonnið. Hæsta loðnuverðið fæst nú fyrir norðan enda er lengst að sigla þangað með farminn. Til að mynda greiða SOdarverksmiðjur ríkisins á Siglu- firði 4.500 krónur fyrir tonnið, á Raufarhöfn eru greiddar 4.200 krón- ur. á Austfjörðum 3.500 til 3.800 krón- ur og verðið í Vestmannaeyjum er á svipuðu róh eða 3.600 krónur og upp í 3.800 krónur. „Verðið er frekar lágt um þessar mundir, það hefur hríöfalhð upp á síðkastið. Það verður að taka tillit til þess að verksmiðjurnar eru í keng eftir loðnubrest liðinna ára,“ segir Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri á Hólmaborg SU. „Loðnuverksmiðjumar geta aldrei keppt við færeyskar loðnuverk- smiðjur um verð, þar sem sjávarút- vegurinn þar er gríðarlega ríkis- styrktur," segir Jón Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra mjöl- framleiðenda. Mikið framboð og lækkandi verð „Með því að borga hæst verið fyrir loðnuna fyrir norðan er verið að reyna að koma til móts við þá sem sigla þangað. Við verðum í raun að neyða menn til að fara norður fyrir vegna þess hversu mikill kvóti er eftir. Þeir hafa meira út úr því að landa á 3.500 krónur og geta farið í tvo túra á sama tíma og þeir komast í einn ef þeir sigla norður fyrir land. Verðfahið að undanfomu má skýra með miklu framboði og lækkandi veröi á heimsmarkaði fyrir loðnuaf- urðir. Þegar kvótamir eru gefnir út th svo skamms tíma hefur það áhrif á erlenda kaupendur sem við erum að selja afurðirnar," segir Þórður Jónsson hjá Síldarverksmiðjum rík- isins. „Þetta er óskaplega erfiður rekstur bæði hjá skipunum og verksmiðjum, það er mjög erfitt að láta enda ná samáh því afurðaverðiö er hræðilega lágt. Ég skil eiginlega ekki hvernig hægt er að veiða loðnu, vinna hana, búa til mjöl og lýsi og skipa því út. Það sem við fáum fyrir að gera þetta á hvert tonn af loðnu er minna held- ur en það kostar að flytja eitt tonn af vömm frá Reykjavík til Siglufjarð- ar. Það er ekki af eintómum kvikind- isskap sem við emm að reyna aö pressa loðnuverðið niður,“ segir Þórður. -J.Mar Verð á loðnu eftir löndunarsvæðum Við upphaf veiða voru greiddar 4500-4900 krónur á hvert tonn. Siglufjörður 'estmannaeyjar Starfsfólk hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar að ganga frá skreiðarsendingu til Nigeriu. DV-mynd Emil Þorskhaus með klumbu dýrastur Emil Thorarensen, DV, F.skifirði: Enda þótt eiginleg skreiðarverkun hafi verið meö minnsta móti um nokkurt skeið eru allir hausar þorsks, ýsu og ufsa hertir svo og í sumum tilfellum dálkarnir líka. Það er hryggurinn af fiskinum þegar búið er að flaka hann. Þessi framleiðsla er síðan seld tíl Nígeríu að sögn Rögnvars Ragnars- sonar, verkstjóra hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. Hann sagði að verö á kílói af þorskhaus með klumbu væri 120 krónur en án klumbu 92,50 krón- ur. Ýsu- og ufsahausar með klumbu fara á 80 krónur kílóið en dálkarnir á 70 krónur. Hér em því vissulega verðmæti á ferðinni sem allt annað og betra verð fæst fyrir en að setja þennan fiskúr- gang í bræðslu. Auk þess er gott aö geta sinnt þessu verkefni þegar lítið er að gera við verkun saltfisks eöa fátt um verkefni af öðrum ástæðum. Nýjar reglur Byggðastof nunar Forsætisráðherra hefur sett nýja reglugerö um Byggðastofnun. Sam- kvæmt henni skal stofnunin gera stefnumótandi áætlun í byggðamál- um til tveggja ára í senn er komi til samþykktar Alþingis. Þá er stofnun- inni gert að vinna að gerð svæðis- bundinna byggðaáætlana til fjögurra ára í senn. Lán, sem stofnunin veitir, skuli vera í samræmi við þessar áætlanir og er henni uppálagt að gæta jafn- ræðis viö fyrirgreiðslu til fyrirtækja. Samkvæmt reglugerðinni skal fjár- hagsleg aðstoð stofnunarinnar mið- ast við að hún sé ekki sjálf beinn þátttakandi í atvinnurekstri. í reglugerðinni er Byggðastofnun ennfremur uppálagt aö varðveita raungildi eigin fjár síns. Skýrt er kveðið á um að tekjur og eignir stofn- unarinnar hverju sinni skuli hrökkva til að greiða fjárskuldbind- ingarhennar. -kaa í dag mælir Dagfari í hvert skipti, sem bandariskir stjómmálamenn ákveða að bjóða sig fram til forseta í landi sínu, hefjast um það miklar og heitar umræður hjá hverjum þeir hafi sofið. Og þá einkum ef þeir hafa sofið hjá einhverjum öðrum en eig- inkonum sínum. Þannig hefur Bill nokkur Clinton lent á milli tann- anna á bandarískum fjölmiðlum vegna þess að kona nokkur hefur skýrt frá þvi að Clinton hafi haldið við sig í tíu eða tólf ár. Clinton þessi var talinn álitlegasti frambjóðandi demókraia allt þangað til að konan sagöi frá þessu meinta framhjá- haldi og það er alveg sama hvað Clinton ber framhjáhaldið af sér, Bandaríkjamenn halda áfram að tala um framhjáhaldið og nú er svo komið að Clinton er nánast úr leik sem forsetaframbjóðandi. Það sama gerðist raunar fyrir síð- ustu forsetakosningar fyrir vestan þegar Gary Hart, sem þá var skær- asta stjama demókrata, varð upp- vís að því að hafa verið í slagtogi með einhverjum fegurðardísum. Hann var samstimdis úr leik. Það var þó ekki einu sinni svo gott að Hart hefði verið staöinn að því að sofa hjá kvensunni! Þaö þótti Hart hart.. Hann vissi ekki betur en að stúlkan hefði þegið boð hans um að koma með sér á hótehð og hann veit ekki betur en að hún hafi sjálfviljug far- ið úr fötunum og þegar stúlkur eru komnar með Tyson upp á hótelher- bergi og eru komnar úr veit hann ekki betur en að þá sé aðeins eitt eftir. Það er að sanna karlmennsku sína, hnykla vöðvana, fara úr sjálf- ur og gera skyldu sína. Fyrir þetta er Tyson settur í fang- elsi. Er þó stúlkukindin ein til frá- sagnar af þessum samförum, sem Tyson aö vísu ber ekki á móti, en ekki getur hann gert að því þótt hann sér sterkur og stúlkan hafi haldið að henni væri nauðgað þeg- ar Tyson gerði það eitt sem skyldan bauð. Svona getur það verið neik- vætt að vera sterkasti maöur heims, því ef Tyson heföi ekki ver- ið svona sterkur heföi stúlkan eflaust getað komið í veg fyrir að Tyson gerði sitt eftir að stúlkan var komin upp á herbergið og komin úr. Frægir menn eiga að varast að vera við kvenmenn kenndir. Að minnsta kosti ef þeir vilja komast hjá því að veröafrægir að endem- um. Dagfari Af frægum bólförum Af þessum tveim dæmum má marka aö Bandaríkjamenn vita miklu meira um kvennamál fram- bjóðenda heldur en pólitískar skoð- anir þeirra, enda sjálfsagt í sam- ræmi við það mat sem Bandaríkja- menn leggja á stjómmálamenn. Mættu íslendingar taka þetta sér til fyrirmyndar. Hér er sífellt verið að tönglast á stjómmálaskoðunum stjómmálamanna og vitna í það sem þeir segja, þegar hitt er miklu skemmtilegra að vita hjá hverjum þeir sofa, einkum ef þeir sofa hjá öðrum en ektakvinnum sínum. Ef siðferðisstig íslendinga er í sam- ræmi við það bandaríska er kannske von til þess að við getum losað okkur við ýmsa pólitíkusa með því að upplýsa hjá hverjum þeir sofa. . ViðsjáumtildæmisaðBretarem famir að taka upp þennan sið Bandaríkjamanna að skýra frá ból- förum sinna manna og þannig var Ashdown, foringi fijálslyndra í Bretlandi, að tilkynna það landslýð að hann hefði haldið við einkarit- ara sinn í fimm vikur fyrir um það bil tólf ámm. Var ekki seinna vænna fyrir Ashdown að upplýsa um þetta einkamál sitt til að það yrði heyrinkunnugt áður en gengið er til kosninga í Bretlandi. Hann vildi verða á undan fiölmiðlunum til að sanna skírleika sinn og koma því á framfæri við þjóðina að hann væri hættur að halda við einkarit- arann. Það er nefnilega tahð í lagi að halda við einkaritara ef maður er hættur að halda við einkaritar- ann þegar gengið er til kosninga. En það er ekki nóg með að stjóm- málamenn séu teknir í bólinu og bindi þannig enda á feril sinn. Nú er búið að dæma Tyson hnefaleika- kappa fyrir nauðgun og hann á yfir höföi sér sextíu ára fangelsisdóm og getur ömgglega lagt boxhansk- ana á hilluna. Tyson er sagður hafa dregið þeldökka fegurðardís upp á hótelherbergi þar sem hún gefur honum að sök að hafa nauðgaö sér. Aumingja Tyson stígur víst ekki í vitið og veit ekki sitt ijúkandi ráð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.