Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992. Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SiMI (91)63 27 00 SÍMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SÍMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Sjálfskaparvíti Tæplega Qórða hver króna, sem íslendingar afla sér með utanríkisviðskiptum, fer til að greiða vexti og af- borganir af erlendum lánum. Langtímaskuldir þjóðar- innar nema um þessar mundir 190 milljörðum króna. Þar af er hlutur hins opinbera 107 milljarðar króna. Helmingur af skuldum hins opinbera í útlöndum, rúmlega 50 milljarðar króna, stafar af óarðbærum fram- kvæmdum, sem varað hafði verið við og voru umdeild- ar áður en farið var út í þær. Hinn helmingurinn er óbein afleiðing peningabrennslu 1 landbúnaði. 12,6 milljarða orkuver við Blöndu og 7 milljarða orku- ver við Kröflu eru fyrirferðarmikil í þessari skulda- súpu. Samanlagt jafngilda þessi tvö óþörfu orkuver samt varla hinni rúmlega 20 milljarða króna árlegri peninga- brennslu í hefðbundnum og hjartfólgnum landbúnaði. Bann við innflutningi búvöru kostar þjóðfélagið 13-15 milljarða króna á hverju ári samkvæmt reikningum nokkurra hagfræðinga 1 Háskólanum og Seðlabankan- um. Þeir reiknuðu þetta hver fyrir sig og notuðu mis- munandi aðferðir, en komust að svipaðri niðurstöðu. Við þetta bætast 7,5 milljarða króna útgjöld hins opin- bera í beina styrki til hefðbundins landbúnaðar, upp- bóta á útflutta búvöru og niðurgreiðslna, sem væru óþarfar, ef innflutningur ódýrrar búvöru væri leyfður. Alls er brennslan í landbúnaði yfir 20 milljarðar á ári. Árleg brennsla peninga í landbúnaði jafngildir þann- ig mistökum áratugarins í byggingu óþarfra orkuvera. Hún jafngildir líka öllum umdeildum samgöngumann- virkjum langs tímabils, bæði þeim, sem lokið er eða hafm eru, og hinum, sem fyrirhuguð eru. Borgarfjarðarbrúin kostar 2,1 milljarð, Leifsstöð 4,9 milljarða og ýmis vegagöng, einkum í Ólafsfjarðarmúla, 2,3 milljarða. Verið er að grafa 3,2 milljarða göng á Vestfjörðum og ráðgerð eru 7 milljarða göng á Austfjörð- um. Samtals eru þetta 19,5 milljarðar. Ekki er aðeins hægt að bera árlega verðmæta- brennslu landbúnaðar saman við óþarfar virkjanir ára- tugarins og umdeild samgöngumannvirki. Einnig má bera hana saman við 16 milljarða króna tap opinberra sjóða af bjartsýniskasti fiskeldis og loðdýraræktar. Þetta tap sjóðanna hefur ekki allt verið fært til bqk- ar, en verður ekki umflúið. Mikilvirkastir á þessu sviði eru Atvinnutryggingarsjóður og Hlutafjársjóður, en Verðjöfnunarsjóður og Byggðastofnum komu líka til skjalanna. Tap ríkisbankanna er utan við þessar tölur. Verðmætabrennsla í orkuverum og samgöngumann- virkjum, nýjum atvinnuvegum og hefðbundnum land- búnaði er ekki sök stjórnmálamanna og embættismanna einna. Varað var við öllu þessu á sínum tíma, en þjóðin kaus að taka ekki mark á úrtölumönnum og nöldrurum. Athyglisverðast er, að mikill meirihluti þjóðarinnar er beinlínis fylgjandi dýrasta þætti verðmætabrennsl- unnar, banni við innflutningi búvöru, og sættir sig við útgjöld ríkisins til landbúnaðar, önnur en útflutnings- uppbætur. Þjóðin vill láta nauðga sér á þennan hátt. Meðan íslendingar hafa slík sjónarmið, er ekki hægt að búast við, að raunvextir lækki úr þeim 13%, sem þeir eru núna. Peningabrennsla kallar nefnilega á pen- ingahungur, sem endurspeglast í háum raunvöxtum. Meðan fólk hefur slík sjónarmið, má ekki búast við bættum lífskjörum félagsmanna í stéttarfélögum. Pen- ingar, sem brenndir eru, nýtast nefnilega ekki til að bæta kjör fólks. Menn geta sjálfum sér um kennt. Jónas Kristjánsson Úrslitastund runnin upp í Afganistan Þegar Leóníd Bresnéf og sam- starfsmenn hans sendu sovéther inn í Afganistan á jóladag 1979 hrundu þeir af stað atburöarás sem nú hefur komið Sovétríkjunum fyrir kattamef. Mannfallið í Afgan- istan, um 15.000 sovéthermenn, herkostnaðurinn þar og loks und- anhald eftir níu ára hemað, sem ekki varð til annars en leggja land- ið í rúst, átti meginþátt í að rýja sovétvaldið endanlega trausti og áliti meginþorra þegnanna. Þessa dagana ræðst svo hvort Afganistan kemst í heilu lagi út úr ófriðnum eða hvort viö tekur enn frekara upplausnarástand þar sem mismunandi þjóðflokkar og trúar- hópar takast á. Byltingarstjómin, sem komst fyrst til valda 1978 og sovéska innrásin átti að haida við völd, er endanlega úr sögunni. Síðasti valdhafi hennar, Naji- bullah forseti, hefur leitað hælis í bækistöðvum fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Kabúl og bíður færis að sleppa úr landi. Undirmenn hans sjálfs, bæði ráðherrar og hershöfð- ingjar, settu hann af til að geta tek- ið upp samkomulagsumleitanir um friðsamleg stjómarskipti viö for- ingja helstu andspvmuhreyfinga sem höfðu í raun borið sigurorð af sovéthemum en ekki tekist að ná neinni af stærri borgum úr hönd- um stjómarhersins þrátt fyrir ít- rekaðar tilraunir frá því sovéther- sveitir vom á bak og burt um miðj- an febrúar 1989. í þessum dálkum var fyrir skömmu fjallaö um viðleitni full- trúa SÞ, Benons Sevans, Kýpurbúa af armenskum ættum, til að koma á friði í Afganistan með stofnun bráðabirgðastjómar, og yrði hún skipuð mönnum sem alhr aðilar gætu sætt sig við. Jafnskjótt og Sevan hafði tekist, með hjálp sumra samstarfsmanna hans, að fá Najibullah til að lýsa yfir að hann myndi skila völdum í hendur slíkr- ar stjómar jafnskjótt og hún væri mynduð og ekki ætla sér neitt stjómmálahlutverk framar komst atburðarásin á skrið. Það gerðist fyrst í norðurhéruð- unum Afganistans, næst landa- mærunum að fyrrum sovétlýöveld- um. Þar er áhrifasvæði nafnkunn- asta skæruliðaforingja Afganistan- stríðsins, Ahmad Sha Masúd, og andspymuhreyfingar hans, Jam- iat-i-Islami. Najibullah hafði nýver- ið sent þangað tvo illa þokkaða héraðsstjóra sem þar aö auki vom af þjóöemi Púshtúna úr suður- hluta landsins. Hershöfðingjar stjómarhersins neituðu að veita þeim viðtöku og snem sér til Masúds. Niðurstaðan varð friöur milli stjórnarhersins og skæraliða sem mynduðu sameiginlegar yfirstjóm- ir í helstu borgum. Fréttamenn, sem á þessar slóðir komust, vom Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson dolfallnir að sjá þá sem nýverið höfðu barist upp á líf og dauða ganga hönd í hönd að austurlensk- um sið um götur og torg. Við þessi umskipti fékk Masúd yfirráð yfir helstu aðdráttarleið Kabúl, veginum til fyrrum sovét- lýðvelda. Flótti utan aflandsbyggð- inni hefur á stríðsámnum fjölgað borgarbúum í tvær milljónir og bjuggu þeir fyrir við skort á nauð- synjum. Hungursneyð blasti við væri borgin einangruð til lang- frama. Þá var það að Najibullah var sett- ur af og þeir sem við tóku komu sér í samband við Masúd. Hann flutti bækistöðvar sínar í 30 km fjarlægð norðan borgar og kvaöst hafa í hyggju að bíða þar myndun- ar bráðabirgðastjórnar sem tryggði að ekki kæmi til bardaga um höfuð- borg Afganistans. Jafnframt sömdu hershöfðingjar stjórnar- hersins í öðrum helstu borgum við skæruliðaforingja um frið og sam- eiginlega yfirstjórn. Sevan, fulltrúi SÞ, gekk nú hart fram í tilraunum við að koma á bráðabirgðastjórn á þessum nýja grunni. Hann fór á fund Masúds og átti fund með foringjum and- spymuhreyfinganna sem bæki- stöðvar hafa í Peshawar í Pakistan. Enn sem fyrr skar Gulbuddin Hek- matjar, foringi andspymuhreyf- ingarinnar Hezb-i-Islami, sig úr og neitaði að deila völdum með öðr- um. Hann kvaöst aukinheldur skipa mönnum sínum að ráðast á Kabúl væri ekki uppgjöf hennar lýst yfir í síðasta lagi nú um helg- ina. Masúd og Hekmatjar eru svarnir óvinir og hafa sveitir þeirra einatt þarist innbyrðis. Masúd vill við- halda hefðbundnum samfélags- háttum í Afganistan eins og kostur er eftir stríðshörmungamar en Hekmatjar vill breyta landinu í isl- amskt lýöveldi eftir strangtrúar- reglum. Hekmatjar er Púshtúni en þeir hafa ráðið mestu í Afganistan í hálfa þriðju öld. Masúd er Tadsjiki og hefur á sínu bandi önnur þjóð- emi sem ekki vilja beygja sig á ný undir yfirdrottnun Púshtúna. Hekmatjar er stjórnmálamaöur og hefur setið af sér stríðiö í Pakist- an þar sem pakistönsk stjómvöld hafa hyglað hreyfingu hans með stærsta skerfinum af bandarískum vopnum og fégjöfum til baráttunn- ar gegn sovéska hernáminu. Masúd er hermaður, hefur barist stríðið út í gegn og meö þeim ár- angri að hann hefur hlotið viður- nefnið Ljónið úr Pansjír-dal eftir að margítrekuðum tilraunum sov- éthers til að ná á sitt vald þeirri þýðingarmiklu samgönguleið var hrundið undir hans fomstu. Atburðarásin til þessa virðist hafa leitt í ljós að raunverulegt vald til að ráða framvindunni er miklu frekar í höndum foringja skæmherjanna í Afganistan en stjómmálamanna í Pakistan. Og stríðsþreyta er að vonum tekin að segja til sín meðal Afgana. Á þrett- an ámm er talið að milljón manna hafi falhð og fimm miíljónir, um þriðjungur landsmanna fyrir stríð, er landflótta í Pakistan og íran. Merki sjást þess að foringjar sveita Hezb-i-Islami í Afganistan séu allt annaö en fúsir til að fara að skipun frá Hekmatjar um að ráðast á Kabúl. Masúd hefur látið sína menn slá hring um borgina og kveður þá muni hrinda sér- hverri árás. Tregða eigin manna til að halda áfram bræðravígum og óárennileg- ar fylkingar manna Masúds viröast ætla að lægja ofstopa Hekmatjars, að minnsta kosti í bih. Hann kveðst fahast á að taka þátt í viðræðum um myndun bráðabirgðastjórnar. Líkur eru á að aukin alvara færist í þær viðræður komi stjómmála- foringjamir saman á fund í Kabúl þar sem skæruliðaforingjarnir geta beitt áhrifum sínum og afganskur raunveruleiki blasir við frekar en aö halda sig áfram við kjötkatlana í Peshawar í andrúmslofti reíja og metings. Magnús T. Ólafsson Skæruliðaforingi úr sveitum Masúds (t.v.) og hershöfðingi úr stjórnarhernum ræðast við rétt fyrir austan Kabúl á fimmtudag. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.