Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992. 15 Verjum velferð Ólafs Ragnars Hinn ljóngáfaði og vel klæddi stjómmálamaður Ólafur Ragnar Grímsson hefur enn einu sinni sýnt og sannaö yfirburði sína í íslensk- um stjómmálum. Á nokkrum vik- um hefur honum tekist að trylla tugþúsundir manna til að gapa og góla yfir fyrirhuguðum niður- skurði í ríkisútgjöldum. Honum hefur tekist það ætlunarverk sitt að gera ríkisstjóm Davíðs Odds- sonar einkar óvinsæla. Kænska Ólafs Ragnars Einhver kann að spyrja hvemig hægt sé að blanda Ólafi Ragnari inn í atburði undanfarinna vikna, íjöldamótmæh launþegafélaga og hagsmimahópa, því hann hafi hreinlega ekki komið þar við sögu. Það er einmitt hluti af kænsku Ólafs Ragnars að koma ekki sjálfur fram, heldur stjóma þessum að- gerðum bak við tjöldin. Hann beitir fyrir sig nánum samstarfsmönnum og öðram nytsömum sakleysingj- um því sjálfur er Ólafur Ragnar svo oft búinn að hrópa úlfur, úlfur að enginn tekur mark á honum leng- ur. Ekki má heldur gleyma að Ólaf- ur Ragnar, fyrram fjármálaráð- herra, ber ábyrgð á mesta fjárlaga- halla ríkisins fyrr og síðar. Nytsamir sakleysingjar Ogmundur Jónasson, formaður BSRB, og Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands- ins, eru ekki aðeins þeir sem hæst hafa vegna niðurskurðar ríkisút- gjalda, heldur era þeir einnig nán- ustu samstarfsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar, formanns Alþýðu- ' handalagsins. Hann er hershöfð- inginn og þeir era herforingjamir. Öfugt við Napóleon lætur Ólafur Ragnar hins vegar ekki sjá sig á sjálfum vígvellinum. Ön mótmælin, skipulögðu funda- höldin, ályktanaflóöið og drama- eins tæki í þeim póhtíska slag sem Ólafur Ragnar stundar. Ekkert annað en pólitísk barátta Öh þessi barátta snýst um póhtík en ekki vemdun velferðarkerfis- ins. Það er velferð Ólafs Ragnars Grímssonar sem hinir nytsömu sakleysingar era að vemda. Með því aö kasta ryki í augu almenn- ings er ætlunin að hann gleymi „af- rekum“ Ólafs Ragnars úr síðustu ríkisstjóm. Ríkisstjórn Ólafs Ragnars og Steingríms Hermannssonar eyddi í stjómartíð sinni umfram fjárlög margfaldri þeirri upphæð sem nú er verið að spara í heilbrigðisráðu- neytinu. Því má skrifa ahan niður- skurð í heilbrigðismálum á reikn- „Það er einmitt hluti af kænsku Ólafs Ragnars að koma ekki sjálfur fram, heldur stjórna þessum aðgerðum bak við tjöldin. Hann beitir fyrir sig nánum samstarfsmönnum og öðrum nytsöm- um sakleysingjum þvi sjálfur er Ólafur Ragnar svo oft búinn að hrópa úlfur, úlfur að enginn tekur mark á honum lengur.“ KjaUarinn Ólafur Hauksson blaðamaður tíkin era dæmigerð fyrir fagleg vinnubrögð Ólafs Ragnars. Hann leggur hnumar í gegnum herfor- ingja sína og heldur þeim við efnið. Fótgönguhðarnir hafa sjaldnast hugmynd um hver togar í spottana. Til dæmis heldur því enginn fram að fólkið sem myndar sfjóm skrípasamtakanna Almannaheih geri það samkvæmt beinum óskum formanns Alþýðubandalagsins. Engu að síður era þau samtök að- ing þessara manna sem aha sína hunds- og kattartíð í stjómmálum hafa keypt atkvæði með lántökum. Þannig er velferðin vernduð Ólafur Ragnar Grímsson, Ög- mundur Jónasson og þeirra nótar heimta óbreytt ástand. Þeir vhja áframhaldandi lántökur ríkisins upp á 30 mihjarða króna á ári til að halda úti velferðarkerfi sem er að lama velferðina. Þeir vilja halda „Það er velferð Ólafs Ragnars Grímssonar sem hinir nytsömu sakleys ingar eru að vernda.“ uppi háum vöxtum með þessu móti og halda áfram að sehast í vasa skattgreiðenda. Velferðin verður ekki vemduð með aðferðum þessara manna, vegna þess að tilgangur þeirra er ekki að vemda velferðina heldur koma höggi á fyrstu ríkisstjórnina sem tekur af skynsemi og ábyrgð á rikisbákni sem var orðið óviðráð- anlegt. En hvemig vemdar ríkisstjóm Davíös Oddssonar þá velferðina? Jú, með þessum aðgerðum: Minnka ríkisútgjöld svo hægt sé að lækka skatta. Minnka ríkisútgjöld svo hægt sé að lækka vexti. Minnka ríkisútgjöld svo hægt sé að standa viö 200 mihjarða króna skuldbindingar sem óskyggju- flokkamir Framsókn og Alþýðu- bandalag (og einstaka kvenkyns krataráðherrar) hafa kahað yfir okkur og bömin okkar. Draga úr óheilbrigðum ríkis- styrkjum til atvinnulífsins. Moka skítinn í fjármálaráðuneyt- inu eftir Ólaf Ragnar Grímsson. Ólafur Hauksson Viltu styðja ofbeldis- stjórn, Davíð Oddsson? Davið Oddsson. „I heimsókn þinni er ekki gert ráð fyrir neinum fundum með frammámönnum Pelstinumanna sem eru þó hinir raunverulegu húsbændur landsins. Er þetta leiðin til að skapa traust og sýna heilindi íslendinga?" i Þaö hefur komiö fram í fréttum að þú hafir þegið boð Yitzhaks Shamirs og ætlir því í opinbera heimsókn th ísraels í næstu viku. Gerir þú þér fuha grein fyrir því hvaðan boðið kemur? Með heim- sókn þinni ætlar þú að heiðra svörtustu öfl meðal gyðinga sam- tímans, aðila sem draga gyðing- dóminn í svaðið með hryðjuverk- um, landráni og pyntingum. Gest- gjafi þinn, Yitzhak Shamir, er skjalfestur hryöjuverka- og undir- róðursmaður. Samkvæmt alþjóða- samningi, sem ísland hefur undir- ritað, á að handtaka slíka menn hvar sem til þeirra næst og rétta í málum þeirra. Á dagskrá þinni era einnig fundir með öðrum frammá- mönnum ísraels, m.a. forsetanum, Chaim Herzog, einum ofstækis- fýllsta stjómmálamanni þar í landi, og Símon Peres, formanni Verkamannaflokksins. Þessi „hóf- semdarmaður" hefur m.a. unnið þau afrek í stjómartíð sinni árið 1985 að láta sprengja í tætlur tugi óbreyttra horgara í fjarlægu landi (Túnis). í ísrael starfar fjöldi fólks gegn hemámi, fyrir fullum mann- og þjóðarréttindum ísraels- og Palest- ínumanna og fyrir friðsamlegri sambúð þjóðanna í landinu. Slíkt fólk viltu greinilega ekki hitta. í heimsókn þinni er ekki gert ráð fyrir neinum fundum með frammá- mönnum Palestínumanna sem era þó hinir raunverulegu húsbændur landsins. Er þetta leiðin til að skapa traust og sýna heilindi íslendinga? KjaUarinn Elías Davíðsson tónlistarmaður Viltu stuðla að lögbrotum, Davíð? Shamir vill taka á móti þér í Jerú- salem en Jerúsalem er hemumin borg. Samkvæmt þjóðarétti á ísra- elsríki ekki tilkall til neins þuml- ungs af henni. í ályktun Samein- uðu þjóðanna frá 1947, sem ísland barðist fyrir, átti Jerúsalem ekki að falla í hlut síonista heldur verða alþjóðleg borg undir umsjón Sam- einuðu þjóðanna. Úr þessu varð þó ekki. Árið 1948 náðu hersveitir sí- onista á sitt vald vesturhluta borg- arinnar og árið 1967 tók ísraelsher austurhlutann. ísraelsstjóm inn- limaði báða borgarhluta í ísrael og vinnur nú markvisst að því að flæma Palestínumenn, kristna og múshma, úr borginni. Þess ber að geta að ekkert ríki viðurkennir yf- irráð ísraels yfir Jerúsalem. í ályktunum Öryggisráðs Samein- uðu þjóöanna er Jerúsalem skil- greint sem hemumið svæði. Með því að funda með stjóm ísra- els í Jerúsalem munt þú auðvelda henni að festa lögbrot sín í sessi. Auk þess grefur þú undan ályktun- um Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna og ýtir undir óvild múslima í garð íslendinga. Er þetta virkilega ásetningur þinn? Bjarnargreiði Skynsamir ísraelsmenn vita að eina tryggingin fyrir áframhald- andi tilvera Israelsríkis í Austur- löndum nær er að komast að heiö- arlegu samkomulagi við Palestínu- menn um friösamlega sambúö í landinu, annaðhvort í einu samein- uðu ríki eða með skiptingu lands- ins í tvö ríki. Því grátbiðja þeir vini ísraelsmanna á Vesturlöndum að beita stjórn síns lands virkum þrýstingi svo hún neyöist til að vinna heiðarlega að friði. Stuðningi vestrænna ríkja við ísrael hefur verið líkt við það að rétta ráðvillt- um manni hans eigin snöra. Slík greiðasemi er ekki vottur um vin- áttu heldur bjamargreiði, eins og heimsókn þín. Ríki kynþáttastefnu Nú standa yfir svonefndar friðar- viöræður milh ísraels og nágranna þeirra. En jafnvel bjartsýnustu Pal- estínumenn binda litlar vonir við þær. ísraelsk stjómvöld hafa gert það lýðum ljóst að þau sækjast ekki eftir samkomulagi við Palestínu- menn byggðu á gagnkvæmri virð- ingu því sambúð beggja þjóðanna í landinu myndi grafa undan að- skilnaðarstefnu gyðinga, þ.e. hreinleika kynstofiisins. Einn hður í varðveislu kynstofnsins er laga- legar skorður gegn blönduðum hjónaböndum. Forseti ísraels, sem þú hyggst hitta, komst þannig að orði að Palestínumenn og ísraels- menn geti ekki deilt landinu með sér. í orðum hans felst í raun ískyggileg hótun því varla ætlast forsetinn til þess aö þjóð yfirgefi sjálfviljug ættjörð sína. Áfram- haldandi landnám gyðinga í Palest- ínu sýnir greinilega hvaö fyrir stjórnvöldum ísraels vakir. Farðu ekki, forsætisráðherra! Árið 1936 komu leiðtogar margra ríkja til Þýskalands í tilefni ólymp- íuleika og stuðluðu að því að ijúfa siðferðhega einangran Nasista- Þýskalands. Framhaldið þekkjum við öh. Því bið ég þig vinsamlega að láta af heimsókn þinni tíl ísra- els, a.m.k. meðan þaö þverbrýtur alþjóðalög og neitar að framfylgja ályktunum Sameinuðu þjóðanna. Ég leyfi mér að fiUlyrða að fjölda- margir vinir mínir í ísrael, sem þrá friöinn, taka heUs hugar undir þessa áskorun. Elias Daviðsson „Gestgjafi þinn, Yitzhak Shamir, er skjalfestur hryðjuverka-jDg undirróð- ursmaður. Samkvæmt alþjóðasamn- ingi, sem ísland hefur undirritað, á að handtaka slíka menn hvar sem til þeirra næst og rétta í málum þeirra.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.