Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1992. 35 dv____________________________Fréttir Atvinnusköpim á Ströndum: Heimamenn hefja kerta- framleiðslu Guðfinnur Fmnbogascm, DV, Dahrilc í kjölfar þess samdráttar, sem haf- inn er og óhjákvæmilega verður í hefðbundnum búskap í sveitum, má telja víst að atvinnulíf landsbyggðar- innar muni taka nokkrum breyting- um á allra næstu árum. Víða um hinar dreifðu byggðir er verið að skoða ný atvinnutækifæri og koma af stað starfsemi þó ekki hafi það farið hátt. í Bæjarhreppi í Strandasýslu hefur verið ráðist í að kaupa vélar og bún- að til kertagerðar, sem áður var í eigu verksmiðjunnar Hreins í Reykjavík. Ef allt fer að óskum er það von undirbúningsaðila að hægt verði að hefja framleiðslu upp úr næstu mánaðamótum. Áhersla verður lögð á að fyrirtækið verði að mestu í eigu einstaklinga. Nú þegar hafa íbúar í Bæjarhreppi og oddviti fyrir hönd sveitarsjóðs skrifað sig fyrir um 2 milljónum króna en hlutafjársöfnun er þó ekki lokið. íbúar í Bæjarhreppi eru um 140. Sveitarfélagið leggur til húsnæðið endurgjaldslaust næstu 5 árin og er það fyrrum símstöðvarhús á Borð- eyri og alllengi skólahús. Þá var þar starfrækt saumastofa um skeið. Að sögn Mána Laxdal, formanns undirbúningsstjórnar, verður starf- semi kertagerðarinnar ekki stór í sniðum til að byrja með en þó er áætlað að hér verði að minnsta kosti um 3 ársverk að ræða samkvæmt þeirri áætlun sem upp hefur verið sett. Eftir er að ákveða útlit umbúða, skoða frekar hugmyndir mn merki fyrir framleiðsluna og gefa fyrirtæk- inu nafn, en þar verður leitað sam- ráðs við hluthafa og annað heimafólk svo og úm annað sem ófrágengið er. Til vinstri er Thomas F. Hall, fráfarandi yfirmaður Varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, ásamt konu sinni en hann mun nú taka við stjórn alls varaliðsafla bandariska flotans. Til hægri er hinn nýi yfirmaður Varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli, Michael D. Haskins, ásamt eiginkonu sinni. DV-mynd Ægir Már Yfirmannaskipti hjá Varnarliðinu Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Michael D. Haskins, flotaforingi í Bandaríkjaflota, hefur leyst Thomas F. Hall flotaforingja af hólmi eftir rúmlega þriggja ára starf sem yfir- maður Varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Haskins er ekki með öllu ókunnug- ur hér á landi. Hann starfaði í tví- gang í eftirlitsflugsveit flotans sem staðsett var á Keflavíkurflugvelli um skeið snemma á áttunda áratugnum. Tveimur árum eftir námslok í Há- skóla Bandaríkjaflota, U.S. Naval, Argentínu, var Haskins flotaforingi útnefndur flugliðsforingi. Ferill hans hefur aö mestu verið á vettvangi eft- irlitsflugsveita flotans og hefur hann stjómað nokkmm þeirra auk þess að starfa fyrir yfirmann Bandaríkja- flota í Washington og við Háskóla Bandaríkjaflota. Haskins hefur meistaragráðu í al- þjóðastjómmálum og hagfræði frá Oxfordháskóla í Englandi. Hann er kvæntur Joanne Neshne og eiga þau tvær dætur, Eileen og Julie. Thomas F. Hah mun taka við stjóm ahs varahðsafla bandaríska flotans. Þess má geta að forseti íslands sæmdi Hah stórriddarakrossi með stjömu hinnar íslensku fálkaorðu í júní síð- asthönum. SO Dalvíkingar til Dublin Heirnir KosönssOn, DV, Dahrílc í október fara áð minnsta kpSti 50 Dalvíkingar Öl Duhlin á vegutn Sam- vinnufiefðæLandsýnar hf. Umboðs- maöurinn, Haukur Snorrason, sagöi að 7. október færi 30 manna hópur og þann 11. er búið að bóka 20 sæti frá Dalvík. Hér er um að ræða þriggja og fjög- urra pátta ferðir og er flogið beint frá 'Akureyri.. Haukpr sagði að fólk kynni augSýnilega vel að metasvona ferðir enda sanngjamt aö bjóða landsbyggðafólki upp á slikt. Fram- hald á þessu réðist svo vitanlega af undirtektum. ATVINNULÍFIÐ STYÐUR EES • Samningurinn eflir íslenskt atvinnulíf og bætir lífskjör landsmanna. • Vaxandi alþjóðleg samkeppni er framundan. Með þátttöku í EES verðum við hæfari til þess að standast þessa sam- keppni og njóta góðs af henni. • Um 75% af viðskiptum okkar eru við þær 18 þjóðir sem verða innan EES. • Tekjur okkar af útflutningi munu aukast og ný tækifæri gefast. • EES færir atvinnulífinu svipuð starfsskilyrði og í nágranna- löndum okkar. • Með EES fær atvinnulífið betri aðgang að fjármagni og aukin samkeppni á fjármagnsmarkaði mun lækka vexti. • EES stuðlar að áframhaldandi stöðugleika hér á landi. ATVINNULÍFÍÐ STYÐUR EES Vinnuveitendasamband íslands • Samband veitinga- og gislihúsa •Landssamband iðnadarmanna Verktakasamband íslands* Samtök fiskvinnslustöðva *Apótekarafélag íslands • Útfiytningsráð islands Verslunarréð íslands • félag blrkk6midjueigenda • Félagj'sleoskra iðnrekenda •íélag fsienska þrejttiðnaðarins Landssamband bBkarameistara* léndssarobánd veiðartæragerða • Hérgreiðsítirneistarafélagíslands félag löggiltra raWerkteka í'Revkjavík-landssamband ísrlenskra útvégananna Meistara-eg verktakasaniband byggingamanna-*Félaghúsgagna-og ínnréttingtrframiejðenda Málmur (samtök fyrirtœkjal málm- og skipaiðnaði)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.