Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR' 14. NÓVEMBER 1992. Mel Gibson leikstýrir Margar amerískar stórstjörnur hafa freistast til að leikstýra sjálf- ar kvikmyndum og oft með ágæt- um árangri, má þar nefha Clint Eastwood sem fyrir löngu hefur fest sig í sessi sem einn besti leik- stjórinn í Hollywoood. Síðast náði Jodie Foster góðum árangri þeg- ar hún leikstýrði Little Man Tate. Nú er komið að Mel Gibson. Hann er þessa dagana að leikstýra kvikmyndinni The Man without a Face sem fjallar um vinskap sem þróast milli ungs drengs, er berst viö söknuðinn eftir fráfali föður síns, og einræns sérvitrings sem er fyrirhtinn af bæjarbúum. Það er Mel Gibson sem leikur sérvitringinn. Enneinnleiksigur hjáRobertDeNiro Robert De Niro hefur fengið mjög góða dóma fyrir leik sinn í nýjustu mynd sinni, Night and the City, sem Irving Winkler leik- stýrir, en þeir gerðu saman myndina Guilty by Suspicion. í Night and the City leikur De Niro minni háttar lögfræðing sem dreymir um að verða stórvirkur hnefaleikahaldari. Mótleikari hans er Jessica Lange og eru komnar tvær myndir í röð hjá þeim. Þau léku einnig saman í Cape Fear. Night and the City er endurgerð sakamálamyndar sem gerð var 1950 af Jules Dassin. Þá léku aðalhlutverkin Richard Widmark og Gerne Tiemey. Nýjasta mynd LouisMalle áensku Franski leiksfjórinn Louis Malle hefur nýlokið við myndina Damage, sem gerð er eftir skáld- sögu Josephine Hart. Er texti myndarinnar á ensku. Jeremy Irons leikur aðalhlutverkið, hægrisinnaðan breskan stjóm- málamann sem lendir í ástarsam- bandi við unga vinkonu sonar síns. Það er Juliette Binoche sem fer með hlutverk stúlkunnar, en margir muna sjálfsagt eftir henni í The Unbearable Lightness of Being. Þessi ágæta leikkona hef- ur einnig nýlokið við að leika í nýjustu kvikmynd Krzysztofs Ki- ezlowski sem gerði Tvöfalt líf Veróniku. Magnús á al- mennum sýning- um í Orlando í dómi um kvikmynd Þráins Bertelssonar, Magnús, í stærsta dagblaðinu í Orlando í Flórída, Oriando Sentinel, fær myndin fjórar stjömur af fimm möguleg- um og er farið lofsamlegum orð- um um hana. Gagnrýnandinn segir myndina ekki aðeins fyndna heldur einnig áhrifamikla og telur að Laddi hafi sömu hæfi- leika og Robin Wilhams. Fram kemur í greininni að kvikmyndin Magnús hafi verið sýnd á Florida Film Festival í júní og síðan valin til almennra sýninga í vetur, íslensk-dönsk- þýskteiknimynd Nýlega vora veittir Eurimage styrkir til kvikmynda í Evrópu. Meðal þeirra mynda, sem fengu framleiðslustyrk, er Leynivopnið sem er dönsk-íslensk-þýsk teikni- mynd. Leikstjóri myndarinnar er Jannik Hastmp en Skífan er með- framleiðandi og öll tónlist verður íslensk, auk þess sem aðalteikni- myndasmiöur myndarinnar er Ásta Sigurðardóttir sem starfar í Danmörku. Styrkurinn er 25 millj. íslenskra króna sem er 20% af heildarkostnaði myndarinnar. Kvikmyndir The Babe: sem handritiö var mjög vel skrifað. Til aö undribúa mig sem best skoð- aði ég allt sem til er á mynd með Babe Ruth áður en ég byrjaði að æfa mig. Það sem var erfiðast við æfing- amar er að ég er hægri handar maö- ur en Babe Ruth var vinstri handar maður. Ég þurfti því að byrja að læra að kasta bolta og slá með vinstri hendi og hætti ekki þeim æfingum fyrr en ég var hættur að hafa þaö á tilfinningunni að ég væri að nota vit- lausa hönd.“ Hlutverk Babe Ruth er fyrsta stóra alvarlega hlutverkið sem John Good- man fer með, en þessi skemmtilegi leikari hefur sést í mörgum ágætum gamanhlutverkum. Þaö hlutverk, sem færði honum frægð og frama, er eiginmaður hinnar holdugu Rose- anne í samnefndri sjónvarpsseríu. Greinilegt er að John Goodman á framtíð fyrir sér í kvikmyndum kjósi hann það. Hann hefur yfirleitt fengið góða dóma fyrir leik sinn í þeiifi kvik- myndum sem hann hefur leikiö í og sett sterkan svip á þær þó hlutverkin hafi ekki alltaf verið stór. Almennt era gagnrýnendur sammála um að honum takist vel upp sem Babe Ruth. Goodman var uppgötvaður af ein- um framleiöanda Roseanne í Los Angeles, þar sem hann tók þátt í uppsetningu á Anthony and Cleo- patra eftir Shakespeare og boðið hlutverk eiginmannsins. Helstu kvikmyndir, sem Goodman hefur leikið í hingað til, era King Ralph, Always, Arachnophobia, Stella og Sea of Love. Það verður forvitnilegt áð sjá hann í næsta hlutverki, en hann leikur sjálfan Fred Fhntstone í mynd sem veriö er að gera um þennan víðfræga steinaldarmann. Aðrir leikarar í Babe Ruth era Kelly McGillis, er leikur seinni konu hans, Claire, Trini Alvarado er leik- ur fyrri eiginkonu hans, Helen, og Brace Boxleitner sem leikur þekkta hafnaboltahetju og vin Babe Ruth, Jumpin’Joe Dugan. The Babe mun verða frumsýnd í Laugarásbíói seinna í mánuðinum. -HK Hann er talinn mest áberandi per- sóna í allri sögu hópíþrótta í Banda- ríkjunum og ein þekktasta hetjan í Bandaríkjunum á þessari öld. Hann var stór og mikill maður sem sveifl- aði hafnaboltakylfunni af meiri krafti en allir aðrir. Hann kallaði sig Babe Ruth og Bandaríkjamenn era vissir um aö aldrei komi fram á sjón- arsviðið neinn í líkingu við hann. í kvikmyndinni The Babe er sögð saga þessarar þjóðhetju Bandaríkja- manna sem hét fullu nafni George Herman Ruth og fæddist 6. febrúar 1895 í Baltimore. Foreldrar hans vora ifijög fátækir og þegar hann var sjö ára var hann settur í skóla þar sem hann gat búið líka. í skólanum komu í ljós einstæðir hæfileikar han's í hafnaboltaíþróttinni og nítján ára er hann orðinn atvinnumaður. Á ferli sínum setti Babe Ruth fimmtíu met. En hann var margslungin per- sóna og var erfiður í umgengni og þurfti félag hans, New York Yankies, að sekta hann fyrir framkomu utan vallar. Babe Ruth lést 16. ágúst 1948 í New York. Dramatísk saga „Babe Ruth var óvenju hæfileika- mikill maður sem elskaði lífið og lifði því til fullnustu," segir leikstjóri The Babe, Arthur Hiller. „Hann var upp á sitt besta á þeim tíma sem margir telja að hafi verið hvaö villtastur hjá bandarísku þjóðinni hvað skemmt- unum viökemur og hann var sú per- Kvikmyndir Hilmar Karlsson sóna sem passaði fyrir tíðarandann." Eins og um flestar kvikmyndir, sem byggöar era á lífi þekktrar per- sónu, er The Babe blanda af stað- reyndum og skáldskap en Hiller seg- ir að aUt sem gerist í myndinni hafi gerst: „Það gerðist svo margt í lífi Babe Ruth að það er ekkert hægt að hnika til staðreyndum en eins og ávallt við gerð dramatískra kvik- mynda, sem byggðar era á ævi stór- menna, þarf að nýta sér ímyndunar- aflið til að dramatísk. áhrif náist. Samt sem áður era mörg áhrifamikil atriði byggð á vitneskju sem ekki allir vissu um og kemur mörgum örugglega á óvart.“ Arthur HiUer er gamalreyndur leUcstjóri og hefur í þrjátíu og fimm ár leikstýrt kvikmyndum. Ekki Uggja nein meistaraverk eftir hann en nokkrar ágætar kvikimyndir. Einu sinni hefur hann verið tilnefndur til óskarsverðlauna, var það fyrir Love Story. Sjálfur telur hann bestu kvik- mynd sína vera The Americanization of Emtíy sem gerð var 1964. Nokkrar aörar myndir, sem HiUer hefur leik- stýrt, era til dæmis Plaza Suit, The Tiger Makes out (fyrsta kvikmynd sem Dustin Hoffman lék í), SUver Streak, Man in the Glass Booth og The In-Laws. John Goodman rétti leikarinn Handritshöfundur og framleiðandi The Babe, John Fusco, segist aUtaf hafa verið með John Goodman í huga þegar hann var að leita heinúlda og skrifa handritið. Og John Goodman tók hlutverk sitt alvarlega: „Það er viss áhætta að leika persónu sem var jafn áberandi og flókiim persónu- leiki,“ segir Goodman. „Ég er sjálfur mikiU aðdáandi íþróttarinnar, en það var fyrst og fremst maðurinn sjálfur sem vakti áhuga hjá mér, auk þess Sigri fagnað. Babe Ruth (John Goodman) fremstur i flokki. ■ i ; -• '• \ . ,jH\\ - .. ;i j i ,.jI) ,,;>)( i - Tvær hliðar á Babe Ruth. Með kylfuna í hendi á leikvellinum og ásamt börnum, en hann tók ávallt vel á móti börnum sem vildu sýna honum aðdáun : Það er John Goodman sem leikur Babe Ruth. sem uppi hefur verið Mesti hafnaboltakappi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.