Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1992, Blaðsíða 2
ÞKIÐJUDAGUK 8. SRI’TEMBEK 1992. Fréttir Sérstakir þingflokksfundir í fyrramálið um fj árlagafrumvarpið: Stjórnin að brenna inni með fjárlagafrumvarpið neysluskattar hækka um 1-2 milljarða, segir Ólafur Ragnar Búið er að boða alla þingmenn stjórnarflokkanna á sérstaka þing- flokksfundi sem haldnir verða í fyrramálið. Á þeim fundum er ætlun- in að ljúka við fjárlagagerðina - enda er stjórnin að brenna inni hvað tím- ann varðar. Friðrik Sophusson verð- ur, samkvæmt lögum, að leggja íjár- lagafrumvarpið fram eigi síðar en 6. október næstkomandi, það er eftir tæpan mánuð. Reikna þarf með minnst fjórum vikum í prentun og annan frágang frumvarpsins. Eftir þingflokksfundi síðdegis í gær voru ráðherrar og þingmenn þögulir og vörðust allra frétta nema að allir voru sammála um aö tíminn væri naumur. Samkvæmt heimildum DV er talsverður ágreiningur, aðallega milli flokkanna, um niðurskurð í landbúnaðar-, menntamála- og heil- brigðis- og tryggingamálum. Þá er tekist á um tekjueignatengingu líf- eyrisgreiðslna. í því samhengi vilja kratar sjá fjármagnstekjuskatt. Þá óttast stjórnarliðar hugsanleg við- brögð verði undanþágum og endur- greiðslum á virðisaukaskatti hætt samfara því að tekin verði upp tvö þrep í skattheimtunni. Friðrik Sophusson fjármálaráö- herra sagði það rétt að ríkisstjórnin yrði að ljúka fjárlagagerðinni í þess- ari viku og hann sagðist viss um að það tækist. í sama streng tóku for- menn stjórnarflokkanna, Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibals- son. Jón Sigurðsson sagði: „Eins og þeir segia i Færeyjum; það kemur nógur tími, gamli.“ „Við höfum ekki séð þessar tillög- ur, frá ríkisstjórninni, en eins og frá þeim er greint í DV fela þær í sér að það eigi að auka skattbyrðina á al- mennu launafólki, gegnum aukna neysluskatta en hins vegar á að lækka skatta á þeim fyrirtækjum sem græða, það á að gera með breytt- um tekjuskatti á fyrirtæki," sagði Ólafur Ragnar Grimsson, formaöur Alþýðubandalagsins og fyrrverandi íjármálaráðherra, þegar hann var spurður hvað honum þætti um fram- komnar hugmyndir um breytingar á virðisaukaskattinum. „Á sama tima virðast fjármagns eigendur áfram eiga að vera skatt- frjálsir. Þannig að sú skattastefna sem hér er að birtast felur í sér lækk- un skatta á fyrirtæki sem græða, áframhaidandi skattfrelsi fjár- magnseigenda, en aukna skattbyrði hjá almennum launamönnum og hjá almenningi sem þarf að kaupa sér neysluvarning. Eg hef heyrt þær áætlanir að breytingar á virðisauka- skattinum eigi að gefa ríkinu að minnsta kosti milljarð í auknar tekj- ur og jafnvel meira. Það er verið að auka skattbyrðina. Þaö er líka merkilegt ef Alþýðuflokkurinn fer núna að samþykkja tveggja þrepa virðisaukaskatt því hann neitaði því algjörlega i síðustu ríkisstjórn. Kjarni málsins er hins vegar sá að með þessum skattatilögum er verið að létta sköttum af gróða fyrirtækja og hlífa fjármagnseigendunum en auka skatta um einn til tvo milljarða á almennu launafólki," sagði Ólafur Ragnar. -sme/-kaa Veisla konungsi frímúrarahúsi „Konungurinn er ekki frímúr- ari. Það er því ekki af hugmynda- fræöilegum ástæöum sem hann býður til veislu í frímúrarahús- inu í kvöld,“ sagði Jon Ramberg, fulltrúi norska utanríkisráöu- neytisins viö DV en valið á veislu- staðnum hefur vakið athygli. „Þaö voru starfsmenn norska utanríkisráöuneytisins sem völdu staðinn í samvinnu við starfsmenn norska sendiráösins þar sem hann þótti bæði hentug- ur og snotur,“ sagði Ramberg. -IBS Hagvirki: Fómarlambið ekki gjaldþrota Hagvirki, nú Fómarlambið hf., og Blikk og stál hf. hafa náð sam- komulagi um að Blikk og stál falli frá gjaldþrotabeiöni á hendur Fómarlambinu. Hagvirki fellur írá máli á hendur Blikki og stáli sem komið var til Hæstaréttar, en Blikk og stál vann málið í hér- aði. Hagvirki fer þess í staö í mál við ríkissjóð vegna uppgjörs frá byggingu Flugstöövar Leifs Ei- ríkssonar. Andri Ámason, lög- maður Blikks og stáls, rekur málið fyrir hönd Hagvirkis eða Fómarlambsins. -sme Vopnahlé á Víghóli: Framkvæmdir stöðvaðar Lögbaimsbeiöni hóps safhaðar- bama úr Víghólasamtökunum, á kirkjubygginguna við Víghól í Kópavogi, var tekin fyrir hjá sýsiumanninura 1 gær. Sam- komulag tókst um að safitaöar- sljómin fengi frest til aö leggja fram sín gögn í málinu til ki. ell- efú í morgun. Eftir hádegiö var að vænta niöurstööu. Ennfremur fólst í samkomuiag- inu aö allar framkvæmdir viö kirkjubygginguna verða stöövaö- arí bill -Ari Þetta er alveg ótrúlegt - sagði Haraldur Noregskonungur um íslensku handritin í Ámastofnun Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, sýnir Sonju og Haraldi Konungsbók Eddukvæða, mesta kjörgripinn i stofnuninni. DV-myndir Brynjar Gauti „Þetta var alveg ótrúlegt," sagöi Haraldur V. Noregskonungur er blaðamaöur DV innti hann eftir því 1 gær hverrúg honum hefði þótt aö virða fyrir sér íslensku handritin í Stofnun Áma Magnússonar. Heim- sókn í stofnurúna var eitt af dag- skráratriðunum í opinberri heim- sókn norsku konungshjónanna til íslands. Jónas Kristjánsson, forstöðumaö- ur Stofnunar Árna Magnússonar, tók á móti Haraldi og Sonju. Sýndi harm þeim mestu kjörgripina sem þar em og nefndi hann fyrstar Kon- ungsbók Eddukvæða og Flateyjar- bók. „Drottningin las allgóðan kafla úr íslendingabók um landnám ís- lands og fór léttilega með það. Þetta voru hinir ágætustu gestir sem vom bæöi áhugasamir og vel aö sér,“ sagði Jónas. Hann færði konungshjónun- um að gjöf Sögu íslenskra fornbók- mermta eftir sjálfan sig í enskri þýð- ingu. I hádegisverðarboði að Bessastöð- um fyrr um daginn höfðu konungs- hjónin fengið að gjöf Heimskringlu frá Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands og keramikskál eftir Stein- unni Marteinsdóttur. Norsku konungshjónin færðu for- seta íslands að gjöf málverk eftir norska málarann Káre Tveter en Sonja drottning opnaði sýningu með verkum hans í Hafnarborg í gær. Forsetinn fékk einnig að gjöf mynd af konungshjónunum sem vom einu gestimir í hádegisverðarboðinu á Bessastöðum. Bauð forsetinn þeim að snæða hunangsgrafinn lax, skötu- sel meö sítrónusósu og ostaböku. ViHibráðarseyði, humar og laxa- vefja og haustlamb með nýjum garð- ávöxtum var hins vegar á matseðlin- um í kvöldverðarboði sem forsetinn hélt til heiðurs Haraldi og Sonju í Súlnasal Hótel Sögu í gærkvöldi. í ræöu sinni í kvöldverðarboðinu sagöi forseti íslands að þegar fundum Islendinga og Norðmanna bæri sam- an kæmi alltaf að þvi aö umræðurn- ar snerust um gamla ævintýrið um Island, um sameiginlegan arf þjóð- anna og fombókmenntimar. „Það er vegna manna eins og Snorra Sturlu- sonar að við skynjum aö það er skáldskaparlistin, orðið í ljóði og sögu, sem hefur gefið okkur kraft til að lifa af, sem hefur gefið okkur tnina á okkur sjálf, sem stöðugt minrur okkur á hver við erum og sem hefur skapað þær lýðræðislegu hefð- ir sem eru hið sanna aðalsmerki Norðurlanda." -IBS - sjá einnig bls. 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.