Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1992. Fréttir DV Deilan um Sameinaða verktaka: Minnihlutinn fellur frá kröf u um hluthafaf und „Við munum draga beiðnina um hluthafafund til baka að svo stöddu," sagði Páli Gústafsson framkvæmda- stjóri í gærkvöldi en hann varð und- ir í baráttu við Jón Halldórsson í kosningu um stjómarformann Sam- einaðra verktaka á fóstudagskvöldið. Eftir atkvæðagreiðsluna fór minni- hlutinn fram á hluthafafund. Ástæða þess að beiðnin er dregin til baka er að sögn Páls sú að menn sjá ekki fram á að ná meirihluta því Einar Þorbjömsson, stjórnarfor- marður Byggingafélagsins Brúar, lýsti því yfir í lok fundarins á föstu- dagskvöldið aö hann styddi nýju stjómina. Því stendur kosningin frá því á fóstudaginn. Líklegast er því að nýkjörin stjóm sitji fram að næsta aöalfundi sem á að vera í apríl á næsta ári. Aðalfundurinn leystist upp Aðalfundur Sameinaöra verktaka, sem haldinn var á Hótel Sögu á fóstu- dagskvöld, leystist upp þegar hluti fundarmanna gekk út af fundi. Ástæða þess var deila um hver hefði umboð fyrir atkvæðum Byggingarfé- lagsins Brúar á fundinum. Jón Hall- dórsson, sonur Halldórs H. Jónsson- ar heitins, var kjörinn stjómarfor- maður Sameinaöra. Páll Gústafsson framkvæmdastjóri bauð sig einnig fram til stjómafor- manns en hann hefur verið í farar- broddi fyrir ýmsa smærri hluthafa í félaginu. PáÚ haiði einnig stuöning Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra SÍS, og var talið að þessi fylking hefði nægilegan meirihluta til þess að tryggja Páli kosningu. Þessi aðilar hafa viljaö fara sér hraðar í útborgun arös en sitjandi meirihluti. Þríráslysa- deildmeð andlitsáverka Umferðarslys varð á mótum Bústaðavegar og Grensásvegar ■ skömmu eftir hádegi á laugardag þegar tveir bflar rákust saman. Þrír aðilar úr öðrum bflnum vora fluttir á slysadeiid með andlitsá- verka. -ÓTT Lagður inn eftir veltu Ökumaður missti stjóm á bíl sinum á Vesturlandsvegi, við af- leggjarann að Meðalfellsvatni, slðdegis á laugardag með þeim afleiðingum aö hann valt. Talið er að orsök slyssins hafi verið of hraður akstur. Ökumaö- urinn var lagður inn á sjúkrahús, meöai annars vegna hálsáverka. -ÓTT allcRHfwiSíl l kemiveitu Hestur slasaöíst þegar hesta kerra losnaöi aftan ur bifreið á Kjalarnesi á móts við Saltvík á sunnudag. Tveir hestar vora i kerrunni og mun annar hafa sloppiö við meiösl. Óljóst var í gær hvernig : hinu slasaða hrossi reiddi af eftir slysiö. -ÓTT styðja Jón. Þetta kom minnihluta- mönnum á óvart og þá gengu Guðjón og Páll ásamt stórum hluta fundar- manna út. Kröfu um frestun hafnað Páll Gústafsson og Sambandsmenn höfðu lagt fram kröfu um frestun fundar um viku vegna ólögmætis og deilna um hver væri réttmætur handahafi atkvæöa Brúar, en henni var hafnað. Þeir settu út á að at- kvæði Brúar væru notuð til að fella þá kröfu og héldu fram að Einar, sem prókúruhafi og stjómarformaður Brúar, ætti að fara með atkvæði fyr- irtækisins. Ennfremur lögðu þeir fram kröfu um að haldinn yrði Iflut- hafafundur í félaginu innan viku. Stjórn kjörin Eftir „útgönguna" var afgangurinn af stjórninni kjörinn en í henni eru, auk Jóns Halldórssonar, Bergur Haraldsson varformaður stjómar, Þorkell Jónsson, Vflberg Vilbergsson og Bjarni Thors. „Yfirlýsing mín var bókuð á fund- inum um að ég samþykkti kjör Jóns Halldórssonar og þau orð standa,“ sagði Einar Þorbjörnsson, stjórnar- formaður Byggingarfélagsins Brúar. Þegar hann var spurður hvaö hefði orðið til þess að Guðni og Guðjón tóku til baka umboðið til Jóns Hall- dórssonar, og hann sjálfur lýst yfir stuðningi við Jón, sagðist hann ekk- ert vilja segja um það. Móðir Einars, Sigríður Einarsdóttir, á tæplega 30% hlut í Byggingafélaginu Brú. Hún átti jafnframt Kjötbúðina Borg sem nú er hætt rekstri og stendur eftir í miklum skuldum. -Ari Deilt um umboð í byijun fundarins lýsti Jón Hall- dórsson því hins vegar yfir aö hann hefði umboð fyrir atkvæðum Bygg- ingarfélagsins Brúar, sem á 4,48% hlut í Sameinuðum verktökum. Jón hafði undir höndum skeyti frá Guð- jóni G. Guðjónssyni og Guðna Helga- syni stjómarmönnum í Byggingarfé- laginu um að hann færi með atkvæði þeirra. Stjórnarformaður Brúar, Einar Þorbjömsson, sat fundinn en hann hefur á síöustu aðalfundum farið með atkvæði Byggingarfélags- ins. Einar fór í pontu og sakaði Jón Halldórsson, sem er lögfræðingur Brúar, um að beita blekkingum við útvegun umboða í málinu. í fundar- hléi sem gert var meðan atkvæði vora tahn í stjómarformannskjörinu fékk Einar Þorbjörnsson Guðna Helgason og Guðjón Guðjónsson, sem voru erlendis, til þess að aftur- kalla með skeyti umboð sitt til Jóns Halldórssonar og því var Einar kom- inn með umboðiö. Þá gerðist hiö óvænta en það var langur fundur Einars og Jóns Halldórssonar. Að honum loknum kom Einar og sagðist Lokaöar dyr á aðalfundi Sameinaðra verktaka. DV-mynd GVA Eignir Sameinaðra verktaka eru um 3 til 4 milljarðar: Ekki rætt um að leggja félagið niður Engar umræður urðu um hug- myndir um að leggja Sameinaða verktaka niður en margir hluthafa telja að fyrirtækið hafi ekkert hlut- verk lengur. Talað er um aö leggja félagið niður á sem „hagkvæmast- an“ hátt eins og viðmælendur DV orðuðu það, þannig aö hlutur yröi ekki allur greiddur út í einu heldur á nokkrum áram. Þetta tengist tillög- um um að íslenskir aðalverktakar veröi gerðir aö almenningshlutafé- lagi. Ráðgert var að fialla um þessi mál undir liðnum „önnur mál“ en aldrei varð af því vegna þess að þeir sem I gær var opið í Kringlunni en ákveðiö hefur veriö að hafa opiö á sunnudögum fram aö jólum í til- raunaskyni. Hins vegar vora ekki allar verslanirnar opnar og á milli 20 og 30 verslanir vora lokaðar. Nokkur óánægja er meðal verslunar- manna með þennan afgreiðslutíma. lentu í minnihluta í stjórnarfor- mannskjörinu gengu út af fundi. Minnihlutamenn með Pál Gústafs- son í broddi fylkingar telja að til- gangi félagsins sé lokið þar sem hemaðarmannvirkjabyggingar á Keflavíkurflugvelli séu á lokastigi og friðvænlega horfi í heiminum. Það er væntanlega mikil þörf Sam- bandsins að fá peningana út úr fyrir- tækinu sem fyrst. Eignir Sameinaðra era miklar, eða á bilinu 3 til 4 millj- arðar að talið er. Hluti af því er í fasteignum sem erfitt er-'að sjá hvað fengist mikið fyrir. Sambandið á 7,46% í Sameinuðum verktökum og Sérstaklega á það við meðal kaup- manna í sérverslunum og bera þeir fyrir sig erfiöleika við að útvega starfsfólk. „Kringlan var opin en það voru hins vegar rúmlega 20 verslanir sem fengu undanþágur til að hafa lokað. Þaö er auðvitaö meginstefna hjá okk- 16% í íslenskum aðalverktökum í gegn um Regin. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS, vildi ekki tjá sig um málið er DV hafði samband við hann í gær. „Það er ekkert leyndarmál, og allra síst eftir nýliðna viku, að Sambandið er að selja eignir og koma eignum í peninga. Þessi eign í Sameinuðum verktökum er sennilega á milli 1/15 og 1/20 af hlutabréfaeign Sambands- ins þannig að út af fyrir sig skiptir hún ekki sköpum," sagði Siguröur Markússon, sfiórnarformaöur Sam- bandsins. ur að öfl fyrirtækin séu opin þegar húsið er auglýst opið en af því að þetta er tilraun þá þótti rétt að gefa mönnum kost á því aö sækja um undanþágu. Það verður spáð í spilin um jólin og þá sést hvemig til hefur tekist,“ sagði Jón Halldórsson, fram- kvæmdasfióriKringlunnar. -Ari TafiráMiklu- braut Talsverðar tafir urðu á umferð um austurborg Reykjavíkur síð- degis á laugardag þegar Mikla- brautin tepptist vegna slyss sem varð á mótum hennar og Réttar- holtsvegar. Hörkuárekstur varð milli tveggja fólksbíla. Annarri bifreið- inni var ekið frá Réttarholtsvegi og yfir Miklubrautina á grænu fiósi en hinum bflnum var ekið Skeiðarvog og til vinstri yfir Mi- klubraut þegar áreksturinn varð. Ökumaður annars bílsins var fluttur á slysadeild, svo og öku- maöur og þrír farþegar úr hinum bilnum. Meiðsl fólksins munu ekkihafaveriðalvarleg. -ÓTT Átuog köstuðu sknmartertum ísafnaðarheimili Tertur, sem ætlaðar vora gest- um í skírnarveislu, voru ýmist etnar eða þeim kastað um salar- kynni í safnaðarheimili Grinda víkurkirkju í innbroti þar aðfara- nótt sunnudagsins. Skim fór fram í kirkjunni í gærmorgun og var búið að gera klárt fyrir veisl- una i safhaöarheimilinu daginn áður. Terturnar stóðu á borði og létu innbrotsþjófamir heldur ifla inni í kirkjunnar húsi 1 fýrrinótt Skírain fór þó vel fram þrátt fyrir aflt og nóg var af veislufóng- um þvi þeir sem bratust inn létu ísskáp á staönum í friöi sem var nánast fullhlaöinn tertum og ööru góðgæti fýrir skirnina. -ÓTT Óánægja með sunnudagsopnun Kringlunnar: 20 til 30 verslanir lokaðar - meginstefna að allar hafi opið, segir framkvæmdastjórinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.