Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992. 9 Utlönd Samningurlnn um EES á lokasprettinum: Væntanlega gengið frá samkomulagi á morgun Líkumar hafa nú aukist á því aö Evrópubandalaginu og EFTA takist á fóstudag að ryðja úr vegi síðustu hindrununum fyrir lausn á dóm- stólsmáiinu varðandi samninginn um evrópskt efnahagssvæði, EES. Samningsaðilar voru sammála um þetta í gær eftir strangar viðræður undanfama daga. Samningamenn em nú í óðaönn að skrifa uppkast að nýrri lausn á dómstólsmálinu og er jafnvel búist við að þeir setji upphafsstafi sína undir samkomulagið strax á morg- un. Áformað er að það verði síðan undirritað 2. mars. Heimildarmenn sögðu að helstu erfiðleikarnir í vegi samkomulags snertu framkomnar tillögur um gerðardóm milli EB-dómstólsins og EFTA-dómstólsins. Hermt er að samningamenn séu ekki á eitt sáttir um hvers konar hugsanleg ágrein- ingsefni eigi að vera hægt að taka upp í gerðardóminum og hvernig ákvarðanatökunni skuli verða hátt- að. Evrópubandalagið er í grundvall- aratriðum á móti gerðardómi. Ef sú verður hins vegar niðurstaðan telja EB-menn að þar verði að nást al- mennt samkomulag. Löndin innan EFTA vilja hins vegar ekki lúta dóm- stóh EB skilyrðislaust. Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjómar EB, veittist að Svisslendingum í gær fyrir að tefja samningsgerðina. Evrópubandalagið útilokar sameiginlegan dómstól en Svisslendingar em andvígir því að láta EB-dómstólinn einan hafa lög- sögu innan evrópska efnahagssvæð- isins þar sem þeir geti ekki lotið er- lendum dómurum. „Svissneskir lögspekingar verða að hætta að líta á Evrópubandalagið eins og einhverja venjulega alþjóð- lega stofnun. Þetta er einstök stofnun sem byggir á samruna og það er því ekki hægt að beita sömu reglum og milli tveggja alþjóðastofnana," sagði Delors í Strasborg í gær. NTB, FNB og Reuter mcnn hand- Öryggissveitir í Alsír hafa handtekið fjóra menn úr hópi þeim sem grunaður er um að hafa vegið sex lögregluþjóna í fyrirsát i höfuðborginni á mánu- dag. að sögn alsírska ríkissjón- varpsins, Fjórmenningarnir voru gripnir á felustaö í Sidi Bouzid skógi í um 35 kílómetra fjarlægð fyrir vestan Algeirsborg. Ekki var skýrt frá hvenær mennirnir voru handteknir. Þrír aðrir menn, þar á meðal fyrrum hermaður úr stríðinu í Afganistan sem fór fyrir hópnum, komust undan, að því er lögreglu- þjónn sagði í samtali við sjón- varpið. Pjölmiðlar í Alsír hafa sakað íslamska heittrúarmenn, sem fengu þjálfun hjá skæruliöum í Afganistan, um morðin. Reuter Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins, sakaði Svisslendinga í gær um aö tefja fyrir lausn dómstólsmálsins í samningnum um evrópskt efnahagssvæði. Simamynd Reuter HJOLSAGIR MEÐ KÆLINGU fyrir málmiðnað Þrjár stærðir. Verð frá kr. 54.719 m/vsk. ÍS BROT Kaplahrauni 5 220 Hafnarfjörður Sími 653090 Mikið úrvai af góðum skóm. Aðeins þrenns konar verð í gangi RR-skór Laugavegi 60, sími 629092 Skemmuvegi 32-L, Kópavogi, sími 75777

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.