Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992. MUDDER FYRSTA FLOKKS DEKK Á FRÁBÆRU VERDI GÚMMÍVINNUSTOFAN HF. RÉTTARHÁLSI 2, S.814008 & 91-814009 SKIPHOLTI 35 S. 31055 NOTAÐIR BILAR Á GÓÐU VERÐI í EIGU RÆSIS HF. TIL SÖLU HJÁ BÍLAHÖLLINNI HF. Mazda 626 2000 GLX'87. V. 550.000 M. Benz station 200 disil ’87. V. | stgr. 1.275.000 stgr. IToyota Tercel RV special ’88. V. iDaihatsu Feroza EL-II ’89. V. 1670.000 stgr. 1830.000 stgr. | M. Benz 280 SE, ’80. V. 850.000 stgr. Daihatsu Charade CX, 5 d., sjálfsk.. V. 490.000 stgr. Opið laugardaga frá kl. 10.30-17.00 og sunnudaga frá kl. 13.00-16.00 BÍLASALA BlLDSHÖFÐA 5 • 112 REYKJAVÍK Matgæðingur vikiirinar Nafnlaus: Lambakjöts- pottréttur „Matargerð mín byggist töluvert á slembilukku. Þá á ég við að ég fer lítið eftir uppskriftum og árangur- inn verður stundum skrítinn,” seg- ir Bergmann Þorleifsson, starfs- maður Járnblendiverksmiðjunnar á Akranesi og matgæöingur vik- unnar. Bergmann þykir mjög góð- ur kokkur og hugmyndaríkur. „Ég legg alltaf nokkra vinnu í helgarmatinn,” segir Bergmann. „Hann getur tekiö aUt að tvo til þrjá tíma í vinnslu en í skyndirétti nota ég oft t.d. grjón, grænmeti og skinku, svo eitthvað sé nefnt. Oft gríp ég til Skagaskötunnar (tinda- bikkju) sem Páll Hannesson verkar og er mikið lostæti. Ekki má heldur gleyma skyrinu frá Borgamesi en það er eins og enginn geti búiö til gott skyr nema starfsfólk Mjólkur- samlagsins þar,“ segir Bergmann. Þá er það uppskriftin sem Berg- mann segir að sé nafnlaus. Uppi- staðan er lambakjöt sem aldrei bregst. Uppskriftin er ætluö fyrir flóra matlystuga. Aðferðin 750 g beinlaust lambakjöt Bergmann Þorleifsson, matgæð- ingur vikunnar. DV-mynd Árni Árnason, Akranesi 'A dós niðursoðinn maís 50 g frosnar grænar baunir 100 g gulrófur 100 g gulrætur 3 meðalstórir saxaöir laukar 1 hvítlauksrif smábiti mulið lárviðarlauf A tsk. timian 'A tsk. sykur smásmjörkhpa 1 msk. matarolía 'A msk. hveiti salt og pipar eftir smekk Kjötið er skorið í htla bita, ca 2x2x2, og brúnað í olíu/smjöri í potti. Strásykri og hveiti hrært vel saman við. Kalt vatn sett í pottinn svo að næstum fljóti yfir kjötið. Hvítlaukur, lárviðarlauf og timian sett út í og kjötið látið sjóða hægt í 45 mínútur. Kjötið tekið upp úr pottinum og soðið marið í gegnum sigti. Sósa, kjöt og niðurskorið grænmeti sett í pottinn og soðið þar til grænmetið er meyrt. Bætið maís út í, kryddið með salti og pipar og látið suðuna koma upp. Borið fram með soðnum kartöflum og frönsk- um smábrauðum. Best er að drekka ískalt vatn með þessum rétti. Bergmann ætlar að skora á Stef- án Óskarsson, húsasmið og trillu- útgerðarmann, að koma með næsta rétt. „Hann er einn af þessum mat- argerðarsnilhngum sem aldrei bregðast. Stefán er sérlega frum- legur í matargerð.” -ELA Hinhlidin GróaÁsgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni íslands: Leiðinlegast að vera aðgerðalaus Þaö hefur mikið mætt á Gróu Ásgeirsdóttur undanfarnar vikur og mánuði. Gróa er framkvæmda- stjóri Fegurðarsamkeppni íslands sem lauk að kvöldi síðasta vetrar- dags. Hún hefur verið fram- kvæmdastjóri keppninnar síðathð- in fimm ár. Fyrir nokkrum árum komu fram gagnrýnisraddir á feg- urðarsamkeppnir og áhuginn á þeim virtist dvína en hvemig er áhuginn í dag? „Mér finnst áhuginn vera að auk- ast mikið. í keppninni taka þátt margar stelpur utan af landi og viðbrögð fólks vegna keppninnar um allt land eru mjög mikil. Það er fylgst vel með keppninni.” Gróa segir vinnuna við fegurð- arsamkeppnina vera í gangi allt árið en stúlkumar eru einnig sendar utan í aðrar keppnir. Hins vegar er mest að gera frá og með áramótum ár hvert og eykst álagið og vinnan stöðugt þar til krýning fegurðardrottningar íslands hefur farið fram, þá er unnið myrkranna á milh. Það er Gróa Ásgeirsdóttir sem sýnir lesendum DV á sér hina hhð- ina að þessu sinni. Fullt nafn: Gróa Ásgeirsdóttir. Fæðingardagur og ár: 17. apríl 1965. Maki: Jón Axel Olafsson. Börn Engin. Bifreið: BMW. Starf: Hef verslunarstarf í verslun- inni Kúnígúnd að aöalstarfi en aukastarf er framkvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni íslands. Þessa dagana hefur hið síðamefnda reyndar tekið nær allan minn tíma. Gróa Ásgeirsdóttir. Laun: Ágæt. Áhugamál: Fjölskyldan, starfið og ferðalög. Annars hefur veriö htih tími fyrir önnur áhugamál en starf- ið síðustu vikumar. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Enga held ég, alla vega mjög fáar. Hvað fmnst þér skemmtilegast að gera? Ferðast um og slappa af í San Diego í Bandaríkjunum. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að vera aðgerðalaus. Uppáhaldsmatur: Steikur frá Jón- asi Þór kjötsala. Uppáhaldsdrykkur: ískalt vatn. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Ég fylgist mjög htið með íþróttum og veit því lítið um hvað er að gerast í þeim. Uppáhaldstímarit: Vogue og flestöll tískublöð. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan maka? Vilhjálmur Ámi Garðarsson. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Bæði hlynnt og andvíg. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Bandaríkjaforseta. Uppáhaldsleikari: Kevin Costner. Uppáhaldsleikkona: Meryl Streep. Uppáhaldssöngvari: Placido Dom- ingo. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng- inn. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Fred Fhntstone. Uppáhaldssjónvarpsefni: Gamlar dans- og söngvamyndir. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins hér á landi? Hlynnt. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Bylgjan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Jón Axel Ólafsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ger- aldo. Uppáhaldsskemmtistaður: Hótel ísland. Uppáhaldsfélag í iþróttum: Ekkert uppáhaldsfélag. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að ferðast og skoða mig eins mikið um í heiminum og ég get - og lifa hfinu lifandi. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ég stefni á að komast til út- landa en það er allt óákveðið enn- þá. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.