Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1992. 5 Fréttir Annað húsanna tveggja, sem byggt er fyrir Félag aldraðra á Akureyri, er nú komið vel „upp úr jörðinni“ og hafa framkvæmdir gengið vel. Húsin tvö, sem rísa í Glerárhverfi, eru 7 hæðir og verða 70 íbúðir í þeim. DV-mynd gk Akureyri: Atvinnulausum fjölgar þrátt fyrir „atvinnubótavinnu“ Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Atvinnulausir á Akureyri um síð- ustu mánaðamót voru 266 talsins og virðist sem þeim hafi eitthvað fjölgað síðan þrátt fyrir átak Akureyrarbæj- ar og Atvinnuleysistryggingasjóðs um tímabundna vinnu fyrir þá sem lengst hafa verið á atvinnuleysis- skrá. Fjölgun fólks á atvinnuleysis- skrá nú stafar fyrst og fremst af upp- sögnum hjá Utgerðarfélagi Akur- eyringa vegna hráefnisskorts. Guðjón Jónsson hjá Verkalýðsfé- • laginu Einingu segir að um 140 manns í því félagi séu nú atvinnu- lausir en þeir voru 120 um síðustu mánaðamót. Skólafólk úr Mennta- skólanum á Akureyri, sem starfaði hjá ÚA, varð fyrir uppsögnum og sumt af því kemst á bætur þar til skólinn hefst í næsta mánuði. Jóna Steinbergsdóttir, formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri, segir að um 5% félags- manna séu án atvinnu, eða um 60 manns. Hjá Iðju sagði Ármann Helgason að 63 væru nú atvinnulaus- ir sem er aðeins færra en um síðustu mánaðamót. Eitthvað mun vera um það að at- vinnulausir, sem átt hafa kost á at- vinnu vegna átaksverkefnis Akur- eyrarbæjar í samvinnu viö Atvinnu- leysistryggingasjóð, hafl hafnað vinnu en það er sáralítið hlutfall þeirra sem boðin hefur verið vinna. Sigrún Bjömsdóttir hjá Vinnumiðl- unarskrifstofu Akureyrar sagði að hvert tilvik væri skoðað og ef ástæð- ur fyrir neitun væru ekki teknar gildar missti viðkomandi atvinnu- leysisbætur. Jóna Steinbergsdóttir sagði að 4 slík tilfelli hefðu komið upp hjá Félagi verslunar- og skrif- stofufólks. Rekstur KEA fyrstu 6 mánuði ársins: 44 milljóna króna tap á reglulegri starfsemi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Tap á reglulegri starfsemi Kaupfé- lags Eyflrðinga fyrir 6 mánuði ársins nam 44 miiljónum króna og er það 56 milljóna króna sveifla frá fyrra ári þegar fyrirtækiö skilaði 12 millj- óna króna hagnaði á fyrri hluta árs- inbs. Heildartekjur KEA á þessum tíma námu 4.053 milljónum og minnkuðu rnn 158 milljónir frá sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld námu 3.960 milljónum og höfðu lækkað um 73 milljónir og fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur voru 137 milljónir en höfðu lækkaö um 30 milljónir frá fyrra ári. Að teknu tilliti tii óvenju- legra tekna félagsins og gjalda, s.s. inneignar í verðjöfnunarsjóði sjávar- útvegsins, varð hagnaður af rekstr- inum fyrstu 6 mánuði ársins 7 millj- ónir króna miðað við 2 milljónir í fyrra. Magnús Gauti Gautason kaupfé- lagsstjóri segir að rekstrarerfiðleikar félagsins séu fyrst og fremst fólgnir í almennum samdrætti í þjóðfélag- inu. Eftirspum eftir vöru og þjónustu hafi minnkað og skertar aflaheimild- ir og samdráttur í landbúnaðarfram- leiðslu hafi haft sitt að segja. Það sé erfitt að draga saman kostnað í sama mæli og tekjur minnka. Rekstur fé- lagsins hafi þó verið mun léttari í sumar en í byrjun árs. Afleiðingar kjötútsölunnar: Bændur skildir eft- ir í fjóshaugnum - segir Sigfús Jónsson hjá Ferskum afurðum á Hvammstanga Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: „Við byrjuðum að slátra 15. ágúst en þetta hefur verið rólegt há okkur hingað til, enda eftirspurn sáralítil, gjöróhkt því sem var á sama tíma í fyrra. Það er greinilegt að útsölukjöt- ið hefur mikil áhrif,“ sagði Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri Ferskra afurða á Hvammstanga. Sigfús segist hafa orðið þess var að kjötsalar „stöppufylltu" allar frysti- geymslur hjá sér af útsölukjötinu og kæmi þetta heim og saman við nýj- ustu fregnir að kjötbirgðir í landinu hefðu aldrei verið jafnlitlar á þessum tíma. Því væri fyrirséð að kjötsala yrði fremur lítil á næstu mánuðum. „Það má alveg reikna með að kjöt fari ekki að seljast að ráði fyrr en upp úr áramótum. Þetta kemur sér náttúrlega ekki nógu vel fyrir bænd- ur, nú þegar þeir eru teknir við sölu- málunum, að ríkið sé með útsölu svona í lok verðlagsárs og skilji bændur eftir upp í klof í fjóshaugn- um.“ Sigfús segir að meiningin sé að draga slátrunina eins mikið á lang- inn og veðurfar leyfi. Hann reiknar með 4-5 þúsund dilkum til slátrunar nú sem er svipað og í fyrra. i 1 4 í ‘* I » I 1 1 I t 1 i r > i i ' '.. . t ....V; V.WWAW Nú hefur verð Macintosh LC 4/40 lækkað vegna hagstæðra samninga og nú kostar ódýrasta Macintosh-tölvan með litaskjá aðeins 119.900,- kr. Hún er með 12" litaskjá, 4 Mb vinnsluminni og 40 Mb harðdiski, innbyggðu AppleTalk, m.a. til samnýtingar við aðrar tölvur, möguleika á tengingu við Novell og Ethernet, 1,44 Mb drifi m.a. fyrir PC-diska, stýrikerfi 7 á íslensku, vandaðri íslenskri handbók o.m.fl. Auk þess má tengja-allt að sjö SCSI-tæki við hana (s.s. aukaharð- disk, skanna eða geisladrif). Skv. samanburðarrannsókn Ingram Laboratories í Bandarikjunum, er raunvemleg vinnslugeta Macintosh LC-tölva meiri en flestra 386 SX tölva. (Sjá súlurit t.v.) 119.900,- Apple-umboðið Skipholti 21, sími (91) 624 800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.