Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1992, Blaðsíða 26
ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1992. 26 Afmæli Jon Ingvarsson Jón Ingvarsson, stjórnarformaöur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Skildinganesi 38, Reykjavík, er fimmtugurídag. Starfsferill Jón fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1962, embættisprófi í lögfræði 1968 og hefur hdl-réttindi frá 1969. Jón var fulltrúi hjá sýslumanni Gullbringu- og Kjósarsýslu og hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði 1968 og til ársloka 1969, rak eigin mál- flutningsskrifstofu í Reykjavík 1970-72, var framkvæmdastjóri ís- bjarnarins hf. í Reykjavík 1973-85 og hefur starfað sem stjómarform- aður Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- annafrál984. Jón er stjómarformaður Coldwat- er Seafood Corporation í Bandaríkj- unum, situr í stjóm Icelandic Freez- ing Plants Limited í Grimsby, situr í stjóm Tryggjngamiðstöðyarinnar hf., í stjóm Eimskipafélgs íslands, í stjóm Granda hf., í stjóm Fiskveiði- sjóðs íslands, í varastjóm Flugleiða hf. og í samstarfsnefnd atvinnurek- enda í sjávarútvegi. Þá sat hann lengi í framkvæmdastjórn VSÍ. Fjölskylda Jón kvæntist 9.4.1%5 Önnu Ingi- björgu Sigtryggsdóttur, f. 29.11.1940, húsmóður. Hún er dóttir Sigtryggs Klemenssonar, f. 20.8.1911, d. 18.2. 1971, seðlabankastjóra, ogkonu hans, Unnar Pálsdóttur, f. 23.5.1913, húsmóður. Böm Jóns og Önnu Ingibjargar emÁslaug Jónsdóttir.f. 19.5.1967, fjölmiðafræðingur, gift SigurðiEin- ari Sigurðssyni flugmanni; Unnur Ingibjörg Jónsdóttir, f. 20.7.1%9, háskólanemi; Guðrún Jónsdóttir, f. 6.5.1973, nemi. Systkini Jóns: Jón, f. 3.7.1937, d. 22.3.1941; Vilhjálmur, f. 27.4.1940, d. 18.8.1988, forstjóri í Reykjavík, en ekkja hans er Anna Fríða Ottós- dóttir; Sigríður, f. 1.11.1948, stjóm- málafræðingur í Reykjavík, en mað- ur hennar var Jón E. Ragnarsson hrl. sem nú er látinn. Foreldrar Jóns: Ingvar Vilhjálms- son, f. 26.10.1899, útgerðarmaður í Reykjavík, og kona hans, Áslaug Jónsdóttir, f. 26.5.1904, d. 24.12.1968, húsmóðir. Ætt Ingvar er sonur Vilhjálms, b. og jámsmiðs í Vetleifsholti í Holtum, Hildibrandssonar, b. í Vetleifsholti, Gíslasonar, b. í Oddsparti, Gíslason- ar. Móðir VOhjálms var Sigríður Einarsdóttir, b. í Búðarkoti í Þykkvabæ, bróður Ragnhildar, langömmu Halls, föður Kristins ópemsöngvara. Ragnhildur var einnig langamma Kjartans, föður Magnúsar ráðherra. Önnur systir Einars var Ingveldur, systir Val- gerðar, langömmu Guðjóns, afa Bera Nordal. Bróðir Einars var Jón, langafi Guðrúnar, móður Guð- mundar Arnlaugssonar, fyrrv. rekt- prs MH. Annar bróðir Einars var ísleifur, afi Gunnars M. Magnúss rithöfundar. Einar var sonur Ólafs, b. í Seh í Holtum, Jónssonar. Móðir Ólafs var Guðrún Brandsdóttir, b. í Rimhúsum undir EyjaíjöUum, Bjamasonar, b. í Víkingslæk, Hall- dórssonar, ættföður Víkingslækjar- ættarinnar. Móðursystir afmælisbarnsins er Ragnhildur, móðir Guðmundar Kr. Guðmundssonar arkitekts. Áslaug var dóttir Jóns, b. í Hjarðarholti í Stafholtstungum, Tómassonar, b. á Skarði í Lundarreykjadal, Jónsson- ar. Móðir Jóns var Vigdís Jóhanna PéturSdóttir, systir Guðrúnar, langömmu Sigmundar Guöbjarna- sonar, fyrrv. háskólarektors. Móðir Áslaugar var Sigríður, systir Oddnýjar, ömmu Ólafs Ragnarsson- ar hrl. Hálfsystir Sigríðar, sam- feðra, var Kristín, langamma Matt- híasar Johannessen, skálds og Morgunblaðsritstjóra og Halldórs Blöndal landbúnaðarráðherra. Gunnlaugur Auðunn Júlíusson Gunnlaugur Auðunn Júlíusson, hagfræðingur Stéttarsambands bænda, Huldulandi 11, Reykjavík, erfertugurídag. Starfsferill Gunnlaugur fæddist á Patreksfirði en ólst upp á Móbergi á Rauða- sandi. Hann lauk búfræðikandidats- prófi frá framhaldsdeild Bænda- skólans á Hvanneyri 1975, stundaði nám í landbúnaðarhagfræði við sænska landbúnaðarháskólann 1980-83 og stundaði doktorsnám í landbúnaðarhagfræði við danska landbúnaðarháskólann 1983-87. Gunnlaugur var ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafiarðar 1975-76, ráðunautur hjá Búnaðar- sambandi Vestfiarða 1977-79 og hef- ur verið hagfræðingur hjá Stéttar- sambandi bænda frá 1987 að undan- skildum fimmtán mánuðum sem hann var sérfræðingur og aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra. Gunnlaugur hefur setið í stjómum íslendingafélaga á Norðurlöndum, í stjóm Dansk-íslenska félagsins 1988-%, í sfióm Útvarðar, samtaka um jafnrétti milh landshluta og formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1991-92. Fjölskylda Kona Gunnlaugs er Sigrún Sveinsdóttir, f. 3.12.1956, lyfiafræð- ingur. Hún er dóttir Sveins Sig- mundssonar, skrifstofustjóra í Reykjavík, og Jóhönnu Ingólfsdótt- urmatráðskonu. Synir Gunnlaugs og Sigrúnar em Sveinn Friðrik, f. 6.9.1985, og Jó- hann Reynir, f. 7.2.1989. Systkini Gunnlaugs em Haukur Júhusson, f. 20.7.1950, búfræði- kandidat og vélaverktaki á Hvann- eyri, kvæntur Ingibjörgu Jónasdótt- ur, húsmóður og fóstru og eiga þau sex böm; Ingibjörg Júhusdóttir, f. 8.4.1955, sjúkrahði í Reykjavík, gift Braga Guðjónssyni slökkvihðs- manni og eiga þau tvö böm; Anna Guðrún Júlíusdóttir, f. 25.5.1959, verkakona í Reykjavík. Foreldrar Gunnlaugs eru Júlíus Reynir ívarsson, f. 23.4.1927, b. að Móbergi á Rauðasandi, og kona hans, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, f. 22.2.1924, húsfreyja. Ætt Júlíus er sonur ívars, b. á Mela- nesi, Halldórssonar, b. í Gröf, Bjamasonar í Hænuvík, Einarsson- ar, vinnumanns á Láganúpi, Einars- sonar, b. í Vatnsdal, Einarssonar, hreppsfióra í Kohsvík og ættföður Kohsvíkurættarinnar, Jónssonar. Móðir fvars var Magnfríður ívars- dóttir, b. í Kirkjuhvammi, Magnús- sonar. Móðir Magnfríðar var Rósa Benjamínsdóttir, b. í Bröttuhlíð, Magnússonar. Móðir Júlíusar var Ingibjörg Júlíusdóttir, b. í Melanesi, Halldórssonar. Jóhanna er dóttir Gunnlaugs, b. á Bakka í Víðidal, bróður Jósefs, afa Þóru Hjaltadóttur, formanns Al- þýðusambands Norðurlands. Annar bróðir Gunnlaugs var Guðmundur á Auðunnarstöðum, afi Friöriks fiármálaráðherra og Guðmundar sýslumanns Sophussona. Gunn- laugur var sonur Jóhannesar, b. á Auðunnarstöðum, Guðmundsson- ar. Móðir Jóhannesar var Dýmnn Þórarinsdóttir, systir Þuríðar, langömmu Halldórs E. Sigurðsson- ar, fyrrv. ráðherra. Móðir Gunn- laugs var Ingibjörg Eysteinsdóttir, systir Bjöms í Grímstungu, afa Bjöms Þorsteinssonar sagnfræði- prófessors, Þorbjöms Sigurgeirs- sonar eðhsfræðiprófesors, Bjöms, fyrrv. alþingismanns á Löngumýri og Hahdórs búnaöarmálastjóra auk þess sem Björn var langafi Páls, þingflokksformanns á Höhustöðum. Móðir Jóhönnu var Anna Teitsdótt- Gunnlaugur Auðunn Júliusson. ir, b. í Víðidalstungu, Teitssonar og Jóhönnu H. Björnsdóttir, systur Guðmundar landlæknis. Systir Jó- hönnu var Ingibjörg, langamma Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB. Jóhanna var dóttir Bjöms, b. á Marðamúpi, Guðmundssonar. Móðir Bjöms var Guðrún Sigfús- dóttir Bergmanns, b. á Þorkelshóh, ættföður Bergmannsættarinnar. Móðir Jóhönnu var Þorbjörg Helga- dóttir, systir Sigurðar, afa Sigurðar Nordal. Gunnlaugur tekur á móti gestum í Sóknarsalnum, Skipholti 50 A, mihi klukkan 17.00 og 19.00. Jón Ingvarsson. Hálfbróðir Sigríðar var Þorvaldur, afi Hjalta Þórarinssonar prófessors. Sigríður var dóttir Ásgeirs, dbrm. á Lambastöðum, bróður Jakobs, prests í Steinnesi, langafa Vigdísar forseta. Móðir Sigríðar var Ragn- hhdur Ólafsdóttir, móðir Ragnhild- ar, ömmu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, föður Björns, al- þingismanns og formanns utanrík- isnefndar. Jón tekur á móti gestum á afmæl- isdaginn í Félagsheimihnu á Sel- fiarnarnesi mihi klukkan 17.00 og 19.00. Til hamingju með afmælið 8. september 100 ára Valgerður Stefánsdóttir, Sjúkrahúsinuá Sauðárkróki. Björn Bjamason, Sæbóh, Hafharfirði. AnnaPálsdóttir, Öldugötu 47, Reykjavík. Gróa Jónsdóttir, Hciömörk 60, Hverageröi. Aðalheiður Ólafsdóttir, Hrafnistu viö Kleppsveg, Reykja- vik. HaHdóra Ólafsdóttir, Þingskálum 12, Hehu. Alda Björk Konráðsdóttir Alda Björk Konráðsdóttir, starfs- maður við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal, er fimmtug í dag. Starfsferill Alda fæddist á Tjömum í Sléttu- hhð en ólst upp á Skálá í sömu sveit th tvítugsaldurs. Þá vann hún við framreiðslustörfí Reykjavík, m.a. á City Hotel og Hótel Borg á árunum 1958-62. Alda var bóndi og húsfreyja á Laufskálum í Hjaltadal í tuttugu ár. Þá bjó hún á Sauðárkróki í tvö ár þar sem hún starfaði við Sjúkrahús Skagfiröinga en hefur síöan búið að HólumíHjaltadal. Fjölskylda Alda giftíst 1.12.1964 Trausta Páls- syni, f. 5.1.1931, húsverði við Bændaskólann á Hólum. Hann er sonur Páls Jónssonar frá Laufskál- um, áður að Brekkukotí í Hjaltadal, er lést 1981, og Guðrúnar Gunn- laugsdóttur húsfreyju sem lést 1992. Böm Öldu og Trausta era Linda Traustadóttír, f. 21.9.1965, kennari á Laugarbakka í Miöfirði; Edda Traustadóttir, f. 4.2.1968, nemi í hjúkmnarfræði við HÍ, en sambýhs- maður hennar er Bjöm Jóhann Bjömsson, blaðamaður og nemi við HÍ; Páh Rúnar Traustason, f. 16.12. 1976, nemi við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki. Systkini Öldu em Eyjólfur Kon- ráðsson, f. 6.12.1944, húsasmiður í Svíþjóð, og á hann fiögur böm; Þor- steinn Ingi Konráösson, f. 21.6.1948, vélsmiður á Akureyri, kvæntur Sól- veigu Jensen og eiga þau þijú böm; Ólöf Sigrún Konráðsdóttir, f. 8.7. 1950, starfsmaður við Sjúkrahús Skagfirðinga, gift Halldóri Amars- syni og eiga þau tvo syni; Ómar Bragi Konráðsson, f. 8.7.1950, dó á öðru ári; Guðlaug Veronika Kon- ráðsdóttír, f. 31.8.1955, starfsmaður hjá Kaupfélagi Svarfdæhnga á Dal- vik, gift Steinari Steingrímssyni og eiga þau þijú böm; Ásgrímur Bragi Konráðsson, f. 19.7.1%2, starfsmað- ur Kaupfélags Eyfirðinga. Foreldrar Oldu em Konráð Ás- grímsson, f. 13.5.1917, fyrrv. bóndi, og kona hans, Guðrún Þorsteins- Alda Björk Konráösdóttir. dóttir, f. 13.9.1918, húsfreyja. Þau em nú búsett á Akureyri. RAUTT Lf ÓS RAUTT L/OS! ) " r méumferðar ir ___________________Urád________________/ Elisabet Pétursdóttir, Þúfubarði 12, Hafnarfirði. Ragnar Tryggvason, Lönguhhð 5 A, AkureyrL Skúli Sigurðsson, Gemlufalli, Mýrarhreppi. Einar G. Þorstelnsson, Suðurgötu30, Hafnarfirði, 50ára Kristin Gissurardóttir, Helgubraut 17, Kópavogi. Hrafnkell Óskarsson, Smáratúni 41, Keflavík. Bima Friðgeir sdóttir, Vatnsmýrarvegi 39, Reykjavík. 40 ára______________________ Guðrún Petra Ólafsdóttir, Miðstræti 18, Vestmannaeyjum. Kristin Guðný Þórðardóttir, Langholtsvegi 16, Reykjavík. Margrét R. Christiansen, Trönuhjalla 7, KópavogL Þuríöur Árný Snorradóttir, Hólavegi40, Sauðárkróki. Baldur Sigurðsson, Goöheimum22, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.