Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992. 11 Vísnaþáttur Reyndist engum leiðin löng Margir munu þeir enn vera sem muna eftir Vigfúsi Guðmundssyni þeim er lét reisa Hreðavatnsskála og rak þar lengi gisti- og veitinga- stað. En ekki komu allir þar við sem um veginn fóru. í bók sinni, Minningar Vigfúsar - þroskaárin, segir hann svo frá: „Á fyrstu árum Hreðvatnsskála fóru bifreiðir Steindórs Einarsson- ar oftast fram hjá skála mínum, stönzuðu þar nær aldrei. Var þeim nokkur vorkunn, því að ég hafði hlynnt talsvert að útgerð Kristjáns á B.S.A., sem var aðalkeppinautur Steindórs á leiðinni Reykjavík- Akureyri. Seinna fór Steindór sjálfur oft að koma til mín sem gest- ur í skálann og fór prýðilega á með okkur. - Mér þótti leitt að bifreiðir Steindórs skyldu alltaf fara fram hjá og hét þeim verðlaunum, er kæmi með bezt svar við þessu fyrir- brigði og auglýsti það. Mörg svör bárust. En það svar, sem verðlaun- in hlaut, var frá Friðgeiri H. Berg á Akureyri. Það er þannig: Að Hreðavatni hópast þjóð og hefst þar við í tjöldum, þegar svanir sólarljóð syngja á júníkvöldum. Allt sem dauðlegt auga kýs er þar til að skoða. Baula hátt við himin rís hjúpuð aftanroða. Hagkvæm lega, greiða gnægð, gróður, húsaprýði, bera skálans frama og frægö fram um lönd og víði. Þegar ekið er um láð út til Norðlendinga, að Hreðavatni er ætíð áð með alla þjóðhöfðingja. Skógurinn grænn og hraunið hrjúft með hundruð leyndra ranna hafa snortið harla djúpt hugi listamanna. Dimmblá íjöll með skugga og skin og skikkjur mjúkra hta eiga þann að einkavin, sem ætlar að mála og rita. Sá, sem enga auðlegð sér aðra en málminn foma, Hreðavatni fram hjá fer í flaustri kvölds og morgna. Þó að vatnið Uggi lygnt í lofts- og sólarbaði, auga hans er ekki skyggnt á yndislega staði.“ Dagana 10.-12. júlí 1959 efni Kaupfélag Húnvetninga tii hóp- ferðar kaupfélagskvenna til Akur- eyrar og Þingeyjarþings. Á Húsa- vík tóku á móti þeim Finnur Kristj- ánsson, framkvæmdastjóri Kaup- félags Suður-Þingeyinga, og frú og Karl Kristjánsson alþingismaður og frú. Grein um ferðalagið birtist í Tímanum 30. júlí sama ár og þar Vísnaþáttur birtar stökur sem benda til þess að einhver kvennanna hafi ort þær. Höfundur greinarinnar er Ingi- björg Vilhjálmsdóttir. Hugsun skýr í formið felld - flutt í ræðum snjöllum. Karl og Finnur kveiktu eld í kvennahjörtum öllum. Sáhn ofar stund og stað stefndi um himingeima. AUar gleymdum auðvitað eiginmönnum heima. Kjartan Ólafsson, formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar, orti í skemmtiferð félagsins: Reyndist öngum leiðin löng, logaði á vöngum þótti. Fram með söng um fjallaþröng flokkurinn göngu sótti. Bragi Jónsson, bóndi í Hofgörð- um á Snæfellsnesi, (Refur bóndi) var kennari á Ströndum í tvo vetur og sagði eftir dvöUna: „Veiztu það, aö mér þykir vænzt um Stranda- menn aUra íslendinga. Ég held að annað eins fólk sé hvergi tfi á byggðu bóli, og sæti þó ekki á mér að kvarta yfir öðrum. Ég gef þeim tíu í einkunn í öllum greinum manndyggða... ellefu ef það stríddi ekki móti lögum og lands- venju að fara svo hátt. Ég hef þó verið kennari og átt fræðslumála- stjórnina yfir mér. Ég kvaddi þá með vísu, sem ég skrifaði í gesta- bók, mig minnir á Hvalsá - reyndar er hún mest orðaleikur: Byggðir Stranda batzt ég í, bjó í Strandarönnum. Áldrei strandar upp frá því ást á Strandamönnum. Tel ég óþarft að fjölyrða meira þar um og læt þvi staðar numið að sinni. Torfi Jónsson FRÖNSKUNÁMSKEIÐ ALLIANCE FRANCAISE Vornámskeið í frönsku verða haldin 27. apríl - 19. júní. Innritun fer fram alla virka daga kl. 15-18 að Vesturgötu 2, sími 23870. Renault bílar á leið um landið Renault 19 ■ Renault 21 Nevada ■ Renault Clio VESTMANNEYJAR Bílaverkstæði Muggs - Laugardaginn 25, apríl kl. 10-17 VÍK í MÝRDAL Víkurskálinn - Þriðjudaginn 28. apríl kl. 11-12 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR Esso - Þriðjudaginn 28. apríl kl. 14-15 HÖFN í HORNAFIRÐI Sindrabæ - Þriðjudaginn 28. apríl kl. 18-21 DJÚPIVOGUR Esso - Miðvikudaginn 29. apríl kl. 11-13 BREIÐDALSVÍK Bláfell - Miðvikudaginn 29. apríl kl. 14-16 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR Hótel Skálavík - Miðvikudaginn 29. apríl kl. 17-19 NESKAUPSSTAÐUR Egilsbúð - Fimmtudaginn 30. apríl kl. 10-12 ESKIFJÖRÐUR Shellskálinn - Fimmtudaginn 30. apríl kl. 14-15 RÉYÐARFJÖRÐUR Bíley - Fimmtudaginn 30. apríl kl. 16-18 EGILSSTAÐIR Söluskálinn - Fimmtudaginn 30. apríl kl. 19-20 HÚSAVÍK Bifreiðaverkstæði BK - Föstudaginn 1. maí kl. 11-13 AKUREYRI Bílaval Föstudaginn 1. maí kl. 15-18 Laugardaginn 2. ma: kl. 10-17 DALVÍK Dröfn - Sunnudaginn 3. maí kl. 12-13 ÓLAFSFJÖRÐUR Söluskálinn - Sunnudaginn 3. maí kl. 14-16 SIGLUFJÖRÐUR Esso - Sunnudaginn 3. maí kl. 17-19 Komið og reynsluakið Renault Metsölubfil í Evrópu Bílaumboðið hf Krókhálsi 1-110 Reykjavík - Sími 686633

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.