Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1993, Blaðsíða 2
18 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ1993 Ferðir Náttúruperlur Búðavíkur og Breiðuvíkur heilluðu „Sigríði á Búðum": Tj aldferðinni frá 1980 er ekki lokið ennþá - menningararfleifð Búða hafín til vegs og virðingar með markvissu söfnunarstarfí ■gijgljj Þýsku tjaldvagnarnir, þessir stóru, 4 gerðir, fortjöld, sóltjöld, vegleg eldhús, 3ja hellna eldavél, vaskur, matborð o.m.fl. fylgir. „Ég fór í sakleysi mínu í Ijaldferð að Búðum yfir eina helgi árið 1980. Þegar ég sá jökulinn fór eitthvað að gerast - eitthvað í andrúmsloft- inu fékk mig til að verða þarna eft- ir. Ég þekkti fólkið sem var með hótelið á leigu, hjálpaði því að vaska upp og annað og hef að segja má ekkert komist í burtu ennþá,“ sagði Sigríður Gísladóttir, hótel- stjóri á Búðum, í samtali við DV. Þetta er þrettánda sumarið sem Sigríður er rekstraraðili hins sér- staka hótels á Búðum. Hótehð stendur við litla bryggju þar sem gamall verslunarstaður og höfuð- ból voru. Þama em náttúruperl- umar hver af annarri í Búða- hrauni. Elsti hluti þessa afar sér- staka og persónulega hótels var byggður árið 1847. Einstök náttúrufegurð Þegar litiö er til vesturs frá Búð- um skín í hinn tignarlega Snæfells- jökul og til hliðar kúrir Stapafellið. Þama sést út í Breiðuvík, Búða- klettur blasir við og Mælifellið og Bjarnarfoss setja og sterkan svip á fallegan fjallahringinn. Þama skín auk þess í Stakkholt, Axlarhymu og veginn upp á Fróðárheiði. Þetta er einstök og falleg fjallasýn. Þessi „vestasti“ hluti Snæfells- ness er afar sérstakur hvaö nátt- úrufegurð snertir. Ef ekið er til vesturs og fyrir jökulinn tekur hver afleggjarinn við af öðrum sem vert er að aka og sjá hvað tekur við. Á þessari leið er m.a. vert að nefna Arnarstapa með sínu svip- sterka umhverfi og fuglalífi, fjör- una og klettana í Hellnum, Djúpa- lónssand og Dritvík þar sem eitt sinn var stærsta verstöð landsins, Lóndranga, Hólahóla, Berudal og Svörtuloft. Þama vestast á nesinu er einnig vert að skoða Hellissand, Rif og Ólafsvík. „Ástæðan fyrir því að ég heillaðist svona mikið af þessum stað var fjölbreytni náttúrunnar. Hér era há fjöll, ár og lækir, hraun og sand- ur og iðjagræn tún. Svo era hér tóftir og gamlar menjar. Það er ein- hvem veginn allt hér á einum stað - mörg afbrigði náttúrunnar saman komin á einum stað,“ sagði Sigríð- ur. Smekklegt ömmuheimili Húsið þar sem Hótel Búðir er rekið var byggt sem íbúðarhús árið 1836 og þótti stórt og reisulegt á sínum tíma. Síðar var skóli á staðn- Við Hellna er iðandi fuglalíf. i til- komumikilli fjörunni er stór gata- klettur, brimsorfnir grjótveggir og fallegt fjörugrjót. Búðir eru gamall verslunarstaður .og höfuðból. Elsti hluti byggingarinnar, þar sem hótelið er nú rekið, er frá árinu 1847. Fjallasýnin frá Búöum er einstaklega tilkomumikil. DV-myndir Óttar Sveinsson Sigríður Gísladóttir hótelstjóri hefur í 13 ár safnað gömlum íslenskum munum sem setja einstakan svip á matsalinn og setustofuna. um en árið 1947 hóf Snæfellingafé- lagið rekstur hótels. Frá þeim tíma hefur hótehð átt nær óslitna rekstr- arsögu og byggt var við húsakynn- in á árunum 1955, 1965 og 1987. Sigríður hefur safnað ýmsum hlutum, íslenskum hversdagsmun- um frá fyrri hluta þessarar aldar, frá því hún hóf rekstur að Búðum. Þetta 13 ára markvissa söfnunar- sarf hefur skilað slíkum árangri að tilfinning gestanna er oft á tíðum sú að þeir séu komnir inn á smekk- legt ömmuheimili þar sem per- sónulegur og vinalegur rekstur fer fram. Engin herbergi eru nákvæm- lega eins - þetta hefur allt sitt sér- stæða og gamla og góða yfirbragð íslenskrar sögu - afrakstur hins markvissa söfnunarstarfs Sigríðar. Henni Sigríði á Búðum hefur tekist að heíja menningararfleifð Búða til vegs og virðingar um ókomin ár. „Þetta eru ílestallt hversdagslegir munir sem voru algengir á íslensk- um heimilum á áranum í kringum 1940 eða fyrr,“ segir Sigríður. Fiskur sóttur á Arn- arstapa og Ólafsvík Matargerðin á Búðum hefur um árabil verið rómuð. Þar eru fisk- og grænmetisréttir fyrst og fremst bomir fram. „Ferðamenn era alltaf jafnhissa á því hvað fiskurinn er geysilega góður. Skýringin á því er sú að við sækjum fiskinn alveg glænýjan 3-A sinnum í viku til Ólafsvíkur eða Amarstapa,“ segir Sigríður. Fjölmargar fisktegundir eru í Við Arnarstapa. Þar lætur náttúrufegurðin undir Snæfellsjökli engan ósnortinn. Vélsleðaferðir eru i boði upp á jökul frá Arnarstapa, Ólafsvík og Grundarfirði. boði - steinbítur, karfi, lúða, ufsi, tindabikkja, gellur, skötuselur, lax, langa, hlýri, grásleppa, svartfugl og fleira. Með matnum era gjarnan borin fram grös eða jurtir sem tínd- ar eru beint úr náttúrunni við Búð- ir. Rúnar Marvinsson matreiðslu- maður bryddaði upphaflega upp á nýjungum í matargerð að Búðum. „Hann tók upp á því að elda fisk sem fólk hafði litið niður á áður. Rúnar kenndi fólki að meta það sem fékkst upp úr sjó og eldaði fisk- inn á lystilegan og skemmtilegan hátt,“ sagði Sigríður. Hafþór Ólafsson hefur oftast veitt matreiðslunni á Búðum forstöðu á sumrin frá því árið 1987. Frammi- staða hans í eldhúsinu er af mörg- um talin sú besta sem íslenskur matreiðslumaður getur sýnt. Ekkertháð stífum forskriftum Hótel Búðir tekur 42 gesti í rúm en allt upp í 90 matargesti. Sigríður segir að eitt einkenni hótelsins sé að starfsfólkið sé ekki háð ströng- Þegar sólin skín er Snæfellsjökull óviðjafnanlegur. um forskriftum - það og gestimir fái að hafa hönd í bagga með ýms- um ákvörðunum og fyrirkomulagi hluta. Allir eru velkomnir að koma með uppástungur. Þarna er ekkert sjónvarp - í staðinn er náttúrannar notið og samvista við annað fólk. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.